Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Spurriingin Ferð þú á þorra- blót í ár? (Spurt í Grindavík) Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Karen Björk: Ég fer stundum á þorrablót en ekki núna. Skarphéðinn Jónsson ellilífeyris- þegi: Að sjálfsögðu. Ég ætla að fara á þorrablót hjá hestamönnum. Björk Sverrisdóttir og Þyrí: Ég er matreiðslumaður svo ég hef atvinnu af þorrablótunum og útbý matinn fyrir aðra en borða ekki súrmat sjálf. María Benónýsdóttir húsmóðir: Já, ég fór á þorrablót í Félagsgarði í Kjós en þangað fer ég árlega. Magnús Ólafsson jámiðnaðar- maður: Ég fór á fjölskylduþorrblót sem haldið er á hverju ári. Róbert Tómasson brunavörður: Ég fer ekki á þorrablót þetta árið en hef farið stundum. Lesendur Mega velja sér dauðdaga Dagabátaeigendur fengu bréf um mánaðamótin jan.-febr. og eiga nú að skrifa undir aftökuna af fúsum og frjálsum vilja, fyrir 1. mars. En þeir eru þrautseigir og ætla að lifa, segir m.a. í bréfinu. - Sjávarútvegs- ráðherra fundar með smábátaeigendum í nóv. sl. Konný Breiðfjörð Leifsdóttir skrifar: Nú er komið að vali eigenda dagabáta um hvort þeir vilji „láta hengja sig eða skjóta" eins og Steingrímur J. Sigfússon komst svo vel að orði við þriðju umræðu um frum- varpið. Þessi ríkis- stjórn hefur ekki enn látið af útrýmingar- stefnu i garð þessa út- gerðarflokks. Daga- bátaeigendur fengu bréf þessa efnis nú um mánaðarmótin jan-febr. og eiga nú að skrifa undir aftökuna af fúsum og ftjálsum vilja, fyrir 1. mars. Hér er um tvenns konar val að ræða; að mega veiða í 40 daga og 30 tonna hámark i 2 ár en þá fara þessir bátar sjálfkrafa í aflahámarkskerfið með þá tölu sem þeim var úthlutað eftir þar til gerðum útreikningi - eða mega veiða í 23 daga í 2 ár með engu hámarki frá 1. apríl til 1. sept. ár hvert. Eftir það á dagafjöldi að skerð- ast 25% ef veitt verður meira en leyfi- legt verður að veiða úr 23 daga pott- inum Enginn veit þegar hann velur hvaða afli verður á bak við þessa 23 daga. - Kostirnir eru báðir óaðgengi- legir fyrir flesta. Aðeins 45 bátar eru með afla- reynslu frá 20 upp í 37 tonn sam- kvæmt þessum útreikningi, 94 með 10-20 og 189 með 10 tonn og minna. Hitt valið, 23 dagar, er ófreskja, mannfjandsamleg. Þar verða menn ei- líflega í heljargreipum streitu. - Hér er um að ræða 328 dagabáta sem und- anfarin ár hafa verið að veiða um það bil 10.000 tonn hvert ár. Meirihluti aflans er fram yfir leyfðan afla þeirra vegna þess að þessi ríkistjórn hefur aldrei viður- kennt að þessir bátar þurfa meiri ársafla. Ríkisstjórnin hefur þess í stað sett lög ár eftir ár á þennan út- gerðarflokk og stuðlað leynt og ljóst að að þrengja kjör þeirra og þvinga þá til uppgjafar. En þeir eru þrautseigir og ætla að lifa. Það sem stuðlar líka að því að potturinn er sprengdur er að fleiri fiskar eru nú á landgrunninu. Því mátti ekki reikna veiðireynsluna út frá þessum 10.000 tonnum sem bátar þessir hafa veitt og fá að veiða næstu 2 árin? Hver eru rökin fyrir því að tak- marka þá í 3400 tonn árið 2000? Þessi tonn eru ekki frá neinum tekin. Ríkisstjómin þyk- ist ætla að byggja upp menningar- stöðvar út um land allt tii að halda uppi byggð en reynir samt að útrýma hluta af atvinnuafkomu