Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999 Halldór Ásgrímsson, formaöur Framsóknarflokksins, á Beinni línu DV í gærkvöld: Stóriðja snýst líka um byggðir og fólk „Okkur ber aö taka tillit til umhverfísmála en við verðum að muna að þessi mál snúast líka um byggðir og ekki síst um fólk. Stóriðja á Austurlandi er engin forsenda fyrir byggð en hún er möguleiki sem menn sjá að gæti orðið að veruleika. Ég heyri talsmenn Sam- fylkingar, sérstaklega í Reykjavík, segja að fara þurfi í „annað“ og „eitthvað", en þær at- vinnugreinar eru því miður ekki til,“ sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins og utcmríkisráðherra, á Beinni línu DV í gærkvöld. Þannig háttaði til að Halldór komst ekki í bæinn vegna kosningafundar í kjördæmi sínu. Þess vegna var hann í beinu símasam- bandi við ritstjóm og svaraði þannig spurn- ingum þeirra fjölmörgu sem hringdu. Halldór sagðist ekki einn vera sá sem skap- aði kvótakerfið en breytingar hefðu verið gerðar á því í tilraun til að skapa meiri sátt um það. „Við komum til með að gera breyting- ar á kerfinu eftir því sem menn telja unnt á hverjum tima og að séu til bóta. Sumar þær breytingar sem gerðar hafa verið í nafni sátta hafa ekki allar verið til gagns. En þessa braut verða menn að feta áfram.“ Halldór vísaði fullyrðingum Sverris Her- mannssonar um 50 milljóna króna styrk til Framsóknar frá LÍÚ á bug. „Því miður hefur Sverrir fallið í þann pytt að segja hluti sem hann hefði betur látið ósagða.“ Halldór sagðist mjög fylgjandi hvalveiðum en að hann gerði sér grein fyrir hættunum. „Við munum lenda í mótlæti og þurfum að undirbúa það vel. Stjórnvöld verða að vera til- búin að fóma einhverju og eyða miklum tima í þetta mál.“ -hlh arbyggóum yrði betri en ekki verri en nú er. Þetta er ekki spurning um forsendur heldur prinsipp. „Ég er ekki í neinum vanda að samþykkja sér- staka skattlagningu á sjáv- arútveginn ef hagnaður hans eða afkoma ber það uppi. Ég tel að fólk í land- inu njóti arðs af fiskveiði- auðlindinni með margvís- legum hætti í dag. Fólk nýt- ur þess ef við getum rekið hagkvæman sjávarútveg. Þú hefúr væntanlega heyrt aðvaranir sem er verið að gefa út vegna nokkurra fyr- irtækja. Ég get ekki séð hvaða hagfræðikenningar það era sem tryggja að slík fyrirtæki komist í blómleg- an rekstur við að kaupa veiðiheimildir á uppboði. Þar að auki þurfa fyrirtæki að vita eitthvað um framtíð sína. Ég býst við því að það væri erfítt fyrir Álverið í Straumsvík að kaupa raf- magn á uppboðsmarkaði. Þessi fræði koma ekki heim og saman við mína hag- fræði.“ Björn Garðarsson, Reykjavík: Hverju svarar þú þeirri fullyröingu Sverris Hermannssonar aö LÍÚ hafi gefiö Framsóknarflokknum 50 millj- ónir króna í kosningasjóö? „Kristján Ragnarsson hefur svar- að því og ég hef engu við það að bæta. Því miður hefur Sverrir fallið í þann pytt að segja hluti sem hann hefði betur látið ósagða." Flóttafólk Þorgeir Sævarsson, Reykjavík: Veröur Landsvirkjun gerö aö hluta- félagi á nœstunni? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það. Hins vegar era uppi áform um veralegar skipulagsbreyt- ingar á orkukerfinu sem iðnaðar- . ráðherra telur að geti tryggt lægra orkuverð í landinu, m.a. með meiri samkeppni. Ríkið á ekki eitt í Landsvirkjun en mér finnst mjög mikilvægt að rikið eigi öflugt orku- dreifingarfyrirtæki til að tryggja ódýra orku í landinu svo við séum samkeppnisfær við önnur lönd.