Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 14
14
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 I lV
DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarforniaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjóm. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdrelf@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Vondur félagsskapur
Ferðaskrifstofa ráðherra gerir víðreist um þessar
mundir og leitar sambanda í ýmsum afkimum jarðarinn-
ar. Einkum verða fyrir valinu lönd á borð við Mexíkó,
Malasíu og Mósambík, þar sem stjórnarfar er frumstætt,
spilling mikil og efnahagur á undanhaldi.
Þótt við getum aldrei ræktað nógu vel allt of stóra
markaði okkar í Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Jap-
an, þar sem menn eru borgunarmenn fyrir skuldum sín-
um, er sífellt verið að leita nýrra markaða á furðuleg-
ustu stöðum, þar sem enginn borgar neitt.
Helzti túristinn í hópi ráðherranna var heppinn í
fyrra, þegar frestað var opinberri heimsókn hans til
mesta stórþjófs aldarinnar næst á eftir Markosi sáluga á
Filippseyjum. í millitíðinni var Súhartó velt úr sessi í
Indónesíu og ráðherrann hætti þá við ferðina.
í staðinn hefur hann beint augum sínum til Mó-
sambík, sem er einhvers staðar afskekkt í Afríku og al-
veg á kúpunni. Þar vill hann opna sendiráð í sameigin-
legu húsnæði Norðurlanda og senda þangað diplómat,
væntanlega til að selja þangað íslenzka lúxusvöru.
íslenzkar afurðir eru svo dýrar og eiga að vera svo
dýrar, að ekki hafi aðrir efni á að kaupa þær en Evrópu-
menn, Bandaríkjamenn og Japanir. Að öðrum kosti
hrynur útflutningsverðlagið og kreppa heldur innreið
sína hér eins og í ferðalöndum ráðherranna.
Ef opna þyrfti sendiráð í Afríku, sem samanlögð hefur
ekki nema 1% heimsviðskiptanna, væri eðlilegra að gera
það í fjölmennum ríkjum á borð við Egyptaland eða Suð-
ur-Afríku heldur en í afskekktum og týndum ríkjum á
borð við Mósambík, Malaví eða Malí.
Ráðherrar feta einnig í fótspor forseta íslands, sem
löngum hefur ræktað samskipti við röð glæpamanna,
sem hafa áratugum saman ráðið Mexíkó í skjóli um-
fangsmikillar spillingar og ofbeldisverka. Forsetinn og
ráðherrar hvetja til fjárfestingar á þessum stað.
Er menn taka áhættu af löndum á borð við Kína,
Víetnam eða Mexíkó, þar sem íbúar eiga óuppgerðar
sakir við stjórnvöld, er hætt við, að fjárfestingar í spill-
ingu fari fyrir lítið, þegar byltingin kemur. Þannig guf-
uðu verðmæti upp í byltingunni í Indónesíu.
Nú er ráðherra á leið til Malasíu, þar sem er við völd
Mahatir bin Mohamad, er hefur það að sérstökum
áhugamálum að saka Vesturlönd um allt, sem aflaga fer
í landinu, og að saka pólitíska andstæðinga ranglega um
að þröngva samræði upp á aðra karlmenn.
Vafalaust fær íslenzki ráðherrann að frétta margt af
vonzku Vesturlanda og óbeizlaðri kynhneigð óþægra
stjómmálamanna. Hitt verður að draga í efa, að fjárfest-
ingar borgi sig í landi, þar sem ráðamenn telja sig geta
fryst þær fyrirvaralaust eftir hentugleikum.
Svo ruglaðir eru túristar ríkisins orðnir af umgengni
við vafasama pappíra á afskekktum stöðum, að
utanríkisráðherra lét sér detta í hug að láta gamlan
kollega og Malaví-fara í sendiráðinu í Washington hafa
bréfleg áhrif á dómara í þágu Eimskips.
Dómarinn endursendi auðvitað bréfið ólesið og sagðist
ekki mega vera að því að standa í bréfaskiptum við
menn úti í bæ meðan hann væri að dæma í málum.
Þannig hefur ráðherra okkar réttilega verið stimplaður
sem þriðja heims ráðherra í Malasíu-stíl.
Bréfið til bandaríska dómarans sýnir, að nú þarf að
stöðva túrisma íslenzkra ráðherra á fjarlægum stöðum,
þar sem vondur félagsskapur er á hverju strái.
