Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Síða 10
í þjónustu texta og tónlistar Graham Johnson. í kvöld heldur Finnur Bjamason barítonsöngvari tónleika í Salnum í Kópavogi, sem er út af fyrir sig ærið tilhlökkunarefni. En ekki er siður aufusugestur und- irleikari hans, breski píanóleikar- inn Graham John- son, virtasti lista- maður á sínu sviði í heiminum í dag. Johnson er ekki einasta kunnur fyrir tónleikahald með helstu söngv- urum vorra tíma heldur er hann maðurinn á bak við heildarútgáfur á sönglögum helstu tónskálda. I áratug hefur hann unnið að því á vegum hyperion-útgáfunn- ar að gefa út öll sönglög Schuberts á 36 geislaplötum með liðsinni frá- bærra söngvara. Sjálfúr velur hann söngvarana og annast undirleik- inn, auk þess sem hann ritar lærðar ritgerðir um sér- hvert lag. Hefur þessi Schubert-út- gáfa unnið til verð- launa viða um lönd. Viðmælandi byrjaði á að spyrja Johnson um tildrög þessara tónleika þeirra Finns. “Þaö var alfarió hugmynd Finns aöfá mig til landsins og hann setti mig inn í íslensku tónlistina sem hann hafói áhuga á aó flytja. Ég var ekki alveg óupplýstur um íslenska söngtónlist því fyrir œvalöngu lék ég undir hjá Sigríöi Ellu Magnúsdóttur á plötu sem gefin var út og er sjálfsagt gleymd og týnd." Hvemig metur hann þá íslensku söngtón- list sem hann hefur heyrt? “Mér hugnast margt af því sem ég hef heyrt og gœti vel trúaó því aó þaö mundi gera sig úti í heimi, svofremi sem fólk vœri tilbúiö til þess aö syngja lög á íslensku og hlusta á is- lensku sungna. Þaó er af sem áöur var þegar menn sungu þýdda söngtexta; nú er almennt viöurkennt aö frumtextinn sé forsenda söng- túlkunar. Jú, mörg íslensku laganna eru mjög falleg áheyrnar og haganlega geró. Sjálfur nýt ég þess mest aö hlusta á texta Jónasar Hallgrímssonar, þaö gerir skyldleiki hans viö Heine. En ef ég œtti aó finna íslensk- um sönglögum staö innan söngbókmennt- anna mundi ég segja aö í þeim mœttust Grieg og íslensk þjóölagahefö." Norrænar raddir og lunderni Talið barst að kynnum Johnsons af nor- rænum söngvurum. Telur hann að „norræn- ar“ raddir séu frábragðnar „suðrænum"? “Ég held aö munurinn liggi ekki í röddun- um heldur lunderni. Taktu Birgit Nilsson, sem í augum margra er eins konar merkisberi hinnar „norrœnu raddar", og svo Anne Sophe von Otter, sem er aö vísu messósópran, en raddirnar eru gjörólíkar. Þœr eiga hins veg- ar sameiginlega vandvirknina, djúphyglina og auömýktina gagnvart bœöi texta og tónlist, þá sannfæringu aö þœr séu í þjónustu texta og tónlistar en ekki öfugt, sem mér finnst vera einkenni á norrœnum söngvurum og aó vissu marki á breskum söngvurum líka. “ Finnur Bjamason sótti fyrst námskeið hjá Johnson árið 1996 og kom eftir það fram á tónleikum með honum í Englandi og Þýska- landi. “Mér fannst strax mikiö til um viöhorf Finns til tónlistar. Hann nálgaöist hana af einlœgni og djúpstœöum skilningi. Hann var snemma nœmur fyrir Schubert, náöi góöu valdi bœði á þýsku og ensku og er nú aö ná góöum tökum á frönsku. Hann er meö Ijóm- andi bjarta - og raunar stighœkkandi - bar- ítonrödd, miklar eölisgáfur og ekki síst ákaf- lega fallega framkomu sem ekki sakar í þess- um bransa. Eins og stendur ber hann sig ná- kvœmlega rétt aö; sekkur sér niður í þýska og franska söngtónlist, sem er undirstaóa Ijóöa- söngsins, en gleymir ekki aó rœkta sína eigin arfleifö, íslensku sönglögin." Syngja sér til óbóta Fáir tónlistarmenn búa yfir eins víðtækri þekkingu á söngbókmenntunum og túlkend- um þeirra og Johnson. Eigum við fleiri úr- valssöngvara í dag en fyrir 20-30 áram? "Söngvarar standa frammi fyrir annars konar aöstœöum í dag en áöur fyrr. Menn eiga í fleiri hús aö venda hvaö söngtexta varö- ar; hafa til dœmis aögang að slavneskri söng- tónlist sem þeir höföu ekki fyrrum. Þaö eru fleiri tœkifœri fyrir