Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 38
J 50 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Fólk í fréttum_________ Ingvar Ásmundsson Ingvar Ásmundsson, skólameist- ari Iðnskólans í Reykjavík, hefur sést í fréttum að undanfórnu sökum ófriðarbáls sem brunnið hefur með- al starfsmanna Iðnskólans. Ingvar hefur verið skólameistari Iðnskól- ans í tæp tuttugu ár Starfsferill v Ingvar fæddist í Reykjavík 10. júli 1934 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófl frá MR 1953, stundaði nám í stærðfræði við HÍ 1953-54, við Kaupmannahafnarháskóla 1954, við Stokkhólmsháskóla 1955-57 og nám í forritun og kerfisfræði hjá IBM í Reykjavík og Kaupmannahöfn 1968-69. Hann lauk BA-prófi í stærðfræði við HÍ 1968. Ingvar var stærðfræðikennari við ML 1957-66, við MH 1966-68, skrifstofustjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1968-70, stærðfræðikennari við MR 1970-71, við MH 1971-77, konrektor MH 1977, áfangastjóri við Fjöl- brautaskólann í Breið- holti 1978, fjármálastjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1979-80 og er skólameistari Iðnskól- ans í Reykjavík frá 1980. Ingvar var í landsliði íslands í skák um langt árabil, keppti m.a. á ólympíuskákmótunum 1968, 1974 og 1978, var í efsta sæti á World Open skákmótinu í Bandaríkj- unum ásamt öðrum 1978, var skákmeistari íslands 1979, hlaut meistaratitil Alþjóða- skáksambandsins (FIDE) 1987 og er heiðurfélagi skáksambands Banda- rikja Norður-Ameríku frá 1972. Ingvar sat í stjórn Taflfélags Reykja- víkur 1949-50 og Skáksambands ís- lands 1968-69. Ingvar sat í flokks- stjórn Alþýðuflokksins 1970-74, í stjórn SVR 1970-74, í náttúruvernd- arnefnd Reykjavíkur 1972-74, for- maður Félags menntaskólakennara 1972-76, formaður skóla- nefndar Vélskóla íslands 1980-84, Sambands iðn- menntaskóla frá 1980, sit- ur í Iðnfræðsluráði frá 1982 og Skólameistarafé- lags íslands 1981-89. Fjölskylda Kona Ingvars er Guðrún Jóhanna Þórðardóttir, f. 7.4. 1940, forstöðumaður. Hún er dóttir Þórðar Ágústs Þórðarsonar deild- arfulltrúa, sem er látinn, og Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur húsmóður. Börn Ingvars og Guðrúnar Jóhönnu eru Áki, f. 20.9. 1959, pípulagninga- maður og leigubílstjóri í Reykjavík, en kona hans er Anna Helga Gylfa- dóttir skrifstofumaður og á Áki tvö börn frá fyrra hjónabandi; Ásmund- ur, f. 12.12. 1960, múrari og verk- fræðingur í Reykjavík en kona hans er Steinþóra Sigurðardóttir hár- greiðslumeistcU'i og eiga þau tvö börn; Þórður, f. 25.8. 1962, sölumað- ur við fasteignasölu, búsettur í Reykjavík, en kona hans er María Lúðvígsdóttir húsmóðir og eiga þau þrjú böm, auk þess sem hann á dóttur frá fyrra hjónabandi. Sonur Ingvars frá því fyrir hjónaband er Mass Ingi, f. 2.8. 1955, garðyrkju- fræðingur. Systkini Ingvars: Hörður, f. 2.5. 1936, d. 20.6.1938; Óli Jóhann, f. 18.3. 1940, arkitekt í Reykjavík; Þorbjörg, f. 20.3. 1943, hjúkrunarfræðingur í Garðabæ; Kjartan Hörður, f. 8.4. 1946, kjötiðnaðarmaður í Keflavík; Ásmundur, f. 2.10. 1948, verkfræð- ingur í Kópavogi; Leifur, f. 22.9. 1951, d. 8.8. 1961. Foreldrar Ingvars: Ásmundur Ólason, f. 25.10. 