Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Page 16
16 ' íenmng MANUDAGUR 26. APRIL 1999 Huglægt rými Nú stendur yfir sýning Kristínar Arn- grímsdóttur í Gallerí Sævars Karls, en hún sýnir þar málverk og skissubók. í bæklingi sem fylgir sýningunni kemur fram að hún sé að kanna rými myndverksins og textans og samband þessara tveggja þátta. „Rými“ er flókið fyrirbæri, en þar sem Kristín vinnur einungis með tvivíðan mynd- flöt er væntan- lega ekki um að ræða hið þrívíða rými sem við sjálf hrærumst í. Bakgrunnur myndanna er einfaldur, sjón- deildarhring er t.d. aðeins að finna í einu af málverkunum, svo ljóst er að hún er ekki heldur að kanna sýndarrými fjar- víddarteikning- arinnar sem menn hafa notað í aldaraðir til að fá þrívíddartil- flnningu í tvivíð- an flöt. Líkam- lega rýmið hlýt- ur því að felast í plássinu um- hverfis og á milli persónanna (sem er all- nokkuð) og dýpt litarins í bakgrunninum. Letur hefur form og að því leyti gilda lög- mál hins sjónræna um það. Hins vegar er ljóst að Kristín er fremur að velta fyrir sér með hvaða hætti Lifandi skissur Vísanir þrengja á hinn bóginn textann og um leið merkingu myndarinnar. Þegar text- inn vísar ákveðið til efnis sem er óskylt myndefninu myndast spenna milli texta og alla vega fengist eitthvað við myndskreyting- ar. Myndirnar hennar eru þokkafullar enda er hún flinkur og léttur teiknari. Skissubók- in þykir mér skemmtilegust, skissur hafa til- hneigingu til að vera meira lifandi en út- færslan. Hitt veit ég hins vegar ekki hversu Kristín Arngrímsdóttir, af sýningu hennar í Galierí Sævars Karls. myndar, en merking myndarinnar tak- markast mest þegar áhorfandinn getur bund- ið myndefnið við það sem vísað er til. Þannig geta titlar t.d. rýrt huglægt rými verka. Dæmi um þetta er mynd Kristínar af hár- prúðu konunni og textinn um bog- manninn sem vant- aði lokkinn í streng- inn en var synjað. Myndskreyting kall- ar á nánari tengsl innihalds texta og innihald texta hafi áhrif á hið huglæga rými myndar. Flest höfum við næga ------------- þekkingu til þess a.m.k. að sjá hvort ________ perspektíf teikning gengur upp eða ekki. Huglægt rými er hins vegar afstætt fyrirbæri sem við upplifum hvert á okkar hátt. Mynd og texti hafa örugglega áhrif hvort á annað, en eftir því sem tengslin verða óljós- ari verður merkingin flóknari. Um leið eykst huglæga rýmið, þ.e. frelsi áhorfandans til að túlka og skilja. Myndlist Áslaug Thorlacius myndar á meðan innri spenna og margræð merking geta aukið listrænt gildi verks. Það þýðir þó hvorki að myndskreyting geti ekki haft listrænt gildi né að það sé ávísun á gæöi að texti og mynd séu algerleg ótengd. Hér gildir engin formúla. Þetta er áhugaverð pæling og sjálfsagt nokkuð nærtæk listakonunni því hún hefur DV-mynd E.