Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 Hvað segja ráðgjafar á verðbréfamarkaði við eigendur hlutabréfa? 17 Vilja selja í fjármála- og trygg- ingafyrirtækjum tn&f ht Lækkandi gengi hlutabr Sérfræðingar á Islenskum verðbréfa- markaði virðast sammála um að ekki megi búast við að verð hlutabréfa muni hækka á næstunni. Minnkandi eftir- spum muni leiða til verðlækkunar með vorinu. Þrátt fyrir lífleg viðskipti og hækkanir hlutabréfa síðsutu mánuði hafi lækkandi verðs og minni eftir- spumar þegar orðið vart. Þetta kom fram á viðskiptasíðu DV í gær. Þar kom einnig fram að síðsutu fréttir af afkomu fyrirtækja gæfu ekki tilefni til bjartsýni. Heildarmynd uppgjöra fyrirtækja væri ekki eins góð og vonast var til. Þetta leiðir síðan hugami að því hvað eigendur verðbréfa eigi að gera í stöð- unni. Spumingin er einfaldlega hvort þeir eigi að selja bréfm sín, halda þeim, eða hvort vænlegt sé að kaupa einhver bréf. Á viðskiptasíðu DV í gær var birt tafla yflr breytingu á gengi hlutabréfa í ýmsum atvinnugreinum, frá 16. apríl annars vegár og fá áramótum hins veg- ar. Við báðum nokkra verðbréfasér- fræðinga um að fara yfir listann yfir at- vinnugreinamar og merkja við hverja grein hvort vænlegt væri að selja, kaupa eða halda slíkum bréfum. Niður- staðan er í meðfylgjandi töflu. Það vekur athygli að allir sérfræðing- amir þrír sögðust mæla með því að fólk seldi bréf sín í fyrirtækjum á sviði fjár- mála og trygginga. Einn tók þó skýrt fram að hann mælti eindregið með kaupum á hlutabréfum I Is- landsbanka. Hvatning til sölu var einnig á ferðinni gagn- vart hlutabréfum í oliudreif- ingarfyrirtækjum, fyrirtækj- um í upplýsingatækni, versl- un og þjónustu og loks sjávar- útvegi. Þar fannst einum ráð- gjafa okkar þó ástæða til að halda í bréfin og mælti með að keypt yrðu bréf í Granda og Samherja. Allir vildu sérfræðingarnir halda bréfum í lyfjafyrirtækjum og samgöngu- fyrirtækjum og tveir vildu halda bréfum í hlutabréfasjóðum og fjárfsetingarfélög- um. Ráðgjafar okkar vom ekki allir á Byggina- og verktakastarfsemi Fjármál og tryggingar Hlutabréfasjóöir og fjárfestingafélög Lyfjagrein Olíudreifing Samgöngur Sjávarútvegur Upplýsingatækni Verslun&þjónusta einu máli um skiptingu í at- vinnugreinar sem notast er við og sögðu að í fjármálageiranum og sjávarútvegi væri hægt að mæla með sölu í sumum fyrirtækjum og kaupum í öðrum. Höföu þeir því ákveðinn fyrirvara á ráðlegg- ingum sinum og mæltu með að fólk leit- 0 aði til r á ð - g j a f a s i n n a u m k a u p , sölu eða áframhald- andi eign hlutabréfa. Meðfylgj- andi tafla er engan veginn tæm- andi en er birt til að gefa ákveðnar vís- bendingar um þá tiifinningu sem er fyr- ir hlutabréfamarkaðnum. -hlh Ráögjafi 1 Ráögjafi 2 Ráögjafi 3 Halda Selja Halaa Selja S Selja Selja Halda Selja Halda Halda & Halcfá^ö* Halda Selja Halda Selja Halda § Halda Halda Halda Selja Selja 1 Haldaf Selja Selja / Selja Kaupa Selja J Neytendasamtökin með vef á Netinu Neytendasamtökin hafa opnað vef á Netinu undir slóðinni www.ns.is Á vefnum má nálgast margvíslegan fróðleik um neyt- endamál. Á vefnum er fólki vísað á leiðir þurfi það að kvarta yfir vöru eða þjónustu. Upplýsingaþjónust- an, sem veitir upplýsingar um lög- fræðilegar hliðar neytendamála, rétt neytenda i viðskiptum og verð- og gæðakannanir, er með síðu á vefnum og þar er hægt að útfylla ákveðið form vegna kvart- ana, athugasemda, fyrirspuma eða skilaboða. Þá eru veitar upplýsing- ar um útgáfurit samtakanna, er- lend neytendablöð, gæðakannanir og ýmsar upplýsingar. í bókasafni neytenda er síðan að finna yfirlit yflr lesefni fyrir neytendur. Þá eru ótaldar neytendafréttir og upplýs- ingar um afstöðu Neytendasamtak- anna í ýmsum málum. Á vefnum má einnig skrá sig í Neytendasam- tökin. -hlh Vítahringur aðgerðarieysis Vítahringur aðgerðaleysis Viðhald húseigna er eitthvað sem mögum hryllir við og líta á pen- inga sem í það fara vera hreina sóun á fjármunum. Þess vegna er því oft frestað að fara í nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir eða þær látn- ar alveg eiga sig. Mjög algengt er að fólk afneiti ástandi fasteignar og telji sér trú um að hægt sé að komast hjá kostnaði við viðhald. Staðreyndin er hins vegar sú, studd rannsóknum, að árlega þarf að veija 1-2% af byggingarkostnaði eða verðmæti eignar í viðhald. Ef eðli- legu viðhaldi er ekki sinnt minnar um leið fjárhagslegt og huglægt verðmæti eignar og virðing fyrir eigninni minnkar. Óánægjan í húsinu eykst og vítahringur myndast, þar sem ástandi eignarinnar hrakar. Loks þegar í óefni er komið geta allir verið sammála um að spýta þurfi í lófana og taka tfi hendinni. En þá geta skemmdir verið orðnar það miklar og kostnaðurinn líka að þetta veröur þungur fjárhagslegur baggi að bera. Því er ráðlegt að stunda reglulegt viðhald, í stað þess að láta vandamálin hrannast upp - og viðgerðarreikningana hækka. Nán- ari upplýsignar má fá á www.verkvangur.is -hlh í < Orkuveit Reykjavíkur i Velkomin í nýja afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Suðurlandsbraut 34 Frá og með mánudeginum, 3. maí næstkomandi, verður öll afgreiðsla Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir heitt vatn og rafmagn, sameinuð að Suburlandsbraut 34. Afgreiðslur Orkuveitunnar að Suður- landsbraut og Grensásvegi verða því lokabar föstudaginn 30. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.