Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Spurningin Hvað gerir þú á kvöldin? Kjartan Kjartansson nemi: Ég læri eins og brjálæðingur. Gunnlaugur Halldórsson verka- maður: Hitt og þetta. Ég horfl til dæmis á sjónvarpið. Allison Hair, au pair: Ég elda og vona að kærastinn sé að læra. Viðar Hjálmarsson flugmaður: Ég slaka á og reyni að hafa það gott. Freyr Eyjólfsson: Þið viljið ekki vita það. Lesendur_________________ Bið getur orðið á stjórnarmyndun - endurnýjað umboð eða „nýsköpun“ Ávísun upp á áframhaldandi stöðugleika með endurnýjun umboðs núver- andi ríkisstjórnar eða „sögulegum sáttum" með nýrri nýsköpunarstjórn? - Nýsköpunarstjórnin frá 1944 undir forsaeti Ólafs Thors. Magnús Sigurðsson skrifar: Það ætlar að fara eins og einhver orðaði það í lesendabréfi í DV fyrir nokkru að spennan í kosningaslagn- um vegna alþingiskosninganna kemst ekki í hálfkvisti við þá sem myndast að kosningunum loknum. Eins og allir vita er það aldrei víst hvemig ríkisstjóm hér verður, þótt einn flokkur sé augljóslega sigur- vegari. Og um það má líka alltaf deila hvaða flokkur er sigurvegari kosninga hér á landi. Er það t.d. Sjálfstæðisflokkurinn meö mesta fylgið? Að sjálfsögðu, munu margir segja. Er það splunkunýr flokkur með svo sem 10% fylgi, eða á að líta á samfylkingu þriggja flokka sigur- vegara fái hún umtalsvert fylgi? - Svona má t.d. leggja upp málin og verður áreiðanlega gert. Það er forseti íslands sem veitir umboð til stjómarmyndunar að öllu jöfnu, og getur þá bragðið til heggja vona um dóm forseta hvaða flokk hann telur sigurvegara kosning- anna Gefi sitjandi stómarflokkar hins vegar upp að þeir vilji sitja áfram þarf forseti ekki að veita sér- stakt umboð. Eitt er víst að eftir kosningar verður deilt um stjórnar- myndun þar til yfir lýkur og ný rík- isstjóm sér dagsins ljós. Formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann kjósi ekki að leiða stjómarsamstarf fái flokkur hans ekki til þess nægilegt fylgi. Slíkt fylgi verður að ætla að þýði eitthvað nálægt 20%. Það er þvi ljóst, að Framsóknarflokkur tek- ur ekki forystu í rikisstjórn nema þess verði sérstaklega óskaö af Sam- fylkingunni - fái hún stjómarmynd- unarumboð yfirleitt. Sjálfstæðis- flokkur getur haft í hendi sér hverj- um hann vill vinna með í ríkis- stjórn. Þar koma aðeins til tveir flokkar: Framsóknarflokkur eða Vinstrihreyfing - grænt framboð. En vissulega vilja margir endurnýj- un sömu ríkisstjórnar. Margir þóttust hafa séð tilburði merintamálaráðherra í þá veru að höfða til Vinstri - grænna sem æski- legum stjómarflokki, fengju þeir at- kvæðamagn i líkingu við það sem stígandi skoðanakannanir bentu til. Ráðherrann sendi Framsókn tóninn á heimasíðu sinni og var kominn með rautt bindi í viðtölum. - Þá yrðu „sögulegar sættir“ líkt og boð- aðar vora í eina tíð í leiðurum Morgunblaðsins. Ég ætla ekki að spá um stjórnar- mynstur að öðru leyti en því að ég veit að margt gæti verra hent en að fá nýja „nýsköpunarstjórn" undir lok aldarinnar og í byrjun nýrrar. Það gæti verið ávísun upp á