þessara sömu byggða. Það er lítilsvirðing við fólk að fara íram á að það skrifi undir aðra eins aftöku og arfavitleysu og fram kemur í þessu vali. Eigum við ekki að láta þá ríkisstjóm og það þing sem kemur saman í haust um að ákveða hvort haldið verður áfram á sömu braut. - Mörg dæmi era um að fresta framkvæmd á lögum eða hluta af þeim. Nýjustu fréttir af viðskiptahalla eru ekki jákvæðar. Er því ekki full þörf á þessum 10.000 tonnum til gjald- eyrisöflunar? Á ári hinna öldruðu Óskar Þórðarson skrifar: Á ári hinna öldmðu linnir ekki há- tíðlegum yfirlýsingum um umhyggju og kærleika til þeirra sem annað- hvort hafa verið svo óheppnir eða heppnir að ná háum aldri. Og til að milda hörku orðsins ert þú ekki leng- ur gamall heldur aldraður. Aðeins saklaust bamið segir kannski: „Aum- ingja gamli maðurinn". Pólitíkus, orðinn gamall, sem á árum áður átti tækifæri, stöðu sinn- ar vegna í þjóðfélaginu, að hlúa að þeim sem minna máttu sín en kaus fremur að beijast gegn því að alþýðu- fólk hefði sæmileg laun fyrir vinnu sína kemur til dyranna útblásinn af kærleika til hinna „öldruðu" og spar- ar ekki fögur orð. Aldraðir sjálfstæðismenn stofna fé- lag til að beijast. Þingmaðurinn sem var einn þeirra sem árið 1995 léði at- kvæði sitt á þingi til að samþykkja afnám 15% skattaafslátt til ellilífeyr- isþega talar um kærleika 1999, á ári aldraðra. - Og áfram eru fluttar hjartnæmar ræður, því íslenskan á sem betur fer mörg faguryrði. Hitt er svo annað mál hvort nokkur fram- kvæmd stendur að baki þeim. Dómsmorð - stór orð á Alþingi Á Alþingi töluðu menn af mikilli réttlætiskennd um nauðsyn þess að beita lögum svo að ekki yrðu framkvæmd fleiri dómsmorð, segir m.a. í bréfinu. J.P.S. skrifar: Stór orð voru höfð uppi á Alþingi íslendinga á haustmánuöum 1998 um þau mál sem verið hafa í um- ræðunni um áratugaskeið. Þar töl- uðu menn af mikilli réttlætiskennd um nauðsyn þess að beita lögum svo að ekki yrðu framkvæmd fleiri dómsmorð. Það mun hins vegar engu skipta hver lög eru í landinu ef ekki er vilji til að fara eftir þeim. Forsætisráðherra sagði i ræðu á þingi að hann hafi lesiö mikið um þessi mál og hann teldi að um dóms- morð hefði verið að ræða. En hvað las hann sem ekki aðrir hafa þá les- ið til að fá þessa niðurstöðu? Því velta menn fyrir sér enn í dag. - Undirritaður telur hins vegar að ráðherra hafi aðeins lesið hluta úr handriti. Sá hluti hafi þó sýnt að líkur á dómsmorði hafi verið rétt- mæli í munni ráðherra. En það er ekki við dómara að sakast í þessum málum, heldur rannsóknaraðila þess, fyrst og síð- ast. Vandamáliö sem ráðherrar þurfa að hugsa um er hverja á að fá til að rannsaka málin að nýju. Mikl- ar líkur em á að aðrir aðilar hafi staðið að málum en þeir sem dæmd- ir vora. Stjómarskrá íslands leyfir upp- töku mála, svo ekki er það ástæða umræðunnar á þingi. í dag er það orðinn algildur hugsunarháttur að ekki þurfi að leita að mönnum sem horfið hafa ef þeir hafa eitthvað af sér gert og era á sakaskrá. Það er látið leka í fjölmiðla að svo sé og virðist það duga. - Látum ekki sak- laust fólk liggja lengur undir ámæl- um samborgara sinna vegna ófull- nægjandi rannsóknar. DV Barsmíðar Spaugstofunnar Björn skrifar: Ég vil