Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 J Kaup á nýjum bíl og rekstur hans fyrsta árið: Því ódýrari bíll, þeim mun betri - verðrýrnunin langstærsti kostnaðarliðurinn í rekstri nýja bílsins Það er dýrt að eignast nýjan bíl og reka hann, mjög dýrt. Bíll í minni milliflokki, sem kostar 1350 þúsund krónur og ekið er 15 þúsund kílómetra á fyrsta árinu, hefur kostað eigandann hátt í 500 þúsund krónur til viðbótar við kaupverðið þegar árið er úti. Það þýðir að hver ekinn kílómetri hefur kostað tæpar 33 krónur. Þetta eru miklir peningar og margir draga töl- umar í efa en svona er þetta nú samt. Hefur þú keypt vöru eða þjónustu á Internetinu Fleiri kaupa á Netinu í atkvæðagreiðslu á vef Lands- bréfa þessa dagana er spurt hvort viðkomandi hafi keypt vöru eða þjónustu á Intemetinu. í gærdag höfðu 63,3% gesta Landsbréfavefs- ins svarað þessari spumingu ját- andi, en 86,7% neitandi. Ljóst er að verslun á Intemetinu viröist eiga upp á pallborðið hjá þessum hópi. Hugið að við- haldi núna Nú er sá tími þegar rétt er að huga að framkvæmdum vegna við- halds húseigna. Framkvæmdatími sumarsins er stuttur og of margir ákveða viðhald sumarsins seint á vorin. Reynslan hefur sýnt að til- boð sem fengin em snemma era yf- irleitt lægri en þau sem fást þegar líður á sumarið. Þá er mun meiri eftirspum eftir iðnaðannönnum til að vinna verkin og erfiðara fyrir þá að koma verkum inn í áætlanir sínar. Verö Félag íslenskra bifreiðaeigenda hef- ur um árabil rekið gagnagrunn um reksturskostnað fólksbíla sem er upp- færður reglulega. Því era nýjustu upp- lýsingar um þessi efni ávallt tiltækar félagsmönnum miðað við breytilegar forsendur, svo sem bensínverð, vexti og ýmsan reksturskostnað. Nú fer bensínverð ört hækkandi á ný eftir að hafa verið i sögulegu lágmarki á heimsmarkaði. Þótt bensínverð hér sé að stærstum hluta skattar til ríkisins þá skiptir heimsmarkaðsverðið að sjálfsögðu miklu máli fyrir íslenska neytendur og því skynsamlegt fyrir þá sem era að fjárfesta í Bensín/viðhald/dekk nýjum bílum að aðgæta hve Tryggingar/skattar/skoðun miklu þeir , „ „ „ „ eyða áður en kaup em B.lastæðl/þrif ofl. ákveðin. Mestu skiptir þó kaupverð Ve - -rnun nýja bílsins þegar leitað er hagkvæmustu bílakaupanna vaxtakostnaður því að langstærsti kostnað- arliðurinn í kaupum og rekstri nýs Samtals bíls er verðrýmunin. Verðrýmunin er þeim mun meiri sem dýrari bill er valinn. Það má þvi segja sem svo, þótt það hljómi mótsagnakennt, að þeim mun ódýrari sem nýi bíllinn er, því betri er hann - fyrir pyngju eigend- anna auðvitað. Samkvæmt þeim mælikvarða er Toyota Yaris besti bíllinn í saman- burði ijögurra gerða bíla sem kosta nýir frá 1050 þúsund krónum og upp í þrjár milljónir króna. Kostnaður við rekstur þessara bíla er borinn saman og sýnir að fyrsta árið kostar hver ek- inn kílómetri 27,55 kr. á Toyota Yaris, 32,79 á Toyota Corolla, 42,91 á Ford Mondeo Ghia og loks 56,72 kr. á Niss- an Terrano II jeppa. Miðað er við með- alakstur íjölskykiubíla sem er 15 þús- und km á ári. Ennfremur er miðað við að bíllinn hafi verið staðgreiddur og þvi einungis er miðað við vaxtakostn- að af þvi fé sem lagt var út fýrir hon- um. Sé tekið lán fyrir kaupverðinu að hluta eða öllu leyti þá yrði ijármagns- kostnaðurinn að sjálfsögðu ennþá meiri þvi að þá bætt- ust við lánsvextir sem geta verið mjög dýr- keyptir, en það er önnur saga. -SÁ Arlegur rekstrarkostnaður - Nýir bílar 1999 (5 eignarár) 413.266 Ódýrasti bíllinn: Hagkvæmnin réð - smábíll með kosti stórra bíla, segir Auður B. Guðmundsdóttir „Þetta er draumabíll að keyra hann, mjög rúmgóður að innan af ekki stærri bíl að vera. Þá má færa aftursæti til mn 15 sentímetra aftur í bílinn þannig að gólfplássið verð- ur eins og í stærstu lúxusbílum. Þá er hann lipur í stýri og góður í akstri og vinnur vel en eyðir samt sáralitlu," segir Auður B. Guð- mundsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum festi kaup á nýjum Toyota Yaris. Það hefur löngum verið sagt að ráðsett fólk sem hefur komið sér fyrir í lifinu festi fremur kaup á stærri og dýrari bílum, enda sé meira í þá lagt, þeir séu þægilegri og hentugri, endist betur og séu ör- uggari. Þessi viðtekna hugsun um endinguna, öryggið og þægindin á ekki lengur við algild rök að styðj- ast því bylting hefúr orðið í fram- leiðslu smábíla á undangengnum áratug. Þeir eru margir orðnir jafn- öruggir og stærri bílar og ekki sfð- ur endingargóðir og þægilegir og með mikið notagildi. Auður segir nýja bflinn standast stærri bflum allan snúning í flestum efhum. Hann sé snar í snúningum, hljóðlátur í akstri og þýður, líka á holóttum malarvegum. Hið innra sé hann mjög rúmgóður og útsýni úr honum gott. Innréttingar væm góðar og vel hugsað fyrir hvers konar þæg- indum sem hingað til hefði aðeins verið að fmna í mun stærri bflum. Hún sagði að miklu hefði ráðið um val þeirra hjóna á nýjum bfl að bens- íneyðslan væri lítil þannig að aðrir eiginleikai’ bflsins væra hreinn bón- us. „Þessi bíll er einstaklega rúmgóð- ur og raunar hef ég ekkert nema fal- legt um hann að segja,“ sagði Auður B. Guðmundsdóttir. -SÁ Netið til upplýsingaþjónustu: Náum betur til félagsmanna - segir framkvæmdastjóri FÍB um heimasíðu félagsins tíð verði aðeins lítill hluti vefs FÍB opinn öllum almenningi, en að- gangur að þjónustusíðum og upp- lýsingum sem félagið aflar fyrir fé- lagsmenn sína einungis opinn þeim. Þessi háttur sé hafður hjá systurfélögum FÍB í nágrannalönd- unum. Runólfur sagði að mjög mikil að- sókn hefði verið á vef FÍB frá því hann var opnaður. Bæði væri fólk að afla sér upplýsinga um fjöl- margt sem lyti að bílum, rekstri bíla og að félagsstarfi FÍB, en einnig að leita að tengingum við aðra vefi hér heima og erlendis. „Þá er mikið um það að félags- menn okkar sendi okkur erindi um tölvupóst. í þeim hefur borið á áhyggjum félagsmanna yfir þunga- Netið er ört vaxandi upplýsinga- miðill og sífellt fleiri samtök nýta sér kosti Netsins til að koma upp- lýsingum á framfæri. Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda er eitt þeirra. Félagið er fyrst og fremst neytendafélag sem sérhæfir sig í málum sem varða aðra stærstu fjárfestingu heimila og einstak- linga, bílinn. „Meginhugsunin að baki heimasíðu félagsins er að auka þjónustu við félagsmenn," segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, í samtali við DV. Runólfur segir að heimasíðan sé enn þá í þróun og sé sem stendur opin öllum, hvort sem þeir eru fé- lagar i FÍB eða ekki. Hins vegar megi vænta þess að í náinni fram- Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. skattskerfinu og menn hafa verið undrandi á því að stjórnvöld hafi ekki haft dug eða getu til að koma á svonefndu olíugjaldi. Þá eru mörg erindi um verðlagsþróun, stöðuna á eldsneytismarkaði, þró- un bensínverðs og allt niður í per- sónubundin vandamál, t.d. í tengsl- um við varahluti, þjónustu, bíla- kaup o.m.fl.,“ segir Runólfur Ólafs- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.