Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUÐAGUR 29. APRÍL 1999 23- „Uppstoppuðu dýrin tengja mann við náttúruna. Þetta rifjar upp endurminn- ingar um veiðiferðir." Lifvana vinir Ég hef safnað uppstoppuðum dýrum í fjöldamörg ár,“ segir Einar Sigfusson, kaupmaður í Sportkringlunni. „Mér finnst þau setja skemmtilegan svip á umhverf- ið.“ Uppstoppuð dýr eru í verslun- inni, á heimilinu og í sumarbú- staönum. Hann er spurður um ástæðu þess að hann fór að safna uppstoppuðum dýrum. „Ég hef haft veiðiáhuga í gegnum tíðina og mér finnst þetta tengja mig við það. Ég hef veitt lax og silung, gæsir, endur og rjúpur.“ Hann hefúr líka skotið ref, bæði hvítan og gráan. „í versluninni hangir stærsti stangveiddi lax ís- lands frá upphafi, sem veiddist í Bakká í Bakkafirði. Hann vegrn- 43 pund.“ Einar veiddi ekki þann lax. Hann segir að viðbrögð viðskipta- vinanna við uppstoppuðu dýrunum séu góð. „Öll böm sem koma í versl- unina veita laxinum athygli, en hann er grimmilegur á svipinn. Þau skoða hann mikið, sérstaklega tennumar, kjaftinn og augun. Sum em hrædd en önnur ekki. Mörg böm þekkja mig sem manninn sem vinnur i búðinni þar sem stóri laxinn er.“ Einar segir að ekki sé hægt að segja að uppstoppuöu dýrin gefi um- hverfinu líf. „Hins vegar tengja þau mann við náttúruna. Þetta rifjar upp endurminningar um veiðiferð- ir. Mér finnst þetta líka skemmtileg- ar skreytingar sem ljá umhverfinu hlýlegan svip.“ Einar á tík sem heitir Sara. Hann ætlar ekki að láta stoppa hana upp þegar hún drepst. „Það er ekki snið- ugt þegar maður binst dýrunum til- fmningaböndum. Það er svo merki- legt að tíkin sest annað slagið fyrir framan refina, horfir upp á þá og vælir með alveg sérstökum hætti. Refimir eru þá teknir niður og hún fær að skoða þá. í hennar huga eru þetta vinir hennar.“ -SJ Hræ verður „Ég reyni að gera mitt besta og hafa þetta sem eðlilegast. Ef vel tekst til er dýrið æði lifandi." DV-mynd Ómar Ingi fær dauðu dýrin í misgóðu - eða misslæmu - ástandi. Mikið er um að krakkar finni dauða fugla í Eyjum og færi Inga. „Fyrst athuga ég hvort hægt sé að stoppa dýrið upp og svo er skoriö og hreinsað. Það er allt tekið inn- an úr en ég nota bara haminn. Hauskúpan er þó látin halda sér en hún er hreinsuð og fyllt með leir. Ég reyni að gera mitt besta og hafa þetta sem eðlilegast." Vírgrind er notuð til að láta viðkom- andi dýr standa. „Ef vel tekst til er dýrið æði lifandi.“ Hann er spurður hvað dauðu dýrin séu í hans aug- um. „Ég veit **• það ekki. Fugl bara Flest dauð dýrfá að rotna ífriði þegar lífs- Ijós þeirra slokknar. Annarra bíða þau ör- lög að vera stoppuð upp og notuð sem skraut í híbýlum manna. Hamskerar breyta hræjunum í listaverk. listaverk Fugl er ÍVestmannaeyjum situr Ingi Sigurðsson og gerir að dauðum lunda. „Lundarnir fara í bara fugl túristana þegar þeir koma í sumar.“ Tvær stokkendur biða eftir að röðin komi að þeim. Ingi lærði að stoppa upp dýr fyrir 25 árum. Þá vann hann hjá Pósti og síma. „Þetta byrjaði sem hobbý. Ástæðan fýrir þessu áhugamáli er dýralífið í Eyjum." Fyrst var hann að stoppa upp fugla fyrir sjálfan sig og var fyrsta dýrið sem fór undir hnífinn fuglinn tildra. „Maður var voða montinn fyrst.“ Síðan komu ættingjar, vinir og kunningjar með dauð dýr og loks ókunnugir. Með tímanum varð svo mikið að gera að fyrir átta árum sagði Ingi starfi sínu lausu og síðan hefur hann ein- beitt sér að hamskurði. Dýrin sem hann hefur stoppað upp skipta hundruðum og auk fugla eru þetta meðal annars refir og minkar auk þess sem Ingi hefur stoppað upp hreindýra- og hrútshausa. „Krakkar hafa komiö með dauða páfagauka, en ég stoppa ekki u hunda og ketti." Uppstopp- uðu dýrin er að finna víða, svo sem á Norður- löndun- um, í Banda- ríkjun- um, Kina og Ástr- alíu. Kettirnir verða jarðaðir Þorpið Herrera de Sevilla í Andalúsíu árið 1966. Ungur maður, Manuel Arjona Cejudo, yfirgefur heimahagana og heldur til Barcelona í ævintýraleit. Þar heim- sækir hann meðal annars safn, þar sem til sýnis eru uppstoppuð dýr. Hann spyr hvort hann geti fengið þar vinnu, sem hann og fær. Honum líkar starfið vel og fær fastráðningu. Eftir ákveðinn tíma þarf hann að gegna herskyldu í tiltekinn tima. Að því loknu fær hann þriggja mánaða frí til að vinna i íslenska dýrasafninu. Þar hittir hann unga stúlku sem ástarguö- inn Amor segir að eigi eftir að verða eiginkona hans. Manuel er enn á ís- landi og starfar sem hamskeri. „Ég hef meðal annars stoppað upp ísbirni, hreindýrahausa, rostung, fiska og fugla." Uppáhaldsdýrategund- in eru fuglar. „Það er vegna þess að hægt er að hafa þá í fallegum stelling- um. Það er hægt að hafa þá eins og maður vill.“ Á íslenskum heimilum er að finna hunda og ketti sem Manuel hefur stoppað upp. „Þetta eru dýr eins og önnur dýr. Þetta eru þó ekki mörg dýr. Þetta eru þó þau dýr sem ég myndi síst vilja hafa uppstoppuð á mínu heimili." Þegar Manuel bjó á Spáni veiddi hann og safnaði dýrum. Hann er hættur þeirri iðju. „í dag lít ég á þessi dýr eingöngu sem vinnu. Heima eru til dæmis engin uppstoppuð dýr.“ Hann á tvo ketti - læðumar Tinnu og Gráu. Hann hefur ekki í hyggju að stoppa þær upp þegar þær kveðja þennan heim. „Þetta eru dýr sem mér þykir vænt um og ég ætla að jarða kettina." Tinna og Gráa verða því ekki í sama hópi og ísbirn- irnir, hreindýra- hausarnir, rostung- urinn, fiskamir og fuglanir, svo ekki sé talað um hundana og kettina sem farið hafa undir hnífinn. -SJ Uppáhaldsdýrategund Manuels eru fuglar. „Það er vegna þess að hægt er að hafa þá í fallegum stelling- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.