Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 36
\) Vinnirujstölur miðvikudaginn 28.04. ’99 25 (27 30 §6 (45 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 Kaupmannahöfn í gær: íslendingur yfirbug- ar bankaræningja - elti þá uppi á mótorhjóli Með snarræði og snerpu yfirbug- aði íslendingur bankaræningja i miðborg Kaupmannahafnar í gær og upplýsti þar með bankarán upp á fimm milljónir króna. Brynjar Jök- ull Elíasson, 27 ára gamall íslend- ingur sem búsettur hefur verið í Danmörku undanfarin ár, var á leið í eitt af útibúum Den Danska Bank í Kaupmannahöfn um miðjan dag í (”>gær þegar fimm hettuklæddir ræn- ingjar mættu honum í dyrunum og var asi á þeim. Ræningjamir skiptu liði er út var komið og brunuðu á v prinsessurnar - í nærmynd í Fókusi sem fylgir DV á morgun eru rauðhærðu prinsessurnar á Bessastöðum undir smásjá. Rætt er við vini, kennara, fyrrum atvinnu- rekendur og fleiri og sýnist sitt hverjum. í blaðinu er birt skoðana- könnun þar sem spurt var um bestu hljómsveit íslandssögunnar og koma úrslitin mjög á óvænt. Þá er viðtal við mann sem hefur fengið sér húðflúr á flesta staði líkamans, þ. á m. innan á góminn, systkinin í Kolkrabbanum gera upp veturinn og Fókus gerir ítarlega úttekt á leik- mönnunum sem KR-sport hf. hefur keypt af Rauða ljóninu. Lífið eftir vinnu er svo á sínum stað, nákvæm- ' *ur leiðarvísir um menningar- og skemmtanalífið. braut á vélhjólum. Brynjar, sem er mótorhjólakappi, stökk upp á hjól sitt og veitti tveimur bankaræningj- anna eftirfór. „Þeir voru á svo litlum hjólum að Brynjar átti ekki í neinum vand- ræðum með að keyra þá uppi enda á miklu stærra hjóli,“ ságði Guðrún systir hans sem búsett er í Súðavík. „Eftir dágóða eftirför þrengdi Brynj- ar að þeim með þeim afleiðingum að þeir óku báðir á kyrrstæðan bíl. Þar kastaði Brynjar sér yfir annan ræningjann og hélt honum þar til lögreglan kom. Sá kjaftaði síðan öllu í lögguna," sagði Guðrún sem að vonum var stolt af afreki bróður síns í Kaupmannahöfn í gær. Greint var frá bankaráninu í danska sjónvarpinu í gærkvöldi og frammistaða fslendingsins lofuð. Ræningjamir höfðu um 500 þúsund danskar krónur eða fimm milljónir íslenskar upp úr krafsinu en fyrir tilstilli Brynjars var það fé aftur komið í hirslur Den Danska Bank fyrir lokun i gær. -EIR Farbann á Reiknað er með að lögreglan í Hafnarfirði fari fram á að fjórir Pól- verjar úr 9 manna áhöfn saltfisk- skipsins Hvítaness verði úrskurðað- ir í farbann vegna smyglsmálsins sem þcir kom upp í gær. Talið er liggja ljóst fyrir að aðrir í áhöfn- inni, allt íslendingar, séu einnig eig- endur að þeim ríflega 1.200 lítrum af áfengi sem fundust í skipinu í gær. Um eða innan við fimmtungur þess magns er 96 prósent spíri. Lögreglan handtók 11 manns í málinu og hefur öllum verið sleppt. Línur voru taldar það skýrar í mál- inu að ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir neinum. Tveir úr hópnum voru ekki í áhöfn Hvíta- 4 Pólverja Smyglmaliö telst upplýst og öllum var sleppt eftir miðnætti. ov-mynd s ness. Ekki er talið að þeir hafi átt þátt í smyglinu. -Ótt Tæp 5 kíló á felu stað í Bremen - Hamborgarkonan laus Að sögn yfirvalda í Bremen fann þýska lögreglan tæp 5 kíló af am- fetamíni á felustað í Bremerhaven í desember í máli þar sem tveir ís- lendingar, sem eru í haldi ytra, eru taldir eiga aðild að. Mennirnir tveir, sem sitja inni í Bremen ‘en voru handteknir í Lúxemborg á heimleið fyrir jól, hafa þó ekki ver- ið ákærðir og ekkert liggur fyrir enn þá um hvort slíkt verður gert. Annar þeirra er grunaður um að hafa fengið íslenska konu til að fara með kíló af amfetamíni og 120 grömm af kókaíni til Islands frá Hamborg þann 22. desember. Kon- unni var sleppt í Hamborg í gær eft- ir að dómstóll þar taldi rúmlega 4ra mánaða gæsluvarðhald og 2 ár skil- orðsbundin nægilega refsingu mið- að við aldur hennar og góða sam- vinnu við lögreglu. „Ég er auðvitað mjög ánægður," sagði faðir ungu konunnar við DV þegar dómurinn hafði verið upp kveðinn. Hann fylgdist með dóms- uppkvaðningunni þar sem tveir kviðdómendur tóku afstöðu til sak- arefnanna. Reiknað er með að sam- kvæmt dóminum sé konan þar með laus og geti farið heim til íslands. -Ótt Boriö hefur á því í höfuöborginni aö þrestir og aörlr spörfuglar fljúgi á nýju farþegaskýli SVR og íiggi eftir dauöir. Þykir strætisvagnafarþegum sárt á aö horfa, en fátt viröist til ráöa. „Það er nú þannig meö þessa spörfugla aö þeir átta sig illa á gleri. Þeir fljúga jafnvel á rúöur íbúöarhúsa sér aö fjörtjóni," sagöi Guömundur A. Guðmundsson, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun. „Ég sé ekki annaö ráö en aö fjölga auglýsingum á þessum biöskýium þannig aö þrestirnir og frændur þeirra átti sig á þessu. Á myndinni aö ofan sjást dauðir þrestir í biðskýli SVR á horni Bústaöavegar og Réttarholtsveg- ar. -EIR/ DV-mynd S Veðrið á morgun: Slydduél fyrir vestan Á morgun verður norðaustan- kaldi, slydduél og hiti 1 til 4 stig á Vestfjörðum en annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skúrir og hiti 2 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfba 2 Simi 525 8000 www.ih.is Ný, öflugri og öruggari SUBARU IMPREZA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.