Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 Fréttir DV Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík: Össur hf.: Með fund við Nýtt stjorn- málaafl er fætt - meira en tíundi hver borgarbúi kaus Össur Skarphéðinsson: Rödd fólksins hefur talað Gífurleg þátttaka var í prófkjöri samfylkingar A-flokkanna og Kvenna- lista á laugardag. Ails kusu 11.297 manns og var örtröð á kjörstöðum all- an daginn. Litlu munaði að prófkjörs- meti Sjálfstæðisflokksins frá 1979 væri hrundið en þá munu 11.600 Reykvík- ingar hafa kosið. Á annað hundrað manns komu við sögu sem sjálfboða- liðar prófkjörsins sem stjórnað var af Sigurði G. Tómassyni, fyrrum út- varpsstjóra rásar 2. Kvartað yfir aðferðinni Sigurður sagði rétt fyrir kjörið að hann heyrði ýmsar tölur um væntan- lega kjörsókn, allt frá 5 til 15 þúsunda, aOt eftir bjartsýni. Hann sagði að hann heyrði ekki í mörgum sem kvört- uðu yfir prófkjörsaðferðinni, það er að kjósa úr flokks“kössum“ eða hólfum, eins og gert var í Reykjavík, en velja síðan 1 númeraröð fjóra frambjóðend- ur úr viðkomandi kassa. Fréttamaður DV heyrði aftur á móti marga kvarta á kjörstöðum og víðar um borgina á laugardag. GreinUegt var að fólk undraðist að Samfylkingin skyldi vinna á þennan hátt. Það hefði átt að bjóða kjósendum að velja á miUi allra frambjóðenda og að velja fleiri. Þegar menn voru spurðir í flokkunum i gær- kvöld hverju það sætti að þessi próf- kjörsaðferð væri viðhöfð var fátt um svör en einna helst vísað á Svavar Gestsson í þeim efnum. Flestir sem við var rætt voru undrandi á að bjóða upp á að kjósa samfylkingu og fá aðeins að velja úr litlum hluta frambjóðenda. Gamlir kratar að baki Jóhönnu Gífurleg orrahríð átti sér stað á kosningaskrifstofum þeirra frambjóð- enda sem skipulagðastir eru. Á kosn- ingaskrifstofum þeirra tveggja sem fyrir fram mátti telja að „heitust" væru, Össurar Skarphéðinssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, voru menn aUvígamóðir eftir daginn þegar blaða- maður leit inn rétt fyrir kvöldmat. Þá voru hringingar að mestu að baki. Báðir frambjóðendur voru þá ánægðir með þann árangur sem náðst hafði og bæði vongóð um efsta sætið. Aðeins þrír tímar voru þá tU birtingar fyrstu talna á Grand Hóteli Reykjavík. Áber- andi í vinnuflokkum beggja voru gamlir og góðir stuðningsmenn úr Al- þýðuflokknum. Össur hafði líka harð- snúið lið yngri manna tU hjálpar en Jóhanna með reynsluríka menn eins og Óskar Guðmundsson sem kann vel hennar tfmi var kominn eins og hún hafði DV-mynd Hilmar Þór Jóhanna Sigurðardóttir fagnar - sagt um árið. tU verka í kosningum. Á Grand Hótel Reykjavík voru fáir komnir rétt fyrir tíu um kvöldið. Birting fyrstu talna dróst talsvert en þegar þær birtust upp úr hálfeUefu var manngrúi búinn að fyUa salinn. Fyrstu tölur voru lið- lega 10% af heUdinni og bentu þá þeg- ar tU sigurs Jóhönnu Sigurðardóttur og stórsigurs Alþýðuflokksins eða jafnaðarmanna eftir því hvemig á það er litið. ÁfaU dagsins fyrir stóran hóp af gestum á hótelinu var að Össur Skarphéðinsson náði aðeins 5. sæti en í fjórum efstu sætum voru