Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Leiðtogar á kosningahátíð í Naustinu: Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Margrét Frímannsdóttir. DV-myndir Pjetur Þungt andrúmsloft á kosningahátíö Samfylkingarinnar í Naustinu: Eitthvað klikkaði alvarlega í Reykjavík - segir Össur Skarphéöinsson - Jóhanna mótmælir Össur Skarphéðinsson spældur með Samfylkinguna í Reykjavík. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Árnýju Sveinbjörnsdóttur, og Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni frambjóðanda. „Ég er spældur með útkomuna í Reykjavík en ánægður með starflð á landsbyggðinni. Eitthvað hefur klikkað alvarlega í höfuðborginni og líklega það að þeir sem leiddu listann hafa ekki staðið sig nógu vel - og þá undanskil ég ekki sjálfan mig,“ sagði Össur Skarphéðinsson á kosningahátið Samfylkingarinnar í Naustinu við Vesturgötu þegar lin- ur fóru að skýrast við lok kjördags. „Skortur á leiðtoga þar til á enda- sprettinum varð okkur fjötur um fót, svo og víðfeðm stefnuskrá þar sem við vanræktum að leggja áherslu á höfuðatriðin." Vantaði flokk Stemningin í Naustinu var í takt við þessa skoðun Össurar. Heyra mátti saumnál detta þegar fyrstu tölur bárust úr Reykjavík. Engin fagnaðarlæti, menn störðu bara á sjónvarpsskjáinn. Við háborðið hafði Jóhanna Sigurðardóttir komið sér fyrir ásamt Bryndísi Hlöðvers- dóttur og eiginmanni hennar og kosningastjóra Samfylkingarinnar, Hákoni Gunnarssyni. Það hýrnaði þó yfir háborðinu þegar leið á kvöldið og Margrét Frímannsdóttir hafði bæst í hópinn. Hún sagðist vera hamingjusöm og í sjöunda himni yfir því að hafa náð þeim áfanga sem stefnt hafði verið að: sameiginlegu framboði vinstri- manna á öllu landinu: „Stærstu mis- tök okkar voru að stofna ekki flokk strax í upphafi en við bætum úr því,“ sagði Margrét Frímannnsdótt- ir. Undir það tók Jóhanna Sigurðar- dóttir og hún var ekki eins spæld og Össur Skarphéðinsson yflr gengi fylkingarinnar í Reykjavík: „Það lögðu sig allir fram og gerðu sitt besta. Ég gerði mitt besta og Öss- ur gerði það líka. Ég sé ekki að það hafi orðið neitt stórslys á leiðinni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Óbreyttir liðsmenn á kosninga- vöku Samfylkingarinnar tíndust inn og út og sögðust margir ætla að koma seinna. Mörður Árnason sagði hins vegar að það sem skipti máli væri að menn færu ekki aftur til síns heima. Steingrímur J. fór of seint „Samfylkingin er komin til að vera, burtséð frá úrslitum þessara kosninga. Ég spái þvi að nýr flokk- ur verði stofnaður í september og þá hefst siglingin. Mistök okkar voru þau að festast í smáatriðum og vera krafln svara um þau. Fjölda- hreyfing eins og okkar á að segja hvert stefna skuli en láta smáflokk- unum eftir smáatriðin. Ekki er Sjálfstæðisflokkurinn að velta sér upp úr smáatriðum í pólitík. Þá má ekki gleyma því að við vorum með Steingrím J. Sigfússon og Kristin H. Gunnarsson innanborðs í allri und- irbúningsvinnu og það er mín skoð- un að við hefðum átt aö losa okkur við þá strax,“ sagði Mörður Árna- son. Krafa um fullkomnun Skýringarnar á kosningaúrslitun- um voru margslungnar í Naustinu og gamalreyndur alþýðubandalags- maður kaus að líkja þeim við vænt- ingar kvenna eftir hinum fullkomna eiginmanni. Konur vilji fullkominn mann en vakni svo upp við hliðina á venjulegum karlmanni með kost- um og löstum. Væntingarnar til sameiginlegs framboðs vinstriflokk- anna hafi verið krafa um fullkomn- un en svo hafl framboðin og kosn- ingabaráttan leitt annað í ljós. Jakob Frímann Magnússon, einn fjölmargra væntanlegra varaþing- manna Samfylkingarinnar, kenndi knöppum tíma um hvemig farið hefði. Lengri tími og betra skipulag hefði geflð aðra útkomu. Ekki var laust við að samfylking- armenn litu öfundaraugum árangur Steingríms J. Sigfússonar og hans manna eftir því sem tölur birtust á skjánum. Gamall félagi var að skjóta þeim ref fyrir rass. Össur Skarphéðinsson var ekki feiminn við að viðurkenna það: „U-listinn er sigurvegari þessara kosninga og sá maður sem hefur vaxið mest í þessum kosningaslag er Steingrímur J. Sigfússon. Ég vildi gjarnan vera í flokki sem rúm- aði okkur báða,“ sagði Össur og bætti því við að spá hans væri að nýr flokkur samfylkingarmanna yrði stofnaður árið 2000. -EIR INNKA UPA STOFNUN REYKJA VIKURBORGAR F ríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðarlögun við leikskóla í Húsahverfi. Helstu magntölur eru: Malbik: 750 m2 Hellulögn: 320 m2 Trjábeð: 430 m2 Grassvæði: 1.150 m2 Verklok eru 25. júlí 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: 20. maí 1999, kl. 11.00 á sama stað. BGD 62/9 F.h. Sambands ísienskra sveitafélaga og Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags íslands er óskað eftir tilboðum í 7 slökkvibíla ásamt slökkvikerrum. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 29. júní 1999, kl. 11.00 á sama stað. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. EBÍ 63/9 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Kringlan-Listabraut, breytingar. Gatnagerð og lagnir. Helstu magntölur eru: Upprif malbiks og gangstétta: 3.500 m2 Holræsi 250mm: 90 m Púkk: 2.000 m2 Hellur: 240 m2 Steyptar gangstéttar: 500 m2 Þökur: 800 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1 .október 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 11. maí 1999, gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: 20. maí 1999, kl. 14.00 á sama stað. GAT 64/9 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið Safnæðakista fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjunaf. Um er að ræða efnisútvegun, forsmíði og flutning til Nesjavella á einni tengikistu úr svörtu stáli í þrýstiflokki PN 25, sem samanstendur af einni DN1000 og einni DN700 pípu með millitengingum. Heildarstálþungi er 15 tonn.Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 12. maí 1999 gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: 26. maí 1999, kl. 11.00 á sama stað. OVR 65/9 Mörður Árnason fylgist með nýjustu tölum og spáir flokksstofnun í septem- ber.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.