Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 33
X>"V FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 Verk eftir Egil Roed á sýningu hans í Hafnarborg. íslenskt landslag í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnaríjarðar, stend- ur nú ýfir sýning á verkum norska myndlistarmannsins Egils Roed. Á sýningunni sýnir Egill grafíkmyndir sem næstum allar hafa orðið til í tengslum við dvöl listamannsins í Gestavinnustofu Hafnarborgar árið 1997. Einnig eru á sýningunni verk unnin með annarri tækni. Það er augljðst að íslenskt landslag hefur haft mikil áhrif á list Egils og sjálfúr fer hann ekki leynt með hrifningu sína en hann kom í fyrsta sinn til íslands fyrir tólf árum: „ísland hefur verið mikilvægasta kveikj- an að verkum minum síðastliðin tíu ár. Verkin á sýningunni eru abstrakt landslagsverk enda eru það kannski einmitt átökin og ljóðrænan hér sem heilla mig mest.“ Egil Roed hefur starfað sem Sýningar kennari við Listaháskólann í Bergen í mörg ár og hefur einnig haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin í Hafn- arborg stendur til 10. maí og er opin alla daga kl. 12-18. Málverk í Múlalundi Þessa dagana er Kristinn Alex- andersson með yfírlitssýningu á málverkum sínum í Múlalundi - vinnustað fatlaðra. Kristinn, sem málar landslagsmyndir, er starfs- maður á Múlalundi og málar þess fyrir utan. Þj óðlagaarfurinn Þjóðlagaarfurinn verður á dag- skrá í Kaffileikhúsinu í kvöld. Er þetta haldið í tengslum við útgáfú á geisladisknum Raddir. Reynt verð- ur að bera fram þjóðlagaarfinn í sinni tærustu mynd, án aðstoðar nýmóðins hljóðfæra, og ætlunin er að gefa fólki innsýn í þennan sér- staka arf sem hér hefur varðveist. Margir af helstu kvæðamönnum landsins munu kveða rímur, drykkjuvísur, danskvæði, barna- gælur og þulur. Einnig munum við heyra gömul sálmalög sem nú eru flestum gleymd. Dagskrá kvöldsins mun hefjast kl. 21. Ætisár á íslandi Hildur Thors flytur fyrirlestur á málstofu í læknadeild sem hún nefnir: Ætisár á Islandi: Sjúkdómur aldamótakynslóöarinnar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags ís- lands, Skógarhlíð 8, efstu hæð, og hefst kl. 16 með kaffiveitingum. Samkomur V íkingaaldarminj ar Danski fomleifafræðingm'inn Dr. Steffen Stummann Hansen er stadd- ur á íslandi á vegum Fomleifastofn- unar íslands. Dr. Stummann Han- sen hefur um árabil unnið að fom- leifarannsóknum á víkingaald- arminjum í Færeyjum og á Hjaltlandi. Hann mun halda fyrir- lestur um rannsóknir sínar á Hjaltlandi kl. 17.30 í Lögbergi, stofu 101. Verndum sjálfstæði íslensku þjóðarinnar Umræðufundur verður í kosn- ingamiðstöð Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs að Suðurgötu 7 í kvöld kl. 20.30. Frummælandi verð- ur Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagn- fræðingur. Fundarstjóri er Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói: Frægur gítarkonsert og íslensk sinfónía Sinfóníuhljómsveit íslands held- ur tónleika í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Á efnisskránni era tvö spönsk verk og eitt íslenskt. Spönsku verk- in eru Espagna eftir Emmanuel Chabrier og Concierto de Aranjuez eftir Joaquin Rodrigo. íslenska verkið er Sinfónía nr. 1 eftir Atla Heimi Sveinsson. Hljómsveitar- stjóri í kvöld er Bernharður Wilkin- son, nýráðinn aðstoðarhljómsveitar- stjóri Sinfóníunnar. Einleikari í kvöld er gítarleikar- inn Manuel Barraeco en hann fædd- ist á Kúbu. Bam að aldri vakti hann undran og aðdáun fyrir gítarleik sinn á suður-amerískri tónlist. Fimmtán ára fluttist hann til Bandaríkjanna þar sem hann hélt Skemmtanir áfram námi og var aðeins átján ára þegar hann kom fram á einleikstón- leikum í Carnegie Hall. Síðan hefur hann komið fram í helstu tónleika- sölum heims, einn og einleikari með hljómsveit og leikið inn á fjölda geislaplatna. Barraeco mun leika einleik í frægum gítarkonsert Joaquin Rodrigo, sem saminn var 1939. Efni- viðurinn er sóttur í spænska þjóð- Manuel Barrueco ieikur einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld. lagatónlist og danshefð. Sinfónfa nr. 1 er síðasta verkið á starfsárinu eft- ir Atla Heimi Sveinsson sem flutt er en hann hefur verið tónskáld starfs- ársins og hafa áður verið flutt fjög- ur verka hans, Píanókonsert, Flower Shower, Hjakk og hljóm- sveitarsvíta