Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 nn Ummæli, Góðærið „Fyrir jólin kom það gleggst í ljós, því á meöan þeir sem bet- ur móttu stóðu í bið- röðum til að kaupa raftæki, bifreiðar, utanlandsferðir eöa annan munað mynduðust einnig; lengstu biðraðir frá kreppuárun- um við velgjörðarpotta félags- og líknarstofnana.“ Arnór Pétursson, form. Sjálfsbjargar, um misskipt- ingu góðærisins, í Morgun- blaðinu. Hvar eru hjúkrunar- fræðingarnir? „Hjúkrunarfræðingamir sem okkur vantar em annaö- hvort í framhaldsnámi erlend- is eða þá einfaldlega ekki til.“ Magnús Pétursson, forstjóri Ríkisspítalanna, í DV. Okkar X-kynsIóð „Það kom okkur á óvart hvaða aldurshópa vantaði á tónleikana. Það virðist vera kyn- slóðagat þar sem hin svonefhda 68- í kynslóð ætti að vera. Hún er okk- ar X-kynslóð.“ Kjartan Ólafs- sonm, forsvarsmaður Myrkra músíkdaga, í DV. Þetta get ég aldrei.... „Þegar fólk sér okkur þeysa um í flokkum í hverfinu og hugsar með sér „úps! þetta get ég aldrei", þá má ekki gleyma því að flest byrjuðum við á því að hlaupa og ganga til skiptis á milli ljósastaura.“ Erla Gunnarsdóttir, þjálfari trimmhóps í Grafarvogi, í Degi. Stórgölluð mál „Það er þrátt fyrir allt ágætt fyrir orðstír íslendinga að það skuli ekki þurfa að standa í eftirmæl- um okkar að við höfum neyðst tO að taka upp að nýju hin stórkostlega gölluðu Guð- mundar- og Geir- finnsmál vegna þrýstings frá útlöndum. En þá þurfum við líka að hafa bein i nefinu til að gera það sjálf, ótilneydd. Illugi Jökulsson, á Rás 2. Frábær ferð „Á daginn vorum við að taka auglýsingar og þá dmkk- um við og á kvöldin fórum við niður í bæ og drukkum fram á morgun. Þetta var alveg frá- bær ferð.“ Teis Damm annar tveggja Dana sem léku í Thule-aug- lýsingunum, í Fókusi. Skíðasvæðið í Bláfjöllum _ Bláfjöll Flutningsgeta á klst. A. Stólalyfta í Kóngsgili 1100 B. Gillyfta (toglyfta) 700 C. Borgarlyfta (toglyfta) 700 D. Stólalyfta í Suðurgili 1200 E. Barna/byrjendalyfta 500 F. Kennslulyfta í Sólskinsbrekku 500 G. Topplyfta (Ármanns) 700 H. Sólskinsbrekkulyfta (Ármanns) 700 |. Göngubraut J. Bláfjallaskáli Eysteinn Eyjólfsson verkefnastjóri um forvarnir í Reykjanesbæ: Forvarnir í víðustu merkingu orðsins DV, Suðurnesjum; „Reykjanesbær á réttu róli“ er forvarnaverkefni á vegum íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar. Verk- efnið snýst um forvarnir í víðustu merkingu orðsins og markmiðið er að koma á viðunandi forvarnastarfi í Reykjanesbæ. Nú um áramótin var Eysteinn Eyjólfsson ráðinn verkefnastjóri átaksins. „Á þessum fyrstu starfsvikum mínum hefur mér orðið ljóst að verkefnið nýtur mikils vel- ------ vilja, bæði hjá hinum al- menna borgara og hjá þeim embættismönnum bæjarins og áhugafélögum sem að þessum málaflokki koma.