kvarta yfir síðustu þáttum Spaugstofumanna og þá aðallega of- beldinu sem þar býðst. Ég á 3 ára son sem skilur ekkert í þessum bar- smiðum endcdaust og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlægja. Á þess- um aldri innbyrða krakkar tölvu- vert af þeim boðskap sem fluttur er, t.d. við kvöldverðarborðið. Tveimur dögum eftir einn þáttinn segir sá stutti allt í einu: Plástur er skástur! En þetta var einmitt eitt af slagorð- um nokkurra grínatriða síðasta þátt- ar á undan. Daginn eftir sannfærðist ég endanlega um áhrif þáttarins þeg- ar sonur minn var kýldur beint á nefið í leikskólanum svo honum fossblæddi. Höggið kom að sögn fóstranna gjörsamlega að ástæðu- lausu frá dreng sem yfirleitt er hinn dagfarsprúðasti. - Spaugstofumenn: Hættið nú þessum barsmíðum! Á að greiða með rækjunni? Torfi hringdi: Nú er það helst að frétta úr stjórnmálunum, að þingmenn leggja til að ríkið taki upp stuðning við útgerðir sem stunda rækjuveið- ar. Eða hvað meina þeir með því að segja að stjórnvöld þurfi nú að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum samdráttar í rækjuveið- um, og þær aðgerðir megi ekki bíða? Ég fullyrði að almenningur í landinu sé aífarið á móti svona til- lögum. Ef samdráttur er í rækju- veiðum tímabundið þá er bara sam- dráttur í rækjuveiðum, það lagast aftur. Ef hann er varanlegur þá verður rikisstuðningur nú engin hjálp. Það er komið nóg að ríkisað- stoð við hina og þessa í sjávarút- vegi og landsbyggðina yfirleitt. Mega fara frá RÚV Eysteinn skrifar: Mér er svo til sama hvort þau Anna Kristine og Kristinn R. Ólafs- son í Madrid starfa hjá RÚV eða fara á útvarpsstöðina Bylgjuna. Hins vegar verð ég að segja eins og er að það á ekki að líöa að fólk á ríkisjötunni geti sett skilyrði um að vera eða fara meö hótunum og kröf- um um hærri laun. Launahækkun hjá ríkinu er ákveöin í samningum og við það borö eiga allir að sitja. Hins vegar var ég orðinn leiður á báðum þessum útvarpsmönnum, einkum þessum í Madrid. Hann var orðinn eins og lifandi alþjóðafrí- merki, einkum um helgar, oft á sunnudögum í hádeginu. Mér fannst hann ekki passa með sunnu- dagssteikinni. Og daman „eftir mjaltir"? Hún var líka farin að verða dálítið væmin. En útvarps- fólk kemur og fer, þetta er gangur- inn þar sem annars staðar. Höfum ekki áhyggjur af hvalveiðum J.H.P. skrifar: Ég las nýlega frétt í Mbl. um að miklar áhyggjur hefðu skapast í huga JON Yard Amarson (svona var þetta skrifað í fréttinni), for- manns Amerísk-íslenska verslun- arráðsins vegna hugsanlegra hval- veiða við ísland. Einnig sagði þar að framkvæmdastjóri Landafunda- nefndar og fyrrv. sendiherra okkar hefði líka áhyggjur. Ekkert mætti skaða heildarhagsmuni okkar og stöðu okkar I Vesturheimi yrði að styrkja. Ég get fullvissað báða þessa ágætu menn um að Banda- rikjamenn munu ekki leggja stein í götu okkar í dag út af hvalveiðum. Þeir hafa nóg annað að hugsa um. Bæði er þar nú góðæri, það mesta í manna minnum, og svo hitt að þeir hafa fengið sig sadda upp í háls vegna árásanna á Clinton forseta. Hvalveiðar uppi við ísland, rétt eins og við strendur Bandaríkj- anna, er ekki höfuðverkur nokkurs Bandaríkjaþegns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.