Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 31
39
I
]DV LAUGARDAGUR 27. MARS 1999
%rðir
Helsinki, höfuðborgin sem kom inn úr kuldanum:
Tveggja heima borg
Gengið á gamalli þjóðleið
Ferðafélag íslands og Umhverfis-
og útivistarfélag Hafnarfiarðar hafa
staðið sameiginlega að kynningu á
náttúru og sögu nágrennis Hafnar-
fjarðar og á þessu ári verður lögð sér-
stök áhersla á leiðina frá Hafnarfirði
í Selvog; Selvogsgötu. Leiðin verður
gengin í þremur áfóngum og verður
fyrsti áfangi farinn á morgun, sunnu-
daginn 28. mars.
Selvogsgata er ein af þekktari þjóð-
leiðum á Suðvesturlandi og var um
aldir mikilvæg verslunarleið, sam-
göngu- og verleið. Alls verður efnt til
átján ferða í svokallaðri þjóðleiða-
syrpu Ferðafélagsins á þessu ári.
DV, Helsinki:___________________
Önnur hver skrúfa er dottin úr
álkarminum umhverfis hurðina.
Inni eru stólarnir haltir og næloná-
klæðið á sófanum er rautt og slitið
og brennt. Borðin eru spónlögð með
tekki og rækilega merkt af glóð úr
ótal sígarettum. Á veggjum eru ská-
sett flúorljós, sem sennilega eiga að
gefa staðnum heimsborgarabrag, og
úr tékkneskum hi-fi glymskratta
hljómar 20 ára gömul sovésk dægur-
tónlist.
Við vitum að við erum á réttum
stað vegna þess að í glugganum er
lítill miði límdur á rúðuna: Moskva.
Og inni á barnum er óinnrömmuð
mynd af Lenín og önnur innrömm-
uð af eiganda staðarins, sýnilega
drukknum. Það er kvikmyndaleik-
stjórinn Aki Kaurismaki og það
eina sem ekki passar hér er að þjón-
ustan er vingjanleg. Eigandinn á að
sögn að hafa gefið starfsfólki sínu
skýr fyrirmæli um að sýna gestum
fullkomna fyrirlitningu. Hann ætl-
aði að endurskapa anda Sovétríkj-
anna á litlum veitingastað í mið-
borg Helsinki.
Hallærisrómantík
Finnar kunna að meta svona
húmor. Moskva er ekki eini staður-
inn í Helsinki sem gerir út á róman-
tík um sovéskan hallærisstíl. Á
Zetor, rétt við aðalgötu borgarinnar,
geta gestimir snætt mat sinn af vél-
arhlífum Zetor-dráttarvéla og á
meðan er leikin tónlist úr smiðju
The Leningrad cowboys og kórs
Rauða hersins. Þetta þykir alveg
drepfyndið og stíllinn stingur í stúf
við glæsileika hönnunar og hátísku
sem annars einkennir höfuðborg
Finnlands.
Finnum stóð í meira en 70 ár ógn
af Sovétríkjunum og nú eftir fall
stórveldisins hæðast þeir að smekk-
leysi nágranna sinna. í þessu felst
líka sjálfsháð. Finnum er vel ljóst
að í mörg ár lögðu þeir til leiktjöld-
in í allar kvikmyndir sem fjölluðu
um Sovétríkin. Hollywood-leikstjór-
ar fengu ekki að vinna í Sovétríkj-
unum og þess vegna var Helsinki
notuð sem bæði Moskva og Len-
ingrad, nú Pétursborg. Helsinki er
borg tveggja heima.
Engel og Alvar Alto
Helsinki minnir þó að sögn á eng-
an hátt á Moskvu - en Pétursborg
og Helsinki eru merkilega líkar.
Eða kannski ekki merkilega því
þýski byggingameistarinn Carl
Ludvig Engel skipulagði báðar og
Kínaklúbbur Unnar:
í tólfta sinn til Kína
Kínaklúbbur Unnar
efnir til fróðleiks- og
skemmtiferðar til
Kína 7. tU 28. mai.
Þetta er í tólfta sinn
sem Unnur Guðjóns-
dóttir fer tU Kína með
íslenska ferðamenn.
„Ferðin i vor verður
hefðbundin en ég geri
þó alltaf einhverjar
breytingar því sumir
farþeganna eru jafnvel
að fara í annað eða
þriðja sinn. Þriggja
vikna ferð er algjört
lágmark vilji fólk ná
áttum hjá þessari fjöl-
mennustu þjóð heims.
Við kynnumst landi og
þjóð, fomum og nýjum hugsunar-
hætti, skoðum glæsilegar keisara-
hallir, lítum inn hjá „venjulegu"
fólki og svo mætti lengi teýa. Við
reynum að upplifa Kína á sem fjöl-
Bejing verður að sjálf-
sögðu heimsótt í Kínaferð-
inni í vor.
breyttastan hátt. Það
má líka geta þess að
maímánuður er afar
ákjósanlegur tU ferða-
laga i Kina þvi hitinn
er mátulegur á þeim
árstíma," segir Unnur
Guðjónsdóttir hjá
Kinaklúbbnum.
