Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 8
. IIelkerinn LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 T>V Kynþokkafyllsti maður íslands er leikari, sjónvarpsmaður og sælkeri: „Matreiðsluþáttur Þórhalls" Kæri neytandi. Þú ferð út í Nóatún, helst á þriðjudegi því þá koma tandoori- kjúklingamir í búðina. Þeir eru vel kryddaðir svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því. Nú, heima fyrir skaltu setja slatta af súrmjólk í kaffipoka og láta sýruna renna af henni, helst í 4 klst. Þegar því er lokið saxarðu agúrk- ur í örsmátt og blandar þeim saman við súrmjólkina. Sjóddu kartöflur (þú hlýtur aö kunna það, asninn þinn). Og sjóddu líka hrísgrjón (frekar auðvelt). Skerðu nú niöur 1 stk. lauk og nokkra sveppi. Hitaðu ofninn vel (ca 175°C) og skelltu kjúklingnum í eldfast mót og leggðu laukinn allt í kringum hann. Þegar ofninn er orðinn vel heitur skaltu setja kjúklinginn inn og læt- ur hann brasa þar í 45 mín ásamt lauknum. Eftir 35 mínútur fleygirðu sveppunum í mótið og lætur þá steikjast með lauknum síðustu 10 mínúturnar. Kartöflumar sem þú sauðst svo glæsilega eru settar á pönnu og skornar til helminga og tandoorikryddi (RaJah) sáldrað yfir þær. Steikist í örfáar mínútur. Síðan tekurðu kjúklinginn með lauknum og sveppunum og reynir að koma þvl sómasamlega fyrir á fati. Hellir hrísgrjónum í skál og kart- öflunum í aðra skál og lætur súr- mjólkina í þriðju skálina. Skál! Ef þið lendið í einhverjum vand- ræðum með þetta þá endilega hring- ið í konuna mina. Og ef þið nennið að læra hvemig á að baka nanbrauð þá væri það mjög gott en ég kann það ekki. Kveöja Þórhallur Gunnarsson Þórhallur var fyrir skemmstu kjörinn kynþokkafyllsti maður íslands af hlustendum rásar 2. Spurning er hvort elda- mennskan hefði haft áhrif á valið. DV-mynd ÞÖK Nykaup Þar seinferskleikiiui býr matgæðingur vikunnar “a'.mí Uppáhaldskjötrétturiiin og mar- jnstasíukremi gpgj mg(j fer$kum ÓVÖXtUm 6 sneiðar ferskur ananas 6 stk. vanillustangir pistasíukrem 250 g Mascarponeostur 100 g pistasíumassi 2-3 dl rjómi 1-2 dl mjólk Skerið ferskan ananas í 1-1,5 cm þykkar sneiðar (u.þ.b. 100 g hver) og leggið á smurða bökun- arplötu. Stingið vanillu- stöngun- um í an- anas- sneiðam- ar. Bakið í 40 mín- útur við 180”C. Setj- ið eina sneið á hvem disk. „Þessi kjötréttur er í miklu uppá- haldi á mínu heimili og einnig er vinsælt að bjóða gestum hann,“ seg- ir Fanney Björk Ásbjörnsdóttir, fóstra úr Vestmannaeyjum. Pistasíukrem Maukið í matvinnsluvél Mascarponeost, pistasíumassa, rjóma og mjólk. Setjið í kringum ananasinn. Hoilráð Bragðast afar vel með vanillu- ís. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. 4 laukar paprikuduft sellerísalt hvítlauksduft salt og pipar (grófmalaður) oregano chili (gróft) tómatþykkni (ein dós þykkni á móti tæpum tveimur af vatni) kjötteningar worchestershiresósa Laukurinn er soðinn í matarolíu, krydd og tómatþykknið sett út í og sósan soðin í tvo til þrjá tíma. Far- ið er varlega í krydd og sósan er bragðbætt eftir smekk. Kjöt Nautasnitsel er léttsteikt og kryddað með sama kryddi og fór í sósuna, ost- ur settur yfir og látið inn í ofn í klukkutíma. Borið fram með