Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 ;i -■k * ★ enning Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson Blandað fyrir gítar Öðru hvoru læðist sá grunur að undirrit- uðum að tóneyru nútíðar fari á mis við ýmsan gítarleik sem hvorki er flokkaður undir rokk né klassík. í spænska gítar- leiknum hafa til dæmis verið að gerast magnaðir hlutir sem menn hafa fyrir löngu geflst upp á að draga í dilka; flamengótón- list í bland við jass, klassík, rokk og afríska tónlist. Blæbrigði þessarar tónlistar, umfang og tjáningar- máttur eru slík að flest önmn- frumsamin tónlist, hefðbundin eða „experímental", bliknar við samanburðinn. Ég vil sérstaklega geta tónlist- ar sem spænski gítarleikarinn Ger- ardo Nunez er að flytja þessa dagana með aðstoð tónlistarmanna úr ýmsum' áttum. Meðal annars hefur hann feng- ið Skúla Sverrisson, bassaleikara ofan af íslandi, til að vera sér innan handar. Nu- nez er af „nýflamengóskólanum" svo- nefnda, hljómlistarmanna sem verið hafa að Fikta með djass- og rokktakta innan hefðbundinna flamengóramma. Ein- hverjir kannast sjálfsagt við Ketama, spænska bræðings hljómsveit sem átti stóran þátt í útbreiðslu nýfla- mengósins. Nema hvað Nu nez hefur aldrei farið langt frá flamengó; hann verður alltaf ofan á, þó svo djassinn sé notaður til að tengja saman laglínur eða heila kafla. Að því leyti má helst líkja honum við Paco de Lucía, sem er hinn eiginlegi guðfaðir margra íber- ískra flamengódjassara. Fingrafimi Þeir fara hins vegar ekki margir i skóna hans Nunezar, kollegar hans, þegar kemur að tæknilegu hliðinni. Hann er hreint ótrú- lega fingrafimur; keyrir áfram háttbundnar strófur flamengósins á ógnarhraða, án þess að sýnast og þar sem ftn- legri gripa er þörf, gælir hann við strengi af áfengri innlifun. Á nýrri geisla- . » plötu sem * ■ nefnist jLqp v Calima - hefur hann sér til halds og trausts amerískan bassaleik- ara, spænskan djasspíanista, armenskan ásláttarmann og tvo auka gítarleikara, sígauna og araba. Saman eru þeir félagar óviðjafn- anlegir, Ijóðræn- ir í hægu köfl- unum, djassaðir í þeim hrað- ari, en í heild sinni öðlast tón- list þeirra allt að því sinfónískt vægi. Það er líka ekkert slor að hlusta á þá músísera saman, gítarleikarana Pat Metheny, sem um margra ára skeið hefur spilað djass með rokkívafi og Jim Hall, djassleikara af gamla skólanum. Leikur Hall á sinn gamla góða djassgítar, en Metheny fiktar að auki við kassagítar og 42 strengja gítar. Þeir leika saman án að- stoðarmanna, ýmist á tónleikum eða í stúdíói, og taka þá bæði sígilda ópusa, t.d.All the things you are og Summertime, og láta kylfu ráða kasti. Það er í impróvíseruðu lögunum sem þeir rísa einna hæst; það er hrein unun að hlusta á þá slá neista hvorn af öðrum, henda á lofti lag- línur hvers annars, um- rita þær eða gæla létti- lega við þær, senda þær i svo aftur til upphafs- mannsins, hver með sínu sniði. Hreint eyma- konfekt; gerist tæpast betra á vettvangi gítar- leiksins. Gerardo Nunez - Calima, Alula Records, 1999 Söngleikur og kvikmynd um Comedian Harmonists Tónlist/Geisladiskar Jim Hall & Pat Metheny TelArc CD-83442 Aðalsteinn Ingólfsson Umboð á íslandi: 12 tónar viðkomandi. í Kafflleikhúsinu var þó ekki verið að lýsa tónlist