Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Viðskipti Þetta helst: • Viðskipti á VÞÍ í gær lítil, 538 m.kr. • Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði • Hlutabréfaviðskipti 127 m.kr. • Marel hækkaði um 5,4% • Olíufélagið niður um 5,4% • Kaupþing spáir hækkun neysluverð í apríl • Opin kerfi selja 24,4% hlut í Þróun • Kíló af þorski í 106,22 krónur Síðasta ár erfitt fyrir Kaupfélag Eyfirðinga: Milljarður í tap á síðustu átta árum Um 528 milljóna króna tap varö á rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á liðnu ári og skiptir þar mestu mik- ill taprekstur sjávarútvegsfyrirtæk- isins Snæfells sem er dótturfyrir- tæki KEA. Á síðustu átta árum hef- ur KEA tapað um einum milljarði króna á föstu verðlagi á mæli- kvarða lánskjara á liðnu ári. Undanfarin ár hafa reynst kaup- félaginu þung og aðeins þrisvar á síðustu átta árum hefur tekist að reka félagið með hagnaði. Síðasta ár er það versta og tap af reglulegri starfsemi nam alls 834 milljónum króna en lækkun tekjuskattsskuld- bindinga og óreglulegar tekjur, alls 277 milljónir, vega tapið nokkuð upp. Þau ár sem KEA skilaði hagn- aði, 1994, 1996 og 1997, var afkoman ekki viðunandi og raunar varð tap af reglulegri starf- semi árið 1996 þeg- ar afkoman var þolanlegust. Þessar þrenging- ar í rekstri endur- speglast vel í þró- un eiginfjár KEA en frá árslokum 1991 hefur eigið fé rýmað um liðlega 1.200 milljónir króna á föstu verð- lagi. Á liðnu ári lækkaði eigið fé um rúmlega 600 Eiríkur Jóhannsson, kaupfélags- milljónir. stjóri Kaupfélag Eyfirðinga Rekstur sam- Afkoma KEA 1991 -60 1992 -217 1993 -247 1994 16 1995 -44 1996 117 1997 19 1998 -528 Tölur í milljónum kr. stæðunnar skilaði hagnaði fyrir af- skriftir á liðnu ári en afkoman versn- aði þó um 225 millj- ónir króna. I yfir- lýsingu frá félaginu segir að afkoma móðurfélagsins sé innan þeirra áætlana sem gerðar voru en afkoma dótturfélaga olli miklum vonbrigðum. Aðalfundur KEA verður haldinn 17. apríl nk. en stjóm félagsins legg- ur til að ekki verði greiddur arður af samvinnuhlutabréfum í B-deild stofnsjóðs. Þá er jafnframt lagt til að ekki verði greitt inn á stofnsjóðs- reikning félagsmanna í A-deild stofnsjóðs. í yfirlýsingu, sem KEA sendi frá sér, segir segir Eiríkur Jó- hannsson kaupfélagsstjóri að verið sé að kljást við verkefnin á nýjan hátt. „Þetta eru einfaldlega hlutir sem tekur lengri tíma að vinna úr en við erum á réttri leið og munum uppskera fyrr en síðar,“ segir Eirík- ur. -BMG Skattar á fyrirtæki fara lækkandi í heiminum: Skattar lágir á íslandi Meðalskattar á fyrirtæki 1999 36% 0ECD Evrópu- Asiulönd Suður- island ____________________________ ___________sambandið________________Amerika____________IT5X»2 Seðlabanki íslands ætlar að koma til móts við gagnrýni fjármálastofnana. Óæskileg hliðaráhrif: Seölabank- inn bakkar Seðlabanki íslands ætlar að grípa til aðgerða í samráði við ijármála- stofnanir til að draga úr óæskileg- um hliðaráhrifum reglna sem settar voru nýlega um bindiskyldu og lausafjárkvöð fjármálastofnana. Eftir að Seðlabanki íslands lagði á bindiskyldu og lausafjárkvöð á íjár- málastofnanir hefur mjög dregið úr virkni og viðskiptum á markaðnum. En þessar aðgerðir hafa annað og meira í för með sér. Áreiðanleiki verðmyndunar á innlendum skulda- bréfamarkaði er lítill vegna minnk- andi viðskipta. Aukinn munur á kaup- og sölutilboðum hefur einnig stuðlað að þessari þróun. Einnig hefur þessi ráðstöfun Seðlabankans stuðlað að auknum vaxtamun milli íslands og umheimsins sem aftur gerir það að verkum að afleiðuvið- skipti og framvirk viðskipti með gjaldeyri hafa minnkað mjög. Mark- mið aðgerðanna var að slá