Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999
Spurningin
Hvað ætlar þú að gera um
helgina?
Guðrún Dóra Þórðardóttir, 13
ára: Ég ætla í bæinn og
skemmta mér.
Hulda Björk Elfarsdóttir, 12 ára.
Skemmta mér með vinkonum mín-
um.
Margrét Jónsdóttir verslunar-
maður: Ætli ég verði ekki að vinna.
Grétar Már Axelsson, nemi og
skrattakollur: Ég ætla að vera að
læra ýkt mikið fyrir próf.
Helga Rut Helgadóttir, nemi og
skrattakollur: Ætli ég verði ekki
að læra eins og Grétar.
Eiríkur Briem og Guðrún Jóns-
dóttir, nemar og skrattakollar:
Vera í þunglyndi og reyna að læra.
Lesendur
Hið tvöfalda
siðgæði Jóhönnu
Karl Ormsson
skrifar:
Jóhanna Sigurð-
ardóttir sækist
nú eftir stuðningi
kjósenda til að
sitja áfram á Al-
þingi. Þótt tími
víxlhækkana
kaupgjalds og
verðlags sé liðinn og verðbólgan
horfin hefur R-listinn hækkað
skatta um milljarða króna i vetur.
Hér í Reykjavik hefur R-listinn
horfið aftur í hugsun og gjörðum
um tugi ára, þveröfugt við öll önnur
sveitarfélög í landinu.
Og það er ekki lítil ábyrgð sem
hvílir á R-listanum, ofan á allt ann-
að, að vera valdur að því að 10%
hækkun hefur orðið á öllu fast-
eignaverði á höfuðborgarsvæðinu á
nokkrum mánuðum. Þar að auki
flýr fólk í hundraðatali til annarra
sveitarfélaga vegna lóðaskorts og
veldur Reykjavík með því stór-
skaða. Hræddur er ég um að kenn-
arar, sem voru óvenju hlynntir R-
listanum fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar, óskuðu nú eftir að hafa
varið atkvæði sínu öðruvísi.
Það er óhrekjanlegt að borgar-
stjóri lofaði launahækkun til kenn-
ara sem annarra fyrir kosningar.
Þetta á ég m.a. á upptöku frá fundi
á Hótel Holiday Inn á sínum tíma.
Þetta sveik svo borgarstjóri eftir
kosningar. En borgarstjóri hefur
auðvitað ekkert með launamál að
gera. Kennarar ættu að launa
vinstri mönnum svikin í kjörklefan-
um 8 maí.
Bréfritari finnur þeim stjórnmálakonunum Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. og
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra nokkrar ávirðingar í kosninga-
hríðinni.
Ein er sú manneskja sem þykist
berjast gegn allri spillingu og árás-
um á fólk, aldraða og öryrkja, og
þykist vera málsvari lítilmagnans í
öllu óréttlæti. Það er að sjálfsögðu
Jóhanna Sigurðardóttir alþm. sem
leiða mun lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík í vor.
Jóhanna Sigurðardóttir er þing-
maður Reykvíkinga. Hún er ein sú
ófyrirleitnasta sem er í framboði
þessa stundina vegna þess að hún
hafði tækifæri til að bæta öldruðum
og öryrkjum þetta allt þegar hún
sjálf var félagsmálaráðherra.
Hvers vegna sér hún ekkert at-
hugavert við þetta ? Hvers vegna
sér hún ekkert athugavert við að
Ingibjörg Sóhún Gísladóttir semur
um að hrammur ríkisins gleypi
Sjúkrahús Reykjavíkur (stolt Reyk-
víkinga)? Þjónar það ekki hennar
persónulegu hagsmunum að styggja
R-listann?
Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún,
fékk greiddar 1500.000. kr. fyrir að
sitja sex fundi í Hafnarnefnd.
Finnst Jóhönnu það sanngjörn
greiðsla miðað við þann hóp fólks
sem hún þykist vinna fyrir? Það
virðist ekki þjóna hagsmunum Jó-
hönnu að minnast á þetta. Það væri
þó verðugt verkefni fyrir fólk að
kynna sér þessi mál Jóhönnu áður
en það tekur hana í dýrlingatölu og
ljær henni atkvæði sitt.
Félag fátækra barna á Islandi
A.M. skrifar:
Ég vil koma á framfæri þakklæti
til Félags fátækra bama á íslandi
sem hefur verið starfrækt í gegnum
Litla bæ hf. Ég vil þakka þessu félagi
fyrir alla þá hjálp sem mér hefur ver-
ið veitt. Ég veiktist í fyrra og hafði
því litla peninga milli handanna.