áfram- haldandi stööugleika líkt og með endumýjun umboðs núverandi rík- isstjórnar. Að þessu tvennu frátöldu er von á miklum atgangi við ríkis- kassann, því ekki leggja allir flokk- arnir sömu merkinguna í orðið í góðæri. - En stjórnarmyndun kann að dragast fram eftir mánuðinum. Því miður. Hræsnin og hasstækin Margrét skrifar: Það blöskrar vonandi fleiram en mér þegcU- upplýst er að til sölu sé í verslunum hér ýmis tól og tæki sem nota skal við hassneyslu. Þannig var mjög fróðleg grein í blaðinu Degi nýlega þar sem upplýst var að löglegt sé að selja hasstæki og geti þau nánast keypt hver sem er. Eig- andi verslunarinnar sem selur tæk- in segir svo aðspurður að hann haldi ekki að hassneysla og hass- reykingar hverfi við það eitt að banna verslun með tæki til hassneyslu - og „gera fólki erfiðara að ná í þau...“! Ég spyr einfaldlega: þingmenn, ráðherrar og aðrir ráðamenn ís- lenskir; Er hægt að treysta ykkur fyrir því að stjóma heilu þjóðfélagi þegar þið lokið augum og eyrum fyrir hættunni sem felst í því að leyfa sölu á efnum og tækjum til neyslu eiturefna? Ef einhver segir sem svo að hass sé nú ekki eitur- eða fikniefni þá mótmæli ég því eindregið því hassneysla er aðeins byrjunin á ein- hverju sterkara vímuefni. - Maður spyr sjálfan sig hvort þetta land sé ekki bara að verða fyrir hálfvita þegar hræsnin hefur tekið við af dómgreindinni. Að bera ábyrgð á sjálfum sér Eggert E. Laxdal skrifar: Ofsóknimar á hendur reykinga- fólki ríða ekki við einteyming, það er verið að sparka því út í ystu myrkur og svipta það öllum rétti sem stjómarskráin gefur þegnum þessa lands. Það þýðir ekki fyrir reykingafólk að bjóða sig fram til Alþingis, því að reykingar eru með öllu bannaðar í húsakynnum þess. Það er ekki spurt um rétt eða hæfileika, heldur hitt: „Reykir þú?“ Og ef svo, er sá hinn sami óhæfur á Alþingi. Hið sama er að segja um opinber- ar stofnanir. Þar er reykingafólki úthýst. Reykingar er bannaðar á sjúkrahúsum og víðar, og nú síðast er farið að banna þær á sumum veitingastöðum. í öllum þessum til- fellum má innrétta vistleg reykinga- þjónusta allan sent mynd af sínum sem verða á lesendasíðu „Það er engin ástæða til þess að vera að níðast á reykingafólki líkt og gert er nú, það fólk á sinn rétt til jafns við aðra,“ segir Eggert m.a. í bréfi sínu. - Reykingapása utanhúss. svæði, sem ekki ættu að vera bind- indisfólki til ama. Sumir vilja vinna gegn tóbaks- nautn með því að hækka tóbak í verði og gera tillögu um að selja sí- garettupakkann á 500 krónur. Það verð væri glæpsamlegt. Tóbak ætti, ef eitthvað væri, að lækka niður í 200 krónur pakkinn. Það er engin ástæða til þess aö vera að níðast á reykingafólki líkt og gert er nú. Það fólk á sinn rétt til jafns við aöra. Margir fá krabbamein þótt þeir hafi aldrei reykt. Það er því ekki alltaf af völdum reykinga, að fólk sýkist. Margir kunna að reykja, og gera það í hófi og soga ekki reykinn niður í lungun. Þeir sem það gjöra eru auðvitað í meiri hættu en aðrir hvað varðar sýkingu í lungum. Hver og einn verður að bera ábyrgð á sjálfum