á eftir- spum í hagkerfinu og tryggja þann stöðugleika sem einkennt hefur ís- lenskt efnahagslíf undanfarin ár. Annað markmið aðgerðanna var að hvetja fjármálastofnanir til að draga úr fjármögnun útlána með erlendu lánsfé til skamms tíma. En þessi óæskilegu áhrif sá Seðla- bankinn ekki fyrir og hefur nú til- kynnt að hann vilji i samráði við fjármálastofnanir draga úr þessum óæskilegu áhrifum. í hverju þær að- gerðir verða fólgnar hefur ekki ver- ið gefið upp en bankinn vonast til að þær verði komnar í framkvæmd fljótlega. -BMG Skattar á fyrirtæki hafa farið lækkandi undanfarin ár í flestum löndum heims og munu líklega halda áfram að lækka. Sama þró- un hefur átt sér stað á íslandi en þó eru skattar hér lægri en í helstu samanburðarlöndum. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu al- þjóðlega ráðgjafafyrirtækisins KPMG um skattaumhverfi fyrir- tækja. Margar ástæður eru fyrir þess- ari þróun. í fyrsta lagi má nefna aukna samkeppni og alþjóðavæð- ingu. Stór erlend fyrirtæki eru í aukn- um mæli að sameinast í stórar sam- steypur. Við það fækkar fyrirtækjum og þau stækka. Aukið rekstrarhag- ræði gerir það að verkum að þau eru betur í stakk búin til að takast á við aukna samkeppni. Mörg nýleg dæmi eru um þetta og er skemmst að minn- ast að Áiusuisse-Lonza, eigandi ísals, sameinaðist fyrir skömmu þýsku samsteypunni VIAG. í öðru lagi geta stjórnvöld ekki til langs tíma haldið úti hærri sköttum á fyrirtæki í sínu landi en í samkeppn- islöndum því þá flytja fyrirtæki sig Frá árinu 1994 hefur verið stöðug kaupmáttaraukning hér á landi. Á því timabili hefur kaupmáttur ráðstöfun- artekna aukist um 24% og þar af var 9% aukning á síðasta ári. Þjóðhags- stofnun spáir 5,5% kaupmáttaraukn- ingu á þessu ári. Ástæður þessara auknu ráðstöfunartekna eru af marg- víslegum toga. í fyrsta lagi var samið um umtalsverðar launahækkanir í síðustu kjarasamningum. Skattar hafa lækkað en hins vegar hefur skatt- byrði aukist vegna hækkandi ráöstöf- unartekna og jaðar- áhrifa í skattkerf- inu. í öðru lagi hef- ur atvinnuþáttaka aukist og atvinnu- leysi minnkað. Vegna lítillar verð- bólgu á tímabilinu hafa þessar breyt- ingar skilað þessari miklu kaupmáttar- einfaldlega úr landi eða sameinast er- lendum aðilum til að búa við betra skattaumhverfi. Þessi þróun er hins vegar á undanhaldi vegna þess að skattar milli landa hafa verið að jafn- ast. í þriðja lagi hefur gífurleg tækni- þróun undanfarinna ára gert það að verkum að heimurinn er orðinn eitt markaðssvæði og tæknilega skiptir litlu máli hvar fyrirtæki eru staðsett. Upplýsingar og fjármagn geta nú streymt óhindrað milli landa og helstu hindranir eru skattalegs og landfræðilegs eðlis. aukningu ráðstöfunartekna. Þessi aukning hefur einkum komið fram í aukinni einkaneyslu og fjár- festingum í húsnæði. Einnig hefur mikið framboð á lánsfé og tiltölulega hagstæðir vextir haft mikil áhrif. Lág verðbólga og vextir gera fólki frekar kleift að fjárfesta og dreifa greiðslum yfir lengra tímabil. Þessi hagstæða þróun undanfar- inna ára er hins vegar engin trygging Skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegum samanburði er skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja nokkuð gott. Skatt- ar hér eru ekki hærri en í samkeppnislöndum okkar. Hins vegar hefur verið bent á undanfarið að margt annað í umhverfi fyrirtækja hér geti skaðað stöðu þeirra. Bent hef- ur verið á að ýmsar reglugerð- ir í umhverfis- og starfs- mannamálum valdi miklu óhagræði og kostnaði. Enn fremur eru hugmyndir nokkurra stjómmála- flokka um að hækka fjármagnstekju- skatt og leggja á auðlindaskatt nokk- urt áhyggjuefni. Slikt kemur til með