Ég frétti um þetta félag og leitaði
því til þess um aðstoð svo dóttir mín
gæti komist í Sumarskólann hjá
Tónabæ. Félagið veitti mér peningað-
stoð fyrir þessu, einnig hef ég fengið
aðra aðstoð, eins og að reikningar
voru greiddir fyrir mig, t.d. leik-
skólagjöld. Þetta var ómetaleg hjálp á
sínum tíma. Ég veit einnig að félagið
greiddi jafnvel lyf fyrir fólk sem
hafði ekki efni á því að leysa lyfin út.
Sumir segja að einstæðir foreldrar
hafi það svo gott en það er ekki rétt.
Hvað þá þegar eina fyrirvinnan á
heimilinu veikist. Því miður hefur
almenningur ekki veitt þessu félagi
nógu mikinn stuðning. Félagið hefur
aílað sér fjár með sölu á góðum
hljómdiskum og bamaspólum. Marg-
ir sem vildu fá senda diska eftir að
hringt var í þá hafa ekki greitt þá. Ég
vona að fólk sjái sér fært að greiða þá
sem fyrst.
Vilji fólk leggja þessu góða félagi
og málstað lið þá er reikningm- Fé-
lags fátækra barna Búnaðarbankinn
319, reiknisnúmer 3440.
Gamall og ónýtur Reykjavíkurflugvöllur
- allar forsendur fyrir endurnýjun brostnar
Friðrik Magnússon skrifar:
Það er kannski að bera í bakkafull-
an lækinn að ræða Reykjavíkurflug-
völl núna, mitt í kosningabaráttunni.
Mér finnst þingmenn Reykvíkinga
hins vegar vera afar máttlausir og
raunar skoðanalausir þegar þetta mál
ber á góma. Ég man reyndar ekki eft-
ir neinni grein sem þingmenn Reykja-
víkur hafa skrifað um Reykjavíkur-
flugvöll. Þeir hafa vísast allir sama
sjónarmiðið - að fylla þann hóp lands-
byggðarfólks um að fá að lenda í flug-
vélunum á stórhættulegum vellinum í
Vatnsmýrinni í stað þess að lenda á
flugvelli þar sem fyllsta öryggis er
gætt; á alþjóðaflugvellinum í Keflavík.
Ég hygg að flugvallargerð í Skerja-
ÍJÍSÍRIM þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið f síma
550 5000
nriilli ki. 14 og 16
„Allar forsendur fyrir endurnýjun vallarins eru nú
brostnar og stjórnvöldum ber að vernda borgar-
ana gegn starfsemi flugvallarins í bráð og lengd
- Flugvél brotlendir á Reykjavíkurflugvelli.
firði sé ekki lengur á döfinni, enda
umhverfismat ekki fyrirliggjandi og
engar tillögur um gerð þess. Tillagan
um flugvöll í Engey er hins vegar allr-
ar athygli verð. Kannski taka ein-
hverjir þingmenn eða ráðherrar þá
tillögu eins borgarfulltrúa Reykvík-
inga til skoðunar að loknum kosning-
um. Verði þá kominn nýr samgöngu-
ráðherra. En einsýnt er að núverandi
samgönguráðherra ætli að láta endur-
bæta hinn gamla og ónýta Reykjavík-
urflugvöll. Því verki yrði aldrei fulll-
okið.
Að flytja eingöngu æfinga-
og kennsluílug ásamt
ferjuflugi brott frá flug-
veÚinum, eins og sífellt er
klifað á - í tilraunaskyni
til að sefa þá íbúa sem
næst flugveilinum búa -
er ekki nokkur lausn. Eig-
inlega hlægileg tillaga.
Hættan stafar síst af litlu
vélunum, heldur af þeim
stóru, eins og dæmin
sanna þegar óhöpp hafa
• orðið á Reykjavíkurflug-
velli á liðnum árum. Eng-
inn vill einu sinni hugsa
til þess ef slys verður yfir
miðborginni sjálfri.
