Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Síða 11
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
11
DV
Hollusta úr sveitinni:
Afurðir án
eiturefna
Vönduð matvæli eru ein leiðin til
betra lífs. Lifræn ræktun og eldi er nú
hafin hjá allmörgum bændum á ís-
landi, líklega 35-40. Árangurinn hefur
verið með ágætum þau fáu ár sem til-
raunin hefur staðið. Raunar fá færri
en vilja lífrænar vörur sem koma á
markað, sumar hverjar fást aðeins
vissa tíma árs. Gunnar Gunnarsson
hjá Vottunarstofunni Túni í Vík í
Mýrdal segir það ljóst að bændur hafi
sýnt að lífræn ræktun og eldi séu ekki
aðeins möguleg á isiandi, heldur afar
vænlegir kostir. Því trúðu fáir í upp-
hafi að hægt væri að leggja af notkun
á tilbúnum áburði og uppfylla ýmsar
aðrar kröfur sem gerðar eru til líf-
rænnar ræktunar.
Neytendur eiga kost á ýmsum líf-
rænt ræktuðum vörum í kjörbúðinni,
þótt þær séu vissulega ekki áberandi í
hillum og séu þar ekki nema stuttan
tíma á hverju ári, flestar hverjar.
Þessar vörur eru AB-mjólk, ófitu-
sprengd nýmjólk, gulrætur, kartöflur
og ýmsar aðrar tegundir grænmetis,
hluta úr árinu. Lífrænt ræktað lamba-
kjöt er aðeins hægt að fá hluta ársins
enda er framleiðsla þess ekki mikil.
Þá eru garðblóm og trjágræðlingar
ræktaðir með lífrænum aðferðum.
Neysla á lífrænt ræktuðum matvör-
um er ekki kredda af neinu tagi. Það
er dagsljóst áð í lífrænt ræktuðu
grænmeti og kjöti eru engin þau eitur-
efni sem fylgja vöru sem framleidd er
með hjálp ýmissa efna sem hraða
vaxtarferli gróðurs eða kjöts. Fólk
finnur mun á vörunni, hún er allt
öðruvísi, bæði í sér og á bragðið. Líf-
rænt ræktuð vara er hins vegar dýr-
ari en hin hefðbundna og ef til vill
nokkur munaður að hafa slíka vöru á
borðum. En neytendur hafa valið, þeir
hafa tekið vörunum svo vel að bænd-
ur hafa engan veginn annað eftir-
spurn.
Gerðar hafa verið athuganir á inni-
haldi næringarefna. Samanburðurinn
kemur reyndar ekki á óvart. Hann
staðfestir að lífrænar afurðir hafa
stóran vinning fram yfir hinar hefð-
bundnu vörur.
Vottunarstofan Tún er fyrirtæki
skipað ýmsum sérfræðingum sem
koma að öllum sviðum lífrænnar
ræktunar, gróður- og beitarsérfræð-
ingar, sérfræðingar í búfjárrækt,
verkfræðingar, umhverfisfræðingar
og líffræðingar. Stofan verður að fylgj-
ast með öllu ferli afurðanna, frá því
bóndinn ræktar túnið, og byggir upp
frjósemi jarðvegarins, sem er undir-
staða ræktunarinnar - þar til að af-
urðin fer frá bónda til vinnslustöðvar,
annaðhvort sem sláturafurð eða
mjólkurvara. Votta þarf allan ferilinn,
vinnsluna, pökkunina og dreifinguna.
Án vottunar frá Túni verða vörur
ekki seldar sem lífrænar á markaði
hér. Viðurkenningarmerki fyrirtækis-
ins er að finna á umbúðunum. -JBP
Lífrænt ræktaðar gulrætur úr sveitinni, óvenju bústnar og sællegar að sjá.
Réttur
Gunn-
laugur
Slæm myndabrengl urðu í
dálkinum Leið til betra lífs í
gær þar sem rætt var við Gunn-
laug Jónasson, formann Lands-
sambands hjólreiðamanna, um
ágæti þess að hjóla í stað þess
að láta bílinn hafa fyrir hlutun-
um. Mynd birtist af nafha hans,
Gunnlaugi Briem leturfræð-
ingi, sem okkur er reyndar tjáð
að kunni heilmikið fyrir sér á
reiöhjóli. Blaðið biðst afsökun-
ar á mistökunum og birtir hér
hina réttu mynd af Gunnlaugi
Jónassyni.