ÓI. langt hún hugsar sér að ganga með pælingar sínar, hvort hún er um leið að kanna per- sónulegt rými listamannsins í samfélagi myndlistarmanna, en myndirnar hennar eru svo sláandi líkar myndum Helga Þorgils Friðjónssonar að það veldur áhorfandanum beinlínis óþægindum. Hvort þeirra varð „fyrra“ til að skapa þennan myndheim hef ég ekki hugmynd um og auðvitað eru myndir þeirra ekki ná- kvæmlega eins, en Helgi er listamaður með sérstakan stíl sem hefur verið áberandi um árabil á meðan ekki hefur farið jafnmikið fyrir Kristínu. Samanburðurinn verður henni því seint í hag. Ég er þess fullviss að hún hefði getað gert margfalt áhugaverðari sýningu með þessum sömu myndum ef hún hefði fundið sér ögn persónulegri stíl. Perlur Finns og Grahams Finnur Bjarnason baríton hefur verið iðinn við tónleika- hald að undanfömu og rödd hans farinn að láta kunnuglega í eymm. Á föstudags- kvöldið hélt hann ljóðatónleika í Saln- um ásamt píanistan- um Graham John- son. Finnur hefur greinilega gert vel að þeirri rödd sem honum hefur verið gefin og hljómuðu nokkrar perlur Schuberts, sem tón- ieikarnir hófust á, hver annarri betri og yndislegri. Hæst bar þó Der Jungling und der Tod, Im Friihling, sem hreint og beint glitr- aði í meðförum þeirra, og Der Ungluckliche sem var sérlega smekk- lega gert. Graham Johnson er frábær undirleikari sem greini- lega kann sitt fag. Var verulega gaman að fylgjast með honum gefa sinn persónulega lit á verkin og laða fram það besta úr söngvar- anum. Sterkt samband var á milli þeirra, sem kom skýrt fram í heilsteyptri túlkun þeirra á lögum Schuberts og ekki síður í lög- unum eftir Hugo Wolf við texta Eduards Mörike. Stundum örlaði þó.örlítið á ýktum sam- Graham Johnson og Finnur Bjarnason. DV-mynd Hari Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir hljóðaendingum og svolitlu kraftleysi á neðra raddsviði, t.d. í Der Kreuzzug, en það kom ekki að sök. In der Fruhe var kyrrlátt og fallegt og Fufireise glaðlegt og hresst og Auf ein altes Bild var einkar fallegt i meðforum þeirra. Leikur Johnsons var sérlega eftirtektarverður í Begenung og Abschied sem var nokkuð spaugilegt í hönd um þeirra. Innsæi og tilfinningar Eftir hlé var komið að ljóðaflokki afmælis- barns ársins, Francis Poulencs, Tel jour, telle nuit, sem hann samdi á árunum 1936-37. Textaframburður Finns var í lögum Schuberts og Wolf til mikillar fyrirmyndar, skýr og góður, og svo var einnig í þessum skemmtilega ljóðaflokki. Súrrealískum ljóðúm Paul Elouards var vel komið til skila, svo ekki sé talað um mús- íkina sem hann túlkaði af miklu innsæi og mikilii tilfmningu, þannig að maður hreint og beint gleymdi stað og stund. Sérstaklega var Une herbe pauvre áheyrilegt og vel flutt, mikil og glæsileg tilþrif í Figure de force bru- lante et farouche og Nous avons fait la nuit var einnig einkar fallegt. Fyrir mína parta verð ég að segja að mér fannst íslensku lögin ekki beint passa inn í þessa efnisskrá, þó öll hefðu þau verið ákaf- lega vel flutt og ágætis skemmtun. Þau voru: Gígjan eftir Sigfús Einarsson, Kvöldsöngur eftir Markús Kristjánsson, Sáuó þiö hana systur mína eftir Emil Thoroddsen, Vísan sem skrifuö var á visiö rósblaö eftir Árna B. Gíslason og Síóasti dansinn eftir Karl Ó. Runólfsson (sem mætti hvíla örlítið). En skemmtunin var ekki síst falin í því að sjá og heyra píanistann fara liprum fingrum í gegnum gamla kunningja í tónlistinni og Finn glansa í því samstarfi - þannig að í Samantekt um hjátrú Það var vel til fundið af Vöku-Helgafelii að gefa út uppsláttarbók (kerlingabók?) um hjátrú okkar íslendinga en sennilega eru fáar þjóðir eins ofur- seldar þeirri trú, samanber umræð- ur um álfasteina