Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 23 Julia Roberts: 1500 milljóna múr- inn rofinn Julia Ro- berts verður að öllum lík- indum fyrsta konan til að komast yfir 1500 milljóna króna þrösk- uldinn, þ.e.a.s. hún mun fá einn og hálfan milljarð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Erin Brockovich en tilkynnt var um þátttöku hennar fyrir skömmu. Mest hefur Julia fengið 1270 milljónir fyrir að leika í myndinni The Runaway Bride þar sem hún lék á móti Richard Gere. Sandra Bullock: Ráttur haus á röngum búk Ólíkt mörgum öðrum stjörnum er Sandra Bullock ekki hrif- in af því þegar verið er að fegra hana með tiltækri tölvutækni. Hún er sérstaklega á móti einni sem birtist á Netinu og segir hún að höfði hennar hafi einfaldlega verið skeytt við skrokk einhvers annars. „Þetta var ekki ég. Brjóstin voru miklu stærri en á mér,“ segir Sandra. „Þau voru mjög fin en voru ekki min.“ Sandra á sér draumaskrokk og það er líkami Nicole Kidman sem lék á móti henni í Practical Magic. „Hún er með líkamann sem ég vil. Ég hata hana! Hún gerir það að verkum að mig langar til að fasta.“ Demi Moore: Syngur en þó ekki Demi Moore hefur komið víða viö á leikferli sínum, leikið allt frá her- sviðsljós manni til nektardansmeyjar. Nú er komið að nýjum kafla á leikferli hennar; hún rappar í laginu Do You Love Me?. En hlaupið ekki út í plötu- búð alveg strax því að hún rappar ekki alveg heldur les hún ásamt fleiri stjörnum upp úr persneskum ljóðum. Hljómar þetta á hljómdisk- inum A Gift of Love. Demi segir meðal annars: „Ég elska sjálfa mig, elska þig / ég hef gleymt öllu því sem ég hef lært / en eftir að hafa kynnst þér þá er ég fræðimaður." Þessu ástarhjali er alls ekki beint til Bruce Willis enda yrði svarsöngur- inn væntanlega heldur slakur. Janet Jackson: Erfiður skilnaður Skilnaður Janet Jackson og elsk- huga hennar til margra ára, Rene Elizondo, virðist heldur betur ætla að verða svæsinn. Hann hefur hótað því að ef hún muni ekki sjá til þess að hann fari ágætlega út úr skilnað- inum þá muni hann gefa út bók þar sem hann lýsi öllu sambandi þeirra og henni sjálfri, allt frá vörtum upp í kynhneigð hennar sem myndi stimpla hana tvíkynhneigða. Einnig gæti hann ljóstrað því upp hvort þau hefðu gifst fyrir átta árum eins og margir halda. Janet ætti þó að þola ýmislegt þvi að hún kom fram á nærfotunum einum á tónleikaferð sinni um heiminn. Naktari fyrir umheimin- um verður hún vart. »» UUi* •» 'lí Komdn þá í Ha£nax*fjörd. Teg.: Be Happy Litir: Blár, svartu Verð: 7.900,- r Teg.: Travel ^ Litur: Grár ^ Verð: 3.990,- y r Teg.: Betty Blue'' Litur: Svartur Verð: 3.990,- J Teg.: Travel Litur: Svartur ^Verð: 3.990,-y Teg.: Shoox Litur: Svartur ^Verð: 3.990,- y Opid tll kl. 4 í dag laugardag. Reykjavíkurvegi 50 sími 565-4275 Víeví v\ú eVY\ ^öH- §e\rc\ SV^Víné ölllAKA SHnföllAWlAW SH\lAVM \>ó iav sé eWUl Ye\»*a\\ Með símtalsflutningi Símans er hægt að vísa öllum hringingum í þinn síma, í annað númer hvar sem er á landinu. Hægt er að vísa símtölunum í venjulegan síma, farsíma, talhólf, svarhólf eða boðtæki og sá sem hringir verður ekki var við flutninginn. Sækja þarf um símtalsflutning hjá Símanum. Símtcd flutt: □ 21 □ Númerið sem á að flytja hringinguna í er valið og síðan ýtt á ED. Þjónusta gerð óvirk: 53 210. www.simi.is .IIÐBEININGAR UM NOTKUN SIMTALSFLUTNINGS v V ÞÚ GITUR PANTAÐ SÉRÞJÓNUSTU Á ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVUM SÍMANS OG í GJALDFRJÁLSU NÚMERI S Me]7000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.