Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 Fréttir íslenskir aðalverktakar vilja landsvæði Reykjavíkurflugvallar: Vilja fá flugvöllinn - reisa nýjan Reykjavíkurflugvöll í staðinn á uppfyllingu í Skerjafirði íslenskir aðalverktakar vilja fá landsvæðið í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þar sem nú er Reykja- víkurflugvöllur, til að byggja nýtt íbúðasvæði. í staðinn vill fyrirtæk- ið reisa nýjan flugvöll á uppfyll- ingu í Skerjafirði. íslenskir aðal- verktakar vilja fjármagna bygg- ingu flugvallarins að fullu, fái þeir landið í Vatnsmýrinni endur- gjaldslaust. Samkvæmt lauslegum útreikningum er tcdið að kostnað- ur við byggingu nýs flugvallar yrði um 5 milljarðar króna og yrði það ein dýrasta og umfangmesta fram- kvæmd sem ráðist hefur verið í innan höfuðborgarinnar frá upp- hafi. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að taka þetta að okkur en þetta er auðvitað allt á byrjunarstigi," segir Stefán Friðfmnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka. Hann segir að fyrirtækið hafi fram að þessu komiö að því að skoða kostnaðar- þætti við framkvæmdimar og virð- ist sem það sé hugsanlegt að þetta gangi upp. „Við höfum reiknað það lauslega út að með afhendingu landsins [í Vatnsmýrinnij væri hægt að fjármagna nýjan flugvöll að fullu. En það hangir auðvitað á Eyþór Amalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem hefur látið sig skipulagsmál Reykjavíkur- borgar nokkru varða, sagði í samtali viö DV að innkoma aöila eins og íslenskra aðalverktaka sýndi að kostur- inn væri fýsilegur og hér væri alvara á ferðum. Aft- ur á móti væri þetta allt spurning um pólitískan vilja. Á meöan nú- verandi meirihluti borgarstjómar velti málum milli nefnda væri að- alatriðiö hvað að væri gert. Fyrir skömmu var samþykkt nýtt aðal- skipulag borgarinnar og þar gert þéttleika byggðar," segir hann. Stefán segir að ekki hafi verið lagt ráð fyrir óbreyttu flugvallarsvæði. „Núverandi meirihluti hefur ekki náð að efla miðborgina og ef ekkert er aö gert þá stefnir allt í að höfuðborgin verði löng og mjó og muni teygja sig eftir þjóðvegi númer eitt. Það þýðir að miðborg- in verður úthverfi. Besti kostur- inn er að tengja saman Háskóla- svæðið, miðbæinn, Öskjuhlíð, Skerjaijörð og Nauthólsvík í eina öfluga heild og mynda nýja miðju með tugþúsunda manna byggð í hjarta borgarinnar. Tilboð ís- lenskra aðalverktaka er spenn- andi leið þar sem flugvallarsvæðið er mikilvægt stykki sem vantar í púsluspil borgarinnar," sagði Ey- þór. -þhs í mikinn kostnað og fram að þessu séu það aðallega frumdrög sem hafi verið unnin. „En þetta er allt í skoðun og ef borgaryfirvöld fallast á þetta erum við tilbúnir að setjast niður og skoða málið enn frekar,“ segir hann. Ánægjuleg þróun Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborg- ar, sagði í samtali við DV að henni fyndist mjög ánægjulegt að nú væri hreyft við flugvallarmálum á annan hátt en verið hefur. „Ég hef ekki heyrt um þessar hugmyndir verk- takanna og það hefur ekkert mat farið fram á þvi hvort hægt sé að leggja flugbraut á uppfyllingu í Skerjafirðinum. Fyrst verður að sjálfsögðu að kanna þá hluti og sömuleiðis þarf að fara fram um- hverfísmat á svæðinu," sagði