Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 16
16 ennmg MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 UV Hljóðteikningar Finnboga Finnbogi Pétursson er ásamt Rögnu Róbertsdóttur og Kristjáni Guð- mundssyni sá listamaður sem Galleri Ingólfsstræti 8 veðjar hvað helst á um þessar mundir og það er svo sem ekk- ert út í þláinn. Verk Finnboga eru sér- stök en segja má að hann vinni með hljóð á sjónrænum forsendum. Að undanfómu hefur galleríið staðið að kynningum á ofangreindum lista- mönnum á meginlandi Evrópu og nú mun Skandinavía vera næst á dag- skrá. Á sýningu sem opnuð var síðasta fimmtudag í Ingólfsstræti 8 sýnir Finnbogi þrjú ný verk. Álplata hang- ir framan við hátalara og hristist og skekst þegar hljóðið bylur á henni og sýnir áhorfandanum hvernig hljóðbylgja lítur út eða getur litið út. í löngum láréttum krossviðarkassa gengur hljóðið milli tveggja hátalara sem sitja til endanna og myndar eins og áttu eða öldu sem fellur að og frá á víxl. Og krossviðarkassi með nokkrum hátölurum sem gefa frá sér lítil högg teiknar í sífellu litla boga fram og til baka um leið og at- hygli áhorfandans stekkur á eftir hljóðinu. Verk Finnboga eru tæknilega flókin og fræðileg enda er hann græjukall sem þekkir eðlisfræði hljóðsins. Samt er hug- myndin ávallt einfold og hrein og myndin skýr, þ.e. hin ósýnilega mynd sem hljóðið dregur upp og áhorfandinn sér í huga sér með hjálp heymarinnar. Þessi einfaldleiki er einmitt helsti styrkur verka Finnboga. Þau búa yfir ljóðrænni og frumstæðri fegurð þrátt fyrir að vírar, snúrur og hátalaradrasl sé bæði afar nútímalegt og fremur lítið fyrir augað (reyndar er það nokkuð vel falið að þessu sinni). Finnbogi Pétursson: „græjukall sem þekkir eðlisfræði ins“. Að ganga inn í líkama Stærsti gallinn á sýningunni er hins vegar sá að galleríið er allt of lítið fyrir þrjú sjálf- stæð hljóðverk. Sérstaklega verður eitt verk- ið illa úti, ölduhreyfingin, en maður fær aldrei næði til að finna almennilega fyrir henni fyrir álplötúnni sem bæði er hávær og fer títt í gang. Hljóð mun vera samsett úr þrenns konar bylgjum, sínusbylgjum sem lið- ast eins og slanga, þríhymingabylgjum með mun brattari sveiflur og köntuðum ferhyrningabylgjum sem hljóma meira eins og högg. Sínusbylgjur bæra álplötuna, þær hefjast í miðju plötunnar og liðast út til kantanna. Sömuleiðis er það sínusbylgja sem myndar áttuna ósýnilegu en aftm’ ferhymingabylgja sem bankar i há- talarana og myndar höggin. Höggin greinast betur úr hávaðanum, væntanlega vegna þess að þau eru annars eðlis. Ekki svo að skilja að sýningin sé kolómöguleg, verkin em góð út af fyrir sig og óreiðan virkar á vissan hátt sem heild. Að ganga í salinn er dálítið eins og að ganga inn í einhvers konar líkama. Sundurslitinn, sog- kenndur andardráttur blandast létttiplandi hjartslætti og svo ryðjast stórvirk meltingarfæri inn með skruðningum og látum þegar málm- platan fer að skjálfa. Hins vegar þykir mér ekki liklegt að það sé hugmyndin, ef svo væri hugsa ég að henni hefði verið komið betur tO skila. Ég vona innilega að það gangi vel að koma Finnboga á framfæri erlend- is, hann verðskuldar svo sannarlega hljóðs- at;hygli heimsins. Það er líka gott að fá að sjá verkin hans hér heima. Ég held samt, því miður, að þessar miklu annir erlendis komi niður á þessari sýningu hér. Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé sýnishom af því sem hann er að sýna erlend- is fremur en að lögð hafi verið alúð í að búa til sjálfstæða sýningu. Myndlist Áslaug Thorlacius Jón Leifs enn og aftur Á Jóns Leifs-tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Hallgrímskirkju á fóstudags- kvöldið var ég spurður hvort ég væri þarna af tómri sjálfspyntingarhvöt. Ég þorði ekki að spyrja á móti hvað viðkomandi ætti við, það gat verið tvennt; að ég þyldi ekki Jón Leifs eða þá að Jóns Leifs-sértrúarsöfnuður- inn hataði mig og að ég væri óvelkominn í kirkjunni. Hið fyrra er engan veginn rétt. Jón Leifs var að mörgu leyti merkilegt tón- skáld, hann hafði afar sérstæðan stil og var bæði hæfileikaríkur og frumlegur. En hann var óneitanlega mistækur, tónlist hans er annaðhvort stórbrotin og áhrifamikil eða óttalegt glundur og yfimáttúrlega leiðinleg. Hið góða við Jón er þó yfirsterkara, og því eiga mörg verk hans fullan rétt á að heyrast í dag, bæði hérlendis og annars staðar. Tónlist Jónas Sen Jón Leifs - „óneitanlega mistækur". Jón Leifs staðnaði um tíma eins og Hjálm- ar H. Ragnarsson tónskáld hefur bent á, kannski vegna þess að hann heyrði aldrei stóran hluta verka sinna. Hann var ekki beint vinsæll og átti oft erfitt með að fá verk sín flutt, og því hlýtur honum að hafa liðið eins og hann væri að semja tónlist í tóma- rúmi. Þetta hefur sjálfsagt leitt til þunglynd- is, sem er ekki ósennileg skýring á því hversu mistækur hann var. Fjölkynngi og óhugnaður Tónleikarnir í Hall- grímskirkju hófust á hljómsveitarforleiknum Geysi op. 51. Geysir er merkilegt tónverk, enginn sætur goshver sem maður tekur myndir af, og ekki heldur neinn þjóðremb- ingslegur óður til föður- landsins fagra. Jón byrjar tónlistina á dimmum fagotttónum, og forneskju- legir hljómarnir skapa strax stemningu fjöl- kynngi og óhugnaðar. Eins og geysisgos magnast tón- verkið upp, og hápunktur- inn er svo yfirgengilegur og hömlulaus að mann langar mest til að flýja burt æpandi. Geysir flokk- ast með betri verkum Jóns og hljómaði það sérstak- lega vel í voldugri endur- ómun Hallgrímskirkju, þar sem segja má að tón- list Jóns eigi heima. Næst á efnisskránni var Gudrúnarkviöa op. 22. Text- inn er úr Eddukvæðum, og var verkið flutt á Hátíðar- tónleikum í Þjóðleikhúsinu fyrir rúmri viku. Ég leyfi mér að efast um ágæti Guö- rúnarkviöu, hún hljómar eins og hver önnur stílæfing, en þó verður að segjast eins og er að hún kom mun betur út nú en í Þjóðleikhúsinu. Ingveldur Ýr Jónsdóttir söng frábærlega vel, og sömu sögu er að segja um þá Gunnar Guðbjörnsson og Loft Erlings- son. Eftir hlé lék hljómsveitin Fine I op. 55, en bæði Fine I og II bera undirtitilinn „kveðj- ur til jarðlífsins" og virðist Jón hafa hugs- yað sér annaðhvort þessara verka sem loka- þátt Eddu-óratóríanna. Fine I er magn- þrungið verk með eðlilegri framvindu, en síðan er það búið fyrirvaralaust, og er endirinn svo óvæntur að hann er enginn endir. Hér gæti skýringin verið heimspeki- leg, kannski var tónskáldið að minna á fall- valtleika lifsins, að dauðinn geti komið á hverri stundu og sé ekkert endilega rökrétt- ur. Eða þá að Jón hafi verið kallaður í sím- ann á meðan hann var að semja, síðan ekki munað hvað hann ætlaði að gera næst og bara hætt þessu. Myndrænir hljómar Tveir söngvar op. 14a, Máninn líöur og Vögguvísa voru fluttir af Ingveldi Ýr Jóns- dóttur, hvort tveggja perlur sem hljóma þó betur með pí- anóundirleik. Ingveldur Ýr söng afar fallega en hljóm- sveitarundirleikurinn var ein- hvern veginn ekki bitastæður. Á hinn bóginn var lokaatriðið á tónleikunum, Hafís op. 63, hrein og klár snilld. Það er fyr- ir kór og hljómsveit og hefst á ísköldum, háum tónum og hljómum sem eru svo mynd- rænir að það er eins og maður sé kominn langleiðina á norð- urpólinn. Textinn er eftir Ein- ar Benediktsson, og hlutur kórsins hlýtur að teljast með því erfiðasta sem um getur, stakir tónar ýmist hátt uppi eða langt niðri og ekki sjálfgefið að hitta á þá. Kórinn Schola Cantorum sýndi hér enn einu sinni hvers hann er megnugur, og á Hörður Ás- kelsson mikinn heiður skilinn fyrir að hafa þjálfað