1911, fyrrverandi byggingaeftirlitsmaður í Reykjavík, og Hanna Ingvarsdóttir, f. 6.11.1914, húsmóðir. Ingvar Ásmundsson. y Fréttir__________________ Rekstri Flug- leiða skipt upp Miklar skipulagsbreytingar tóku gildi hjá Flugleiðum í vikunni. Fyr- irtækinu verður skipt upp í sex ein- ingar sem hver um sig hefur sjálf- stæða afkomueiningu. Stærsta ein- ingin verður millilandaflug, en velta í þeim hluta er um 18 milljarð- ar á ári. Sigurður Einarsson for- stjóri fer með daglega stjórn hennar en þessi eining skiptist síðan í fimm undirsvið. Steinn Logi Björnsson stýrir markaðs- og sölusviði, Guð- mundur Pálsson stýrir flugrekstrar- ; sviði, Leifur Magnússon stýrir flug- flota og öryggissviði, Einar Sigurðs- son stýrir stefnumótunar- og stjórn- unarsviði og Halldór Vilhjálmsson stýrir fjármálasviði. Hinar fimm einingarnar eru rekstur viðhaldsstöðvarinnar en Guðmundur Pálsson stýrir henni. Pétur J. Eiríksson verður fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs og undir hann heyra fjórar sjálfstæðar einingar sem verða með sjálfstæðar afkomueiningar. Þær eru Flugþjón- ustan í Keflavík; Saga Boutiqe, bíla- leiga og Vildarklúbbur Flugleiða. Þessum breytingum er ætlað að endurspegla skiptingu móðurfélags- ins og auka áherslur í gerð mark- aðsáætlana í allri samsteypunni, auk þess sem meiri áherlsa en verð- ur lögð á upplýsingatækni en áður. LAHGUH T4LUB( Öllum sem minntust mín með heillaskeyti eða á annan hátt á áttræðisafmæli mínu 29. apríl sendi ég hugheilar þakkir. Baldur Sveinsson. Þeir voru óheppnir eistlensku skipverjarnir á Languet á miövikudaginn þeg- ar annað skip rakst á skip þeirra sem lá við höfnina úti á Granda. Áhöfn Hersis (vinstra megin á mynd) var að bíða eftir að annað skip færi út úr höfn- inni en á meðan blés vindurinn og því fór sem fór. DV-mynd S *? ÁskrifendurfójO* aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar | 153 'uiuutiuiiiisiL MMmk 5505000 DV Til hamingju með afmælið 10. maí 90 ára Axel F. Magnússon, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Hansína Guðjónsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. Þorleifur Einarsson, Eyhildarholti, Skagafirði. 85 ára Halldór Guðmundsson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnatfirði. Laufey Sigurðardóttir, Borgarbraut 27, Borgamesi. 80 ára Cecilía Kristjánsdóttir, Grundargötu 44, Grundarfirði. Kjartan Ögmundsson bifreiðarstjóri, Háengi 4, Selfossi. Lilja Ingimarsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 75 ara Fjóla Aradóttir, Vogagerði 9, Vogum. Geir Ulrich Fenger verslunarmaður, Lynghaga 7, Reykjavík. 70 ára Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir, Munkaþverá, Akureyri. Bergur Jóhannesson, Skólastíg 21, Stykkishólmi. 60 ára Aðalheiður Helgadóttir, Laugagerðisskóla, Snæfells- sýslu. Kjartan Eyjólfsson, Sæbergi 6, Breiðdalsvík. 50 ára Gerður Hauksdóttir, Geldingaholti 3, Varmahlíð. Gýmir Guðlaugsson, Borgarholtsbraut 3, Kópavogi. Jósef Sumarliðason, Stakkholti 3, Reykjavík. Kristján Jónsson, Barmahlíð 8, Reykjavík. 40 ára Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, Reykjafold 5, Reykjavfk. Guðbjörg Guðmundsdóttir móttökuritari, Lautasmára 31, Kópavogi. Guðný Halldóra Pálmadóttir, Mararbyggð 12, Ólafsfirði. Guðrún Ólafsdóttir, Sigtúni 10, Vík. Katrín Sólveig Högnadóttir, sjúkraliði, Víðimýri 5, Neskaupstað. Ólafur Jóhannesson, Dalhúsum 84, Reykjavík. Skúli Magnússon, Hringbraut 92a, Keflavík. Snæbjöm Hólm Guðmundsson vörabílstjóri, Lerkihlíð 8, Sauðárkróki. Úlfar Pálsson, Snæfelli, Hólmavíkurhreppi. Vilborg Jóhannsdóttir, Helgamagrastræti 10, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.