heldur ljóðum og hefur Þorgeir Tryggvason leikstjóri farið þá leið að draga dár að þeim. Sævar Sigurgeirsson leik- ari er látinn vera tilgerðarlegur og trúðsleg- ur og er það að vissu leyti í anda Poulencs sjálfs, sem á tímabili var stöðugt að reyna að vera fyndinn í tónlist sinni. Gallinn við gamla brandara er þó að þeir eru einmitt gamlir og ekki fyndnir lengur og það sem Poulenc samdi í kring- um 1920 virkar nú á dögum eins og hver önnur fíflalæti. En leikgerðin hittir í mark ef áheyrandanum finnst hún fyndin og var greinilegt af hlátrasköllunum i salnum að margir skemmtu sér vel. Hvunndagsljóðin svonefndu frá 1940 voru besta atriði efnisskrárinnar, hvert öðru fallegra, enda Poulenc þá hættur að segja brandara og andinn kominn almenni- lega yfir hann. Ljóðin voru prýðilega flutt af þeim Þórunni Guðmundsdóttur og Kristni Emi Kristinssyni. Sævar Sigurgeirsson var líka sannfærandi i fáránleikanum og náði að kitla hláturtaugar margra leikhúsgesta. Annað var kannski ekki alveg eins gott og má kenna hljómburðinum í Kaffileikhúsinu þar um, velflest lögin voru flutt með undir- leik blásara og strengjahljóðfæra og áttu hljóðfæraleikaramir það til að yfirgnæfa söngkonuna, a.m.k. þar sem undirritaður sat. En alltént var maturinn góður - bara hann gerir sýninguna þess virði að sjá hana og heyra. Nú um daginn var verið að setja upp söng- leik á Broadway í New York sem nefnist Band in Berlin. Fjallar „sjóið“ um sönghóp- inn Comedian Harmonists, sem á þriðja og fjórða áratug aldarinnar naut ámóta vin- sælda á meginlandi Evrópu og Bitlarnir síð- ar meir. Og eins og margir vita var endir bundinn á feril hópsins árið 1935, þegar Hitler lét setja hann í bann sökum þess að þrír af sex meðlimum hans vom Gyöingar. Þar með var auðvitað ekki slegið á vinsældir Comedian Harmonists; upptökur þeirra héidu áfram að seljast víða um heim, meðal annars hér uppi á íslandi. Enn í dag eru Comedian Harmonists í uppáhaldi hjá rosknum íslend- ingum, eins og sannaðist þegar nýjar geisla- plötur með upptökum af söng þeirra félaga bárast versluninni 12 tónar fyrir skömmu, því þær seldust________ upp á nokkrum dögum. Eftir lýsing- um að dæma fremur óvenjulega að Broad- way-söng- leiknum staðið. Þar er blandað saman úr kvikmyndum, mynd- um af skyggnum, brúðum og svo „lifandi“ söng. Sönghópurinn Hudson Shad leikur og syngur hlutverk þeirra félaga í Comedian Harmonists og er þegar farinn að selja fjöld- an allan af geislaplötum út á frammistöðu sína. Þetta er hins vegar ekki eina tilraunin sem gerð hefur verið til að fjalla um feril Comedi- an Harmonists á sviði. Fyrir tveimur áram var hleypt af stokkunum söngleik um þá í Kalífomíu; Barry Manilow (!!!) samdi lögin sem sungin voru, en þessi uppfærsla varð ekki langlíf. Og nú hefur Miramax samsteyp- an, sem stóð að kvikmyndinni Shakespeare in Love, sent frá sér leikna mynd sem nefnist einfaldlega The Harmonists, en ef af líkum lætur verður hún sýnd hér á landi innan tíð- ar. Sigurður Árni til Feneyja Nú er ljóst að Sigurður Árni Sigurðsson, myndlistarmaður frá Akureyri, verður full- trúi íslands á Bíennalinum í Feneyjum, helstu samsýningu myndlistar- manna í Evrópu í dag. Kemur hann til með að sýna verk sín í Aalto-skál- anum svonefnda, sem