Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 16
16 wnmng MANUDAGUR 1. FEBRUAR 1999 y t*5 . t*5 >< Litio um Það var við hæfi að opna „Bláma“, sýn- ingu Einars Garibaldi Eiríkssonar á Kjar- valsstöðum um leið og Kjarvalssýninguna „Af trönum meistarans", því „Blámi“ fjall- ar einmitt um Kjarval og Kjarvalsímyndina í hugum okkar. Málverk Einars eru þó af- skaplega frábrugðin málverkum meistar- ans. Þau eru öll í sama bláa litnum (cyan), máluð á spónaplötur og myndefnið er tákn af ýmsu tagi sem eiga það sameiginlegt að tengjast Kjarval á einhvern hátt. Sýningin er í raun heilmikil hugvekja. Hún vekur áhorfandann til umhugsunar um þá merkingu sem listamaðurinn hefur í hugum fólksins og hversu auðvelt er að breyta minningunni í stimpil eða stofnun. Myndirnar fjalla hver um sig um eitt- hvað eitt tiltekið sem fágaðir titlamir segja til um hvað er (á latínu, íslensku og ensku), en að sjálfsögðu eru verkin mun margræð- ari. Á einni er signatúr Kjarvals uppblás- inn, gæðastimpill sem flestir þekkja og taka mark á, líka þeir sem þekkja alls ekkert til verka listamannsins. Ábendingin um teng- inguna á milli fangamarks Kjarvals og merkis BSR er skondin en í báðum tilvik- um fléttast þrír stafir fagurlega saman. Merkið sem við sjáum úti á þjóðvegum og þýðir „áhugaverður staður“ vísar til allra þeirra staða á landinu sem Kjarval kom á kortið með því að mála af þeim myndir. Þama eru margar sniðugar athugasemd- ir, sumar gáskafullar, aðrar dýpri og alvar- legri, en allar vekja spurningar. Er lista- manninum til dæmis sýndur sómi með því að prenta hann framan á peningaseðil? Reyndar eiga spumingamar ekki bara við Kjarval, eða listamanninn sem fyrirbæri, heldm geta þær átt við minningu hvers sem er. Einar Garibaldi tekur ekki beina afstöðu til spurninganna sem hann vekur, hann lætur áhorfandanum eftir að hugsa, en tvíræðnin speglar þó efasemdir hans. Hvert smáatriði skiptir máli, til dæmis er signatúr hans sjálfs eins og prentaður í skiltagerð og ekki settm framan á myndflötinn heldm á kant- inn. Ein myndin íjallar um bláma eða „cyanosis" á ensku. Samkvæmt orða- bókinni er það læknisfræðilegt hugtak yfir bláleita húð vegna súrefnisskorts. Mér skilst að svoleiðis blámi geti komið fram þótt nóg súrefni sé í blóðinu, ef vefina skortir hæfnina til að taka það upp. Getur Einar Garibaldi Eiríksson: De idolatria / Af hjáguðum. 1998. Myndlist Áslaug Thorlacius verið að það séum við sem erum „blá“, þ.e. að Kjarval sé í blóði okkar en við getum ____________ ekki nýtt okkur hann? Höf- um við kannski ekki áttað okkur til fulls á stærð Kjarvals? Höldum við að Kjarval sé bara góður á ís- landi af því við séum svo fá og eigum svo stutta myndlistarhefð? Eða er því öfugt farið? Reynum við að horfa fram hjá honum vegna þess hve stór hann er? Já, Kjarval er áreiðanlega súrefniskútm sem við hvorki kunnum né þorum að nota til fulls og ég er sannfærð um að mörgum listamanninum hefur þótt hann skyggja á sig. En bláminn er ekki bara sjúkdómur, það er hann sem breiðist yfir fjarskann og það er gott að hafa öðlast nægilega fjarlægð á Kjarval til að geta tekist á við hann án þess að minnimáttarkenndin drepi mann. Þetta er sýning sem lætm litið yfir sér ei vinnm á fyrir það hvað hún er markviss o, skemmtileg. Grunnhugmyndin er einföld' og allt gengur fyllilega upp þó að vísanim- ar geti í fyrstu virst í allar áttir og ósam- stíga. Blámi stendur til 14. mars. Opið er á Kjarvalsstöðum kl. 10-18 alla daga. Freisting fiðlugeggjara Alitlegt úrval er nú til af ís- lenskri