snittu Fanney Björk Ásbjörnsdótt- ir fóstra gefur uppskrift að nautasnitseli með sósu og dísætum marengs með ferskum ávöxtum. DV-mynd Ómar brauði, hrísgrjónum og lambhaga- salati með niðurskomum rauðlauk og olíudressingu. Olíudressing 6 msk. ólífu- olía 1 msk. rauðvín- sedik salt og nýmalaður pipar sykur dijonsinnep pressaður ítlauk- ur Allt hrist saman og hellt yfir sal- atið. Ekki sakar að bera gott rauð- vín með. Eftirréttur - marengs með ferskum ávöxtum Marengsbotn: 4 eggjahvítur og 180 g sykur þeytt vel saman, sett í eld- fast mót og bakað við 180-200°C í 45-60 mín. Sósa: 4 eggjarauður 1/4 bolli sykur 1 tsk. vanilla 1 msk. maizenamjöl Hrært saman og sett í pott, 3/4 bollum mjólk og 1/2 bolla rjóma bætt út í og hit- að að suðu. Athugið að hræra skal í pott- inum allan tímann. Ferskir ávextir brytj- aðir: Vínber, græn og blá fersk jarðarber banani kíví ferskjur Marengsinn er mulinn svolítið í mótinu, sósan sett yfir og síðast ávextimir. Borið fram með rjóma eða Is. Ég ætla að skora á mágkonu mína, Ingunni Lísu Jóhannesdótt- ur, að vera næsti matgæðingur DV. Hún er snillingur að galdra fram frábæra pastarétti. Nykaup Þar sm jirskleikinn byr Tómatsalat með rauðvínsedikssósu íf: Fyrir 4 600 g tómatar 150 g sykurbaunir 6 stk. belgbaunir 150 g strengjabaunir 8 msk. furahnetur 8 msk. hjartahnetur (cashewhnetur) Rauðvínsedikssósa (vinaigrette) 4 stk. skalottlaukur 1 búnt fersk steinselja, söxuð 2 dl rauðvínsedik 5 stk. hvítlauksrif í sneiðum 1 1/2 dl matarolía 2 msk. kjúklingasoð (vatn og teningur) 1 tsk. timian, ferskt salt og pipar úr kvöm Skerið 1 belgbaunir i strimla, sjóð- ið síöan með sykur- og strengjabaun- um í léttsölt- | uðu vatni í 1-2 mín. Kælið. | Skerið tómata í sneiðar og blandið saman við baunimar, leggið í skál. Hneturnar léttbrúnaðar á heitri, þurri pönnu, blandað saman við salatið. Berið fram með rauðvínsedikssósunni. Rauðvínsedikssósa Hvítlaukssneiðarnar létt- brúnaðar í 4 msk. af matarolíu. Látið kólna og blandið síðan ; saman við önnur hráefhi í sós- una. Þeytið vel saman. Graslauksbrauð 600 g hveiti 50 g birki 4 tsk. þurrger, sléttfullar | (1 bréf) 1 tsk. lyftiduft, sléttfull 3 msk. sykur, sléttfullar 75 g smjör 11/2 dl mjólk, ylvolg 11/2 dl vatn, ylvolgt 1 egg 4 msk. graslaukur Hrærið þurrgerið í ylvolgri mjólkinni í 5 mínútur. Bætið síðan saman við þurrefnin ásamt mjólk, bráðnu smjöri, eggi, vatni og söxuðum gras- lauk. Hnoðið með hnoðara í 5 mínútur. Mótið í snittubrauð og skerið í 2 cm þykkar sneiðar I (hleifa). Úr þessu ættu að verða 15-20 brauð, hvert um 40 g að þyngd. Setjið á smurða bökim- arplötu, skerið granna skurði í hvem hleif og látið hefast við stofuhita í 20 mínútur. Bakið við 200°C í 20-25 mínútur. Skvettið 1 dl af vatni í ofnbotn- inn um leið og baksturinn hefst. Aðrir möguleikar Einnig er hægt að skipta deig- inu í tvennt og baka tvö 500 g snittubrauð eða eitt stórt brauð (1 kg). Snittubrauðin þurfa að hefast í 30 mlnútur og bakast í 25-30 mínútur við 200°C, eitt stórt brauð á að hefast í 35 mínútur og bakast í aðrar 35 mínútur við 200°C. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni i þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.