Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 2
MANUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir Margrét Frímannsdóttir og Samfylkingin: Þurfum ekki foringja „Jóhanna Sigurðardóttir kemur sterk inn sem leiðtogi Samfylk- ingarinnar í Reykjavík, en það er ekkert samasemmerki á milli þess að leiða listann í Reykjavík eða á landsvísu," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, í gærkvöldi. „Samfylkingin er kosningabanda- lag þriggja flokka og í röðum foystumanna flokkanna hefur Sighvatur Björgvinsson: Kratar hafa ekki tekið völdin Þetta er gríðarlegur árangur fyrir Samfylkinguna, að fá ellefu þúsund atkvæði í prófkjöri - það er stórkostlegt. Ég minni á að Reykjavíkur- listinn vann borgina eftir að hafa verið með um átta þúsund manns í prófkjöri. Þetta sýnir bara hvað það er gríðarlegur jarðvegur fyrir þessi samtök," sagði Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, þegar ijóst var að prófkjörsþátttakan var langtum meiri en menn hafði órað fyrir. Þá var ljóst að alþýðu- flokkshólfið, sem Sighvatur segist vilja kalla jafnaðarmannahólf, hafði unnið stóran sigur sem slíkt, fengið tvö atkvæði af hverj- um þremur. - Er Alþýðuflokkurinn að taka völdin í samfylkingunni? „Nei, nei, það er af og frá að svo sé,“ sagði Sighvatur. -JBP aldrei komið fram krafa um einn leiðtoga. Við þurfum ekki foringja eins og málum er háttað." Mcirgrét Frímannsdóttir sagði að Samfylkingin hefði fengið óskabyrjun í glæilegu prófkjöri í Reykjavík og í framtíðinni sæi hún þessa fylkingu fýrir sér sem einn flokk: „Þegar og ef það verður þá hef- ur fólk úr mörgum hæfum for- Margrét Frí- mannsdóttir. ingjum að velja. Við sem höfum staðið þama í far- arbroddi höfum sýnt það með þeim árangri sem nú liggur fyrir að ekki er skortur á foringjum," sagði Margrét. „Jó- hanna Sigurðar- dóttir er vissulega sterkur stjórn- málamaður en ekki sjálfgefinn foringi. Sjálf hef ég aldrei heyrt forystumenn flokkanna þriggja tala um foringjaefni nema þegar Össur Skarphéðinsson hefur viðr- að þá hugmynd sína að efsti mað- ur á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík verði jafhframt foringi á landsvísu." -EIR Sighvatur Björgvinsson. Úrslit prófkjörs Samfylkingar Alþýðubandalagið 1. sæti Skipting atkvæða 2. sæti 3. sæti 4. sæti Arnór Pétursson 141 (129) 189 283 Árni Þór Sigurösson 846 624 275 230 Bryndís Hlööversdóttir 1.288 575 281 176 Elísabet Brekkan 26 (119: 258 392 Guörún Sigurjónsdóttir 25 361 308 411 Heimir Már Pétursson 283 367 417 462 Herbert Hjelm 18 (90; 79 117 Magnús Ingólfsson 13 151 181 330 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson 185 409 838 424 Alþýöuflokkurinn Ásta Ragnheiöur Jóhannesd. 476 3.218 1.433 847 Borgþór Kjærnested 2 77 244 450 Hólmsteinn Brekkan 17 59 102 239 Jakob Frimann Magnússon 128 '(840' 779 979 Jóhanna Siguröardóttir 4041 991 657 482 Magnús H. Magnússon 20 156 601 850 Möröur Árnason 75 736 1347 1.935 Stefán Benediktsson 47 (356j 736 961 Össur Skarphéöinsson 2.681 1.054 1.588 754 Kvennallstinn Ásgeröur Jóhannsdóttir 14 49 134 179 Fríöa Rós Valdimarsdóttir 8 67 108 194 Guðný Guöbjörnsdóttir 260 115 82 61 Guörún Ögmundsdóttir 279 208 104 43 Hólmfriöur Garöarsdóttir 22 115 154 166 Hulda Ólafsdóttir 153 182 154 ÍU Sæti sem frambjóöendur sóttust eftir eru merkt meö rauðum hring. Niðurröðun í sæti 1. Jóhanna Sigurðardóttir 2. Össur Skarphéðinsson 3. Bryndís Hlöðversdóttir 4. Guðrún Ögmundsdóttir 