Jónas Kristjánsson
Erfiðir kostir í Kosovo
Það er orðið nokkuð ljóst, eftir
langan aðdraganda, hvað helstu
ríki Vesturlanda vilja að gerist í
Kosovo. Fyrst vilja þau alþjóðleg
ráðstefnu, þar sem fulltrúar Serba
og Kosovomanna yrðu smám sam-
an neyddir til beinna viðræðna.
Heppilegasta niðurstaða þeirra
viðræðna væra samningar um
verulega sjálfstjóm fyrir Kosovo,
sem fengi þá sjálfstætt dómsvald,
sjálfstæða lögreglu og sjáifstætt
menntakerfi. Kosningar innan hér-
aðsins myndu fylgja í kjölfarið,
sennilega undir vemd hermanna
frá aðUdarlöndum Nato.
Kosovomönnum yrði síðan lofað að
kosningar um framtíð héraðsins
færa fram eftir fáein ár, en frjálsar
kosningar mn framtiö Kosovo
myndu án nokkurs efa leiða tU
stofrnmar sjálfstæðs ríkis í hérað-
inu. Hver getin' verið á móti svo
skynsamlegum tiUögum? Því mið-
in-, margir af þeim sem málið varð-
ar mest.
Serbar og ísraelsmenn
Þótt erfitt sé að mæla almenningsálitið í Serbíu er
nokkuð ljóst að fáir Serbar era samþykkir stefnu sem
myndi leiða tU sjálfstæðis Kosovo. Það væri raunar í
hæsta máta óvanalegt ef þjóð vUdi sjálfviijug gefa eft-
ir umtalsverðan hluta af því svæði sem hún álítur
föðurland sitt og margir Serbar líta tU staða í Kosovo
með líkum hætti og við lítum tU ÞingvaUa og Skál-
holts. Rök Serba era eins einföld og rök ísraels-
manna. Báðir segjast eiga sögulegan og trúarlegan
rétt tU lands hefur veriö byggt öðra fólki um aldir, í
tUviki Kosovo, en í árþúsundir í tUviki Palestínu. Al-
banir telja sig raunar komna af fólki sem var enn fyrr
en Serbar í Kosovo. Bæði Serbar og ísraelsmenn hafa
notað þjóðernishreinsanir sem homsteina stefnu
sinnar.
Albanir og Palestínumenn
Enginn Albani í Kosovo viU búa undir stjóm
Serba, frekar en nokkur Palestínumaður hefur kosið
yfir sig stjóm ísraels. En eins
og Palestinumenn þá era Alb-
anir fjarri því að vera einhuga
um stefnu í málinu. Þeir leið-
togar Albana sem Vesturveldin
telja sig geta samið við eru
ekki einráðir og þeim hefur
fjölgað sem ekki trúa á annað
en vopnaða baráttu. Sumir
leiðtogar skæraliða vUja setja
upp pólitískan arm fyrir hreyf-
inguna frekar en að lúta leið-
sögn Rugova og annarra leið-
toga Albana í höfuðborginni,
Pristina. Það er því engan veg-
inn víst að skæraliðar í
Kosovo myndu faUast á samn-
inga af því tagi sem Vesturlönd
vUja knýja fram. Von Serba er
sú að með því að málið dragist
á langinn og skálmöld riki í
Kosovo muni sífeUt fleiri Alb-
anir flýja land, rétt eins og
Palestínumenn gerðu á sínum
tíma.
Óttínn við
uppbrot ríkis
Það eru hins vegar ekki ein-
ungis Serbar sem hafa áhyggjur af tU-
lögrnn sem miða í reynd að því að
leysa Kosvo með tímanum undan
serbneska rikinu. Stór albanskur
minnihluti er einnig i Makedóníu og
margir forustumanna Albana eru
famir að tala opinskátt um drauma
sína um stórt albanskt ríki á
Balkanskaga sem næði yfir hluta
Makedóníu. Alþjóðakerfið byggist
hins vegar á því að ríki virði fuUveldi
og landamæri hver annars. Stuðning-
ur við uppbrot Serbiu væri líka mik-
U stefnubreyting fyrir Vesturlönd á
Balkanskaga, því að stefna þeirra í
Bosníu snerist um að halda Bosníu
saman, þótt helmingur íbúa landsins,
Serbar og Króatar, hefði greinUega
áhuga á annarri lausn. Meðal annars
af þeim ástæðum hefur sumum sýnst
að sú leið væri skást í þessu máli að
gera Kosovo að sérstöku ríki irman
Júgóslavíu við hlið Serbíu og
Montenegro, en Júgóslavía er sam-
bandsríki sem Kosovo gæti sagt skU-
ið við með tíð og tíma án þess að
prinsipp alþjóðakerfisins yrðu brotin með eins
greinUegum hætti.
