Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 Afmæli Elínborg Einarsdóttir Elínborg Einarsdóttir húsmóöir, Veghúsum 31, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Elinborg fæddist í Kjarnholtum í Biskupstungum og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðskól- ann í Reykholti og aflaði sér síðan menntunar við aðra skóla og á ýms- um námskeiðum. Elínborg var búsett í Keflavík 1961-92 en hefur síðan verið búsett í Reykjavík. Jafnframt húsmóðurstörfum stundaði Elínborg m.a. verslunar- störf og starfaði síðast hjá Pósti og síma. Elínborg sat i skólanefnd Tónlist- arskólans í Keflavik í nokkur ár og var formaður síðustu árin, var gjaldkeri Árnesingafélagsins í Keflavík um árabil og starfaði í mál- freyjudeild á Suðumesjum í nokkur ár. Fjölskylda Elínborg giftist 3.6. 1961 Ingólfi Falssyni, f. 4.12. 1939, d. 8.8. 1998, framkvæmdastjóra í Keflavík og forseta Farmannasambandsins. El- ínborg og Ingólfur slitu samvistum 1991. Börn Elínborgar og Ingólfs eru Margeir, f. 20.9.1961, framkvæmda- stjóri og bóndi að Brú í Biskups- tungum, kvæntur Sigríði J. Guð- mundsdóttur, bónda og húsfreyju, og eru börn þeirra Elías, f. 5.6. 1990, og Marta, f. 7.3. 1996, og Aron Freyr, f. 15.7. 1997, auk þess sem sonur Mar- geirs frá fyrra sambandi er Ólafur Rúnar, f. 2.1. 1984; Rúnar, f. 23.10 1963, d. 5.1. 1965; Einar Falur, f. 24.10.1966, bókmennta- fræðingur, ljósmyndari og myndstjóri Morgun- blaðsins en kona hans er Ingibjörg Jóhannsdóttir myndlistarmaður og er dóttir þeirra Hugrún Egla, f. 8.6. 1998; Guðrún Helga, f. 4.6. 1970, skrifstofumaður í Noregi og eru sýnir hennar Haukur Ingi Gunnars- son, f. 20.8. 1989, og Diðrik Hilmar Hjörleifsson, f. 28.3. 1994; Kristinn Ágúst, f. 1.2.1973, viðskiptafræðing- ur í Reykjavík. Systkini Elínborgar eru Ingi- björg, f. 13.8. 1931, kaupkona, búsett í Kópavogi, gift Katli Kristjánssyni; Gísli, f. 2.9. 1932, bóndi og fyrrv. oddviti í Kjarnholtum, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur; Ingimar, f. 5.8. 1935, starfsmaður nautastöðvar- innar á Hvanneyri, kvæntur Önnu Kristinsdóttur; Guðrún, f. 16.2. 1937, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Þorsteini Hjartarsyni; Þóra, f. 29.8. 1945, starfsmaður ORA, búsett í Kópavogi, gift Jóni Gísla Jónssyni; Magnús, f. 24.1. 1949, hrossaræktar- bóndi i Kjamholtum en kona hans er Guðný Höskuldsdóttir. Foreldrar Elínborgar voru Einar Gíslason, f. 1.9. 1904, d. 11.12. 1996, bóndi í Kjarnholtum, og k.h., Guðrún Ingimars- dóttir, f. 4.8. 1905, d. 17.3.1981, húsfreyja. Ætt Systir Einars var Dóróthea, móðir Rögn- valds Þorleifssonar lækn- is. Einar var sonur Gísla, b. í Kjarnholtum, Guð- mundssonar, b. í Kjarnholtum, Dið- rikssonar, hreppstjóra. í Laugarási, bróður Þorláks, langafa Önnu, ömmu Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra og Markúsar Amar Antonssonar útvarpsstjóra. Annar bróðir Diðriks var Þorsteinn, langafi Sigurðar, föður Eggerts Haukdal. Diðrik var sonur Stefáns, b. í Neðradal, Þorsteinssonar, b. í Dalbæ, Stefánssonar, pr. í Steins- holti, Þorsteinssonar. Móðir Þor- steins var Ingibjörg Jónsdóttir, pr. á Ólafsvöllum, Erlingssonar, bróður Gísla, afa Eiríks, ættfoður Reykja- ættarinnar, Vigfússonar. Móðir Dið- riks var Vigdís Diðriksdóttir, b. á Önundarstöðum, Bjamasonar og Guðrúnar Högnadóttur prestaföður, pr. á Breiðabólstað I Fljótshlíð, Sig- urðssonar, langafa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadótt- ur. Móðir Stefáns var Guðríður Guðmundsdóttir, ættföður Kóps- vatnsættar, Þorsteinssonar, langafa