Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 15 Sumarið og eldamennskan: Nýtið kolin sem best breiða álpappír þétt yfir kolin og þeg- ar þú tekur hann af gýs upp hitinn," segir hann. Ef þú nýtir ekki öll kolin er svo hægt að tína þau upp í jám- kassa t.d. og hvolfa þeim svo yfir næst þegar grillað er. En ég ráðlegg mönnum að gæta þess að það sé örugglega enginn hiti í þeim.“ [ngvar segir að steikina eigi að setja á griilið þegar almennileg- jm hita er náð. „Ef þú ert að grilla þunna steik þá eru þær tilbúnar um leið og safa- pollar byrja að myndast ofan á steikinni. Þá er hún medium og kannski rétt rúmlega það. En þegar menn eru með stærri steikur þá er æski- legt að fólk kaupi sér hitamæli. Það er góð fjárfesting. Mælamir kosta um 1.000 krón- ur sem er minna en fólk er að kaupa kjötið á. Það er ekkert leiðin- legra en að vera með gesti í mat og eyðileggja steikina," sagði Ingvar Sigurðs- son, yfirkokkur á Argentínu. -hb Tími sumarsins er kominn og landsmenn famir að taka í notkun grillið, heima og í sumarbústöðum. DV fékk Ingvar Sigurðsson, yfirkokk á Argentínu, til að gefa góð ráð um hvemig ætti að bera sig að þegar velja ætti kjöt á grillið og hvemig best væri að nýta kolin fyrir þá sem velja gamla góða kolagrillið. „Það er langbest að nota kolagrill. Gasgrillið er gott og gilt en kolin gefa hið eina sanna bragð í kjötið. Gas- grillið verður aldrei annað en eftirlík- ing,“ segir Ingvar sem notar heima hjá sér bæði kola- og gasgrill. „Ég nota kolagrillið ef ég er að vanda mig en gasgrillið ef ég er að flýta mér,“ segir hann. Ingvar telur mikilvægt að þeir sem era að taka grillið fram eftir vetr- ardvala skoði gaumgæfilega hvort það sé eins og skyldi. „Sumir era núna að vakna upp við vondan draum ef leifar frá síðasta sumri era á grillinu. Menn verða að ganga vel frá grillinu. Svo getur eitthvað verið bilað og þá þýðir ekkert að henda því til hliðar og kaupa nýtt. Það er nánast hægt að fá alla aukahluti í grilliið, t.d. hjá Skelj- imgsbúðinni. Hvort það era neista- gjafar eða annað.“ Kjötið valið „Það er vandasamt að velja gott kjöt. Svin hefur þann eiginleika að það er alltaf ferskt og yfirleitt era mjög góð kaup í svínakjöti. Það er selt ferskt í búðum eins og reyndar kjúklingar. Lundimar era góðar af svíninu, í þeim er lítil fita. Ég er alltaf hrifinn af svíninu, það er hægt að krydda það í allar áttir. En menn mega ekki vera hræddir við að kaupa kjöt með fitu. í góðu kjöti verður að vera einhver fita. Hún hefur svo mik- ið að segja upp á bragðgæði kjötsins. Því feitara sem t.d. nautakjöt er því betra er það. Varðandi bein í kjötinu þá gerir kilóverðið á kjötinu ráð fyrir því að það séu bein. Það er ódýr- ara en þegar um er að ræða kjöt án beina þannig að kílóverðið er það sama þegar upp er staðið. Sama varðar lamba- læri sem dugir fyrir 6-8 manns,“ segir hann. Ingvar Sigurðsson, yfirkokkur á Argentínu. Nýtið kolin Ingvar segrn að engm þumalputtaregla gildi þegar um magn kola er að ræða. „Aðalatriðið er að nota nóg af kolum og það er hægt að nota þau aftur ef kæft er í þeim. Tökum sem dæmi að ef Grillráð Áhöld Þegar unnið er við útigrill er æskilegt að hafa eftirtalin áhöld: Þykka grillhanska, grilltöng, pensil, grillspaða, beittan hníf, skurðarbretti, vírbursta og úða- brúsa sem hægt er að fylla með vatni til að slökkva óæskilegan eld sem getur komið upp. Eldunartími Uppgefinn eldunartími er fyrst og fremst til leiðbeiningar. Raun- verulegur eldunartími fer m.a. eftir fjai'lægð ristar ífá kolunum (eða brennaranum) og eftir veör- áttu - það tekur lengri tíma að grilla í trekk en logni. Við stuttan eldunartíma (lítil og þunn kjöt- eða fisk- stykki) skal ristin vera þétt við kolin en við langan eldunartíma (stærri stykki) skal ristin vera langt frá kolunum. Hreinleiki Haldið grillinu alltaf vel hreinu. Sérstaklega þarf ristin að vera hrein. Ágætt er að leggja þykkan álpappír í botninn á grill- inu. Grillpinnar Grillpinnar úr tré vilja brenna á grillinu. TO að koma í veg fyrir það er gott aö láta þá liggja í vatni fyrir notkun í a.m.k. 12 klukkustundir. Salt og safi Best er að salta kjötið ekki fyrr en að steikingu er lokið. Stingið ekki í kjötið með gaffii eða prjóni, þá rennur safinn úr kjötinu og það verður þurrt. Ráöin eru tekin úr Grillbók Hagkaups Málefni öryrkja Fundur í kosningamiðstöðinni Ármúla 23, í kvöld kl. 20.30. Afkomutrygging Góðærið fyrír a Gestgjafar: Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Garðar Sverrisson varaformaöur Öryrkjabandalagsins flytur ávarp. Dúettinn Súkkat tekur á málunum á sinn hátt. Kosningamiðstöðin Ármúla 23, sími 588 4350 Samfylkingin IqQ f Reykjavík v) ** www.samfylking.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.