Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 35
MANUDAGUR 10. MAÍ 1999 47 Fréttir Menntasmiðja á Löngumýri: Fræðsla fyrir konur í atvinnuleit DV, Sauðárkróki: Nýlokið er Menntasmiðju á Löngumýri, fræðslu fyrir konur í at- vinnuleit, sem Svæðisvinnumiðlun og jafnréttisfulltrúi á Norðurlandi vestra stóðu að ásamt Farskóla Norðurlands vestra og Miðstöð sí- menntunar, sem sá um framkvæmd fræðslunnar. Tólf konur úr Skaga- firði sóttu menntasmiðjuna, en fyr- irmynd hennar er m.a. sótt til Menntasmiðjunnar á Akureyri sem stofnsett var fyrir 5 áram. Konurn- ar fóra m.a. í kynnisferð til Akur- eyrar og heimsóttu þar Mennta- smiðjuna og söfn, ásamt því sem farið var í heimsókn í Glaumbæjar- safn og Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra. Fræðslunni á Löngumýri var skipt í þrjá meginþætti: Bóklegt nám, þar sem lögð var áhersla á ís- lensku, reikningshald, s.s. heimilis- bókhald, ensku og tölvunám. Hand- verk skipaði mikinn sess. Þar var kennd listmálun, körfu- og öskju- gerð, bútasaumur, pappírsvinnsla og kortagerð. Þriðji þátturinn var síðan sjálfefling og þar m.a. lögð áhersla á heilsurækt. Þá var konun- um boðið upp á nokkra fyrirlestra, s.s. um konur í Skagafirði á fyrri tíð, garðyrkju og trjárækt, jafnrétt- ismál og handverk sem tekjulind og var þaö Þórey Jónsdóttir í Keflavík sem fjallaði um það mál. Elín Sig- urðardóttir frá Sölvanesi var um- sjónarkennari en 5 kennarar leið- beindu. Skapaði frumkvæði Nína Mikelsdóttir frá Efra-Ási tók þátt í Menntasmiðjunni í vetur, ein af þeim yngri í hópnum, 31 árs: „Þetta er búið að vera frábært og mér fmnst að þurfi endilega að verða framhald. Þarna sá maður hvað það er margt sem er hægt að gera. Þetta skapar framkvæði hjá manni og eykur sjálfstraustið. Ég ók daglega 83 km til að taka þátt og fannst það vel þess virði. Sú sem lengst þurfti að fara ók reyndar 96 km hvem dag, frá Giljum í Vestur- dal.“ Hvað höfðaði nú mest til þín í Menntasmiðjunni? „Það er tvímælalaust handverkið, hvort heldur er myndlistin, körfu- Dalvík: Mikill vinna DV; Dalvík: Atvinnuástand í Dalvíkurbyggð er mjög gott um þessar mundir, líkt og hefúr verið undanfama mánuði. Að sögn Guðrúnar Skarphéðinsdótt- ur hjá Einingu voru 10 skráðir án atvinnu nú nýlega, en hluti þeima er á leið í vinnu. Segir Guðrún að það teljist gott í 2000 manna byggð- arlagi. Uppsagnirnar í rækjuverksmiðju Samherja tóku gildi í lok mars, en flestir sem þar unnu era komnir í aðra vinnu eða búnir að fá loforð fyrir vinnu. HIÁ gerðin eða bútasaumurinn. Það var líka mjög gott að rifja aðeins upp í íslenskunni og einnig fórum við að- eins í heimilisbókhaldið. Þetta var mjög skemmtilegt. Félagsskapurinn frábær, gaman að koma svona sam- an og vinna,“ sagði Nína. I Menntasmiðjunni ortu konum- ar, sumar höfðu aldrei borið það við áður, og margar settu smáminning- ar niður á blað. Útkomuna úr þessu gat að líta á sýningunni á Löngu- mýri. -ÞÁ Nína Mikaelsdóttir frá Efra-Asi og Elín Sigurðardóttir umsjónarkennari. DV-mynd Þórhallur Reylgavíkiudborg; Borgarverkfrœðingur Styrkir til hljóðeinangrunar íbúðarhúsa við umferðargötur Auglýst er eftir umsóknum um styrki til úrbóta á hljóðeinangrun íbúðarhúsa við umferðargötur í Reykjavík. Úrbætur miðast fyrst og fremst við endurbætur á gluggum húsahliða sem snúa að götu. íbúðir, þar sem umferðarhávaði er mestur hafa forgang. Umsóknum um styrki til framkvæmda skal skilað til skrifstofu borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir 5. júní nk. Þar liggja frammi umsóknareyðublöð og reglur um styrkveitingar. Þeim sem koma til álita við styrkveitingu, verður veitt ráðgjöf um framkvæmdir. Þeir sem áður hafa lagt inn umsókn þurfa ekki að sækja um aftur. Borgarstjórinn í Reykjavík. Nissan Almera SLX, ssk., '98, ek. 8 þ. km. Verð 1.350 þús. Honda Civic VTI '98, ek. 32 þ. km. Renault Megane Classic, ssk., '98, MMC Pajero V6, ssk., '93 ek.124 Verð 1.350 þús. ek. 12 þ. km. þ.km. Gott eintak, einn eigandi. Verð 1.410 þús. Verð 1.980 þús. Volvo 740 GL, ssk. ‘87, ek. 188þ. km. Gamall en góður. Verð 450 þús. BILAS AKRANESI Bílasala í þjbðbraut Löggilt bílasala, sími 4312622, 4314262 VW Transporter '87, ek.120 þ. km. Toppbíll. Verð 320 þús. Cadilac De Ville '94, ek. 99 þ. km. Einn með öllu. Verð 2.650 þús. Þessum máttu ekki missa af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.