og álagabletti sem blossa upp með reglulegu miilibili. Símon Jón Jó- hannsson (á mynd) tók saman bókina, sem sett er saman í stafrófsröð eftir um það bii fjögur hundruð stikkorðum. Umsjónarmaður fletti bókinni af handahófi og rakst þá á eftirfarandi samantekt um gamla hjátrú sem tengist börnum: „Börn hætta að vaxa séu klipptar á þeim neglur eða hár fyrsta árið, / sé þeim hleypt út um glugga og ekki tekin inn um hann aftur, / sé snældu snú- ið niður í höfuð þeirra,/ klippi þau mat sinn með skærum,/ sé þeim gefm endasneið með smjöri að borða,/ séu þau dregin í gegnum vefstól,/ borði þau krít,/ borði þau kertavax." Hjátrúin er býsna fljót að hreiðra um sig, samanber það orð sem fór af örbylgjuofnum þegar þeir komu fyrst á markað. „Trúöu margir því að þeir yrðu blindir af því að horfa á glerið á ofhinum. Svo er lika sagt að séu örbylgjuofnar hafðir í mittishæð verði heimilis- menn náttúrulausir". Bókin er hafsjór af dásam- legum fróðleik af þessu tagi. Hringrás bókanna Viku bókarinnar lýkur í dag með Bókahringrásinni sem fer fram bæði í Bókvali á Akureyri og Bókabúðum Máis og menningar að Laugavegi 18 og Síðumúla 7-9. Þar verður tekið á móti notuðum bókum og þær síðan seldar í kilóa- vís til styrktar góðu málefni. Maturinn hennar mömmu, sýningu Bústaða- safns á matreiðslubókum og mataruppskriftum, lýkur einnig í dag. Að lokum skulu þeir sem fengið hafa bókina Þrisvar þrjár sögur minntir á að para saman sög- urnar í bókinni og höfunda þeirra. Nöfn þeirra sem gera það réttilega verða sett í verðlaunapott þar sem vinningurinn er flugfarseðlar fyrir tvo tii Parísar í boði Flugleiða. Getraunaseðlana þarf að senda inn fyrir 15. maí. dísa skvísa Á Sumargleði bama og bóka, íslandsdeildar IBBY, sem haldin var í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta vom veittar árlegar viðurkenn- ingar' félagsins fyrir menning- arstarf í þágu bama og ung- linga. Komu þessar viðurkenn- ingar í hlut þeirra Guðrúnar Helgadóttur, Helgu Amalds og Aðaisteins Ásbergs Sig- urðssonar og Önnu Pálinu Ámadóttur. Og er þeim hér með ámað heilla. Þá var og kynnt nýtt veggspjald sem félagið gef- ur út í tilefni dagsins. Á því em bemskuljóð átta þekktra íslenskra ljóðskálda og myndir af höf- undunum ungum. Og þá er spurt: Hvaða skáld- kona orti eftirfarandi ljóð sex ára gömul: „Ég sé skí/hoppí því/lóan singur dirrindý/út um borg og bi/Ásta kallar dí dí di/af því að ég er köliuð dísa/hún er skvísa." (Skáldkonan sem sést á meöfylgjandi mynd heitir Vigdís Grímsdóttir) Ritgerðasamkeppni um íslenska menn- ingu Tímarit Máls og menningar fagnai’ sextugsafmæli sinu i ár og efnir af því tilefni til rit- gerðasamkeppni þar sem efoið er „íslensk merming í aldarlok“. Lengd ritgerðanna skai vera sem næst 10 bls. í venjulegu ,-tölvuútprenti. Skilafrestur er til 1. september og verða úrslit kynnt mánuði síðar. Höfundar em beðnir að senda ritsmíðar sinar til TMM undir dulnefni og skal nafn höfundar fylgja í lokuðu um- slagi. Verða þrjár bestu greinarnar birtar í tíma- ritinu fyrir árslok. Vegleg bókaverðlaun verða veitt fyrir þessar greinar, auk þess sem höfundur þeirrar bestu hlýtur peningaverðlaun að upphæð 50.000 krónur. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.