sér og vera frjáls í frjálsu landi. - Eöa hvað sagði ekki Páll postuli á einum stað í bréfum sínum? „Látið ekki leggja á yður ánauðar ok“. Er skömm að fátækt? Jónatan hringdi: í slagorðaglaumnum hjá stjómmálaílokkunum fyrir kosn- ingar mátti heyra og lesa ógrynn- in af setningum sem ekki eru mikils virði eftir kosningar og ef- laust munu þeir stjómmálamenn aldrei taka sér þær í munn aftur. Svo vitlausar voru þær margar hverjar. Ég heyrði t.d. Margréti Frímannsdóttur, talsmann Sam- fylkingarinnar, segja sem svo að það væri skömm að fátæktinni á íslandi. Ég veit nú ekki til að fá- tækt sé hér á landi svo orð sé á gerandi. En hvemig er það; er nú skyndilega orðin skömm að því að vera fátækur? Ég veit ekki bet- ur en að skáldin okkar hafi meira að segja ort: Sælt er að vera fátækur... Og segir ekki Biblían: Sælir era fátæk- ir...o.s.fvr.? Fín skemmtun í Kaffileik- . húsinu Ragnar skrifar: í Kaffileikhúsinu var nýlega boðið upp á frábæra skemmtun þar sem þau Siv Ragnhildardótt- ir og Arthur Björgvin Bollason fluttu minningar um söngkonuna þýsku, Marelene Ditrich, í máli og söng. Þetta var flutt fyrir ftillu húsi og allir skemmtu sér frábær- lega vel að því er mér heyrðist. Siv náði lögunum sem Marelene söng mjög vel og fróðlegt var að heyra frásögn Arthurs af söng- ferli hinnar frægu þýsku söng- konu. Ekki má gleyma undirleik- uranum á skemmtuninni, þeim Jóhanni og Tómasi, þeir lögðu mikið af mörkum og voru frá- bærir. Ég tel víst að skemmtun þessi yrði aftur fyrir fullu húsi væri hún endurtekin. Margir sem ég hef sagt frá henni sáu eft- ir að hafa ekki farið. Stjörnugæði íslenskra hótela S.K.Á. skrifar: Nú eiga íslensk hótel og gisti- hús kost á því að taka þátt í sam- ræmdu flokkunarkerfi með stjömumerkingu og sýna þá hið rétta andlit fyrir væntanlega við- skiptavini sem þeir geta farið eft- ir áður en pantað er á viðkom- andi stöðum. Gallinn við þetta er þó sá að ekki er ætlunin að lög- binda þessa sjálfsögðu flokkun heldur eiga eigendur gististaö- anna að ákveða sjálfir hvort þeir nýta sér kerfið. Hér er enn kom- ið að hinu lausbeislaða eftirliti opinberra aðila. Sannleikurin er sá að hér verður aldrei alvörueft- irlit með íslenskum hótelum og veitingahúsum vegna þess að enginn þorir eða vill setja þess- um fyrirtækjum stólinn fyrir dymar hvað varðar alvörueftirlit og gæðaflokkun. Fatlaðir jafnir öðrum Ragnheiður hringdi: írafár hefur orðið vegna upp- sagna {jögmra fatlaðra einstak- linga hjá Reykjavíkurborg. Fólk má ekki rjúka upp og steyta hnefa þótt fatlaðir þurfi að lúta sömu reglum og aðrir þegar kemur að starfsmati eða viðlíka aðstöðu á vinnumarkaði. Hverjum dettur í hug að ráðist sé sérstaklega á fatl- aða í þessu sambandi? Formaður Þroskahjálpar má ekki gera sig að athlægi vegna atburðarins. Starfs- mannastjóri Reykjavíkurborgar greinir rétt og heiðarlega frá at- burðunum hjá garðyrkjustjóra. Hér er ekki um stórmál að ræða. Fatlaðir verða ávallt jafnir öðrum ef þeir fara á vinnumarkaðinn. Annað gengi ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.