5. Ásta R. Jóhannesdóttir 6. Mörður Árnason 7. Árni Þór Sigurðsson 8. Guðný Guðbjörnsdóttir * 9. Jakob F. Magnússon (10. Vilhjálmur Vilhjálmsson) * þiggur ekki sætið 11.048 atkvæöi greidd einstaklingum. Til viöbótar voru 249 atkvæöi greidd flokkum eingöngu, en þaö ergilt. Gild atkvæöi eru því 11.297 gild atkvæöi. Auöir seölar voru 12 - ógildir seölar 169. Svavar Gestsson alþingismaður: Afliö er ekki endanlega fætt til þess eru stjórnmálaöflin of klofin „Ég tel að samfylkingarferlið muni halda áfram eftir kosningar. En vandinn er sá að vinstri öflin eru klofin. Þetta afl er ekki endan- lega fætt, ekki eins og það þarf að vera,“ sagði Svavar Gestsson al- þingismaður í gærkvöldi þegar hann var inntur eftir áliti á fram- haldi Samfylkingarinnar. Svavar segir að ekkert sérstakt bendi til þess að Alþýðubandalagið rjátli til við listann frekar en aðrir. En hann sé ekki endanlegur fyrr en kjör- dæmisráðin hafi samþykkt hann. „Það er talað um að útkoma Al- þýðubandalagsins sé slæm. Hún er það miðað við útkomuna í A-hólf- inu, tveggja flokka hólfi. En at- kvæðatalan hjá okkur núna er hærri en í prófkjörinu hjá Reykja- víkurlistanum í fyrra, fimmtungi hærri. Þá var það talið sigur, en Svavar Gestsson. núna hefði það ver- ið talið stórkostleg- ur ósigur," sagði Svavar. Svavar sagði að þama væri í raun um tvenns konar hefðir að ræða við uppstillingu lista. Annars vegar hjá Alþýðuflokknum, sem dæmi eru um Árna Þórs Sigurðssonar sem hann og Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, eiginkona hans, studdu af ráðum og dáð. Svavar seg- ir að vissulega hefði hann viljað sjá Áma ofar á listanum, hann sé hins- vegar inni og sé það vel, hann eigi framtíðina fyrir sér, maður sem hef- ur stöðugt vaxið með verkum sinum og sé góður stjómmálamaður. -JBP að hafi fengið 6 þúsund atkvæði í prófkjöri en aðeins 3 þúsund í kosn- ingu. Hjá Alþýðubandalaginu hefði þessu alltaf verið þveröfugt farið. Svavar segir að þetta skýri margt. „Þessi talnasamsetning sem ég benti á að gæti orðið í öllum mínum greinum fyrir prófkjörið hefur því miður ræst,“ sagði Svavar. Svavar var spurður um útkomu Eldsvoði á Síðu: Milljónatjón á tækjum DV, Kirkjubæjarklaustri: Slökkviliðið á Kirkjubæjar- klaustri var kallað út að bænum Þverá á Síöu austan Klausturs um kl. 17.00 í gærdag. Þar hafði kvikn- að í 300 fermetra vélageymslu, stál- grindarhúsi, sem í vom dráttarvél- ar, bíll, vélsleöi og heyvinnutæki. Alexander Alexanderson, lögreglu- maður á Klaustri, sagði við að lik- legast hefði kviknað í út frá drátt- arvél inni í húsinu. Ekkert raf- magn var í vélageymslunni. Hann sagði að miklar skemmdir hefðu orðið á tækjum og húsinu sjálfu vegna gífurlegs hita sem hefði myndast inni í því og ljóst að millj- ónatjón hefði orðið. -NH Flugleiðir í sumar: Fljúga ekki til Flórída - bjóða Glasgow á fimmþúsundkall Flugleiðir ætla að hætta að fljúga til Flórída í sumar. Flugi verður hætt í maí og þráðurinn ekki tekinn upp aftur fyrr en næsta haust. Ástæðan er einfóld: Flugið borgar sig ekki. Aðrir ferðaskipuleggjendur sýna Flórída ekki áhuga: „Við ætlum ekki að fljúga leiguflug til Flórída í sumar af þeirri einfóldu ástæðu að fólk nennir ekki að fljúga svona langt með fiölskyld- una,“ segir Helgi Jóhansson, for- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar. „Fólk nennir ekki að fljúga í sjö tíma þegar það getur komist til Spánar á hálfum öðrrnn tíma.