Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 ELFA Fréttir Arni M. Mathiesen, efsti maður D-lista á Reykjanesi: Handbolti, hestar og stjórnmál Við göntumst stundum með það í íjölskyldunni að innan hennar tali fólk aðeins um þrennt: handbolta, hesta og stjórnmál," segir Árni Mathiesen, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Árni er mikill íþróttaáhugamaður. Hann kemur úr fjölskyldu þar sem mikili áhugi er á íþróttum og stjórn- málum og ýmsir hafa gert garðinn frægan í hvoru tveggja, m.a. báðir for- eldrar hans, bróðir og systir og fleiri nánir ættingjar. Sjálfur var Árni keppnismaður í handbolta í yngri flokkunum, en því var sjálfhætt þegar hann strax að loknu stúdentsprófi fór út til Skotlands til að nema dýralækn- ingar. Þar skipti hann hins vegar um íþróttagrein og lék rugby, bæði með háskólaliðum og klúbbum meðan hann dvaldi í Skotlandi. DV fylgdist með Árna á leik FH og Aftureldingar sem fram fór í Kaplakrika á dögunum. Þar var hann í hópi góðra vina og félaga úr FH sem hvöttu sína menn óspart. Hann var Þarna hafa FH-menn gert góðan hlut, ef marka má svipinn á Árna M. Mathiesen á leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika. Arni klappar sínum mönnum lof í lófa og formaður FH, Gunn- laugur Magnússon, er greinilega ánægður á svip. spurður um aðdráttarafl handboltans og íþrótta al- mennt. „Það er keppnin og það að ná ár- angri sem gerir allar iþróttir spennandi að fylgjast með þeim og taka þátt í þeim. í grunninn snúast íþrótt- ir um að byggja sig upp líkamlega og andlega til að verða færari og betur undirbúinn að takast á við lífið í þjóð- félaginu. Til þess eru íþróttir mjög góður undirbúningur. Þá hefur það skemmtigildi bæði að taka þátt í íþróttum og fylgjast með þeim. Því meira sem maður lifir sig inn í leik- inn þeim mun skemmtilegra er það og ég á mjög auðvelt með það,“ segir Ámi. Og það leynir sér ekki að félag- ar hans eru honum sammála, þeir Gunnlaugur Magnússon, formaður FH, og Jón Kr. Óskarsson. Árni hefur starfað í stjóm hand- knattleiksdeildar FH frá táningsárum og alkominn heim að loknu námi fór hann að æfa handbolta á ný og varð formaður handknattleiksdeildar FH. Hann hefur þvi verið þátttakandi í handboltanum frá öllum hliðum hans - sem keppnismaður, áhorfandi og stjórnandi og í síðastnefnda hlutverk- inu fylgt sínum mönnum til sigurs í Islandsmeistaramóti. -SÁ Árni sér smugu opnast í vörn andstæðinganna og Gunnlaugur fylgist áhyggjufullur með hvort strákunum takist að nýta hana. DV-myndir E. Ól. P. LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir verslanir - iðnað - lagera Fyrir heitt vatn. Afköst 10 -150 kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð //// Elnar »# Farestvelt & Co.hf. Borgamipi 28 g 562 2901 ot 562 2900 Aðalfundur Vesturgötu 3 ehf.r Hlaðvarpans, verður haldinn laugardaginn 8. maí nk., kl. 12.00. Hluthafar hvattir til að mæta. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjónnin Skjár 1 er öllum opinn án endurgjalds, Stöóin er rekin á au. (Jtbreióslusvie ói Skjás 1: Faxafló as va óió Suöurnes Suóurland Akranes Til aö stilla inn á myndlykil veljiö fyrst CP takka, stimpliö síöan inn 63 eöa 99, mism unandi eflir endurvarpi. Surtna Sunnlensh rjálmióluim Siml: 4112-3840 Þegar mynd er komin ýtiö þá á opin tígul, slátiö inn minnisnúmer og síðan á lokaöan tígul. Endið aðgerð meó aö ýta aftur á CP takkann. Stööin er nú fösl í minni á lyklinum. Skjár 1 er sendur út á örbylgjn og á Breidvarpi Landsímans. Ef pú þarft adstoö viö aö stilla á Skjá 1 hringdn í 544-4242 og starsmenn stöövarinnar munu teiöbeina þér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.