úr óperunni Vikivaki. Tónleikamir hefjast kl. 20. Veðrið í dag Mildast á Suð- vesturlandi Skammt suður af landinu er 1010 mb. lægð sem hreyfist austur. Á Grænlandshafi er 1012 mb. lægð sem þokast austur á bóginn. Um 1000 km suður í hafi er 1032 mb. hæð. Norðaustangola eða kaldi og rign- ing suðaustan til fram eftir degi en annars fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og skúrir. Hiti 3 til 8 stig í dag, mildast suðvestan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður fremur hæg breytileg átt fram yfir hádegi en síðan suðvestangola. Smáskúrir og hiti 2 til 9 stig, mild- ast síðdegis. Sólarlag í Reykjavík: 21.44 Sólarupprás á morgun: 5.05 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.12 Árdegisflóð á morgun: 6.22 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri súld 2 Bergsstaðir alskýjað 3 Bolungarvík rigning 2 Egilsstaðir 0 Kirkjubœjarkl. rigning 4 Keflavíkurflv. úrkoma í grennd 4 Raufarhöfn alskýjaó 2 Reykjavík rigning 3 Stórhöfói skýjaó 2 Bergen léttskýjað 4 Helsinki léttskýjaó 7 Kaupmhöfn léttskýjaö 9 Ósló léttskýjaö 5 Þórshöfn rigning 5 Þrándheimur úrkoma í grennd 3 Algarve skýjaó 13 Amsterdam súld á síö. kls. 9 Barcelona skýjaö 11 Berlín skýjaö 9 Chicago heiöskírt 10 Dublin þokumóða 5 Halifax snjókoma 1 Frankfurt þokumóöa 9 Glasgow þokumóöa 7 Hamborg skýjaö 7 Jan Mayen skýjaö -3 London mistur 8 Lúxemborg léttskýjaó 9 Mallorca þokumóóa 16 Montreal heiöskírt 7 Narssarssuaq alskýjaö 2 New York hálfskýjaö 12 Orlando skýjaö 19 París skýjaö 12 Róm heiöskírt 16 Vín heiöskírt 12 Washington heiöskírt 6 Winnipeg heióskírt 14 Hálkublettir á Hellisheiði Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins. í morg- un vora hálkublettir á Hellisheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðradalsöræfum og víða á austan- verðu landinu. Vegna aurbleytu er öxulþungi tak- Færð á vegum markaður víða á vegmn og er það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Yfirleitt er takmörk- unin miðuð við sjö til tíu tonn. Eyrún Björt Litla stúlkan, sem heitir Eyrún Björt og er á myndinni með systur sinni, Hólmfríöi Ýri, tíu árá, fæddist á fæðingar- Barn dagsins deild Landspítalans 16. júní síð- astliðinn. Við fæðingu var hún 5550 grömm og 52 sentímetrar. Foreldrar hennar era Kristjana Eysteinsdóttir og Halldór Ólafs- son. Eyrún Björt býr ásamt móður sinni á Hólmavík. ik i dags®) Mark Wahlberg leikur hvítan lög- regluþjón í Kínahverfinu. Spilltar löggur Laugarásbíó sýnir spennu- myndina The Corraptor þar sem Hong Kong stjaman Chow Yun Fat er í aðalhlutverki. Leikur hann Nick Chen sem er einn besti lögregluþjónninn í New York og margheiðraður. Hann er fyrsti lögreglumaðurinn af kínversku bergi brotinn sem kemst til met- orða hjá lögreglunni. Til þess að ná svo hátt hefur hann notið að- stoðar hóps kínverskra bisness- manna sem sjá sér hag í því að hafa einn af þeim í forsvari fyrir lögregluna i Kínahverfinu. Þeg- ar slær í hart á milli hópsins sem ///////// Kvikmyndir Chen hefur taugar til og annars hóps er sendur liðsauki í hverfið og þar á meðal er Danny Wallace (Mark Whalberg) sem þekkir ekki leikreglurnar og sér allt í svörtu eða hvítu, eða það heldur Chen sem vingast við Danny, en ekki er allt sem sýnist. Nýjar myndir í kvjkmyndahúsum: Bíóhöllin: Payback Saga-Bíó: Jack Frost Bíóborgin: Message in Bottle Háskólabíó: A Civil Action Háskólabíó: Dóttir hermanns grætur ei Kringlubíó: Simon Birch Laugarásbíó: The Corruptor Regnboginn: The Faculty Stjörnubíó: Átta millímetrar Gengið Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,040 73,420 72,800 Pund 117,890 118,490 117,920 Kan. dollar 49,540 49,850 48,090 Dönsk kr. 10,4230 10,4800 10,5400 Norsk kr 9,3620 9,4130 9,3480 Sænsk kr. 8,6930 8,7410 8,7470 Fi. mark 13,0188 13,0970 13,1678 Fra. franki 11,8005 11,8714 11,9355 Belg. franki 1,9189 1,9304 1,9408 < Sviss. franki 48,1400 48,4100 49,0400 Holl. gyllini 35,1254 35,3365 35,5274 Þýskt mark 39,5772 39,8150 40,0302 ít. líra 0,039980 0,040220 0,040440 Aust. sch. 5,6253 5,6591 5,6897 Port. escudo 0,3861 0,3884 0,3905 Spá. peseti 0,4652 0,4680 0,4706 Jap. yen 0,614300 0,618000 0,607200 írskt pund 98,285 98,876 99,410 SDR 98,820000 99,410000 98,840000 ECU 77,4100 77,8700 78,2900 ... Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.