nútímatónlist á geisladisk- um. íslensk tónskáld og flytjendur hafa verið duglegri en nokkru sinni að festa afurðir sínar við skífurnar sifurgráu sem auk þess að geyma ógrynni tónlistar stefna í að verða aðal myndhirslur fram- tíðarinnar. Rut Ingólfsdóttir er ein þessara vösku flytjenda og nýlega kom út geisladiskur þar sem hún flytur tónlist fyrir einleiksfiðlu eftir nokkra af þeim löndum okkar sem staðið hafa tónsmíðavaktir á þessari öld. Verkin á disknum eru Studie op. 3 eftir Jón Leifs, Sónata fyrir einleiksfiðlu eftir Hallgrím Helgason, Dimension eftir Magn- ús Blöndal Jóhannson, Lag og til- brigði með eftirmála eftir Atla Heimi Sveinsson og Adagio eftir Tryggva M. Baldvinsson. Þau voru samin í sömu röð og þau heyrast á disknum og er verk Jóns meira en 70 árum __________________ eldra en það síðasta sem er frá 1996. Þannig fæst ákveðin söguleg viðmiðun sem gefur disknum líka vissan heildarsvip. Jón Leifs er sennilega ---------------- frægasta tónkáld okkar ís- lendinga og sá þeirra sem öðrum fremur skóp þjóðlegan íslenskan skóla. Studie op. 3 sver sig ákveðið í ætt við skólann með síendurtekinni 5und á neðsta tónsviði fiðl- unnar, eyðilegu upphafsstefi og yfirbragði sem oft er kaldhamrað. Sónata Hallgríms Hljómplötur ívar Aðalsteinsson er í þrem köflum. Þetta er íslensk ný- klassík þar sem ákveðin atriði í byggingu verksins (m.a. rytmi) minna á aðferðir ____________ gömlu meistaranna. Hér er ýmsar smekklegar tón- fléttur að finna en í heild virkaði tónsmíðin fremur bragðdauf. Magnús B. Jó- hannsson var frumkvöð- ------------- ull avant-garde stefnunn- ar á íslandi og samdi bæði fyrsta íslenska 12-tónaverkið og fyrsta ís- lenska raftónverkið. Tólftónasmíðin Dimension er að verða 40 ára gömul en hljómar enn fersk og lifandi. Þetta er snot- urlega unnið verk með effektum eins og banki í fiðlubúkinn, glissi og plokki. Lag og (3) tilbrigði með eftirmála eft- ir Atla Heimi er áheyrilegasta verkið á disknum. Lagið er innhverft og íhug- ult en viðburðaröð tónanna svo rök- rétt að ekkert vantar upp á. Þriðja til- brigðið sem allt er leikið með boga- trénu er mjög eftirminnilegt. Ekki slæm músík fyrir stressaða. Adagio Tryggva hljómaði heilsteypt og vel unnið með átakamiklum miðhluta andstætt rólegu upphafi og endi. Fiðluleikur Rutar er að flestu, ef ekki öllu leyti, óaðftnnanlegur. Sterkt, veikt, hratt, hægt, öllu þessu skilar hún með skýrum og greinilegum hætti á réttum stöðum. Auðvitað er ýmislegt hægt að laga með nútímaupptöku- tækni og kanski hefði verið skemmti- legt ef eitthvað af verkunum hefði ver- ið tekið upp á tónleikum, það hefði ef til vill gert diskinn enn meira spenn- andi. Annars er allt varðandi þennan disk til fyrirmyndar - hulstrið geymir stóra og fallega íslenska mynd sem vísar sterkt til tónlistarinnar - að maður tali nú ekki um upplýsandi og vandaðan texta Bergþóru Jónsdóttur í bæklingi sem fylgir diskinum. Það er dálítið djarft að teíla fram á diski aðeins einu hljóðfæri sem við erum yfir- leitt vön að heyra bara með öðrum í kamm- erhóp eða hljómsveit, öfugt við hljóma- hljóðfæri eins og píanó eða gítar. Fiðlusóló eru kannski ekki allra, en útgáfa þessa disks er metnaðarfull viðleitni til þess að auka veg og vanda islenskrar fiðlutónlistar í diskasafninu. Þetta er mjög eigulegur gripur og freistandi fyrir alla fiðlugeggjara. Einar Garibaldi fyrirles Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður - sá sem Áslaug Thorlacius fjallar um hér á siðunni - heldur fyrirlestur í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í