Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999 13 „Seldu allar eigur þínar,“ sagði Kristur við auðmannssoninn sem vildi fylgja honum. En hinn gekk hryggur burt. Nú erum við að verða ein ríkasta þjóð veraldar og ekki fleiri en svo að við ættum að geta skipt jafnt með okkur eins og ein fiöl- skylda? Hver er þá okk- ar sjálfsímynd? Að við séum heiðarleg, göfug og góð - og þjóðartekj- um réttlátlega skipt? Ekki segja öryrkjar og aldraðir sem fylltu Austurvöll um daginn til að heimta sinn skerf af góðærinu. Þeim er - að þjóðlegum sið - áfram vísað á guð og gaddinn. Samnefnari fyrir marga Eins og sjá má af myndinni sem fylgir er þessi óþekkti samborgari fótnettur maður með skjalatösku i hendi. Á honum hvílir hins vegar ægiþungt bjarg, sem umlykur höf- uð hans og herðar allt niður í mitti. Með það má hann burðast á lífsgöngu sinni. Hann skimar ekki haukfránum augum til nýrra landa eins og þeir Leifur Eiríks- son og Ingólfur Amarson. Höfund- ur höggmyndarinnar (Magnús Tómasson) mun einmitt hafa hugsað sér að hún stæði á Amar- hóli, í grennd við Stjómarráðið og landnámsmanninn. Af því varð ekki. Hún var falin við öskutunn- ur á gamla BSR- stæðinu. Kunnugir komast þangað eftir krákustígum og gegnum veitingasal Jómfrúarinnar. Listaverk má æv- inlega túlka á marga vegu. Ein- hverjum finnst kannske að þama sé sálardauður kerfiskarl. Mér finnst hann sam- nefnari fyrir marg- ar fjölmennar starfsstéttir. Fólk sem er ómissandi fyrir þjóðarbúið en enginn veit hver er. Staðsetningin und- irstrikar nafnleysið hans og á vissulega vel við í því samhengi. Umkomulausa íslenska hversdagshetjan. Samviskusami vinnujálkurinn. í tösku sinni hef- ur hann líklega skjöl og fémæt bréf sem hann ávaxtar fyrir aðra. Svona menn vinna nefnilega alltaf fyrir einhverja aðra. Svo fara þeir heim og skipta kaupinu jafnt milli konu og barna. Flytjum hann á Austurvöll Á kyrri nóttu vaknaði ég við hávaða frá göt- unni. Drukkinn maður hrópaði hástöfum hvað eftir annað: „Guð er góður. Hallelú- ja! Guð er góður, líka við þá sem ekkert eiga á bankabókinni." Hrópið bergmál- aði frá húsveggjunum, færðist nær og fjær eins og hrópandinn slcmgr- aði gangstéttanna á milli og ætlaði aldrei að deyja út. En seinna fór ég að iðrast þess aö hafa ekki litið út um gluggann. Gæti óþekkri embættismaðurinn minn hafa stolist niður af stallin- um, minnugur orlofsréttinda launafólks? Velt af sér bjarginu eina óttustund og tjáð sína raun- Kjallarinn Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur „Væri ekki rétt að flytja hann þessa fáu metra frá felustað hans út á Austurvöll svo þing- menn hafí hann fyrir augunum hversdagslega? Minna þá á hverj- ir eru þeirra raunverulegu um- bjóðendur í dag hvað sem glæst- um forfeðrum tíður.“ Gefið á guð og gaddinn - þrátt fyrir góðærið Oþekktur samborgari, fótnettur maður með skjalatösku í hendi. Sam- viskusami vinnujálkurinn. - Höfundur höggmyndar Magnús Tómasson. verulegu líðan á götum og torgum í sofandi borg. Væri ekki rétt að flytja hann þessa fáu metra frá felustað hans út á Austurvöll svo þingmenn hafi hann fyrir augunum hversdags- lega? Minna þá á hverjir eru þeirra raunverulegu umbjóðendur í dag hvað sem glæstum forfeðrum líður. Nú, séu svona menn af þessu tagi