konur, þ.e. Jóhanna, Ásta Ragnheiður, Bryndis og Guðný. Það fór geðvonskulegur kliður um salinn þegar tölumar birtust hjá formanni kjörstjórnar, Guðríði Þor- steinsdóttur. Menn spurðu hver ann- an: Hvar er Össur, hvar er Össur? Hann kom seint tU leiks, rétt áður en aðrar tölur voru lesnar, um hálf- tvöleytið um nóttina. Sú saga gekk að 10% væra atkvæði greidd snemma morguns, gamla fólkið og það árrisula, fólk Jóhönnu. Dýpra væri á atkvæðum Össurar. Annað sjokk næturinnar fyr- ir Össur og fylgismenn hans voru töl- urnar sem Guðríður las upp um hálf- tvöleytið. Þar virtist mönnum fuU- komlega staðfest að Jóhanna hefði sigrað, sem og kom í ljós. En þar var Össur enn i fimmta sæti á eftir konun- um. Össur yfirgaf staðinn snemma eft- ir erfiðan vinnudag. Hann tók því sem þá blasti við af karlmennsku, óskaði Jóhönnu innilega tU hamingju og kvaddi hana með faUegum orðum áður en hann hélt heim á leið. Talning hélt áfram aUa nóttina og fram á morgun. Þá kom í ljós að Össur hafði átt inneign sem dugði honum tU ann- ars sætis á listanum. -JBP Bryndís Hlöðversdóttir, í 3. sæti: Hefði viljað sjá fleiri í okkar hólfi „Við tölum um sigur Samfylk- ingarinnar en ekki ósigur Alþýðu- bandalagsins, sá sigur skiptir höf- uðmáli," sagði Bryndís Hlöðvers- dóttir á kosninganóttina þegar þriðjungur atkvæða hafði verið talinn. „Viö erum að stofna nýja hreyfingu og hún er samsett úr þremur flokkum. Ég hefði vissu- lega vUjað sjá meiri þátttöku í al- þýðubandalagshóifinu en það skiptir ekki öUu máli.“ „Þetta er mikUl sigur fyrir okk- ur af ýmsum ástæðum. Fyrst er það þátttakan sem er miklu meiri en nokkur hafði þorað að vona. Þá er þetta sigur kvenna vegna þess að ég held að í fyrsta sinn í stjórn- málasögu heimsins sé verið að kjósa konur í fjögur efstu sæti framboðslista, eins og margt bendir til á þess- ari stundu," sagði Bryndís. Össur átti þá eft- ir að fljúga upp Bryndfs úr fimmta sæti í Hlöðversdóttir. annað og riðla þessu meti. Engu að síður var um að ræða mikinn sigur kvenna i þessu kjöri Sam- fylkingarinnar. -JBP „Þetta prófkjör sýnir að ríkj- andi er ákveðin gremja almenn- ings gagnvart valdhöfunum sem þama brýst fram af fuilu afli. Jó- hanna hefur kannski tekið gunn- fánann og heist hann að húni gagnvart ákveðnum spillingaröfl- um í þjóðfélaginu. Þetta er við- bragð sem mætir því. Þetta er fyrst og fremst sigur Samfylking- arinnar, yfir 11 þúsund atkvæði, sem hljóta að hleypa skjálfta í hné þeirra sem farið hafa með völd í þjóðfélaginu undanfarið. Jóhanna nær þessum ágæta sigri sem ég óska henni til hamingju með. Við Jóhanna vorum saman í útvarpsþætti tveim dögum fyrir kjörið og þá vorum við sammála um að það okkar sem ekki næði fyrsta sæti gæti átt á hættu að - hné valdamanna hljóta að skjálfa Össur Skarphéðinsson ræðir við Sighvat Björgvinsson, formann Alþýðu- flokksins. A milli þeirra er Kiddi rótari, Kristinn Haraldsson, einn dyggra stuðningsmanna Össurar. DV-mynd Hilmar Þór hrapa niður í fjórða eða fimmta sæti,“ sagði Össur Skarphéðinsson á prófkjörsnóttina. Þá var hann í 5. sæti en endaði í öðru sæti. En er búið