Guð- rún. Hún sagðist enn fremur fagna mjög nýjum samtökum sem stofnuð verða á næstunni um skipulagsmál í Reykjavík. „Ef ferill minn er skoð- aður þá hef ég sagt að það sé hættu- legt að festa flugvöllinn í sessi og sambýli flugs og byggðar er áhyggjuefni eins og það er í dag. Það þarf að leita allra leiða til að gera það sem best. Ég lagði fram til- lögu á fundi skipulagsnefndar fyrir nokkru þar sem ég lagði til í tengsl- um við svæðisskipulag að tekið væri til skoðunar hvort og með hvaða hætti væri hægt að ná sátt um flutning flugvallarins þegar þessu skipulagstímabili er lokið, ekki síst vegna þess svæðisskipu- lags höfuðborgarsvæðisins sem nú er unnið að. Hún var samþykkt af bæði meiri- og minnihluta í nefnd- inni og ég var mjög þakklát félögum mínum í nefndinni að hún skyldi vera samþykkt," segir Guðrún. Hún segir að fram að þessu hafi ekki einu sinni mátt heyrast minnst á hvort ætti að athuga það að flytja flugvöllinn. „Það eru fleiri farnir að setja spurningarmerki við það hvort við eigum að hafa hann hér um aldur og ævi en það myndi gjör- breyta aðstæðum í miðborginni og styrkja hana ef íbúðabyggð fengi að þróast á þessu svæði,“ sagði Guð- rún. -hb Stuttar fréttir i>v Konurí Friðrik Soph- usson sagði á fundi í Ráðhús- inu að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi tilnefna konu eða konur í næstu ríkis- stjórn. Dagur greindi frá. Þorramatur í lagi Samkvæmt rannsóknum Heil- brigðiseftirlitsins er þorramatur- inn, sem er á boðstólum þessa dag- ana, í lagi. Eftirlitið lét rannsaka 28 sýni sem öll uppfylltu kröfúr um gæði. Morgunblaðið greindi frá. Björn ekki fram Björn Bjarnason mun ekki gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Þess í stað hefur hann lagt fram tillögu um aö í stað varaformanns komi flmm manna framkvæmdastjóm sem verði formanni til ráðuneytis. Formaður þingflokksins yrði þá staðgengill formanns. RÚV greindi frá. Brunabað Barnaspítali Hringsins hefúr fengið að gjöf nýtt brunabað sem bætir mjög aðstöðu til meðferðar bmnasjúklinga. Það var Lions- klúbburinn Fjörgyn sem gaf baðið. Morgunblaðið greindi frá. Prófkjörsvélar malla í Norðurlandskjördæmi vestra telja „margir að kosningavélar stjómarflokkanna séu nú notaðar fyrir frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar en það fer fram 13. febrúar. Dagur greindi frá. Ofviða einsetning Magnús Gunn- arsson, bæjar- stjóri Hafnar- fjarðar, segir að það sé Hafnar- fjarðarbæ ofviða að einsetja grunnskólana fyrir 2003. Bæjar- stjórnin hefur beðið um viðræður við ríkið. RúV greindi frá. Holrými undir áltanki Þéttleiki hraunsins undir einum af þremur súrálstönkum álversins i Straumsvík er ekki jafnmikill og ástæða er til að halda. Tankurinn hefúr alltaf hallast um eina til tvær gráður og því ekki verið fyOtur. Hægt er að sprauta steypu í hraun- ið og styrkja þannig undirstöðurn- ar. Dagur greindi frá. Vin vinsæl Mikil aðsókn hefur verið að Vin, athvarfi fyrir geðfatlaða, frá stofn- un þess og hefur fjöldi heimsókna tvöfaldast á þeún sex árum sem lið- in eru frá stofnun þess. Morgun- blaðið greindi frá. Dýr göng Vegagerðin hefur áætlað kostnaö við 7-8 kílómetra löng jarðgöng i gegnum Vaðlaheiði við Eyjafjörð og er hann um 4 mUljarðar. Dagur