Gunnlaugur Jónasson á fleygi-
ferð um Ingólfsstrætið á leið tii
vinnustofu sinnar. Hann
hjólaði jafnvel í 30 stiga frosti
meðan hann bjó í Noregi.
Kúnstin er að klæða sig nógu
vel, og þá verður engum kalt á
hjólinu. DV-mynd E.ÓI
Fréttir
Nótaskipið Júpiter, annað skip Skála..
Þórshöfn:
Hraðfrystistööin eignast meirihluta i Skalum
DV, Akureyri:
Hraðfrystistöð Þórshafnar hefur
keypt hluta Tanga hf. á Vopnafirði og
Lárusar Grímssonar skipstjóra i út-
gerðarfyrirtækinu Skálum. Um er að
ræða 26% hlut og að þessum kaupum
loknum á Hraðfrystistöð Þórshafnar
61,7% hlut í Skálum. Andstæð sjónar-
mið stærstu hluthafa í Skálum að
undanfórnu eru ástæða þessara við-
skipta fyrst og fremst.
Útgerðarfélagið Skálar var stofnað
árið 1993 með kaupum á nótaskipinu
Júpiter ÞH-61 og á félagið nú einnig
nótaskipið Neptúnus ÞH-3361. Veiði-
heimildir Skála eru verulegar og
nema um 2.800 þorskígildum. Stærst-
ur hluti veiðiheimildanna er í loðnu
en félagið á þar um 3,5% af heildarút-
hlutun.
Nokkur blaðaskrif hafa orðið um
samskipti Vopnfirðinga og Þórshafn-
arbúa vegna málefna Skála og inn-
byrðis viðskipti milii Hraðfrystistöðv-
ar Þórshafnar og Skála, og segir í
sameiginlegri fréttatilkynningu sem
Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri á
Vopnafirði skrifar undir að ómakleg
umfjöllun hafi verið um Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar í flölmiðlum. Þar
kemur einnig fram að þessi mál hafi
verið rædd og að fullu útskýrð á aðal-
fundi þann 7. desember sl. Skoðana-
munur milli eignaraðila á Vopnafirði
og Þórshöfn hafi verið uppi og verði
þau atriði sem voru til umfjöllunar í
blaðaskrifum að skoðast í því ljósi.
Sameiginlega lýsa Jóhann A. Jóns-
son, forstjóri Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar, og Þorsteinn Steinsson, sveit-
arstjóri á Vopnafirði, því yfir að nei-
kvæð umfjöllun hafi skaðað Skála og
einstaka hluthafa félagsins og harma
þeir að ágreiningsatriði hluthafa skuli
hafa orðið opinber. Sérstaklega er tek-
ið fram að Hraðfrystistöð Þórshafnar
hafi alla tíð verið burðarás í starfsemi
Skála og HÞ hafi séð um rekstur fé-
lagsins allt frá stofnun þess með þeim
hætti að fiárfesting hluthafa hafi
reynst arðbær og rekstur þess gengið
með ágætum. -gk
Lagerútsala
mikil verðlækkun
20-90%afsláttur
Tm^>M
Opiö föstudag frá kl. 12-19
laugardag kl. 10-17,
og sunnudag kl. 13-17
Hoffell flnmula 36
l*i%xak<»ilnn
----------TILBOÐ —
Takt*ana hcirn
14 16” pizzuveisla aðeins 990
m/4 áleggsteg.
JÍ_ Þú kaupir eina pizzu og hvítlauksbrauö
og færð aðra pizzu í kaupbæti
15 Hrtwend f|ðt»kyfduvel»fa
2x16” pizzur m/2 áleggsteg.
2I. gos og stór franskar í kaupbæti 2090
fáð’ana heim
16 16"pizzam/2áleggsteg.
2I. gos og mið franskar í kaupbæti 1390
11 16” pizza m/3 áleggsteg.
og 12“ hvítlauksbrauð 1590
Tveir staðir
Austurveri
Amarbakki amíMmrn