Umferð ílugvéla á Reyka-
víkurflugvelli er óþolandi
ögrun við alla byggð og
íbúa í miðborg Reykjavíkur. Öryggi
er ófullkomið og er langt neðan þeirra
krafna sem gerðar eru til slíkra
mannvirkja, þar með taldar kröfur og
tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinn-
ar (IACO). Samt er notkun haldið
áfram líkt og ekkert sé! Allar forsend-
ur fyrir endurnýjun Reykavíkurflug-
vallar eru nú brostnar og ráðamönn-
um (les: stjórnvöldum) ber að vemda
borgarana gegn starfsemi flugvallar-
ins í bráð og lengd með því að flytja
alllt flug til Keflavíkurílugvallar.
Hlutabréf
lækka í verði
Lárus skrifar:
Allir eru sammála að ekki hafi
dregið úr því góðæri sem ríkt
hefur hér á landi um nokkurt
skeið. Góðæri sem bæði er að
þakka stjórnvöldum og utanað-
komandi straumum sem ná
hingað frá helstu viðskiptalönd-
um okkar. Ég hef hins vegar
nokkrar áhyggjur af þeim sem
mikið hafa sótt í hlutabréf á hin-
um almenna verðbréfamarki.
Margir kaupendur eiga eftir að
súpa seyðið af því offramboði
sem hér hefur verið, ekki síst í
gagnslausum fyrirtækjum, ef
það orð má nota um þau fyrir-
tæki sem láta „halda uppi“ geng-
inu með kaupum í sjálfum sér.
Ég get nefnt mörg dæmi um
þetta en hvet fjárfróða aðila að
vara fólk við þessu kaupæði á
hlutabréfum sem hér gengur
yfir.
Vérktakar hafa
sjálfdæmi
Tryggvi hringdi:
Mér er óskiljanlegt hvernig
hið opinbera og Reykjavíkur-
borg láta hina mörgu verktaka
valta yfir stofnanir þessara aðila
í framkvæmdum sínum. Margir
þeirra framkvæma bæði seint og
illa en finna ávallt ný og ný
verkefni til að vinna. Ég vil sér-
staklega nefna framkvæmdir á
vegum borgarinnar á sviði
gatnagerðar og viðhaldi gatna og
gangstétta. Það er hrein hörm-
ung að sjá vinnubrögðin og þó
einkum fráganginn. Þannig er
nú verið að endurnýja
ljósastaura við sumar götur.
Hellur eru rifnar upp og verki
lokið við staurana en ekki geng-
ið frá hellunum fyrr en eftir dúk
og disk. í götunni minni eru hell-
urnar bara reistar upp við hand-
rið þar sem þau eru og bíða þar
til einhverjum þóknast að ganga
frá þeim aftur. Ekkert eftirlit
virðist vera frá sjálfum borgar-
stofnununum. - En allt greiðum
við með sköttunum.
Kisur óæskileg-
ir heimilisvinir?
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Frá því ég man eftir mér hefur
kisan ávallt verið heimilisvinur
í mörgum húsum og gleðigjafi
yngri sem eldri. Ótal börn eiga
kisu sem þeim þykir vænt um og
ótal eldri borgarar hafa kisu hjá
sér sem eina vininn. En nú er
komin ný kynslóð sem þykir
ekki eins vænt um heimilisdýr
og áður var. Telur jafnvel að kis-
ur flokkist undir meindýr.
Manneskjan er því miður orðin
slík að blíð og góð kisa er í lífs-
hættu. Ég skora á Kattavinafé-
lagið og Dýraverndunarfélagið
að spoma gegn þessum hugsun-
arhætti.
Þakkir til
bílaþjónustu
Ó.G. skrifar:
Töluvert er kvartað á lesenda-
síðum og víðar yfir slakri þjón-
ustu fyrirtækja og stofnana. Að
ekki sé talað um hvað stjómar-
herrarnir mættu betur láta ógert
og/eða betur mætti gera. Ég ætla
samt ekki að kvarta yfir neinu
heldur hrósa góðri bílaþjónustu
er ég naut fyrir nokkru, i Duggu-
vogi 2. Ég kom þar eftir hádegi á
sunnudegi og var ekkert sjálfsagð-
ara en að renna bílnum á lyftu og
athuga hvað væri að. Kom í ljós
að hljóðkútur var bilaður. Þetta
var lagfært á stundinni. Um leið
og ég þakka þessa góðu þjónustu
langar mig að geta þess að þarna
hljómaði tónlist sem alla jafna
heyrist ekki á verkstæðum og var
góð tilbreyting frá síbyljugarginu
sem sker í eyrun á flestum þjón-
ustustofnunum og verkstæðum.