greindi frá. Vextir lækka Búnaðarbankinn lækkar i dag verðtryggða og óverðtryggða skuldavexti. Verðtryggðir kjörvext- ir lækka um 0,15 prósentustig en óverðtryggðir um 0,10. Óverðtryggð innlánskjör verða óbreytt en verð- tryggð innlánskjör breytast í sam- ræmi við skuldavexti. Hækkandi verð Verð þorskaf- urða, sem SH flutti út á síð- asta ári, jókst um 3% eða 3,6 milljarða króna mOli áranna 1997 og 1998. Samdráttur er í útflutningi tU Asíu og Ameríku en aukning til Evrópu. Morgunblaðið greindi frá. ,sm Minn tími er kominn Hvenær var það sem Jóhanna gekk á dyr í Alþýðuflokknum og sagði: Minn tími mun koma? Var það ekki þegar hún baröist við Jón Baldvin um for- mannsætið hjá kröt- um? Þaðan fór Jó- hanna snúðug og stofn- aði seinna Þjóðvaka til að klekkja á Alþýðu- flokknum. Þjóðvaki er fyrir löngu genginn fyrir ætternisstapa og Jón Baldvin er farinn vestur en Jóhanna er enn að stríða krötun- um og nú er hennar tími runninn upp. Nú er hennar tími loksins kominn. Jóhanna rúllaði yfir Össur og Alþýðubandalagið eins og það leggur sig. Sama hvað Össur auglýsti og sama hvað Svavar Gestsson ákaUaði sitt fólk. Kjósendur flykktust á kjörstað og kusu Jóku. Tími annarra mektarframbjóðanda er ekki komin enn. Össur hlýtur að naga sig í handar- bökin að hafa ekki komið við í Þjóðvaka á ferða- lagi sinu um flokkslendumar því annars hefði hann hugsanlega getað veitt Jóhönnu einhverja keppni. Jakob Frímann getur nagað sig í handar- bökin fyrir að biðja Jón Baldvin um að skrifa meðmælabréf því kjósendur eru greinOega hætt- ir að taka mark á Jóni. Kvennalistakonur geta þakkað sínum sæla fyr- ir að hafa fengið að vera með því tæplega þrjú hundruð atkvæði, eða 6% fylgi meðal Reykvík- inga, tryggir Guðrúnu Ögmundsdóttur öruggt þingsæti. Guöný Guðbjömsdóttir getur hins veg- ar farið að pakka saman á Alþingi eftir að hafa fengið þau skOaboð að rétt rúmlega tvö hundrað kjósendur í eUefu þúsund manna prófkjöri sáu ástæðu tO að treysta henni fyrir áframhaldandi þingsetu. Stærsta ósigurinn biður þó Alþýðubandalagið sem enn stóð í þeirri meiningu að verið væri að kjósa um það hvort Alþýðubandalagið ætti að vera tO áfram. Svavar Gestsson þorði ekki í slag- inn en hélt uppi landsfóðurlegum bréfaskriftum við fyrrum kjósendur áUabaOa og áminnti þá um hlýðni viö gamla flokkinn og skipaði þeim að kjósa rétt. Alþýðubandalagið reyndist ekki nema hálf- drættingur á við krata og gamla aOabaOagengið má þakka fyrir að ná inn einum þingmanni á sameiginlegan lista. Niðurstaða prófkjörsins hjá Samfylkingunni er sem sagt sú að Jóhanna og Ásta Ragnheiður em búnar að táka yflr gamla Alþýðuflokkinn. Al- þýðubandalagið situr eftir með einn þingmann úr Reykjavík og Kvennalistinn lifir á tæplega þrjú hundruð atkvæðum úr gamla saumaklúbbnum sem hefur verið að setja öðmm flokkum stólinn fyrir dymar í krafti þess fjöldafylgis sem Kvenna- listinn nyti. í staðinn er komið samsafn af kvenfólki og flokkaflökkurum, málskrafsmenn og málamynda- fólk sem hefúr haft það eitt á pólitískri stefnu- skrá sinni að leggja niður þá flokka sem það hef- ur tOheyrt. Dagfari Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi: Fýsilegur kostur stjórn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.