Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 44
Vmningstölurlaiigardagbin: 08 ■ - 1 l9 (22Í25 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 0 2.048.880 2. 4 af 5+','>!?? r 1 308.060 3. 4 af 5 54 8.880 4. 3 af 5 1.973 560 3 5 1 4 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö t DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 10. MAI 1999 Ósigur Framsóknar: Óvenjuósvífn- ar árásir - segir Finnur Ingólfsson Finnur Ingólfsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að með árásum á flokkinn og for- mann hans, Halldór Ásgrímsson, hefði að einhverju leyti tekist að draga úr fylgi flokksins. „Andstæð- ingar reyndu með óvenjuósvífnum, persónulegum árásum að gera for- mann okkar tortryggilegan. Að ein- hverju leyti tókst þeim þetta,“ sagði Finnur í gær. Framsóknarflokkur- inn fékk rétt rúm 30 þúsund at- kvæði nú, en um 39 þúsund fyrir fjórum árum. „Menn verða að líta til þess að 1995 unnum við óvenjustóran sigur. 'jRÞetta fylgi núna er á svipuðu róli og í kosningunum 1987 og 1991,“ sagði Finnur við DV í gær. Hann segir að þrátt fyrir allt hafi náðst árangur. Þegar kosningabaráttan hófst var Framsókn í 13 prósentum, niður- staðan hefði orðið 18,4. - En óttast framsóknarmenn að halda áfram stjórnarsamstarfl við sjálfstæðismenn. Flokkurinn hefur áður misst fylgi eftir slikt samstarf? „Það er ekkert að vita hvað út úr stjórnarmyndunarviðræðum kem- ur. Menn gengu óbundnir til kosn- r^inga,“ sagði Finnur. -JBP Finnur Ingólfsson - árásir á flokks- formanninn. Rúðubrot í af- brýði og úrillsku Bræði greip drakkinn íbúa á Höfn í Homafirði um það leyti sem úrslit kosninganna voru að ráðast á sunnudagsmorgun. Braut maðurinn rúður i Heppuskóla, á veitingahús- inu Ósnum og á hárgreiðslustofu IngibjargEir. Lögreglan hefur engar skýringar á framferði hans. Afbrýðisemi eða reiði í garð konu er hins vegar talin orsök þess að ungur maður braut rúður í nokkrum húsum í sjávarþorpi ann- ars staðar á landinu. „Það greip (aa^iann eitthvert æði, hann var að leita að konunni sinni,“ sagði tals- maður lögreglu við DV. -Ótt <3 UÐMUNPUR ER I 5TU0I! Fimm barna móðir í hópi flóttamanna frá Kosovo gefur einu barna sinna hafragraut að borða eftir komuna til íslands á laugardagskvöld. DV-mynd SB Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins: Stefnir i heiftaratök — telur tóninn gefinn fyrir stórar kauphækkanir í haust Það stefnir í heiftarleg átök, sér- staklega hjá þeim launamönnum innan ASÍ-félaganna sem eru á svoköhuðum fastlaunasamningum. Það er mat Guðmundar Gunnars- sonar, formanns Rafiðnaðarsam- bandsins. Hann sér fyrir sér góðan vettvang fyrir kjarasamninga næsta haust ef dæma má eftir nýjustu hækkunum til handa toppmönnum þjóðlífsins. „Auðvitað hljótum við að fagna því ef fram undan er blómleg tíð og mikið í spilunum. Við sáum reyndar undanfara þess þegar sá verkalýðs- foringi sem fékk launahækkanir af þessari stærðargráðu frá ríkisvald- inu var settur í baráttusæti hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík. Það segir kannski hvað er í vændum," sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Raf- iðnaðarsambandsins, um stórfelldar launahækkanir sem Kjaradómur dæmdi al- þingismönnum og ýmsum toppmönnum