Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999 Fréttir sandkorn Heildarherkostnaöur flokkanna áætlaður 140-160 milljónir króna: Allt lagt undir Kosningabaráttan 1999 - áætlaður herkostnaður flokkanna (tölur í milljónum kr.) 45-50 40-45 35-40 20-25 U Y Aörir Samfylkingin Framsóknar- flokkurinn Sjáfstæðis- flokkurinn Gera má ráð fyrir því að kosninga- baráttan hafi fram að þessu kostað Samfylkinguna um 20 milljónir króna. Samkvæmt heimildum DV áætla þeir sem standa að baki kosningabaráttu Samfylkingar að kosningareikningur- inn muni verða um 45 milljónir króna. En miðað við umsvifin nú er búist við því að keyrt verði talsvert fram úr þessari innanhússáætlun og lokatalan verði nær 50 milljónum króna. Þessi áætlaða tala fæst með því að telja saman auglýsingar Samfylk- ingarinnar í dagblöðunum og ljós- vakamiðlunum það sem af er kosn- ingabaráttunni og meta til verðs önn- ur umsvif baráttunnar frá því fyrir páska til þessa dags. Samkvæmt lauslegri athugun DV hafa auglýsingar Samfylkingarinnar í dagblöðum kostað frá því um páskana um 3 milljónir króna, sjónvarps- og útvarpsauglýsingar um 5 milljónir, ráðgjöf og hönnun auglýsinga um 4 milljónir og annar beinn kostnaður, t.d. vegna prentunar og útgáfu bæk- linga og plakata, rekstur kosninga- skrifstofa, kosningaskemmtanir, um- hverfisauglýsingar, heimasíðugerð o.s.frv. kostað um 8 milljónir. Saman- lagt er þetta um 20 milljónir. DV bar Fréttaljós: Stefán Ásgrímsson þessar tölur undir menn sem þekkja vel til kosninga- og kynningarstarfs og starfa við kosningabaráttu. Kalt mat þessara fagmanna er að ofan- nefndar áætlaðar kostnaðartölur séu mjög nærri lagi. Það er einnig kalt mat þessara sömu fagmanna að kosn- ingabaráttan í heild muni kosta á bil- inu 125-175 milljónir króna að virðis- aukaskatti meðtöldum. 270 manns á dag Hinn mikli kostnaður sem þegar hefur verið útlagður, hefur ekki skil- að sér tO baka til Samfylkingarinnar í auknu fylgi, ef marka má nýjustu kannanir. Frá því þegar fylgi hennar var mest, eða í kringum 36%, sam- kvæmt könnun DV í febrúar, hefur fylgið fallið í 24% í DV-könnun i síð- ustu viku og í könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem Morgunblaðið birti, var fylgið 26,4%. Þegar rýnt er í skoð- anakannanir frá því að auglýsinga- herferð Samfylkingarinnar hófst, sést að Samfylkingin hefur verið að tapa um 270 stuðningsmönnum á hverjum degi frá því að febrúarkönnun DV birtist og þar til könnunin birtist í síðustu viku. Þar til í byijun þessarar viku hefur Samfylkingin auglýst mest af stóru flokkunum þremur og átt flestar heil- síðuauglýsingar í dagblöðum. Fram- sóknarflokkurinn kemur fast á hæla Samfylkingarinnar, en hefur síðustu daga verið að sækja mjög í sig veðrið, sérstaklega í birtingu sjónvarpsaug- lýsinga. í dag er því mjög líklegt að Framsóknarflokkurinn sé ört að nálg- ast Samfylkinguna hvað varðar kynn- ingarkostnað og annan herkostnað í kosningabaráttunni. Hæverskur Sjálfstæðisflokkur Samkvæmt reynslunni má gera ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn herði sig í auglýsingunum á loka- sprettinum - en hann hefur farið hægt af stað, mun hægar en Samfylk- ing og Framsóknarflokkur. í ljósi þess hins vegar hve vel flokkurinn kemur út í skoðanakönnunum er óvíst að þeir menn sem stjórna kosningabar- áttunni á landsvísu úr höfuðstöðvun- um í Valhöll sjái stóra ástæðu til að slá í klárinn og eyða stórfé í auglýs- ingar og kynningarstarf í síðustu vik- unni fyrir kosningar. Þannig verði Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokk- urinn, jafnvel ekki með hæsta auglýs- ingareikninginn að loknum kosning- unum, heldur þeir flokkar sem mest eiga á brattann að sækja með að halda fylgi sínu; Samfylking og Framsókn- arflokkur. Auglýsingar Sjálfstæðiflokksins hafa verið með rólegu yflrbragði og heilsíðuauglýsingar flokksins í dag- blöðum, sjónvarps- og útvarpsauglýs- ingar og önnur kosningaumsvif hans