“ Tryggvi Þrastarson, Reykjavík: Er ekki erfitt aö finna húsnœöi handa flóttafólkinu frá Kosovo? Hver fjármagnar kostnaöinn viö þaó? „Því fólki sem kom frá Kosovo hefur verið fundið húsnæði og það voru ýmsir sem réttu hjálparhönd við það. Ríkið hefur verulegan kostnað af móttöku flóttamanna. Hugmyndin er sú að á móti næsta • hópi flóttafólks veröi tekið á Eiðum. Hópurinn muni dvelja þar um tíma og síðan verði fundið húsnæði. Ég var staddur á Egilsstöðum í fyrra- dag og hitti þar fulltrúa Rauða krossins til þess að fara yfir þessi mál. Það kemur til greina að fólkinu verði komið fyrir í Fjarðabyggð og mér var tjáð að þar væri nokkuð um ónotað ibúðarhúsnæði. Ég spurðist jafnframt fyrir á vinnu- stöðum hvort mögulegt væri að út- vega þessu fólki vinnu og menn töldu ekki vandkvæði á því. Endan- leg ákvörðun hefur hins vegar ekki verið tekin um hvar flóttamönnun- um verður komið fyrir.“ •» Steingrímur Viktorsson, Aust- ur-Landeyjum: Hvernig vildir þú breyta stjórnarskránni í kjölfar kvótadóms Hœstaréttar? „Ég vildi ekki breyta stjómar- skránni. Það er misskilningur og hártogun. Ég sagði að við ættum að breyta lögunum til að koma til móts við dóm Hæstaréttar. Ef það er hins vegar svo að Alþingi hafi ekki vald á því eða geti ekki sett lög um fisk- veiðistjórnun til verndar fiskistofn- unum, sem er það sama og að tryggja kynslóðum framtíðarinnar grundvöll, þá hljótum við að spyrja okkur hvort við þurfum ekki að tryggja það í stjórnarskrá að Al- þingi beri skylda að vemda fiski- stofnana. Þetta var það sem ég sagði hvernig svo sem menn hafa svo snú- ið út úr þessu.“ Erla Jensdóttir, Reykjavlk: Ég er 75% öryrki og spyr ráöherra ' hvernig ég eigi aó lifa af örorkubót- unum. Félagsmál hafa veriö á ykkar könnu og þiö lofuóuö öllu fögru fyr- ir síöustu kosningar. Mínar bœtur hafa skerst síöan árið 1991 og eins og staóan er í dag á ég ekki fyrir nauö- þurftum seinni hluta mánaóar. „Ég get ekki svarað þessu öðru- vísi en að örorkubætur eru til þess að hjálpa fólki í þessari stöðu. Þær nægja í mörgum tilfellum ekki og við þurfum að halda áfram að bæta kjör öryrkja. Það er eitt af okkar markmiðum. Það er hins vegar rangt að við höfum lofað öllu fögru. Það sem við sögðumst ætla að gera var að verja ákveðnum fjárhæðum til lífskjarajöfnunar í landinu og það höfum við gert betur en til stóð í upphafi. Þeir sem gagnrýna okkur mest eru þeir sömu og vora í ríkis- stjóm á undan okkur, þ.e. fulltrúar Alþýðuflokks, nú Samfylkingar, vita að það var skerðing á þessum bótum í þeirra stjórnartíð. Þessi gagnrýni hljómar þvi undarlega. Ef okkur tekst ekki að auka verðmæta- sköpun og tekjur í landinu þá höf- um við ekki svigrúm til að hjálpa þeim sem minna mega sín.“ Dýr barátta Þorsteinn Sigurðsson, Suður- nesjum: Hvaö kostar kosningabar- átta Framsóknarflokksins? Teljiði að auglýsingaherferö ykkar, sem hef- ur veriö áberandi, hafi mistekist ef marka má skoóanakannanir? „Fyrir síðustu kosningar reikn- uðum við með því að baráttan myndi kosta að minnsta kosti 12 til 15 milljónir. Hún fór yfir 20 milljón- ir þegar upp var staðið. Ég geri ráð fyrir því að baráttan í ár verði eitt- hvað dýrari en ég hef engar tölur yfir það. Ég tel kosningabaráttuna alls ekki hafa mistekist. Við höfum verið með vandað efni, skipulagt okkur vel og undirbúið baráttuna lengi.“ Stefán Gissurarson, Reykjavík: Þegar sjómannaafslátturinn var sett- ur á sínum tíma var þaó vegna þess aö menn fengust ekki á sjóinn. Nú hafa aöstœöur breyst og fleiri um plássin en komast aö. Á móti kemur aö erfitt er aó fá fólk í landvinnsl- una. Þyrfti ekki aó breyta þessum af- slœtti þannig að hann rynni til fólks- ins í landi? „Það er ekki alveg rétt að á sin- um tíma hafi verið erfitt að manna skipin. Ég var sjávarútvegsráðherra á þessum tíma og minnist erfiðrar kjaradeilu. Afslátturinn var hluti af kjarasamningi sjómanna sem ég vO standa við. Ég er ekki tilbúinn að rifta þeim hluta einhliða. Það er auðvitað mikilvægt að sjávarútveg- urinn geti greitt sínu fólki betri laun og ég vonast til þess að hann verði smátt og smátt hæfari til þess. Eitt veit ég að það mun ekki hjálpa ef greinin verður sérstaklega skatt- lögð.