Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Landhernaður er eina leiðin Serbaher er alls ráðandi í Kosovo. Drukknir dátar fara um nauðgandi, brennandi og myrðandi að vild. Þyrlur Serba eiga alls kostar við skæruliða Kosovara, af því að flugmenn Atlantshafsbandalagsins hætta sér ekki niður úr háloftunum þá sjaldan þeir komast á loft. Markmið Atlantshafsbandalagsins var að koma í veg fyrir þjóðahreinsunina í Kosovo. Það hefur mistekizt. Nató hefur tapað þessu stríði og reynir að hefna sín á Milosevic Serbaforingja með sprengjuárásum, sem ekki hefta brjálsemi Serbahers í Kosovo hið minnsta. Leiðtogar hins sigraða og smáða bandalags hittust um helgina í Washington til að fá nýjar söguskýringar frá spunameisturum flagarans í Hvíta húsinu. Lítið kom úr þeim sorgarfundi annað en veik von um, að samstaðan í Serbíu bresti áður en samstaðan í Nató brestur. Ekki er hægt að segja, að tapaða stríðið hafi verið gagnslaust. Fljótlega neyðir það vesturveldin til að end- urmeta stöðu fimmtugs hernaðarbandalags, sem koltap- aði fyrsta stríðinu, sem það háði. Eftir Kosovo er óhjá- kvæmilegt að stokka upp spilin í rykfÖUnu Nató. Engar áætlanir voru til um eitt eða neitt og því síður neinar varaáætlanir, ef eitthvað færi öðruvísi en ætlað var. Ekkert var vitað um hugsanir og ráðagerðir Milos- evics og meðreiðarmanna hans. Ekki hafði einu sinni verið fylgzt með fréttaskýringum í fjölmiðlum. Vopnabúnaður Atlantshafsbandalagsins reyndist vera meira eða minna ónothæfur. Flugvélarnar komast vegna veðurs ekki á loft nema þriðja hvern dag að meðaltali. Hittni er sáralítil eins og í írak. Sprengjurnar lenda jafn- vel í Búlgaríu eins og þær lentu í íran í fyrra. Lykillinn að lausn málsins er að átta sig á, að Milos- evic og menn hans meta ekki velgengni sína í steypu, tækjum eða olíu. Þeir meta hana í landi. Þeir hafa náð landi frá Kosovurum og kæra sig kollótta um, þótt Nató skemmi ýmis mannvirki í hefndarskyni. Arftakar Atla Húnakonungs og Timúrs halta eru á steinaldarstigi. Því er ekkert innlegg í málið að reyna að sprengja þá inn á steinaldarstigið. Þeir nota loftárásirn- ar til að þjappa um sig trylltri ofstækisþjóð, útrýma efa- semdarmönnum og gera nágranna valta í sessi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur áttað sig á staðreyndum málsins og árangurslaust reynt að fá starfsbræður sína í tapliðinu til að hefja undirbúning landhernaðar. Á sorgarfundinum í Washington kom í ljós, að stefna hans náði ekki fram að ganga. Samt er landhemaður tiltölulega auðveldur. Hermenn Serba eru upp til hópa illa þjálfaðir drykkjurútar, sem kunna fátt annað en að níðast á almenningi. Það ætti að vera létt og löðurmannlegt fyrir herlið auðríkjanna að valta yfir þá á einni viku með litlum tilkostnaði. Landhemaður er eina vopnið gegn andstæðingi, sem metur velgengni sína í landi einu saman. Landhernaður er eina leiðin fyrir Nató til að verða trúverðugt að nýju eftir hrakfarir eins mánaðar lofthernaðar. Landhernaður er eina leiðin að markmiðum bandalagsins. Að því loknu er heppilegast fyrir Nató og bandamenn þess í Austur-Evrópu að taka héruðin Kosovo og Vojvod- ina af Serbum, sameina Kosovo Albaníu og Vojvodina Ungverjalandi og læsa landamærum þess sem eftir er af aldagamalli uppsprettu vandræða Balkanskagans. Serbar geta þá nauðgað hver öðrum og myrt hver annan og brennt hver ofan af öðrum á bak við gaddavírs- girðingu, sem verndar umheiminn fyrir æði þeirra. Jónas Kristjánsson a ikninga hlutabréfum og árbréfam í sjoðum ' s,arfimannasjóöi 1 lllu,abréfum ______ Ég hef ásamt Vilhjálmi Egilssyni lagt fram frumvarp sem gengur út á að staðgreiðsla skatta verði 20%. Þessi 20% gæfu sömu tekjur til velferðarmála að öðru óbreyttu. - Námskeið í framtali til skatts. Skattar og velferð Heilbrigt og öflugt atvinnulíf er for- senda góðs velferðar- kerfis. Hvergi í heiminum er til dæmi um gott vel- ferðarkerfi án þess að að baki því standi þrðttmikið og heil- brigt atvinnulíf. Þeir sem vilja gott vel- ferðarkerfi ættu því að huga að heilsu at- vinnulífsins og forð- ast að gera til þess óraunhæfar kröfur. Það má líta á at- vinnulífið sem drátt- arklárinn sem dreg- ur velferðarvagninn. Ef of miklu er hlaðið á klárinn, eins og sumir lofa um þessar mundir, til að borga milljarða kosningaloforð um öll góðu málin, mun hann fara að skjögra í stað þess að draga vagninn frísklega. Þá mun fara sem jafnan fyrr. At- vinnulífið skjögrar, atvinnuleysi vex og á endanum standa þeir veik- ustu verr en áður. Þaö er mikil- vægt að búa vel að atvinnulífinu. Skattleggja það hóflega, drekkja því ekki í reglum og búa því góða umgjörð þannig að það geti greitt há laun, veitt næga at- vinnu