“ Á sama tíma og ákveðið er að fella Flórídaflugið niður bjóða Flug- leiðir ferðir til Glasgow á fimm þús- und krónur fyrir utan flugvallar- skatt. Þessar ferðir standa internet- notendmn eingöngu til boða. Aðrir fá ekki af þeim að vita. „Við erum með alls konar tilboð í gangi á Internetinu. Þessi Glasgow- ferð var mjög sérstök. Við fórum á Helgi Jóhannsson: Fólk nennir ekki til Flórída. mánudag og þriðjudag og það seldist upp í ferðimar á þremur tímum,“ segir Margrét Hauksdóttir, fréttafúll- trúi Flugleiða. - Hvers vegna var þessi ferð ekki boðin á fleiri stöðum? „Við erum bara með þetta á vefn- um,“ segir Margrét. Gunnlaugur hættir Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrsti þingmaður Framsóknar- flokksins á Vest- fiörðum, hættir afskiptum af stjómmálum þegar þessu kjör- tímabUi lýkur. Loðnan lækkar Loðnuverð fyrir Japansmarkað lækkar um 8-16% en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur lokið sölu samningum fyrir loðnuvertíðina. Ekki hefur verið samið um verð á loðnuhrognum. Mbl. greindi frá. Meirihluti sprunginn 17 ára meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í bæjar- stjóm Grindavíkur er spmnginn. Oddviti framsóknarmanna segir viðræður D-lista og J-lista þegar hafnar. Hann segir samstarfið hafa slitnað vegna ágreinings um stöðu veitingu. RÚV sagði frá. Takmarkað leyfi Veitingastaðurinn Club Clinton hefur fengið takmarkað bráða- birgðavínveitingaleyfi. Takmarkan- imar felast í því að opið verður tO hálftólf aUa daga nema aðfaranótt laugardags og sunnudags. Þá verður opið tU klukkan 1. Mbl. greindi frá. Ekki með Framsókn Pétur Bjama- son segist ekki munu starfa að framboðsmálum með Framsókn- arflokknum á Vestfiörðum. Kristinn H. Gunnarsson seg- ist hafa stuðning margra sem áður fylgdu Pétri. RÚV greindi frá. Launin hærri Fjármálastjóri Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur segir laun æðstu embættismanna ríkisins mun hærri en haldið er fram. Hann segir stór- an hluta launanna falinn. Sjónvarp- ið greindi frá. Málsókn könnuð Lögfræðingur Félags heymar- lausra kannar hvort mögulegt sé að stefna ríkissjónvarpinu þar sem það hafnaði beiðni Félags heymarlausra um að stjórnmálaumræður fyrir kjördag vegna alþingiskosninga í vor yrðu táknmálstúlkaðar. Mbl. greindi frá. Aukinn innflutningur Innflutnigur á nýjum fólksbUum jókst um 20% i janúar samkvæmt bráðabirgðatölum frá Skráningar- stofunni. Nú voru fluttir inn 1.039 bUar en í janúar í fyrra voru þeir 853. Mest var flutt inn af Volkswagen og Toyota. Mbl. greindi frá. Samstarfsörðugleikar Vegna samstarfsörðugleika hafa fimm starfsmenn sagt upp á Heilsu- gæslustöð MosfeUsbæjar og þar á meðal em yfirlæknirinn og tveir aðr- ir læknar. Málið er tU skoðunar hjá ráðuneytinu. Sjónvarpið greindi frá. Kokkakeppni Sturla Birgis- son, yfirkokkur í Perlunni, hreppti 5. sætið í hinni frægu kokkakeppni Bocuse D’or í Frakklandi. Norskur mat- reiðslumaður bar sigur úr býtum í keppninni. RÚV greindi frá. Öxarfjarðarrækjan MikU rækjuveiði er í Öxarfirði á sama tíma og litla úthafsrækju er að finna. Veiðin er slík að unnið er á vöktum í rækjuvinnslunni á Kópa- skeri. Stöð 2 greindi frá. Atkvæðasala SKÍ Norðmenn þmftu að „kaupa" at- kvæði 20 landa, þar á meðal íslands, tU að tryggja að Þrándheimur yrði valinn sem keppnisstaður HM árið 1997. Sigurður Einarsson, þáverandi formaður Skíðasambandsins, segir ietta rétt. Mbl. greindi frá. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.