að skaða samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja því kostnaður þeirra hækkar og þar með verð á vörum þeirra. Slíkt getur haft í för með sér að íslensk fyrirtæki kjósi að hafa starfsemi sína erlendis eða einfald- lega gefist upp ef þau geta ekki staðist erlenda samkeppni. -BMG fyrir því að þessi þróun haldi áfram óbreytt. Aíkoma okkar byggist að miklu leyti á aflabrögðum og utanað- komandi árifum sem við höfum litla stjóm á. Helsta tæki okkar til að stuðla að stöðugum vexti er að við- halda stöðugu verðlagi og áframhald- andi aðhaldi í ríkisfjármálum. Þannig er best tryggt að kaupmáttur og hag- vöxtur aukist, okkur öllum til hags- bóta. -BMG Ráðstöfunartekjur á mann. Vísitala 1990=100 Breyting i neyslumynstri 1390-1998 Matur -18,4% 120 Fatnaftur -10,3% Húsnæði -17,6% 115 Heimilishald 7,6% Heilbrigðismál 17,6% 110 Samgöngur 31,2% 105 Tómstundir og menntun 15,5% Annað 13,6% íoo Útgjöld íslendinga erlendis 4,0% Útgjöld útlendinga á islandi 2,6% 95 Hér sjáum viO aO útg/öld einstaklinga til 90 nauOsynja hafa minnkaO mjög á þessu 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999* timabili. A meOan hafa útgjöld til vara en nauDsynja aukist. annarra *spá Kaupmáttur 24% meiri en 1994 Ótrúlegar hækkanir Ótrúlegar hækkanir hafa verið á gengi hlutabréfa í tölvufyrir- tækjum undanfarið. Sem dæmi má nefna að á einni viku hefur gengisvísitala tölvufyrirtækja hækkað um 10,3% eins og sést á mynd- inni. Hækk- unin frá ára- mótum hefur verið mikil eða 58,85%. Engar stórvægilegar breytingar hafa orðið á markaðnum sem geta skýrt þessar hækkanir og hafa þær komið mönnum í opna skjöldu. Margir em efins um að fyrirtækin geti staðið undir þess- um hækkunum og því líklegt að gengið fari lækkandi eða hægi á vextinum. Hlutabréf Marels hækka Þrátt fyrir umtalsvert tap á liðnu ári og hóflegar væntingar um afkomu þessa árs, hækkuðu hlutabréf Marels í verði í gær. Tap af reglulegri starfsemi Marels var 26 milljónir króna í fyrra en hagnaður var um 202 milljónir árið áður. Hagnaður ársins nam aðeins um 9 milljón- um króna, samanborið við 140 mUljóna hagnað á árinu 1997. Rekstrartekjur Marel-samstæð- unnar lækkuðu um 8%. Horfur em á að rekstrarumhverfi batni á þessu ári og gera forsvarmenn Marels ráð fyrir að afkoman á þessu ári verði viðunandi. Léleg afkoma er einkum vegna erfið- leika á fyrrihluta ársins en í kjöl- far aðgerða á seinni hluta ársins hefur afkoman batnað. Þrátt fyrir þessa lélegu afkomu virðast fiár- festar hafa trú á fyrirtækinu. í gær voru mikU viðskipti með bréf Marels í gær á verðbréfaþinginu og hækkuðu bréfin um 5,4% og hefur gengið hækkað um 36% frá áramótum. Nýr eigandi Atlantik Gunnar Rafn Birgisson, deUd- arstjóri innanlandsdeildar Sam- vinnuferða-Landsýnar, hefur ásamt öðmm fiár- festum keypt hlut í ferðaskrifstofunni Atlantik. Hann mun taka við stöðu fram- kvæmdasfióra en Böðvar Valgeirs- son, sem verið hefur aðaleig- andi Atlantik, mun færa sig í stól stjórnar- formanns. Atlantik hefur á und- anförnum ámm verið stærsti ís- lenski aðiUinn í þjónustu við er- lend skemmtiferðaskip og nýtur nú góðrar stöðu á því sviði. Hvorki kaupverð né stærð eignar- hlutarins fæst uppgefið. Nýr framkvæmda- stjóri Kaupþings Norðurlands Sævar Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi Norðurlands. Sævar er 26 ára og lauk BS-prófi frá rekstr- ardeUd Háskólans á Akureyri 1997. Hann hefur starfað hjá fyrir- tækinu siðan 1998. Sævar er í sambúð með Söm Dögg Péturs- dóttur og eiga þau einn son. Fyrirtæki í upplýsingatækni - Hækkun hlutabféfa 22.-29. nurs 112 UO 10« 106 104 102 100 22 23 24 25 26 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.