útdauðir þá má hafa hann sem fornleif með hinum styttunum. Inga Huld Hákonardóttir Er samfélagssáttmáli til? Gunnlaugur Jónsson, stjórnar- maður í Heimdalli, sendir mér í grein í DV 13. mars fyrirspum um samfélagssáttmála, orð sem ég hafði notað í ádrepu, og spyr hvar megi finna eintak af slíku plaggi. Það er að sjálfsögðu hvergi að finna. Ég kallaði það að „segja upp samfélagssáttmála" ef menn reyndu að hnika verulega til því .jafnvægi milli einstaklingshyggju og félagshyggju sem íslenskt sam- félag svamlar í“. Það jafnvægi er reyndar aldrei tryggt, það næst aldrei um það samstaða. Meðan einhver pólitík fer fram í landinu felst hún í átökum um það hvert inntak samfélagssáttmálans er, hvaða þáttur hans er að styrkjast og hver að rýrna. Hver á frelsið? Gunnlaugur telur sáttmála þennan orð sem vinstri menn noti gjarnan til að réttlæta mannrétt- indabrot og frelsiskerðingu. Þetta er rangt. Ég leyfi mér að nota þetta gamalkunna hugtak um þá ótraustu en nauðsynlegu sátt sem þarf til að flestir þegnar telji að þeim sé í reynd sýnd lágmarkss- anngimi. Löggjöf kemur hér að sjálfsögðu við sögu, m.a. löggjöf um skatta og eignarétt og tak- markanir á honum. Hér kemur einmitt að tannpinu ákaflyndra frjálshyggjumanna. Fyrir þeim er allt frelsisskerð- ing sem setur skorður fjár- málaumsvifum einstaklinga: frelsi á þeim vettvangi hefur algjöran forgang. Félagshyggjan snýst hinsvegar að verulegu leyti um að veita mönnum vörn gegn slíku pen- ingafrelsi. Dostojevskíj, sem er þekktur fyrir annað meir en vinstri- mennsku, skildi þetta. Hann sagði: Frelsið segist gefa öllum sama leyfi til að gera hvað sem þeim sýnist innan ramma laganna. Hvenær geta menn gert það sem þeim sýnist? Þegar þeir eiga mUj- ón. Gefur frelsið öllum miljón? Nei. Hvað er maðurinn án mUjón- ar? Hann er ekki sá sem gerir það sem honum sýnist heldur sá sem aðrir gera við það sem þeim sýnist. Sanngirni lömuð. Nú um stundir er lágmarkssanngirnin á undanhaldi. Á flest- um hagsvæðum er sú gamla formúla i fuUu gUdi að þeir ríku verða ríkari og þeyt- ast fram úr öðrum hópum: hefur banda- rísk forstjórastétt ekki 150-200-faldar tekjur á við meðal- jóninn nú, og er þessi sjálftaka ekki orðin keppikefli kol- legum í Evrópu og Japan? Velferðarkerfi eru viðast hvar skorin niður - en á fuUu er vel- ferðarkerfi stórfyrirtækja, sem heimta skattfríðindi og fyrir- greiðslur af kjörnum fulltrúum samfélaga, stjórnmálamönnum. Og fá sitt fram með frekum hótun- um um að ef ekki verði látið und- an þeirra kröfum fari þau með sinn rekstur til heimshluta þar sem réttlaust vinnuafl kostar lítiö. Hér heima snýr mest að okkur sú herskáa einstaklingshyggja sem viU koma öllu undir eignarrétt: í dag þeim fiskimiðum sem eiga að heita sameiginleg auðlind okkar, á morgun því hálendi sem menn áður höfðu frelsi til að fara um sér tU yndisauka. í öllum þessum dæm- um er slitið samfé- lagssáttmálanum auka frelsi þeirra fáu á kostnað frelsis þeirra sem minna eiga undir sér. Þetta hefur vakið upp andóf fólks, sem hefur nægt tU þess að hægriflokk- ar hafa farið haUoka í kosningum í okkar heimshluta að undan- fornu. Þeir sem við stjórnartaumum taka og eiga ættir til vinstrihreyfinga hafa að sönnu ekki sýnt mikla burði til að gera eitthvaö