Magnúsar Andréssonar, ættföður Langholtsættarinnar, langafa Ás- mundar Guðmundssonar biskups og Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar biskups. Móðir Gísla var Vilborg, systir Gísla, langafa Guðna Ágústs- sonar alþm. Systir Vilborgar var Guðrún, amma Vilhjálms, skálds frá Skáholti. Vilborg var dóttir Guð- mundar, b. á Löngumýri, Arn- björnssonar, bróður Ögmundar, fóð- ur Salvarar, langömmu Tómasar Guðmundssonar skálds. Móðir Vil- borgar var Ingibjörg Gísladóttir, b. í Útverkum á Skeiðum, Jónssonar og Vilborgar Jónsdóttur, systur Guð- mundar, langafa Margrétar, móður Ólafs Thors forsætisráðherra. Móð- ir Einars var Guðrún Sveinsdóttir, systir Elínar, móður Guðmundar Jóhannessonar læknis. Guðrún var dóttir Ingimars, b. á Efri-Reykjum í Biskupstungum, Guðmundssonar, b. á Bergsstöðum^ Ingimundarsonar en hann fékk kon- ungsverðlaun fyrir framfarir í jarð- rækt. Móðir Guðmundar var Þórey Guðmundsdóttir, b. í Syðra-Lang- holti, Björnssonar og Guðrúnar Ámundadóttur, b. og smiðs í Syðra- Langholti, Jónssonar. Móðir Guð- rúnar var Ingibjörg Guðmundsdótt- ir, systir Gísla í Kjarnholtum. Elínborg verður ekki heima á af- mælisdaginn. Elínborg Einarsdóttir. Baldur Sveinsson Baldur Sveinsson véla- verkfræðingur, Grana- skjóli 34, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Baldur fæddist í Ytra- Brekkukoti í Amames- hreppi í Eyjafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1945, fyrrihlutaprófi í verkfræði við HÍ 1948 og prófi í vélaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1951 með sérstaka áherslu á kæli- tækni. Baldur var verkfræðingur hjá Vélaverkstæði Björgvins Frederik- sen hf. í Reykjavík 1951-57 og verk- Baldur fræðingur hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna 1957-89. Baldur sat í stjóm Hins íslenska náttúrufræðifé- lags 1977-83, í stjórn Ferðafélags íslands 1979-87, sat í ferðanefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í sjö ár og var formaður í tæp þrjú ár. Sveinsson. Fjölskylda Baldur kvæntist 29.8. 1959 Arn- dísi Margréti Þórðardóttur, f. 1.6. 1923, d. 12.9. 1996, skrifstofustjóra. Hún var dóttir Þórðar Gunnlaugs- sonar, f. 30.10. 1889, d. 21.2. 1943, kaupmanns í Reykjavík, og k.h., Ólafíu Ingibjargar Þorláksdóttur, f. 13.12. 1895, d. 18.3. 1975, húsmóður. Dóttir Baldurs og Amdísar Mar- grétar er Þórunn Björg, f. 26.2. 1962, starfsstúlka í Reykjavík, gift Erni Ingólfssyni. Börn Þórannar Bjargar eru Ólafia Ingibjörg Sverrisdóttir, f. 15.4. 1986; Baldur Örn Magnússon, f. 12.11. 1993; Sigurður Birgir Amars- son, f. 18.8. 1998. Bræður Baldurs em Hallur Jó- hann Marinó Sveinsson, f. 19.7.1921, iðnverkamaður, búsettur á Akur- eyri, kvæntur Elsu Vestmann; Jó- hann Benedikt Sveinsson, f. 8.1. 1931, rafvirki, búsettur í Reykjavík, kvæntur Önnu Ólafsdóttur. Foreldrar Baldurs voru Sveinn Geirmar Benediktsson, f. 6.7. 1891, d. 24.11. 1957, bóndi á Miðlandi 1 Öxnadalshreppi, á Hallfríðarstöðum og á Neðri-Rauðalæk, síðar verka- maður i Glerárþorpi, og Sigurbjörg Sigfúsdóttir, f. 24.8. 1891, d. 15.4. 