“ Markús Möller, Garðabæ: Þú hefur lagst eindregió gegn uppboói á veiðileyfum eöa veiðileyfagjaldtöku. Myndi þaö breyta afstöóu þinni ef þrennt lœgi fyrir? í fyrsta lagi aö án gjaldtöku eóa uppboós nyti almenn- ingur ekki arós af fiskistofnunum. í ööru lagi aó gjaldtaka eóa uppboö samrœmdist prýóilega blómlegum rekstri í sjávarútvegi og í þriöja lagi aó gjaldtöku eöa uppboó mœtti fram- kvœma þannig aó hagur íbúa í sjáv- Reglur smábáta Alda Jónsdóttir, Reykjavík: Ætlar Fram- sóknarflokkurinn aö horfa á þaó af- skiptalaust aó 300 sjómenn í sóknar- dagakerfinu tapi bœöi bátum sínum og atvinnu? Ef svo er, hefur flokkur- inn þá atvinnu vísa handa þessum hópi manna svo þeir geti greitt skuldir sínar? „Við höfum verið að breyta ýmsu í sóknarkerfinu, fjölga dögum til að auðvelda fyrir þessum bátum. Við verðum hins vegar að taka tillit til þess að það era margir flokkar smá- báta sem bera sig saman og það hafa ýmsir orðið fyrir skerðingum. Það er ekkert sérstakt á prjónunum að breyta reglum um smábátana, en þær verða til umræðu áfram og það er fyrst og fremst svigrúm til að lag- færa það ef um verður að ræða verulega aflaaukningu. Þetta er ekki auðvelt mál, sumir bátar hafa valið sér aflamark, þeir fengu upp- lýsingar um að sóknarmarksleiðin væri ekki fær. Ef við förum langt í þá átt verður líka að endurskoða val þeirra sem tóku þá ákvörðun á röngum forsendum." Hjalti Már Þórisson, Kópavogi: Eigum vió aö fara aö fordœmi ann- arra vestrœnna lýórœðisþjóóa og setja lög um fjármál stjórnmála- flokka og gera þeim skylt aö opin- bera bókhald sitt og gefa raunveru- legu lýðrœöi tœkifæri? „Það var sett niður nefnd á veg- um stjórnmálaflokkanna til að fjalla um fjármál flokkanna og hún komst að niðurstöðu og var sammála. Þetta var í kjölfar gagnrýni sem kom fram. Við birtum okkar reikn- inga á okkar fundmn. Ég kannast ekki við það neins staðar í heimin- um að bókhald flokka sé opið fyrir hvem sem er. Ef aðili styrkir okkur þá ríkir um það trúnaður. í mörg- um tilfellum vill viðkomandi af ýmsum ástæðum ekki láta vita af því að hann styrki flokkinn. Ég tel að hafa beri það í heiðri.“ Ragnar Ólafsson: Núverandi ríkisstjórn svipti eftirlaunaþega frá- drœtti vegna lífeyrisgjalda sem Viö- eyjarstjórnin haföi komiö á. Ert þú tilbúinn aö beita þér fyrir því að eft- irlaunafólk fái þennan frádrátt? „Það er ljóst að þetta var ákveðið, en það var ekkert stefnumál okkar framsóknarmanna sérstaklega. í stað þessa væru iðgjöld í lífeyrissjóð frádráttarbær og um það var samið við verkalýðshreyfinguna. Krafa eldri borgara í dag er að hluti af eft- irlaunum verði skattlagður sam- kvæmt ákvæðum um fjármagnstekj- ur. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins síðast var samþykkt álykt- un um það að hluti af eftirlaunum yrði talinri til fjármagnstekna. Við ætlum að vinna úr því, en ég vil hins vegar benda á að ef það er gert þá gæti verið að þeir sem hafa lægstar tekjumar og ekki greiða tekjuskatt í dag færu þá að greiða fjármagnstekjuskatt." Eigum að veiða hvali Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Kópavogi: Hvers vegna þorir þú ekki í kapprœöur viö Valdimar Jó- hannesson, frambjóóanda Frjáls- lyrtda flokksins í Reykjanesi, um fiskveiöistefnuna? „Ég óttast það hreint ekki að ræða við Valdimar en ég er enginn sérstakur hólmgöngukappi í stjóm- málum. Ég hef reyndar rætt þessi mál við hann á opinberum fundi og á trúlega eftir að gera meira af þvi.“ Birgir Björnsson, Hafnarfirði: Viltu aó viö byrjum aó veióa hvali? Og óttastu þaó aö andstœóingar veiö- anna reyni skemmdarverk hér á landi? „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að við eigum að veiða hvali og tel nauðsynlegt að við byrjum að veiða hvali á nýjan leik. Við mun-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.