“ Verkefnið sem hófst formlega í febrúar á síðasta ári er þannig upp- byggt að til þess að virkja sem flesta bæjarbúa var ákveðið að skipta verkefninu í nokkra hópa og fyrir hverjum hóp fer hópstjóri. Þetta eru t.d. ungbarnahópur, leikskólahópur, grunnskólahópur, framhaldsskóla- hópur, vinnustaðahópur, vímu- varnahópur, fordómahópur og eldri borgarahópur. í byrjun var einnig reiknað með tveimur hópum í við- bót, íþróttahóp og fiölmiðlahóp, og er það eitt verkefna nýs verkefnis- stjóra að koma þeim af stað. Eysteinn segir starfið á þessu fyrsta ári verkefnisins hafa verið mikið, fjöldi einstaklinga hafi unnið fórnfúst starf og ýmsar hugmyndir hafi komið fram og verið fram- kvæmdar. „Þar sem meginmarkmið átaks- ins er að breyta almenningsáliti hér í bænum er árangurinn ekki mælanlegur, en ég hef þó fengið ýmsar vísbendingar um að breytingar hafi orðið og séu að verða i bænum. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni hefur þegar orðið breyting á útivistarmálum unglinga og þakka ég það verkefn- inu að hluta til, en átak í útisvistar- málum var eitt af forgangsverkefn- unum. Lögreglan, útideildin, Félags- málastofnun og ekki síst foreldrarn- ir eiga stærstan hlut í þeirri breyt- ingu. Verkefnið er fjármagnað með Maður dagsins framlögum. Reykjanesbær og ríkið hafa styrkt það og einnig hefur verið leitað til fyrirtækja á svæðinu og ég á von á því að það gangi vel. Ég mun vinna markvisst að þeirri meginhug- mynd verkefnisins að Reykjanes- bær á réttu róli geti virkað sem eins konar samráðs- vettvangur fyrir alla þá sem starfa að forvörnum í víð- ustu merkingu þess orðs. Þeg- ar hefur tekist gott samstarf við íþrótta- og æskulýðs- fulltrúa Reykjanes- bæjar, lög- regluna og skólastjóra vinnuskól- ans og sam- DV-mynd: Arnheiður. starf er hafið við foreldrafélögin um hjálp við skipulagningu á for- eldrarölti." Eysteinn er fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann hefur lokið nám- skeiðum til BA-prófs í stjórnmála- fræði, með sagnfræði sem auka- grein, við Háskóla íslands en á ólok- ið prófritgerð. Áhugamál hans eru margvísleg. „Ég hef mikinn áhuga á allri úti- vist og samveru með fjölskyldunni. Þá hef ég gaman af stang- veiði, stjórnmál- um og lestri góðra bóka.“ Sambýlis- kona Eysteins er Dagný Gísla- dóttir skjala- stjóri Reykjanes- bæjar og eiga þau eina dóttur, Rán ísold, sem er þriggja ára. -A.G. Saga mataræðis í tilefni þorra Sagnfræðingafélag íslands heldur hádegisverðarfund á morgun í ráðstefnusal Þjóðar- bókhlööu á 2. hæð, kl.12.05. Guð- mundur Jónsson, lektor í sagn- fræði, mun halda fyrirlestur sem hann nefnir Sögu mataræð- is: rannsóknir og__________ möguleika í íslenskri sagnfræði. Allir áhugamenn um sögu og mat eru hvattir til og mataræði og hreinsanir Hatha-jóga. Leiðbeinandi er Guðjón Bergmann. Námskeið- ið er í húsnæði Sjálfeflis, Ný- býlavegi 30. að mæta og taka þátt í umræð- um að fyrirlestri loknum. Jóga-námskeið Sex vikna námskeið hefst á morgun og er kennt á þriðju- dagskvöldum. í hverjum tíma, fyrir utan þann fyrsta, verða gerðar jógaæfingar ásamt önd- un og slökun fyrsta klukkutím- ann. Seinni klukkutímanum er varið til fyrirlestra um tantra Fyrirlestur i Odda Hermann Pálsson, bókmennta- fræðingur og fyrrum prófessor viö Edinborgarháskóla, heldur ----------------fyrirlestur í kvöld á Samknmnr vegum Félags ís' OdllllVUIIIUI lenskra háskólakvenna sem hann kallar Fögur er hlíðin - tilbrigði við stef í Njálu. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20. Háskólafyrirlestur Ron Whitehead, ljóðskáld og bókmenntafræðingur, flytur fyr- irlestur í stofu 101 í Odda kl. 17.15 í dag. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, ber heitið The Beat Generation and the Process of Writing og er fluttur á ensku. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2317: Á rót sína að rekja EYÞOR,- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Körfubolti og handbolti Eftir viðburðaríka helgi í inn- lendum íþróttum þá eru frekar ró- legir dagar fram undan en þó er alltaf eitthvað um að vera í körfu- boltanum og handboltanum enda keppt í mörgum flokkum og alltaf einhverjir leikir dag hvern. Það sem ber hæst í kvöld er að einn leikur fer fram í 1. deild kvenna í körfuboltanum. Er það siðasti leikurinn í fjártándu umferðinni sem er á milli ÍR og ÍS. Fer leikur- inn fram í Kennaraháskólanum og hefst kl. 20.15. Þrír leikir verða íþróttir í unglingaflokki í körfuboltanum í kvöld, Fylkir-Valur leika í Fylkis- húsi, Breiðablik-Grindavík í Smáranum og Afturelding-Njarð- vik að Varmá í Mosfellssveit. Annað kvöld verða svo tveir leik- ir í 1. deild karla, Hamar-Stjarnan leika í Hveragerði og Þór-Breiða- blik í Þorlákshöfn. Ekkert verður leikið í úrvalsdeildinni fyrr en 11. febrúar því um næstu helgi fara fram úrslitaleikir í bikarkeppn- inni. í handboltanum í kvöld er tveir leikir í 2. flokki kvenna, einn í 1. flokki karla og einn í 2. deild kvenna. Annað kvöld er einn leik- ur í 1. deild kvenna, þá tekur efsta lið deildarinnar, Stjarnan, á móti ÍBV. Er leikið í Ásgarði og hefst leikurinn kl. 20. Bridge íslenska unglingaliðið náði góð- um sigri, 25-4, gegn sveit íra á al- þjóðlega mótinu í Hollandi á dögun- um. Sveiflurnar voru miklar í leikn- um því hann fór 58-14 í impum talið í aðeins 10 spila leik. Það táknar að 7,2 impar hafi skipt um eigendur að jafnaði í hverju spili! íslendingar græddu verðskuldað 11 impa á þessu spili á því að velja betri loka- samning heldur en írarnir. í lokuð- um sal enduðu írarnir í 3 gröndum í AV en fengu ekki nema 8 slagi eft- ir spaðaútspil í upphafi. Lokasamn- ingurinn var mun betri í opnum sal hjá íslendingum. * KDG86 *3 9832 * ÁD6 * 2 * Á65 * ÁKD74 * G754 N * A105 * D872 * - * K109832 4 9743 * KG1094 * G1065 * Lokasamningurinn í opnum sal var mun gæfulegri, 5 lauf sem ekki er hægt að hnekkja í þessari legu. Reyndar fékk sagnhafi 12 slagi, gaf aðeins einn slag á tromp. írum gekk mjög illa á mótinu og enduðu langneðstir, meira en 100 stig- um fyrir neðan sveitina i næstneðsta sæti (Portúgal). Það kom nokkuð á óvart, sérstak- lega þegar tillit er tekið til þess að írska liðið hafnaði í fimmta sæti þessarar keppni í fyrra. Aðeins einn spilari úr þeirri sveit var í irska lið- inu að þessu sinni en fyrirliði sveit- arinnar, Hillary Dowling-Long, er aðeins 26 ára gömul og var í liðinu í fyrra. Hún sagði dálkahöfundi frá því að nokkrir úr liðinu hefðu byrj- að að spila bridge á síðasta ári og því kæmi árangurinn ekki svo mjög á óvart.. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.