1967, húsfreyja. Ætt Sveinn var sonur Jóhanns Bene- dikts Jónssonar, b. á Skjaldarstöð- um í Öxnadalshreppi og síðar í Garðshorni, og k.h., Jóhanna Halls- dóttir húsfreyja. Sigurbjörg var dóttir Sigfúsar Bjöms Halldórssonar, b. í Dagverð- artungu, og k.h., Maríu Sólveigar Jóhannsdóttur húsfreyju. Sveinn verður að heiman á af- mælisdaginn og afþakkar gjafir. Guðmundur Kjartansson Guðmundur Kjartansson, löggilt- ur endurskoðandi, Heiðarholti 13, Keflavík, er fertugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja 1978, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1985 og er löggiltur endurskoð- andi frá 1989. Guðmundur hóf störf hjá Endur- skoðun Sigurðar Stefánssonar hf. 1984, var þar löggiltur endurskoð- andi og hefur verið meðeigandi end- urskoðendaskrifstofunnar Deloitte & Touche hf frá 1990. Guðmundur sat í stjóm Hjálpar- sveitar skáta í Njarðvík 1981-88 og Björgunarsveitarinnar Suðurnes 1994-97. Fjölskylda Sambýliskona Guðmundar frá 1987 var Heiðrún Sigurðardóttir, f. 28.1. 1960, lögreglumaður. Þau slitu samvistum 1993. Heiðrún er dóttir Sigurðar Ámasonar, f. 8.3. 1927, fiskmatsmanns í Keflavík, og k.h., Guðbjargar Svövu Lárusdóttur, f. 8.10. 1937, verkakonu. Dóttir Guðmundar og Heiðrúnar er Þórdís Halla, f. 27.3. 1990. Stjúpdóttir Guðmundar og dóttir Heiðrúnar er Sonja Sigurjónsdóttir, f. 27.2. 1978, húsmóðir í Keflavík og á hún tvö böm. Albróðir Guðmundar er Þórður Magni Kjartansson, f. 23.2. 1958, rekstrarfræðingur hjá íslenskum aðalverktökum, búsettur í Keflavík. Hálfsystir Guðmund- ar, samfeðra, er Elsa Björk Kjartansdóttir, f. 19.8. 1943, þjónustufull- trúi hjá Reykjanesbæ, búsett í Keflavík. Foreldrar Guðmundar: Kjartan Guðmundsson, f. 24.4. 1921, d. 12.8. 1972, bifreiðarstjóri í Keflavík, og k.h., Esther Eygló Þórðardóttir, f. 12.6.1936, bankafulltrúi í Keflavík. Ætt Kjartan var sonur Guð- mundar, sjómanns og b. á Núpi í Haukadal í Dalasýslu Guðmunds- sonar, og Sólveigar Ólafsdóttur. Esther Eygló er dóttir Þórðar, bif- reiðarstjóra í Reykjavík og Grinda- vík, sonar Helga Jóns Jósefssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur. Móðir Estherar var Margrét Dag- bjartsdóttir, b. á Velli og í Ásgarði í Grindavík, Einarssonar, útvegsb. og hreppstjóra í Garðhúsum, Jónssonar. Móðir Dagbjarts var Guð- rún Sigurðardóttir. Móðir Margrétar var Valgerður Guðmundsdóttir, b. og sjómanns á Klöpp í Grindavík, Jónssonar, b. á Þorkötlustöðum, Jóns- sonar og Valgerðar Guð- mundsdóttur. Móðir Val- gerðar var Margrét Áma- dóttir, b. á Klöpp og í Buðlungu, Einarssonar, b. á Þorkötlustöðum, Áma- sonar, b. á Þorkötlustöðum, Einars- sonar. Móðir Einars á Þorkötlustöð- um var Kristín Jónsdóttir, ættfóður Járngerðisstaðaættar, Jónssonar. Guðmundur tekur á móti gestum í safnaðarheimilinu Innri-Njarðvík, fóstudaginn 30.4. milli kl. 20.00 og 23.00. Guðmundur Kjartansson. Hl hamingju með afmælið 29. apríl 80 ára Kristján Hafliðason, fymv. póst- rekstrarstjóri, Æsufelli 2, Reykjavík. Kathinka Klausen, Stóragerði 30, Reykjavík. Margrét Pálsdóttir, Akm-bakka, Grenivík. 70 ára Anna Ingadóttir, Grænuhlíð 14, Reykjavík. Kristján A. Guðmundsson, Vesturbergi 46, Reykjavík. 60 ára Þorvaldur Þórðarson múrarameistari, Hjallabrekku 37, Kópavogi. Sigmar Hjelm, Miðvangi 2, Hafnarfirði. Sigurður Hrafn Þórólfsson, Arnartanga 13, Mosfellsbæ. 50 ára Leifur Þorsteinsson, Rauðalæk 38, Reykjavík. Guðmundur I. Jónsson, Tjarnarbóli 2, Seltjamamesi. 40 ára * Ingveldur Þ. Einarsdóttir Bollagörðum 59, Seltjarnarnesi. Sophie Marie Schoonjans, Ásvallagötu 7, Reykjavík. Lilja Guðný Friðvinsdóttir, Tunguvegi 70, Reykjavík. Einar Albert Sigurðsson, Hraunbæ 60, Reykjavik. Kolbrún ívarsdóttir, Álfatúni 8, Kópavogi. /W//4 Smáauglýsinga W- deild DV er opin: • virka daga kl, 9-22 • laugardaga kl, 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl, 22 kvölaið fyrir birtingu. Ath, Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. aWmillí% Smáauglýsingar PVI 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.