og einstakra samtaka innan hans og kjördæmafélaga hafa veriö minni en hjá Samfylkingu og Framsóknarflokki fram að þessu. Þegar gengið er eftir því hjá þessum þremur flokkum hversu miklu fé þeir áætli að verja til kosningabaráttunnar þá eru menn ekki mikið fyrir að gefa upp tölur. Samkvæmt heimildum blaðsins má gera ráð fyrir þvi að lokatölurnar hjá Samfylkingunni verði 50 milljónir króna og að þar verði keyrt fimm milljónir eða jafnvel meira fram úr áðurnefndri 40 milljóna króna áætlun sem gerð hefur verið en fer dult. Framsóknarflokkurinn eyðir trúlega um 40-50 milljónum króna, en í Ijósi þess lygna sjávar sem Sjálfstæðis- flokkurinn virðist sigla inn í kosning- amar er líklegt að kosningareikning- ur ílokksins verði ekki hærri en 30-40 milljónir. Sparað eftir megni Steinþór Heiðarsson, framkvæmda- stjóri Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði við DV að flokkurinn reiknaði með að nota fimm milljónir í kosningabaráttuna og áætlaði að fara alls ekki yfir 10 milljóna markið í heildarkostnaði yfir allt landið. Hjá Frjálslynda flokknum gera menn ráð fyrir því að eyða ekki meiru en fimm milljónum. Aðrir flokkar sem bjóða fram eru Kristilegi lýðræðisflokkur- inn, Húmanistallokkurinn og Anar- kistar og gera má ráð fyrir því að kostnaður þeirra samanlagt verði 4-8 milljónir. Samkvæmt þessum gróft áætluðu tölum má gera ráð fyrir því að heildarkostnaður þeirra flokka sem bjóða fram í vor losi 130 milljón- ir. Miðað við hvað búið er að eyða þegar og að lokavika kosningabarátt- unnar er framundan gæti heildar- reikningurinn hækkað verulega, ef baráttan harðnar frá því sem nú er. Þetta gæti sveiflast á hvom veginn sem er, þannig að lokatalan verður líklega á bilinu 125-175 milljónir. Gallup á íslandi hefur fylgst með auglýsingum framboðanna fyrir kosn- ingarnar og skráir jafnharðan inn í tölvuforrit birtingar auglýsinga flokk- anna í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Skráður er fjöldi dálksentimetra og tímalengd auglýsinga í ljósvakafjöl- miðlum og keyrt saman við verð á dálksentimetrum og sekúndum. Þannig fæst nákvæmt yfirlit yfir út- lagðan kostnað flokkanna. Starfsmað- ur Gallup sem annast þetta verk sagði við DV að ekki væru enn tiltækar upp- lýsingar um hversu miklu flokkamir hefðu hver um sig varið í birtingu auglýsinga, en samantekt um það yrði aðgengileg eftir kosningar. -SÁ Hvar er Jóhanna? Samfylkingin þykir hafa glutrað niður fylgi sínu á skemmri tíma og af meiri snerpu en algengt er með stjórnmálaflokka. Þessi bræðingm- vinstri flokka var kominn með 36 prósenta fylgi eftir prófkjör í Reykja- vík og á Reykjanesi - stóð að kalla jafhfætis Sjálfstæðis- flokkum samkvæmt skoð- anakönnunum. Síðan hefur heldur snúist á ógæfuhliö- ina. Hið eina sem stenst ein- hvem jöfnuð í slíku fylgis- tapi er fylgi Þjóðvalca fyrir síðustu þingkosningar. Sá flokkur var samkvæmt skoð- anakönnunum kominn með um fjóröung fylgis en tapaði því snyrtilega niður, endaði með þrjá þingmenn og hvarf inn í krataflokkinn. Fæðingarhríðir Samfylk- ingarinnar voru erfiðar. Kratamir voru nokk- uð einhuga en tilraunin klauf Alþýðubandalag- ið í herðar niður og Kvennalistann líka, þótt þar væri raunar ekki mikið að kljúfa. Þessi fylking vinstri manna virtist vart eiga sér til- verurétt fyrr en niðurstaða prófkjörsins i Reykjavík lá fyrir. Þar kom Jóhanna Sigurðar- dóttir, sá og sigraði. Aðrir prófkjörsmenn komust ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana. Hennar tími var loksins kominn. En Adam, eöa Eva, var ekki lengi i paradís. Jóhanna hefur um dagana stigið á allmargar tær, einkum tær flokkssystkina sinna. Frægt var hversu kærleikar voru litlir með henni og Jóni Baldvin þegar hann var formaður og hún varaformaður Alþýðuflokksins. Sighvatur Björgvinsson, sem tók við formennsku flokks- ins af Jóni, virðist hafa tekið upp þykkju for- vera sins. Eftir glæstan prófkjörssigur Jóhönnu áttu flestir von á