að sameina vinstri öflin eða verður sundurlyndis- fjandinn enn laus? „í svona stóru prókjöri er erfitt fyrir Alþýðubandalagið og for- ystumenn þess, eins og Svavar Gestsson, að halda því fram að rödd fólksins hafi ekki talað. Það kann að vera að betra hefði verið að Alþýðubandalagið hefði fengið betri stöðu en þetta var fólkið sem talaði. Menn geta röflað yfir röðun í þriggja til fimm þúsund manna prófkjöri - en alls ekki í 11 þúsund manna. -JBP hliðina á kjör- kassanum „Það var búið að panta þennan sal fyrir löngu. Þetta kom prófkjöri Samfylkingarinnar ekkert við,“ segir Össur Kristinsson stoðtækjasmiður. Fyrirtæki hans, Össur hf„ hélt ráð- stefnu á Hótel Sögu á sama tíma og Össur prófkjör Samfylk- Kristinsson. ingarinnar fór fram. Var sett upp stórt skilti yfir ráðstefnusalinn merkt nafni fyrir- tækisins, Össur, og undir því beið fólk í biðröðum eftir að fá að kjósa. „Þetta var ekki auglýsing fyrir Össur Skarphéð- insson heldur ein- kennileg tilviljun," segir Össur stoð- tækjasmiður. „Við voram að ræða innri mál fyrirtæk- is okkar og réttast væri aö kalla þetta námsstefnu." Krafist var að skiltið yrði fjar- lægt og var það gert. -EIR Jóhanna Sigurðardóttir: Trúverðugt afl „Það er rétt - þetta er sögulegur atburður þegar A-flokkamir hafa tekið höndum saman og þetta er raunverulega viðburður sem fólk um allt land hefur lengi beðið eftir. Ég er sannfærð um að helmingur þjóðarinnar aðhyllist hugsjónir og stefnu Samfylkingarinnar um jafn- rétti, réttlæti og jöfnuð í þjóðfélag- inu. Þetta fólk hefur ekki áður fundið sér farveg i stjórnmálunum af því við höfum verið sundrað í litla hópa. Núna erum við í einni samfylkingu og fólk hefur trú á að þama sé komið trúverðugt afl til mótvægis við íhaldsöflin í land- inu,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir í samtali við DV þegar búið var aö telja nærri þriðjung atkvæða i prófkjörinu. Þá þótti alveg ljóst að Jóhanna hefði borið sigurorð af fé- laga sínum og samheija, Össuri Skarphéðinssyni. Um klukkan hálftvö á sunnudagsnóttina kyssti Össur Jóhönnu á vangann og óskaði henni velfarnaðar. -JBP Reykjanes: Erum orðin ein samfylking - segir Rannveig „Það er fætt nýtt stjórnmálaafl, þetta er stjómmálaaflið sem mun móta okkur í upphafi nýrrar aldar, mun stærra og öflugra afl en ég hafði þorað að yrði svona í fyrstu umferð. Þessi þátttaka er einstak- lega glæsileg í Reykjavík og þýðir að bolti Samfylkingarinnar er far- inn að rúlla. Ég hef miklar vænting- ar um að framhaldið verði jafn- glæsilegt i Reykjanesi um næstu helgi," sagði Rannveig Guðmunds- dótth', alþingismaður Alþýðuflokks- ins í Reykjaneskjördæmi, á kosn- ingafagnaðinum í Grand Hóteli Reykjavík í fyrrinótt. Hún stefnir á toppsætið í kjördæminu í prófkjöri á laugardaginn kemm-. „Ég tel tvímælalaust að þessi mikla þátttaka hér verði hvetjandi í okkar kjördæmi. Auk þess er próf- kjörið okkar áhugaverðara fyrir fólk að því leyti að þar eru engin hólf, einn listi, við erum orðin ein samfylking," sagði Rannveig. -JBP Össur Skarp- héðinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.