Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 DV onn Ummæli Strætóbílstjór- ar í tilvistar- kreppu „Hér gengur lífið sinn vanagang. Starfsandinn er góður að frá- töldum 2-3 bíl- stjórum sem virðast vera í tilvistar- kreppu." Lilja ÓLafs- dóttir, for- stjóri SVR, í DV. Skipt um skoðun „Það er heimskur maður sem getur ekki skipt um skoð- un.“ Jóhannes Jónsson í Bónusi sem hættur er við verslun í Lækjargötu. Bland í poka „Það er alls konar feik í þessu og ein- hverjar flétt- ur. Þetta er bland í poka.“ Alda Björk söngkona um hár sitt, í Fók- us. Cartoon Network fyrir mig „Það var bara Cartoon Network fyrir mig og klúbbar fyrir þá.“ Hafdís Huld, fyrrum söng- kona GusGus, um lífið eftir tónleika, í Fókus. Stríð til að friða utanaðkomandi „Þetta er trúlega í fyrsta sinn sem til hernaðar er gripið til þess að friða sam- aðkomandi áhorfenda." Gunnar Ey- þórsson, um hernað NATO í Serbíu, í DV. Skotgrafirnar voru dýpri „Skotgrafirnar voru dýpri, meiri hiti og heift áður, þótt kosningarnar nú séu jafnill- skeyttar og áður.“ Óskar Guðmundsson kosn- ingastjóri, um kosninga- slaginn fyrr á árum, í Morg- unblaðinu. Stjórnmál „Stjómmál eru of mikilvæg til að vera eftirlátin stjórn- málamönnum einum.“ Stefán J. Hafstein, í Degi. GiiguteSSga vil ás ingvalla Nesjahraun Botnadalur ÞINGVALLAVATN Þorsteinsvík Grámelur Hagavík Lambhagi Ölfusvatns- vík Olfus- /)■ vatn*lr •»****» Villinga- ‘m Guðrún Bergmann, formaður Atvinnu- og ferðamálanefndar Snæfellsbæjar: Krían er fugl Snæfellsbæjar DV, Snæfellsnesi: •utau'--e~ „Það var aðallega tvennt sem vakti fyrir okkur hjá Atvinnu- og ferða- málanefnd þegar við gerðum það að tillögu okkar að krían yrði tilnefnd fugl Snæfellsbæjar. Okkur fannst til- hlýðilegt að hún fengi þennan virð- ingarsess í bæjarfélagi sem státar af einu stærsta kríuvarpi á landinu, ef ekki í Evrópu, sem er á Rifi,“ segir Guðrún Bergmann, formað- ur Atvinnu- og ferðamála- nefndar Snæ- fellsbæjar. Nefndin lorrÁSí lögu Guðrúnar fyrir bæjarstjóm Snæ- fellsbæjar hvort hún væri fyrir sitt leyti samþykk því að krían væri fugl bæjarins og það var samþykkt. „Einnig er krían einhver sýnilegasti fugl Snæfellsbæjar á meðan hún staldrar hér við. Hún er hinn sanni boðberi sumarsins og framtakssamir áhugamenn um fuglaskoðun hér í Snæfellsbæ hafa komið upp aðstöðu fyrir fuglaskoðara á Rifi svo hægt sé að fylgjast með atferli kríunnar og annarra fugla. Þá svæðisins og þeir verða síðan hluti af minjagripaframleiðslu þar. Okkar von er sú að framtakssamir aðilar nýti sér kríuna sem fyrirmynd við framleiðslu á skemmtilegum gripum sem bæði innlendir og erlendir ferða- menn kunna að meta. Slíkt er bæði atvinnuskapandi og styður við vax- andi ferðaþjónustu í Snæfellsbæ," sagði Guðrún. Það er nóg að gera hjá Guðrúnu Bergmann þessa dagana. Hún hefur nýlokið við bók sem fjallar um dul- magn Snæfellsjökuls og er þar safnað saman öllum heimildum sem hún þekkir um jökulinn og kemur hún út ___________________ bæði á íslensku ensku. MaAur rfaorcinc ------- uugaeiit; IVIMVMB aðstöðu hafa bæði inn- lendir og erlendir ferðamann nýtt sér. Varp- landið er stærst á Rifi og á svæðinu milli Rifs og Hell- issands, en allstórt kríuvarp er einnig á Amarstapa og Helln- um. Með því að tilnefna kríuna sem fugl Snæ- fellsbæjar er líka ver- ið að skapa möguleika framleiðslu minjagripa sem tengjast henni. Víða er- lendis tiðkast að bæjarfélög og héruð tilnefni ákveðna fugla sem opinbera fugla og Eiimig er iiiin ritstjóri tima- ritsins Lifið sjálft og er að leggja loka- hönd á blað sem er að koma út í maí. Guðrún rekur ásamt manni sinum, Guðlaugi Bergmann, Mannræktar- miðstöð á HeUnum á SnæfeUsnesi og þau eru á fullu við að skipuleggja sumarið og ýmiss konar námskeið og fræðsluefni verður á boðstólum. Það fyrsta verður um hvítasunnuna. Þá hafa þau fengið Sæmund Kristjáns- son í Rifi, en hann er mikUl sagna- maður, tU að fara í göngu- og fræðslu- ferðir á söguslóðir um utanvert Nes- ið, undir heitinu Söguferðir Sæmund- ar. Farið verur um sögusvið Eyr- byggju og Bárðar sögu Snæfellsáss. „Fyrir utan innivinnuna er það garð- svæðið í kringum húsið