Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 6
6 Fréttir iAI/v.<U,H’JlJAUL)í<í/ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 I>V Stórsigur Frjálslynda flokksins á VestQöröum: Framar björtustu vonum - sagði Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður DV, ísafjaröarbæ: „Þetta er framar björtustu von- um. Ég er afskaplega ánægður með þennan árangur," sagði Guðjón Amar Kristjánsson þegar ljóst var að hann var öruggur með að ná kjöri sem þingmaöur Frjálslynda flokksins á Vestíjörðum. Guðjóni og félögum hafði verið spáð rnn 10 pró- senta fylgi en þeir tvöfolduðu það nánast og komu þannig að manni, auk þess að draga Sverri Hermanns- son með sér sem uppbótarmann. Er þetta ekki persónuleg uppreisn œru fyrir þig eftir aö hafa ekki hlot- iö náö innan Sjálfstœöisflokksins í þriöja sœti á D-lista? „Jú, og þetta er líka mikill stuðn- ingur við þann málflutning sem ég hef haldið fram í tíu ár. Ég hef ekk- ert þurft að breyta mínum málflutn- ingi í fiskveiðistjómunarmálunum undir merkjum Frjálslynda flokks- ins. Þar hef ég verið að vara við því hvert við væmm að fara með núver- andi stefnu." Áttu von á því aö frjálslyndir fái einhverju þokaö í þessum málum á Alþingi? „Ég vonast til þess að fólk hlusti á skynsamlegar tillögur. Fólk á Vestfjörðum virðist hafa gert það og ég vonast til þess að aðrir geri það líka.“ Góð tilfinning „Þetta er afskaplega góð tilfmn- ing,“ sagði Pétur Bjarnason, annar maður á lista Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum, sem var mjög nálægt því að ná sjálfur inn á þing fyrir fjórum ámm undir nafni Vestfjarða- listans. „Reyndar vora síðustu kosningar þannig að ég fékk líka þingsæti í fyrstu tölum. Nú era þetta slíkir yfirburðir að það dugar vel til að ná inn manni og þetta er mjög góð tilfinning." -HKr Mikil gleði var í herbúðum Frjálslynda flokksins á ísafirði á laugardagskvöld, spilað á nikku og sungið. Guðjón A. Kristjánsson fagnaði mjög þegar sýnt var að hann hefði náð kjöri. DV-myndir Hörður Kristinn H. Gunnarsson: Gerir tilkall til ráðherrastöðu Kristín Halldórsdóttir og Gunn- steinn Gunnarsson, heilsu- gæslulæknir f Kópavogi, fögn- uðu fyrstu tölum VG í kosn- ingahófi. DV-mynd Teitur Kristín Halldórsdóttir: Inni og úti á víxl alla nóttina „Ætli minn tími sé ekki loks- ins kominn, að hætta, núna tek- ur við að taka til í húsakynnum sínun|“ sagði Kristín Halldórs- dóttir: alþingismaður sem féll naumlega af þingi á æsispenn- andi kosninganótt þar sem margir voru á ferð og flugi, út og inn af þingi. Hún ætlar að taka áfram þátt í starfsemi Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs. Fall Árna Gunnarssonar Skagfirðings í Norðurlandi vestra varð til þess að Fram- sóknarflokkurinn fékk uppbót- arþingsæti í Reykjaneskjör- dæmi, sem er næsta óvenjulegt, en þetta ýtti Kristinu út. Kristín sagði í gær að hún liti ekki á þessa niðurstöðu sem áfall. Þvert á móti væri hún himinlifandi með gengi vinstri- DV, Ísaíiröi: „Þaö er greinilega urgur á lands- byggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn tapar þingmönnnum þar og Fram- sóknarflokkurinn líka. Vinningur Sjálfstæðisflokksins er allur á höf- uðborgarsvæðinu. Ég les út úr þessu þau skilaboð að það sé óánægja á landsbyggðinni, þó svo að við getum verið nokkuð ánægðir, framsóknarmenn á Vestfjörðum. Við eram að vinna á þrátt fyrir að - í öbreyttu stj órnarmynstri það sé hvergi harðari orrasta en hér. Staða frjálslyndra kemur dálít- ið á óvart. Hún er mun sterkari en búist var við. Það segir auðvitað sína sögu um óánægjuna," sagði Kristinn H. Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjöröum. „Ég er sáttur við þetta fyrir mína parta. Ég minni nú á að ef ég má leyfa mér að nefha minn gamla flokk þá tapaði hann í síðustu kosn- ingum alls staðar nema á Vestfjörð- Kristinn H. Gunnarsson. um. Þar bætti ég við mig pósenti þannig að við vinnum alltaf." Kristinn gaf það út fyrir kosning- ar að hann gerði tilkall til stöðu sjávarútvegsráðherra eftir kosning- ar. Hann er enn sama sinnis og tel- ur sig hafa til þess sterkari stöðu en áður innan flokksins eftir að hafa náð að hifa hann upp á Vest- fjörðum um rúm 3%, með 23,2% at- kvæða, á meðan tap er nánast um allt land. -H.Kr. grænna, sem naou siurca ög ár- angursríka baráttu, náðu 15.115 atkvæðum yfir landið allt, fengu 9,1 prósent atkvæðanna og 6 þingmenn. Kristín fékk hátt á þriöja þúsund atkvæði, en það dugði ekki. Kristín segir að það hafi hreint ekki verið þægilegt aö vera inni og úti á víxl á kosn- inganóttina. „Maður verður að kunna að taka ósigri eins og sigri," sagði Kristín í samtali við DV í gær. -JBP Áj Nike Perísh W: Leather. Gðður ji/ æfingaskór. Heill Phylon™ millisóli og sterkur ytri sóli með góðu gripi. Stærðir 32- 38.5. iGGbök Reebok AXT 7500 Sterkur og stöðugur / Iþróttaskór, ytri sóli úr srerku munstruðu gúmfi, sem gefur gott grip, 4 Irtir. St. 27-38. ■ Pro Touch Field Trainer, Bamasportskór, með sterkum gúmml sóla. Léttir og þægilegir, fæst I fleiri litum. Stærðir 28-41. sími 5I0 8020 ■ - ■ Umbro AS Chelsea möl. Barna- og unglinga fótboltaskór úr gerviefni. AS stendur fyrir Alan Shearer, fótboltastjarna sem hannar skóna í samvinnu við Umbro. Stærðir 28-38. Athí Intersport fótboltasokkar að verömæti 640kr. fylgja með!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.