og greitt vel til velferðarkerfisins. Þetta hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar. Að örva atvinnulífið. Og við höfum uppskorið eftir því. Verðbólga er hverfandi miðað við það sem áður var, böl atvinnuleysis er nærri horfið, vextir hafa lækkað, laun og bætur hafa hækkað sem sjaldan fyrr. Mikil- vægt er að staðinn sé vörður um þennan ár- angur. Hver borgar vel- ferðina? Velferðarkerfið er fjármagnað beint með iðgjöldum tO lífeyris- sjóða og óbeint með sköttum á tekjur, eign- ir og neyslu. Skyndi- leg aukning á útgjöld- um til góðra mála kallar á hærri iðgjöld og skatta. Hærri skatt- ar á fyrirtæki minnka geta þeirra til að greiða há laun. Hærri skattar á launþega minnka sömu- leiðis aurinn í launaumslaginu. Loforð um stóraukin útgjöld án þess að bæta atvinnulífíð eru krafa um minni fjárráö heimil- anna. Aukin skattheimta dregur auk þess úr vilja fólks til að fjárfesta í atvinnulífl, minnkar hvata fyrir- tækja til að auka atvinnu og dreg- ur úr vilja launþega til þess að leggja sig fram, mennta sig eða vinna meira. Skattkerfi og tekjujöfnun Sumir lita á það sem hlutverk skattkerfísins að jafna tekjur og það er núna gert í ríkum mæli. Ekki virðist slík viðleitni skilar sér í jöfnun tekna, enda á tekju- munur sér oft eðlilegar skýringar. Þessi stefna skaðar þjóðfélagið því mikil skattlagning dregur úr dugnaði og frumkvæði einstak- linga og kerfið hvetur til misnotk- unar á bótum og til skattsvika. Til að jafna tekjur þarf skatt- kerfið að vera flókið. En flókið kerfi er óréttlátt. Hvers vegna leggjum við ofuráherslu á að skatt- kerflð jafni tekjur fyrst ókostir þess eru svo miklir en látum okk- ur ekki nægja að það afli tekna til að reka velferðarkerfið? Fegurð einfaldleikans Ég hef ásamt Vilhjálmi Egils- syni lagt fram á Alþingi frumvarp sem gengur út á að staðgreiðsla skatta verði 20%. Felldar verði niður alls konar bætur sem og per- sónufrádráttur. Þessi 20% gæfu sömu tekjur til velferðarmála að öðru óbreyttu. Meiri vinnugleði, minni skatt- og bótasvik munu auka svo tekjur ríkissjóðs að þessa prósentu má trúlega lækka fljótlega. Breytingin á að ná fram á 7 árum. Á þeim tíma mætti hækka lægstu laun meira hlut- fallslega því hin hærri þyrftu ekki að hækka eins vegna sílækkandi skatta. Slikt kerfl yrði afskaplega ein- falt og auðvelt í framkvæmd og skatteftirlit yrði leikur einn. Það er nefnilega svo að flæking og torf kostar sitt en einfaldleikinn er ódýr í framkvæmd. Við borgum jú öll kostnaðinn á einn eða annan hátt. Dr. Pétur Blöndal Kjallarinn Dr. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og stærðfræðingur „Velferðarkerfið er fjármagnað beint með iðgjöldum til lífeyris• sjóða og óbeint með skóttum á tekjur, eignir og neyslu. Skyndi■ leg aukning á útgjöldum til góðra mála kallar á hærri iðgjöld og skatta.“ Skoðanir annarra Lækkun skattprósentunnar „Brýnt er að vinda ofan af þeim skemmdarverk- um sem unnin hafa verið á staðgreiðslukerfínu frá því að því var komið á, t.d. með upptöku hátekju- skatts. Hann hefur þegar staðið um þrisvar sinnum lengur en honum var ætlað og bætt við sig tveimur prósentustigum. Er nú7%. Best væri að sjálfsögðu að menn hefðu dug til að fylgja tillögum Péturs Blöndal og Vilhjálms Egilssonar um róttæka einföldun tekju- skattskerfisins og lækkun skattprósentunnar." Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 28. apríl. Fólkið og verkalýðsfélögin Þessa dagana eiga verkalýðsforingjar innan ASÍ í harðvítugum deilum vegna félagsaðildar allstórs hóps launamanna ... Er þetta ekki í fyrsta sinn sem verkalýðsfélög heyja innbyrðisstríð af þessu tagi, enda skiptir niðurstaðan talsverðu máli því að verkalýðsfélögin og foringjar þeirra verða því öfl- ugri og valdameiri sem félagsmönnunum fjölgar. Fjölmiðlar hafa fylgst vel með framvindu þessarar deilu, en fréttamönnum hefrn þó láðst að spyrja verkalýðsforingjana einnar grundvallarspurningar: „Hvers vegna fær fólkið ekki sjálft að velja sér verkalýðsfélag?" Úr Vef-Þjóðviljanum 28. apríl. Afhelgun í kirkjunum „Það er rétt að afhelgunin sækir inn í kirkjuna með aukinni ágéngni. Alls konar skrípaleikur og apaspil sem viðgengst í hjónavígslum er angi af því. Mælikvarði alls verður skemmtanagildið eitt, allt á að vera svo frumlegt og fyndið. Prestar láta sig stundum hafa það að taka þátt í þessu. Mér finnst það ekki viðeigandi, vildi sem prestur aldrei ljá máls á slíku sjálfur og ræð prestum eindregið frá því ... Afhelgunin, sekúlariseringin er mein sem ógnar líf- inu, virðingarleysið og yfirgangurinn og ærustan sem henni fylgir er ógnun við lifið.“ Karl Sigurbjörnsson biskup í Mbl. 28. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.