okkar Sól- brekku hér í sveitinni sem togar í mig. Það er nóg að gera i garðinum. Laukarnir eru famir að koma upp og mörg verk bíða,“ sagði Guðrún að lokum. -PSJ Heilsustofnun NLFÍ. Reyklaust líf Heilsudaganámskeið hefst í Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði 15. maí. Þetta námskeið er ætlað þeim sem tekið hafa þátt í námskeiðum til að hætta reykingum. Námskeið- ið tekur einn dag og er þátt- takendum boðið upp á ýmsar æflngar, gönguferðir, umræð- ur og máltíðir meðan á nám- skeiðinu stendur. Annað námskeið verður haldið í júni ef næg þátttaka fæst. Hugljómun sjálfsþekkingar Hugljómun sjálfsþekking- ar er námskeið sem haidið verður í Bláfjöllum 12-15. maí. Markmið námskeiðis- ins er að þátttakandinn öðlist milliliðalaust reynslu af sannleikanum um það hver hann er, hvað hann er, hvað annað er, hvað llfið er eða hvað kærleikur er. Nám- skeið sem þetta hafa verið haldin í þrjátíu ár viða um Námskeið heim og yfir fimmtíu þús- und manns hafa sótt þau. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðfinna S. Svavarsdótt- ir, kripalujógakennari og ölduvinnuþjálfari. Nám- skeiðið hefst á miðvikudags- kvöldið ki. 20 og lýkur laug- ardaginn 15. maí. Kynning- arkvöld verður haldið á morgun kl. 20 í sal Sjálfeflis, Nýbýlavegi 30, Kópavogi. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2397: « 7/L A£> " oTY£&4 ÞE'+T 47- ' ytAJA/v, Ey£>ne&Gjun VÍÐ HANN STÞA7 ©tf- \H4N/V E* r/L&ó/HN \OG BVÞ.JUM UPf* a' N'frr.SZ, ■jfO. *C' /f/Tf © 2.39? EyþoR- Atvinnuvegur EVþÓR- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Krákuhöllin er lokaverkefni Nem- endaleikhússins. Krákuhöllin Sjöunda sýning á Krákuhöll- inni, sem er lokaverkefni Nem- endaleikhússins, verður annað kvöld í Lindarbæ. Krákuhöllin er nýtt íslenskt leikrit eftir Einar Örn Gunnarsson og er þetta fyrsta leikritið sem hann semur, en Ein- ar Örn hefur áður sent frá sér skáldsögur. Átta persónur koma við sögu í leikritinu. Það sem sameinar þessar persónur er hús- iö sem þær búa í, Krákuhöllin. Bréfberinn Frans gegnir lykilhlut- verki. Hann er einlægur og hrein- skiptinn og ávallt fús til að hjálpa og hughreysta íbúa hússins. Hann lagfærir t.d. handrit rithöfundar- ins Arons svo úr verður athyglis- verð bók og er mælikvarði mynd- listarkonunnar Önnu á eigin verk. En Jónatan aðstoðarlæknir sækist líka eftir vináttu Önnu og í því skyni gerir hann Frans tor- tryggilegan í augum hennar og annarra íbúa hússins. Leikhús Leiklistarnemarnir sem fara með hlutverkin átta eru Egill Heið- ar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Har- aldsson, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, Mar- ía Pálsdóttir, Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Rúnar Freyr Gislason og Stefán Karl Stefánsson. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason. Bridge Hvað myndi lesandinn segja á hendi austurs eftir tígulopnun norð- urs á fyrsta sagnstigi (aÚir á hætt- unni, norður gjafari)? Sumir myndu eflaust velja sögnina 3 lauf, en aðrir myndu passa, því þeir teldu hend- ina of veika fyrir hindrun á þriðja sagnstigi á hættunni. Þegar þetta spil kom fyrir í úrslitaleik Vander- bilt-sveitakeppninnar í Bandaríkj- unum í marsmánuði síðastliðnum, ákvað ítalinn Lorenzo Lauria að segja 2 lauf, en sú sögn lofar oftast nær meiri punktastyrk. í opnum sal varð lokasamningurinn 4 spaðar á hendur NS, slétt unnir, en það var erfitt að stöðva vestur í sögnum í lokuðum sal eftir innkomu austurs: * ♦ ÁK96 «* K72 ♦ Á1095 4 Á3 4 10842 * ÁDG9 ♦ K86 4 D7 N V A S * bó * 54 * 42 4 KG109652 ♦ DG7 10863 ♦ DG73 4 84 Norður Becker 1 ♦ 2 * dobl dobl Aaustur Suður Lauria Kamil 2 4 2 ♦ pass 3 ♦ 4 * pass p/h Vvestur Versace dobl 3 grönd pass ítalimir voru komnir út á virki- lega hálan ís og þrjú grönd voru greinilega ekki til útflutnings. Lauria flúði eðli- lega í 4 lauf yfir dobli norðurs, enda standa 3 grönd á hendur NS í spilinu! Fjögur lauf dobluð vora ekki eins slæm og á horfðist og sagn- hafi fékk 7 slagi. Það var 800 niður og sveit Robinson græddi því ekki nema 5 impa á ævintýrinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.