Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 40
a$vtnna rir kl 16 á jnorgun FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 ‘•‘ Lajla Beekman, 19 ára stúlka frá Breiðdalsvík, var kjörin fegurðardrottning Austurlands. DV-mynd Sigrún Mikil taugaspenna í fangelsinu á Litla-Hrauni um helgina: Kio í einangrun Til mikillar spennu og átaka kom um helgina í fangelsinu á Litla-Hrauni á Eyrarbakka þegar sló í brýnu á mflli íslenskra fanga og Bretans Kios Alexanders Briggs. Óvissa ríkir um það hvort Bretanum sé lengur vært á Hrauninu. Til álita kemur að færa hann í annað fangelsi. Kio var settur í einangrun með því að hann var fluttur í svokallaða c- álmu fangelsisins eftir róstur helgarinnar. Hann er nú eini fang- inn á þeirri deild. Ljóst er að undanfarna mánuði hefur Bretanum ítrekað verið ögrað á meðan hann hefur verið í gæsluvarðahaldi vegna e-töflu- málsins sem kom upp í byrjun september. íslenskir fangar virð- ast eiga í talsverðum erfiðleikmn með að umbera hann. Þannig — urðu t.a.m. átök á milli hans og eins ^ íslensks fanga fyrir JB jólin sem enduðu með því að tennur sjQef losnuðu í þeim síð- arnefnda. Kio sagði Lí2ÉÍI^C_l síðan í viðtali við Kio Alexand- ^ Það mál er Briggs. væri sróiö. Hann hlaut nýlega 7 ára dóm í héraði og bíður hann nú eft- ir niðurstöðu Hæstaréttar eftir að hafa áfrýjað málinu þangað. Samkvæmt upplýsingum DV var Bretinn í raun ekki færður í eincmgrun um helgina vegna eigin óláta heldur vegna framkomu annarra við hann. Róstumar inn- an fangelsisveggjanna virðast við- varandi þegar Bretinn er annars vegar. Þess vegna hefur verið rætt um til hvaða úrræða skuli grípa. Ekki er á vísan að róa með önnur fangelsi í landinu sé litið til lang- timavistunar, það er ef Hæstirétt- ur stafðfestir t.a.m. 7 ára fangels- isdóm yfír Bretanum. Hann lýsti því yfir í DV fyrir skömmu að hann ætlaði ekki að fara fram á að fá að afþlána refsingu sína ytra. Á hinn bóginn hefur hann ítrekað haldið fram sakleysi sínu i e-töflu- málinu. -Ótt Guðjón A. til Frjálslynda flokksins: Löggjöfin eins og snjóflóö Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands og varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, skipar efsta sætið á lista Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjör- dæmi fyrir alþingiskosningamar í vor. „Ég vil láta reyna á það hvort ekki sé enn fullur skilningur á því að það þurfí að tryggja rétt sjávarbyggða við útfærslu á fiskveiðilöggjöfmni og það sé ekki hægt að una við það til fram- tíðar að löggjöfm sé útfærð nánast eins og snjóflóð, að byggðirnar séu í algjöru uppnámi þegar verður ósætti eða tap inni í fyrirtæki og kvótinn bara seldur í burtu,“ sagði Guðjón í samtali við DV í morgun. Hann sagði að allur kvóti og veiðiheimildir stefndu í að verða seljanleg vara fyrir árið 2000 og fyrir fólk í landi væri ekki hægt að búa við slíkt. Ég vil láta á það reyna hvort fólk vill sýna vilja sinn í kosn- ingum. Éf fólk er ekki tilbúið til þess, þá þýðir ekkert að berj- ast á móti þessu braski lengur. Þá verður það endanlega komið til að vera,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. -SÁ Frjálslyndi flokkurinn: Sverrir efstur í Reykjavík Gengið hefur verið frá framboðs- listum Frjálslynda flokksins í kjör- dæmum landsins að Norðurlandi eystra og Suður- landi undanteknu. í Reykjavík verður Sverrir Hermannsson, for- maður og stofn- andi flokksins, í efsta sæti, á Vest- urlandi Sigurður R. Þórðarson matvælafræðingur, á Norðurlandi vestra Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri á Hvamms- tanga, á Austurlandi Sigurður W. Stefánsson, bóndi í Vopnafirði. Eins og áður hefur verið sagt frá verður Valdimar H. Jóhannesson í efsta sæti í Reykjanesi og Guðjón A. Kristjánsson á Vestfjörðum. -SÁ Guðjón A. Kristjánsson. Mjólkursamlag KEA: Mjólkurfræð- ingar mættu Egilsstaöir: Lajla kjörin ungfrú Austurland Fegurðardrottning Austurlands var kjörin í Valaskjálf á Egilsstöð- um um helgina. Lajla Beekman frá Breiðdalsvík, 19 ára, varð þar hlut- skörpust. Hún fékk einnig titilinn Knickerboxstúlka kvöldsins. Ljós- myndafyrirsæta Austurlands var kjörin Jóhanna Katrín Guðnadóttir, 19 ára, frá Neskaupstað. Þessar tvær stúlkur öðlast rétt til að keppa um titilinn ungfrú ísland í vor. Vinsælasta stúlkan, sem stúlk- urnar velja sjálfar, var Ingibjörg Helga Þórhallsdóttir. Umgjörð keppninnar var hin glæsilegasta. Skemmtiatriði var tískusýning og lifandi tónlist. Skreytingu í salnum annaðist Guð- rún Sigurðardóttir og kynnir var Ágúst Ólafsson. Húsfyllir var í Vala- skjálf. -Sigrún B. DV, Akureyri: Mjólkurfræðingar hjá Mjólkursam- lagi KEA á Akureyri, sem lögðu niður vinnu í gær til að þrýsta á um kjara- bætur, voru mættir til vinnu i morg- un. Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri KEA, sagði í morg- un að samningar væru í gOdi við mjólkurfræðinga, engir kjarasamn- ingar í gangi og viðræður ekki fyrir- hugaðar. Hann sagði að engir eftir- málar yrðu af hálfu kaupfélagsins vegna aðgerðanna í gær. -gk Veðrið á morgun: Léttskýjað um mest- allt land Norðlæg átt, kaldi allra austast en annars gola og léttskýjað um mestallt land. Frost yfirleitt á bil- inu 0-8 stig, kaldast inn til lands- ins en mildast allra syðst. Veðriö í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 ny véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar i 4 línur Aðeins kr. 10.925 1 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport r i Sanpellegrino sokkabuxur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.