þjóðfélagsins á kjördag. „Hörðustu átökin í kom- andi kjarasamningum verða meðal fólks í ASÍ-hópnum vinnur í opinbera geiranum. Ýmsir hafa verið að fá launahækkanir í þessa verana meðan okkar fólk hef- ur staðið í stað eða fengið sambæri- legar hækkanir og almenni markað- Guðmundur Gunnarsson. sem urinn. Við getum tekið sem dæmi að hjá okkur rafiðnaðarmönnum vinnur helmingur okkar fólks hjá opinberum og hálfopinber- um fyrirtækjum. Það fólk hefur verið að taka út hækkanir sem eru svipað- ar og gengur og gerist á al- mennum Vinnumarkaði. Á meðan eru BSRB og BHM- félögin að fá launahækkan- ir sem era af þessari stærðargráðu sem verið var að skenkja ráðherr- um, alþingismönnum og fleiram," sagði Guðmundur Gunnarsson í gærkvöld. Sjá bls. 2 -JBP Veðrið á morgun: Bjart veður víðast hvar Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og lítis háttar súld austast, en annars bjart veður. Hiti 5 til 15 stig að deginum, svalast austanlands. Veðrið í dag er á bls. 53. Koma flóttamanna: Rólegir og yfirvegaðir DV, Egilsstöðum: „Fólkið er ótrúlega vel á sig kom- ið. Ferðin var þó erfið. Það var millilent tvisvar og við lentum í ókyrrð, síðast hér yfir Jökuldaln- um,“ sagði Hólmfríður Gísladóttir hjá Rauða krossinum. Hún fór ásamt fleiram til Makedóníu að velja og sækja 47 flóttamenn frá Kosovo. Flugvél íslandsflugs lenti á Egils- staðafiugvelli um níuleytið á laug- ardagskvöld. Var haldið rakleiðis í Eiða, um 15 km. Þar fékk fólkið að borða, fékk fót og gat síðan hvilst. Athygli vakti hve rólegt og yfirveg- að fólkið virtist. Börnin voru róleg og enginn grátur né vol. Á sunnu- dagsmorgun vora þau farin að leika sér úti í íslenskri sól. Hólmfríður sagði að aðbúnaður í flóttamannabúðunum hefði verið skárri en hún hefði búist við. Allir fengu mat en þrengsli voru mikil. Nú liggur fyrir að skrá fólkið og skoða heilsufarsástand þess. Eftir um tveggja vikna dvöl á Eið- um fer sumt af fólkinu til dvalar á Reyðarfirði en annað til Dalvíkur. Ekki er búið að ákveða skiptinguna en hún verður gerð í samráði við fólkið. -SB 22 konur á þingi: Tvö karla- kjördæmi Vestfirðir og Norðurland vestra eru áberandi kjördæmi fyrir þær sakir að frá þeim koma aðeins karl- ar til Alþingis í júní þegar þing verð- ur kvatt saman, eða tíu þingkarlar samtals. Frá Vesturlandi kemur þó ein kona, Ingibjörg Pálmadóttir. Mesta jafnréttið í þessum efnum ríkir á Reykjanesi. Þaðan koma 6 konur og 6 karlar til þings. Reykja- vík er líka öll í jafnréttinu, nánast eins og mögulegt er. Þaðan koma 10 þingmenn og 9 þingkonur. Frá Norð- urlandi eystra koma 4 þingmenn og 2 þingkonur. Á Austurlandi eru töl- urnar 3 karlar og 2 konur og á Suð- urlandi 4 karlar og 2 konur. -JBP Ok á tvö hreindýr Bifreið var ekið inn í hóp 10-12 hreindýra við heykögglaverksmiðj- una Flatey á Mýrum, um 30 km austur af Höfn í Hornafirði, um klukkan hálfellefu á laugardags- kvöldið. Afleiðingamar urðu þær að eitt dýrið drapst samstundis en ann- að varð að aflífa. Talsverðar skemmdir urðu á bílnum. Dýrin vora urðuð. -Ótt SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ ÞINNI UPPSKRIFT PAR SEM ÞÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA 4 * * * * i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.