hann og undirbúið. Sömu sögu má segja um Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Anne Manson, flutningurinn var framúrskarandi, og voru þetta í heild bæði forvitnilegir og skemmtilegir tónleik- ar. Listkort til Kanada „Mail art“ heitir listmiðill sem margir kannast við, en hann felst í gerð og sendingu póstkorta með myndlistartengdu efni víða um lönd, oft og tíðum með staðbundnar samsýn- ingar kortanna að mark- miði. Er þetta af mörgum talið „lýðræðislegasta" og „alþjóðlegasta" listform sem til er. Hér er það til umræöu vegna þess að út- lend listakona, Susan Gold; að nafhi, sem starfar fyrir samtök íslendingafélag- anna í Kanada, hvetur ís- lenska listamenn, mynd- listarmenn og ljóðskáld, til að taka þátt í „mail art“ sýningu sem nefnist Kanata. Nafnið er komið úr máli Iroquis-indíána og þýðir „bær“ eða „sambýli“. Efni kortanna á helst að tengjast hugmyndinni um Kanada, um norrænar slóð- ir yfirleitt og „tengsl/vensl“. Engin takmörk eru fyrh’ því hve kortin mega vera stór, þátttakan kostar ekkert og tryggt er að öll innsend kort verða sýnd. Þátt- takendur fá síðan sendar upplýsingar um af- drif sýningarinnar, aðra sýnendur og við- brögð fjölmiðla. Póstkortin verða fyrst sýnd í tengslum viö svokallaða „Canada Studies" ráðstefnu sem fram fer í Reykjavík í sumar undir yfirskriftinni „Re-Discovering Canada; Similar Challenges; Canada and the Nordic Countries". Póstkortin skal senda til: Susan Gold, RR # 1, Nobel, Ontario POG ÍGO, Canada, fyrir 1. júlí næstkomandi. Ógnaröfl Æskunnar Ognaröfl heitir bókaflokkur sem gamla góða Æskan sendir nú frá sér og er dálítið mikið frábrugðinn öðrum bókum sem þetta gamalgróna tímarit og útgáfufyrirtæki er þekkt fyrir. Þarna er um að ræða lítil hefti í sama broti og geisladiska- umbúðir og tölvu- leikir og er verði þeirra mjög stillt í hóf. Er fyrsti hluti bókaflokksins gefrnn út í níu heftum. Hér vill Æskan aug- sýnilega „ná til“ yngri kynslóðarinnar og örva hana til lesturs með nýj- um aðferðum. Væntan- lega verður hægt að grípa til þessara bóka „hvar sem er, í frímínútunum eða í strætó, og þær fara vel í vasa,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Aðalsöguhetjurnar eru , jákvæðar fyrirmynd- ir ungu fólki,“ en auk þess er „umhverfi sög- unnar ævintýralegt og sagan spennandi“. í fyrstu bókinni segir af „tvíburasystkinun- um Kíu og Röskva, sem hafa eytt æskuárum á drákúnabúi foður sins varin fyrir umheimin- um af háum fjöllum. Að boði föðm- þeirra, Bantó, hafa þau frá blautu barnsbeini þjálfað bardagahæfni og meðferð orkunnar úr dular- fullum orkusteinum“ ...framhald í næsta hefti. Höfundur bókanna er Chris Spedding, en Guðni Kolbeinsson sér um íslenska þýðingu þeirra af alkunnri smekkvísi. Ævintýraópera í tónleikaformi Þeir sem ekki voru viðstaddir frumflutning- inn á ævintýraóperu Henry Purcell, Arthúr konungi, í Salnum á sunnudagskvöldið, ættu ekki að missa af endur- comc b| flutningi (og síðasta flutn- ingi) verksins nú á þriðju- dagskvöldið. Flytjendur eru Kammerkór Kópa- vogs, Barokksveit Kópa- Pep| vogs og einsögnvaramir Marta G. Halldórsdóttir, Rannveig Sif Sigurðar- dóttir, Sibylle Kamphues, Hans Jörg Mammel og John Speight. Er í raun- inni stórmerkilegt að í ekki stærra bæjarfélagi skuli ráðist í flutning á þessu verki, að mestu leyti með heimamönn- um. Purcell (á mynd) var eitt helsta tónskáld Breta á 17. öld og raunar fram eftir öldum. Arthúr konungur er ein kunnasta ópera hans og samdi stórskáldið John Dryden texta henn- ar. í óperanni segir af baráttu Breta og Saxa um yfirráðin á Bretlandi á sjöttu öld, en inn í þau átök blandast auðvitað ástarmál, galdra- menn, draugar og skógardísir. Sýningin hefst kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.