annað en hægristjórnir hafa stundað. Meðal annars vegna þess að hin pólitíska stétt saman- lögð hefur á liðnum árum verið furðu samstiUt i því sjálfsmorði sem gefur frá sér mestaUt vald til að hafa áhrif á þá hluti sem máli skipta og afhendir það markaðin- um og höfðingjum hans. Við stöndum nær aldamótum andspænis því að lítt heftur mark- aður eyðileggi allt sem samfélags- sáttmála má kaUa og spyrjum: hver hefur einurð til að reisa rönd við þeirri óhæfu? Árni Bergmann „Við stöndum nær aldamótum andspænis því að títt heftur mark- aður eyðileggi allt sem samfé- lagssáttmála má kalla og spyrj- um: hver hefur einurð til að reisa rönd við þeirri óhæfu?“ Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur Með og á móti Var rétt hjá KR-ingum að kaupa og ætla að reka þrjá bari? Fólkið velur sér lífsmynstur „Það er augljóst merki um framsýni forráðamanna KR- Sports að festa kaup á þessum veitingastöð- um. Líta verð- ur tfi þess að með stofnun hlutafélags tekur félagið á sig þá skyldu að reka knatt- spyrnudefid- Þorlindur KJartans- , < ,, son, knattspyrnu- ma með amota áhugamaður og arðsemi og nemi. fiárfestar hefðu mátt vænta af öðrum fiár- festingum sínum. Forvígismenn hlutafélagsins gera sér grein fyrir því að tU þess að tryggja afkomu þess verða þeir að líta á rekstur deUdarinnar sem skemmtana- iðnað að hluta og uppeldisstöð ungmenna að hluta. Þessi sjón- armið geta vel fariö saman. Umræddir veitingastaðir hafa um langt árabU verið stór hluti af þeim lífsstU sem fylgir því að vera KR-ingur. KR er ekki bara fyrir börn og ung- linga heldur er það að vera KR- ingur lífsmynstur sem fólk vel- ur sér og heldur sig við aUa ævi. Þannig er það nauðsynlegt að félagsskapurinn höfði tU fólks á öUum aldri. KR-ingar hafa löngum hist á Rauða ljóninu á sigurstundum og í haUæri, tU að fagna eða gleyma. Það er fásinna að halda því fram að óeðlUegt sé að félag- ið sjálft njóti góðs af þeim ábata sem þessari hefð er samfara. EignaraðUd tryggir að hluti þess hagnaðar sem af sigur- vímu og sárindum KR-inga skapast renni tU félagsins og stuðli að því Qölga sigurstund- unum og efla það mannbætandi íþróttastarf sem félagið hefur staðið fyrir í heUa öld. Nú vona ég bara að KR venji sig á að fagna öðru sætinu, því það fyrsta er frátekið fyrir ÍBV.“ Jón K. Guöbergs- son áfengisvarna- frömuöur. Mammon ræð- ur ferðinni „Það er sennUega ekkert í lögum sem bannar íþróttafélög- um að eiga og reka vínveitinga- staði. En fyrir mér hljómar þetta í and- stöðu við íþróttaand- ann og það sem menn eru að tala um að íþróttir og áfengi eigi ekki saman og íþróttir séu eitt besta for- varnameðal- ið. Þetta er eins og annar tvlskinnungur í þjóðfélaginu varðandi vímuefnin, að þegar önnur höndin segir að íþróttir og áfengi eigi ekki saman segir hin að það eigi að selja áfengi. Meðan önnur setur upp áfengis- auglýsingar á leikvöngum og í íþróttahúsum þá segir hin að þetta fari ekki saman við íþrótt- ir. Þeir eru slæmir, þessir tví- burabræður, Bakkus og Mamm- on, og þarna er það Mammon sem ræður ferðinni. Ég held að það sé ekki velferð fyrir fólkið sem þarna ræður ríkjum. Mér finnst þetta ekki vera hinn sanni íþróttaandi heldur hreyf- ingunni til hneisu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.