íslendingar hafa haft til afnota imi margra ára skeið. Mun Auður Ólafsdóttir list- fræðingur fylgja sýningunni úr garði með sérstakri umfjöllun. Fram til þessa hefur Sigurður Árni verið langdvölum í Frakklandi, þar sem verk hans hafa verið sýnd með reglulegu millibili og hlotið góöar viðtökur. Til dæmis hefur Bemard Marcadé, einn þekktasti gagnrýn- andi og sýningarstjóri í Frakklandi í dag, gert sér sérstakt far um að kynna verk Sigurðar Árna þar í landi. Síðasta sýning Sigurðar Árna heima á ís- landi var haldin fyrir ári síðan í Gallerí Ing- ólfsstræti 8. Við þetta má bæta að listamað- urinn hannaði „lógó“ Menningarborgarinnar Reykjavíkur áriö 2000. Tónlist Francis Poulenc í leikhúsformi, Kaffileikhúsið, 27.mars Sýning sem ber nafhið Franskt kvöld - tón- list Francis Poulenc á leikhúsformi var frum- sýnd í Kafflleikhúsinu á laugardagskvöldið. Boðið var upp á franska máltíð og síðan fluttu Sævar Sigurgeirsson leikari og Þór- unn Guðmundsdóttir söng- kona lög eftir Poulenc við undirleik nokkurra hljóð- færaleikara, en tilefnið var aldar afmæli hins ástsæla franska tónskálds. Uppákoman átti að hefjast klukkan 20, en samt liðu fiöratiu minútin- og bar ekk- ert til tíðinda nema að gam- ir leikhúsgesta gauluðu æ háværar. Loksins kom þó maturinn, fyrst svonefnd fiskisúpa Miðjarðarhafsins og síðan klassískur franskur pottréttur, Boef Bour- guignon, og smakkaðist hvort tveggja prýðilega þó heldur væru skammtarnir rýrir fyrir svanga menn. Eft- irrétturinn var svo dísætt Kiwisorbet og eftir hann var komið að andlegum nautn- um og upplifunum í formi Úr uppfærslu tónlistar og leiks. Tónlistarflutningurinn var sérkennilegur. Á undan hverju lagi fór leikarinn með text- ann og lék hann með trúðslegum tilburðum, ___________________________ og fékk þá gjaman söngkonuna í lið með sér - sem var klædd eins - og 19. aldar vændiskona - og jafnvel einn og einn hljóð- færaleikara. Flutt vora ljóð eftir Apollinaire, Jacob og Cocteau og má segja að hvert ljóð hafi verið túlkað á tvo vegu, fyrst með leik og síðán með tónlist. Tónlist Jónas Sen Kaffileikhússins á tónlist Francis Poulenc. Gamlir brandarar Þetta er vandasamara en það hljómar því tónlist verður ekki lýst auðveldlega - sjálfur Victor Hugo sagði eitt sinn að tónlist væri um eitthvað sem ekki væri hægt að lýsa með orðum, en væri heldur ekki hægt að þaga yfir. Því hljóma hjákátlega allar dramatískar lýsingar á inntaki einhvers tónverks og verða aldrei annað en persónuleg skoðun Hótel Hekla í Ábo. Leiksýning Kaffileikhússins, Hótel Hekla, hefur hlotið góðar viðtökur í Ábo í Finnlandi þar sem verkið var flutt á sænsku. í Ábo Underráttelser, helsta dagblaði borgarinnar, er sagt að leikritið (sem kallað er „fjar- stæðukenndur gam- anleikm- með súrreal- ísku ívafi“) sé léttleik- andi og skemmtflegt, og dragi fram skop- legu hliðina á samskiptum fólks við þær sér- stöku aðstæður sem flugferðalög skapa, auk þess sem það sé sérstaklega kryddað sérís- lenskri sjálfsíróniu. Leikuranum, Þóreyju Sigþórsdóttur og Hinriki Ólafssyni, er hælt fyrir líflegt látbragð og hreyfingar, sem gera þeim kleift að yfirstíga þau vandamál sem hljótist af þvi að leika á öðra tungumáli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.