Erfiðir kostír
Ef brjóta má upp Serbíu með sjálfstæði Kosovo, því
má þá ekki brjóta upp Bosníu og leyfa héraðum
Serba og Króata þar að sameinast Serbíu og Króatíu?
Leiðtogar bæði Serbíu og Króatíu stefndu að slíkri
lausn í stríðinu en Vesturlönd tóku aðra afstöðu,
bæði vegna landvinningastríðs Króata og Serba gegn
múslímum í Bosníu, og ekki síður vegna prinsippat-
riða um að ríki skuli ekki brotin upp með ofbeldi.
Framtíðarlausn í deUunum á Balkanskaga virðist
hins vegar ekki geta legið í öðra en því að þjóðir og
þjóðarbrot sem vUja sameinast fái að sameinast, og
þjóðir og þjóðarbrot sem vUja aðskilnað fái sitt sjáif-
stæði. Lausnin hlýtur þannig að vera fólgin í því að
lýðræði verði sett ofar fuUveldi ríkja. Þessi lausn er
hins vegar ekki líkleg tU að reynast einföld i fram-
kvæmd. Margir óttast líka öU fordæmi í þessum efn-
um, enda er mikUl meirihluti landamæra heimsins
stórlega umdeilanlegur.
Framtíðarlausn í deilunum á Balkanskaga virðist hins vegar ekki geta legið
í öðru en þvf að þjóðlr og þjóðarbrot sem vilja sameinast fái að sameinast,
og þjóðir og þjóðarbrot sem vilja aðskilnað fái sitt sjálfstæði. Lausnin hlýt-
ur þannig að vera fólgin í því að lýðræði verði sett ofar fullveldi ríkja.
Erlend tíðindi
Jón Ormur Halldórsson
skoðanir annarra
--------------------------------
Horft til Ameríku
„Goðsögnin segir að Seifur hafi orðið ástfanginn
i af gyðjunni Evrópu þegar hann sá hana liggjandi
i makindalega á ströndinni. Gyðjan fagra teygði sig
frá Asíu tíl óþekkts meginlands. Við ætlum ekki að
i fjaUa um erótíkina í stöðunni en það er erfitt að
| leita ekki tU upprunans þegar maður virðir fyrir sér
| endurskipulagninguna sem tröllríður evrópskum
iðn- eða fjármálafyrirtækjum. Meginland þetta var
; sjálfsagt Ameríka sem Evrópubúar uppgötvuðu síð-
ar. AUa vega hafa tveir bUaframleiðendur kosið
hana þegar þeir áttuðu sig á aö tími var kominn tU
! að gifta sig.“
Úr forystugrein Nice-Matin 29. janúar.
Ofbeldi og ölvun
„Það er engin ástæða tU að neita því að KjeU
i Magne Bondevik benti réttUega á í spumingatíma á
Stórþinginu í gær að samhengi væri á miUi ölvun-
[ ar og ofbeldis. 70 prósent ofbeldisverkanna í Ósló
era framin í ölæði. En ástandiö er flóknara en svo
; að hægt sé, eins og Bondevik gerði í gær, að fuUyrða
að ofbeldið í ósló sé tengt þeim frjálslynda af-
greiðslutíma veitingahúsa sem Hægriflokkurinn og
Framfaraflokkurinn hafa beitt sér fyrir. Við ætlum
ekki að mótmæla því að strangari reglur um áfeng-
isveitingar og afgreiðslutíma geti verið ein margra
aðgerða sem hægt er að grípa tU. Ef satt skal segja
líst okkur betur á ýmsar aðrar aðgerðir sem forsæt-
isráðherrann nefndi. Eins og tU dæmis sýnUegri
lögreglu, 75 nýjar lögreglustöður í Ósló og fúndi
með innflytjendum."
Úr forystugrein Aftenposten 27. janúar.
Hryðjuverk framtíðarinnar
„Ifryðjuverk með sýkla- og efnavopnum og árásir
sem gera tölvunet óvirk era ekki bara efiii skáld-
sagna og kvikmynda. Taugagasi hefur þegar verið
sleppt í neðanjarðarlestarkerfi Tókýó. Hakkarar og
tölvuvírasar hafa herjað á tölvukerfi sem talin vora
örugg. Það er rétt af BUl Clinton Bandaríkjaforseta
að gera áætlun um svör við því sem gæti orðið viða-
mikið vandamál.“
Úr forystugrein New York Times 26. janúar.