því að hún tæki að sér leið- togahlutverk Samfylkingarinnar. Fólkið sjálft hafði valið. Svo var þó alls ekki. Sighvatur tók af skarið meðan Jóhanna var enn i sigur- vímunni og útnefndi Margréti Frímannsdóttur, formann leifa Alþýðubandalagsins, sem tals- mann Samfylkingarinnar. Sighvatur vissi sem var að hann átti ekki séns og Margrét varð að vonum glöð. Hún til- kynnti meðal annars að hún væri forsætisráð- herraefni Samfylkingainnar. Jóhönnu var sparkað af sviðinu. Síðan hefur lítt til hennar spurst. Þetta sjá og vita kjósendur, enda hafa þeir snúið sér annað. Það hefur verið reiknað út að Samfylkingin hafi tapað tuttugu þúsund kjós- endum á tveimur mánuðum og tapi fieirum nema gripið verði til örþrifaráða. Það er aðeins rúm vika til kosninga og ráðin orðin dýr. Fátt virðist geta bjargað þessari stjórnmála- hreyfmgu, annað en að forystan átti sig um síð- ir og fari að vilja fjöldans. Fólkið vildi Jóhömiu á oddinn en fékk ekki. Nú dugar ekki annað en Sighvatur stígi fram og kalli Jóhönnu til bjarg- ar, fái hana til að leiða hjörðina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Ella er ekki bara tími Jóhönnu liðinn heldur Samfylkingarinnar allrar. Dagfari Heilsíða Tóbaksvamamefnd var með þverpólitíska heilsíðuauglýsingu í gær með mynd af fjórum kvenkyns frambjóðendum. Þetta eru þær Jó- hanna Sigurðardóttir, Samfylking- unni í Reykjavík, Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokkn- um á Reykjanesi, Þorgerður Gunnnarsdóttir, Sjálfstæðisflokkn- um á Reykjanesi, og Þuríður Back- man, frambjóð- andi Vinstrihreyfingarinn- ar - græns ffamboðs á Austurlandi og varaþingmaður Hjörleifs Gutt- ormssonar. Auglýsingin er góðra gjalda verð, mikO ósköp. En sumir árvökulir menn vildu hms vegar meina að þar sein nefnd Þuríður sit- ur einmitt í Tóbaksvarnarnefnd hafi hún séð sér leik á borði og komist í heilsíöuagulýsingu eins og hinar.... Efnileg dóttir Þó litlar lilcur séu á að Frjálslyndi flokkurinn nái manni inn á þing telja margir líklegt að hann muni skfija eftir sig spor á stjómmálasviðinu. Það spor felst þó ekki í málefnum, heldur einum frambjóðanda flokksins. Sá er dóttir foringjans sjálfs, Sverris Hermanns- sonar, og skipar þriðja sætið í Reykjavík. Hún heitir Margrét Sverrisdóttir, þykir sköruleg og málefnaleg og hafa erft hæfileika fóður síns til að koma sérlega vel fyrir sig orði. Líklegt er talið að fleiri en einn flokkur kunni að falast eftir liðveislu hennar í framboðum framtíðarinnar, enda er Margrét meðal margra ungra efniskvenna sem hafa komið fram á sjónarsviðið í þessari kosningabaráttu.... Siv Hljótt héfur verið um skondna uppákomu sem varð meðal þing- manna sem áttu að koma fram í þætti RÚV tfi styrktar Rauðu fiöðrinni fyrir nokkra. Tveir þing- menn voru frá hveiju framboði og áttu að deila sér niður á skemmtiat- riði. Sagan segir að þegar til kom hafi orðið nokkurt írafár i hópi þingmann- anna, sér í lagi hinna karlkyns. Þeim hafi fundist skemmtiatriðin vera fyrir neðan virðingu sína. Það var að lokum Siv Friðleifsdóttir sem lempaði málið og fékk kynsyst- ur sínar til að fallast á að taka þátt í að mála listaverk, sem síðan var selt fyrir háa fjárhæð. Segir að karlarnir í hópnum, þar á meðal Geir H. Haarde og Óssur Skai-phéðinsson hafi verið sendir heim.... Farðu heimr Jón Kosningabaráttan stendur nú sem hæst og frambjóðendur beijast hart fyrir þingstólunum og láta höggin ríða hver á öðrum. Á fram- boðsfundi á Blöndu- ósi tókust þeir hart á, mágamir Hjálm- ar Jónsson, al- þingismaður sjálf- stæðismanna, og Jón Bjamason, skólastjóri á Hólum og leiðtogi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboös í Norðurlandskjördæmi vestra. Svo fór að Hjálmari var nóg boðið og kvað tfi Jóns þessa ábend- ingu sem hægt er að syngja undir Hólastemmu: Það er ekki séleg sjón að sjá þig hér á rölti. Farðu heim að Hólum, Jón og hættu þessu brölti. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.