Meðal viðkomustaða
i Kínaferðinni má
nefna Beijing, Xian,
Shanghai, Suzhou,
Tongli og Kínamúrinn.
Auk hefðbundinna
skoðunarferða verður
farið á ýmsar skemmt-
anir; auk þess sem
hópnum gefst kostur á
að reyna sig við perlu-
veiðar. Farþegum gefst svo kostm- á
að dvelja í Evrópu í viku eftir að
Kínaferðinni lýkur. Nánari upplýs-
ingar er að fá hjá Unni Guðjónsdótt-
ur í Kínaklúbbnum. -aþl
Frá Sveaborg séð er Helsinki eins og draumaborg í fjarska. Flóinn er ísi lagður alla vetur og einu sinni gekk stræt-
isvagn á ísnum út í eyjuna. DV-myndir Gísli Kristjánsson
og önnur herdeild vinnur sennilega
í eldhúsinu því maturinn kemur á
óvart. Hann er góður.
„Skal vi prata eller bygga"
Finnar eru miklir húsagerðar-
menn. Síðustu ár hafa þeir' verið
byggingaglaðari en nokkru sinni
fyrr og hver stórbyggingin eftir aðra
hefur risið í Helsinki. Óperan og nú-
tímalistasafnið Kiasma eru umdeild-
ustu nýbyggingarnar. Óperuna kalla
menn bastarð sem bara gæti verið af-
kvæmi gróðurhúss og prentsmiðju
og nú er ný tónlistarhöll að rísa.
Meðan aðrar þjóðir tala um að
byggja, og þræta um hvemig bygg-
ingarnar eigi að líta út, þá byggja
Finnar og rífast eftir á. Finnsk nú-
tímabyggingalist er frammúrstefnu-
leg, létt og stór í sniðum. Og alltaf er
komið fyrir stórum gluggum og gler-
húsum til að hleypa ljósinu inn.
Dýr hótel
Nú gefst íslendingum kostur á að
fljúga frá Keflavík um Stokkhólm til
Helsinki. Það ætti að verða til að
fjölga ferðum ísléndinga á fund
Finna. Einnig er hægt að fara bara
til Stokkhóms og taka svo ferju til
Helsinki. Það ku vera skemmtilega
sigling, sérstaklega að sumri til.
Verðlag í Finnlandi er yfirleitt
hagstætt á mælikvarða okkar íslend-
inga. Matur á meðalgóðum veitinga-
stað kostar innan við 1000 ísl. kr. og
innan við 2000 á finni stöðum. Ölglas
kostar um 30 krónur og farið með
sporvögnunum kostar álíka mikið og
strætómiðinn í Reykjavík.
Vandinn er að Hótel í Helsinki eru
dýr, mjög dýr. Það þykir vel sloppið
ef nóttin í tveggja manna herbegi
kostar minna en 10.000 ísL kr. Nóttin
á miðlungshóteli utan göngufæris
frá miðborginni kostar 8000 ísl. kr.
Þetta er mikið en það er hægt að
fmna mun ódýrari hótel utan borgar-
innar.
Inn úr kuldanum
Alla vetur er Helsinki í klaka-
böndum eins og heimskautaborg.
Finnski flói er ísilagður og þar
plægja ísbrjótar upp siglingaleiðir
fyrir ferjur til annarra landa eða
bara út í virkisborgina Sveaborg, 15
minútna siglingu frá höfninni.
Það getur verið napurt í Helsinki
en borgarbúar eru hlýir i viðmóti og
nú er Helsinki sannarlega komin inn
úr kuldanum og orðin ein af helstu
menningarborgum Evrópu eftir
langan vetur kalda stríðsins.
Gísli Kristjánsson
Gler-
skála-
menning
teiknaði helstu byggingar þar fram
til ársins 1840. Engel er faðir
Helsinki og minningu hans er m.a.
haldið á lofti á Cafe Engel, þar sem
íslendingurinn Kjartan ðlafsson
stóla, borð og blómavasa - auk þess
að teikna Norræna húsið í Reykja-
vík. Við aðalgötu Helsinki,
Esplanadi, er heil verslun með mun-
um úr smiðju Altos. Glæsileg hönn-
un er aðals-
merki Finna
og þeir sem
koma til
Helsinki geta
valið úr versl-
unum sem
bara selja
finnska
merkjavöru
af ýmsu tagi.
Dómkirkjan við Senatstorgið. Hér
áhrifin vel.
ræður húsum. Cafe Engel er fjölsótt-
ur staður við aðaltorgið sem Engel
gamli skipulagði.
Engel er þó fjarri þvf eini hönn-
uðurinn sem komið hefur við sögu
borgarinnar. Arkitektinn Alvar
Alto starfaði hér og hannaði hús,
Helsinki er
einfold borg
að ferðast i og
almennings-
samgöngur
eru þar til
fyrirmyndar.
Aðalgötumar
eru Manner-
heimgatan og
áðurnefnd
Esplanadi,
sem skiptist
að endilöngu
sjást austurlensku með trjágarði.