Laugamesi í dag kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnist „Flogið yfir Heklu“ og mun Einar ganga út frá fullyrðingunni „Listin hermir eftir náttúrunni". Tónleikaröðin Tíbrá 5. janúar hófst í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs tónleikaröð sem hlotið hefur nafnið Tíbrá. Salurinn er aðeins mánaðargamall en hefur þegar sannað gildi sitt; þar hafa á þessum eina mánuði verið haldnir 20 tónleikar fyrir hátt á fimmta þúsund manns. Nýja röðin er framhald á tón- leikum á vegum Kópavogsbæj- ar sem á undanfornum árum hafa verið í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni. Nafnið er tekið úr ljóðasafni Þorsteins Valdimarssonar; þar er ljóðið Tíbrá sem er á þessa leið: Ljósmóðan streymir tœr frá ósi sólar og lykur hólana og vötnin í fangi sér, og langan, vegbláan sumardaginn ber hún í titrandi geislafaömi veröld stjarna og fiörilda og barna, sem í lynginu krjúpa, aö djúpi nœtur og drauma. Næstu Tíbrártónleikamir verða annað kvöld kl. 20.30; þá heldur Þorsteinn Gauti Sigurðsson fyrstu píanótónleikana í Salnum. Þeir hefjast á þremur skemmtilegum prelúdíum eftir G. Gershwin, þá kemur Gnossía eftir Eric Satie og hin víðfræga Tunglskinssónata Beethovens. Eftir hlé verða flutt- ar Etýður eftir Chopin op. 10 nr. 4,6 og 8 og tónleik- unum lýkur með sónötu op. 26 eftir S. Barber, einu glæsilegasta píanóverki sem samið hefur verið á þessari öld. Miðasalan verður opin tónleikadaginn frá kl. 14 í anddyri Tónlistarhúss Kópavogs, simi 570 0404. Viskubækur Forlagið hefur gefið út fjórar klassískar visku- bækur: Veraldarvisku, I Ching, List friðarins og Leið pilagrímsins. Veraldarviska er tekin saman á 17. öld og er hag- nýt handbók um hvernig ná eigi árangri í lífi og starfi. I Ching er elsta og djúp- hugsaðasta rit Kínverja, mikilsvirt sem véfrétt gæfunnar, leiðarvísir til farsæld- ar og mikill viskubrunnur. List friðar- ins geymir lifsspeki Morihei Ueshiba sem var ósigrandi bardagamaður þótt hann hefði óbeit á átökum, stríði og hvers konar ofbeldi. Aðferð hans var Aikido er þýða má sem list friðarins. Leið pílagrímsins er sjálfævisöguleg frásaga stranniks nokkurs, en svo nefndust pílagrímar sem settu svip á rússneskt sveitalíf frá mið- jgg öldum og allt fram á okkar öld. Hann tekst á við flökkulif pílagrimsins með bænina að vopni og förunauti og i gegnum frásögn hans kynnumst við nokkru af andstreyminu og gleðinni sem lífsmáti þessi hefur upp á að bjóða. ísak Harðarson, rithöfundm' og skáld, þýddi allar bækurnar. 1 íslensk myndlistarsaga og sam- tímamyndlist í næstu viku hefjast tvær fyrirlestraraðir við Myndlista- og handíðaskóla íslands í Skipholti 1. Mánudagskvöldið 8. febrúar hefst námskeið um ís- lenska myndlistarsögu frá 1900, þar sem fjallað verður um frumherjana og landslagshefðina, ný- sköpun á árunum 1915-’30, nýtt landslag og þorps- málverk 1930-’45, foi'mbyltingu 1940-’55, Súm og eft- irmála 1965-’80 og loks íslenska myndlist eftir 1980. Kennari er Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Þriðjudagskvöldið 9. febrúar hefst fyrirlestraröð um samtímamyndlist, tímabilið frá 1960—’95 innan- lands og utan. Fjallað veröur um hugtök eins og naumlist, Flúxus og popplist, þær róttæku breyting- ar sem orðið hafa í myndlist á tímabilinu, rætt um síðmódemisma og helstu vaxtarbrodda innlendrar og erlcndrar listar á síðustu 12 árum. Fyrirlesari er Halldór Björn Runólfsson listfræðingur. Nánari upplýsingar fást i skólanum í síma 551 9811. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.