söngvara, þaó held ég að sé óumdeilt. Hins vegar er meira álag á þeim. Umboösmenn og útgáfufyrirtœki ná tangar- haldi á þeim ungum og láta þá syngja sér til óbóta. Á sama tíma eru sumir „seinþroska" söngvarar afskrifaöir áöur en þeir ná fullum þroska. Annars er ég sjálfur laus vió alla hetjudýrkun þegar söngvarar eru annars veg- ar. Ég lít á okkur undirleikarana og söngvar- ana sem auömjúka þjóna tónskáldanna. Þau eru mínar hetjur. “ Tónleikar þeirra Finns Bjamasonar og Grahams Johnsons í Salnum hefjast kl. 20.30 í kvöld en „masterclass" Johnsons kl. 10 í fyrramálið á sama stað. Hingaðkoma John- sons og tónleikar þeirra félaga eru liður í „Tíbrá“, tónleikaröð Kópavogsbæjar, sem styrkt er af Sjóvá-Almennum. -AI í tilefni af Degi bókarinnar Agnarlítil yngismær kemur kjagandi til ömmu sinnar með bók í eftirdragi, einbeitt á svip og í augljósum erindagjörðum: að láta lesa fyrir sig. Amman kemur þessum nýbakaða bóka- ormi fyrir í kjöltu sinni og hefur lesturinn. Lesefnið sem sú stutta hefur valið er af ein- faldari gerðinni, þetta er þykkblaðabók með fallegum myndum og innihaldið við hæfi byrjenda. Það era kýr sem baula og kettir sem mjálma, rýtandi svin og geltandi hundar og svo framvegis. Hlustandinn hefur heyrt þetta allt áður og tekur hraustlega undir með lesaranum - nema hvað mjálmið er svo- lítið væmið, en það er af væntumþykju, kett- ir era í uppáhaldi. Þessar lestrarstundir halda áfram og smám saman þyngist lesefn- ið. Söguhetjumar yfirleitt af ætt Adams og Evu og eiga við ýmis mannleg vandamál að stríða: ein er að venja sig af snuðinu, en „fellur" þegar hún sér litla bróður sinn með snuð og stelur því út úr honum sofandi. Önnur týnir mömmu sinni í stórri verslun og fer að gráta. Þetta era hádramatískar bókmenntir, enda tekur hlustandinn þátt í angist söguhetjanna af djúpum skilningi og samlíðan sem hún tjáir að mestu án orða, með látbragði og ýmsum tilfinningaþrangnum hljóð- um. Eftir nokkra lestra dofnar áhuginn á sögunni sem slíkri, en hápunktarnir hafa enn áhrif, og eru jafn- vel túlkaðir áður en að þeim kemur í bókinni. Þol- inmæðin ekki sterkasta hlið þessa hlustanda. Bók er best vina Með hverjum degi sem líður fjölgar orðunmn í forðabúri þessa sístritandi mannsheila. Hver dagur kveikir nýtt ljós. Allt er nýtt og allt heitir eitthvað. Bók er til dæmis bók og skipar fast- an sess í tilveranni. Amman lætur sig dreyma um að ekkert geti nokkru sinni hnikað henni úr þeim sessi. Að margra áliti er það þó engan veginn sjáifgefið - var ekki ein- hvemtíma sagt að næst á eftir orðunum pabbi og mamma lærðu nútímaböm að segja „bólabaka" (spóla til baka) - væra semsagt orðin vídeósjúklingar ómálga, og áður en þau lærðu á viökomandi takka á tækinu? Og síðan þetta var sagt hafa margir vá- gestir bæst við, alltaf fjölgar tækjunum og leikjunum. En bókin blífur. Hún blífúr einfaldlega vegna þess að ekkert getur komið í staðinn fyrir þetta sem gerist þegar maður opnar góða bók og gefst henni á vald. Þetta sem gerir okkur öll að skapandi einstaklingum. Til lengdar er nefnilega ekki gaman að láta mata sig á formúlum og klisjum. Maðurinn lifir ekki á frauði einu saman. Tíminn hendist áfram og börn stækka ótrúlega hratt og einn góðan veðurdag era þau orðin að ung- lingum og hætt að lesa. Opna kannski ekki bók í nokkur ár. Þessi amma sem ég minnt- ist á hér að framan er náttúrlega lífsreynd kona og hefur sjálf verið bæði bam og ung- lingur, auk þess sem hún hefur komið af- kvæmum sínum á legg. Hún veit að bókleysi unglingsáranna þarf ekki að þýða aö stríðið sé tapað og bömin glötuð. Mörg þeima byrja aftur að lesa. Þvi oftau- og meira sem lesið hefur verið fyrir þau í frambemsku, því lík- legra er að bókin verði þeim nauðsyn og gleðigjafi á fúllorðinsáranum. Bók er best vina, segir amman, og þau orð held ég að öOum sé hoUt að íhuga á Degi bók- arinnar. Bókmenntir Ingibjörg Haraldsdóttir Inglbjörg Haraldsdóttir, rithöfundur. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 UV Bók, doðrantur, handrit, kver í dag er að sjáifsögðu hápunkt- ur bókavikunnar, sjálfur al- þjóðadagur bókarinnar, og um leið 97 ára afmæli HaUdórs Lax- ness. í Bókasafni Kópavogs verða hljóðbækur kynntai- tU kl. 21 í kvöld og leikiö af þeim valið efni. Kl. 14 endurtekur Þjóð- minjasafn íslands dagskrá sem nefnist Sum- arkveöja i Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar flytja leikarar og tónlistarmenn efni sem tengist sumarkomunni. Kl. 14 verður bók aldarinnar kynnt í Ráðstefnusal Þjóðar- bókhlöðunnar, en sjálfsagt eru margir orðnir langeygir eftir þeim úrslitum. í kjölfarið mun Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur leggja út af bók- menntasmekk þjóðarinnar. Veggspjaldi með nöfnum „bestu bóka“ verð- ur síðan komið fyrir í bókasöfnum og bóka- verslunum. Að því loknu, eða kl. 15, hefst önnur samkoma í Ráðstefnusal Þjóðarbókhlöðu, en þar fundar Hagþenkir -félag höfunda frœöi- rita og kennslugagna um það hvort við höfum fengið þær oröabækuV sem þörf er á. Átta framsögumenn leita svara og veita upplýsingar um hvað er á döfinni i út- gáfu orðabóka og netbirtingu orðasafna. Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og þýð- andi, Ágúst H. Bjamason, fræðibókahöfund- ur og handbókaritstjóri, og Bernard Scudd- er þýðandi ræða um það gagn sem þýðend- ur hafa af orðabókum. Jón Hilmar Jónsson, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, ræöir um orðabókarlýsingu þar sem hugtök og merkingarvensl ráða framsetningu og efnis- skipan. Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Náms- flokka Reykjavíkur, ræðir orðasöfn og að- stoð við þá sem eru á leið iim I íslenskt mál- samfélag. Ásta Svavarsdóttir orðabókarrit- stjóri greinir frá netbirtingu á efni frá Orða- bók Háskólans, Dóra Hafsteinsdóttir, rit- stjóri orðabanka íslenskrar málstöðvar, greinir frá orðabankanum og fleiri orða- söfnum á Netinu. Loks ræðir Mörður Áma- son, orðabókarritstjóri hjá Máli og menn- ingu, um markmið með endurskoðun ís- lenskrar orðabókar og stöðu verksins. Stutt umræða verður á eftir hverri fram- sögu. Ráðstefnustjóri verður Árni Hjartar- son jarðfræðingur. Kl. 16 hefst síðan dagskrá sem nefnist Ljóöinu hampaö á Borg- arbókasafni, aðalsafni, en þar munu lesa upp ljóðskáldin Einar Ólafsson, Bragi Ólafsson, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Andri Snær Magnason. Á sama tíma, eða frá kl. 16, eru félagar i Kvæöamannafélaginu að kveða vísur fyrir gesti og gangandi í Sólheimasafninu að Sól- heimum 27 og þátttakendur í ljóöasam- keppni almenningsbókasafna og Máls og menningar lesa ljóð. í kvöld kl. 20.30 eiga sér síðan stað tveir markverðir bókavið- burðir. Rithöfundasamband ÍS- lands stendur fyrir dagskrá í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þar sem ungir höfundar munu lesa úr nýjum og væntanlegum verkum,' auk þess sem þeir lesa einnig kafla úr verk- um eftir uppáhaldshöfunda sína. Fram koma Andri Snær Magnason, Auður Jóns- dóttir, Davíð Stefánsson og Sigurborg Þrast- ardóttir. Klukkan 20.30 fer einnig fram á Súfistan- um, Laugavegi 18, kynning á Dagbók tslend- inga, úrvali dagbóka sem um sex þúsund ís- lendingar héldu 15. október í fyrra, svoköll- uðum degi dagbókarinnar, að áskoran þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins. Dagbókar- ritarar era á aldrinum 6 til 94 ára, búsettir um allt land og nokkrir erlendis. Efni úr hátt á annað hundrað dagbókum var valið til birtingar í sérstakri bók. Síðar verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni á broti af þeim eldri dagbókum sem bárast Þjóðminja- safninu á þessum degi. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.