Við vestur-
enda
Esplanadi er
Sænska leikhúsið, þekkt kennileiti í
borginni.
Þar er hægt að tylla sér niður á
Cafe Kafka og fá sér kaffisopa eða á
mjög þokkalegu glerskálaveitinga-
húsi, sem heitir þvi fáránlega nafni
Happy Days. Við hinn endann er
annar glerskáli, Kapelli, sem einnig
býður góðar veitingar. Spölkorn þar
austar er svo markaðstorgið, sem
allir verða að sjá.
Margir rússneskir veitingastaðir
eru líka í Helsinki og þá er átt við
staði sem selja rússneskan mat en
ekki finnskan húmor. Galleria
Hariton er t.d. rétt sunnan við
Esplanadi og þar er líka Alexander
Nevski að norðan. Báðir eru taldir í
fremstu röð rússneskra veitinga-
staða.
Alþjóðlegur matur er auðvitað í
boði um alla borg en líka meira
spennandi fmnskur matur. I 60 ára
gamalli glerhöll - Lasipalasi - við
Mannerheimgötuna er stærsta veit-
ingahús borgarinnar í gömlu stíl.
Matsalurinn er 84 metra langur og
tekur 700 manns í sæti. Heill her-
flokkur af þjónum sinnir gestunum
Skíðaferð á Breiða-
merkurjökul
Ferðafélagið Útivist efnir til
f tveggja gönguskíðaferða eftir
:; páskana. Fyrri ferðin verður
helgina 9. til 11. april en þá verö-
ur gengið frá Þingvöllum að Kerl-
í ingu undir Skjaldbreið og á
Hlöðuvelli. Ferðinni lýkur i heita
pottinum í Úthlíð. Gist verður í
skálum. Seinni ferðin er fyrir-
huguð 21. apríl en þá verður
í haldið á Esjufjöll sem eru fjalls-
1 ranar sem rísa úr ofanverðum
| Breiðamerkurjökli. Gengið verð-
# ur á skíðum upp jökulinn og gist
í í skálum Jöklarannsóknarfélags-
ins í þrjár nætur. Farnar verða
| dagsferðir um Esjufjöllin og með-
| al annars farið í Fossdal og að -
Snók.
Nýtt óperuhús
Boston hefur löngum verið
| þekkt fyrir að vera ein mesta
; menningarborg Bandaríkjanna
j og nú stendur mikið til í borg-
inni. Áætlað er að reisa óperu- og
balletthús við höfnina sem á að
f taka 2.400 manns í sæti. Menn
eru þó enn að safna peningum til
verksins en húsið mun kosta í
t kringum 75 milljónir dollara.
IHelstu menningarstofnanir
Boston hafa sýnt verkefninu mik-
inn áhuga: þ.á m. Boston ballett-
inn og óperan.
Titanic verður spilavíti
í síðasta helgarblaði var greint
| frá byggingu eftirlíkingar skips- ,
Iins Titanic í San Diego í Kali-
fomíu. Nú berast fréttir um að
Las Vegas-menn ætli ekki að
verða eftirbátar landa sinna i
Kalifomíu. ! spilaborginni á að
reisa Titanic-skip í eyöimörk-
inni. Titanic mun bæði þjóna
sem hótel og spilavíti. í kringum
Ieitt þúsund káetur verða á hótel-
inu og á Qögur þúsund fermetra
svæði verða veitingasalir, versl-
anir auk nokkurra spilasala. Her-
legheitin munu ekki kosta undir
300 milljónum dollara. Það er fyr-
ir löngu orðin tíska í Las Vegas
að spilavítin séu reist í kringum
í þema og nægir að minnast nýj-
; ustu spilavitanna; annars vegar
l eftirlíkingu af París og hins veg- •
j ar af Feneyjum.
Shakespeare laðar að
ferðamenn
B
IÁhrifavald kvikmynda á
túrisma getur verið mikið.
Þannig hefur kvikmyndin,
Shakespeare in Love, sem hlaut
sjö óskarsverðlaun á dögunum,
hrint af stað
nokkurs kon-
„ ar Shakespe-
; areæði.
Shakespearel
leikhúsið í
3 London hugs-
1“ ar sér altjent
gott til glóðar-
innar í sumar
því miðapant-
anir berast nú víða að. Þá er gert
ráð fyrir því að fæðingarbústað-
í ur skáldsins i Stratford upon
Avon verði vinsæll áningarstað-
!ur ferðamanna í sumar. Kvik-
myndin Rómeó og Júlía; með Le-
onardo DiCaprio, sem var vinsæl
fyrir nokkrum áram, hafði í for
með sér mikla ljölgun ferða-
manna og talið er víst að
Shakespeare in Love verði eng-
inn eftirbátur í þeim efnum.
Shakespeare er reyndar sá höf-
undur sem hvað oftast hefur ver-
ið kvikmyndaður eða alls 309
sinnum auk 41 kvikmyndar sem
j lauslega er byggð á verkum hans.