Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Síða 17
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 17 dv_____________________________________________________________________Fréttir Óánægja með að Tollgæslan sendi reikning vegna smyglmálsins í Goðafossi i vetur: Sex látnir greiða tæpa milljón í leitarkostnað - farmenn telja nóg að fá lögbundnar refsingar og uppsagnir í starfi Keflavaltarar Sex fyrrverandi skipverjar á Goðafossi hafa falið lögmanni að láta á það reyna hvort það standist lög að þeir voru hver um sig látnir greiða 162 þúsunda króna leitar- kostnað - samtals tæpa eina milljón króna - þegar tollverðir voru við leit í 5 daga í skipinu í vetur. Toll- gæslan sendi leitarkostnaðarreikn- ing til útgerðarinnar, Eimskips, sem aftur krafði skipverjana um kostnaðinn með því að taka hann af launum þeirra. Mikil andstaða er við þessi vinnubrögð tollyfirvalda, bæði í röðum farmanna og reyndar einnig ýmissa aðila hjá útgerðinni, samkvæmt heimildum DV. Það tíðk- ist ekki hjá öðrum löggæsluaðilum í landinu að kreija borgarana um vinnulaun þegar leitir eða önnur löggæslustörf standa yfir - t.a.m. þegar lögregla leggur nótt við dag í rannsóknum fikniefnamála með til- heyrandi kostnaði. Auk þess sé það nær alfarið í höndum tollsins að ákveða hve margir leiti áfram og þá hve lengi eftir að smygl hefur kom- ist upp. Ástæðan fyrir því að sexmenning- amir vilja leita réttar sins er einnig að miklu leyti byggð á því að menn- imir munu, eins og lög gera ráð fyr- ir, hljóta sínar refsingar þegar að því kemur fyrir dómstólum. Þar Sólarplast Tvöfalt sólarplast I gróðurhús og sólskála ^nrT^nún Vandaðar ál festlngar tryggja góöa éndingu Hóborg ÁL OG PLAST Skútuvogi 6 Sími 568-7898 Fax 568-0380 og 581-2140 Skipverjar á Goðafossi eru óhressir með að þurfa að greiða leitarkostnað vegna smyglsins sem fannst í skipinu. mega þeir búast við að fá samtals á aðra milljón króna í sektir. Um- ræddum sexmenningum, sem viður- kenndu að hafa átt um 400 lítra af áfengi og talsvert magn af sígarett- um, hefur öllum verið sagt upp störfum sínum. „Það er ekki réttlátt að greiða þennan leitarkostnaö. Þessu er hægt að líkja við að menn séu að fá þrefalda refsingu,“ sagði einn tals- manna farmanna í samtali við DV. Sveinbjöm Guðmundsson, aðal- deildarstjóri hjá Tollgæslunni í Reykjavík, sagði við DV að 56. grein tollalaganna kvæði m.a. á um aö fyndist ótoOafgreidd vara í fari sem ekki hefur verið gerð grein fyrir skuli farmflytjandi greiða allan kostnað við leit og kyrrsetja megi farið á kostnað hans uns leit er lok- ið. „Það er mikill aukakostnaður sem hlýst af stóraðgerðum sem þessum," sagði Sveinbjörn og benti m.a. á að illa hefði gengið að fá fram viðurkenningar framangreindra skipverja - þess vegna hefði rann- sókn málsins og leit tafist eins og raun bar vitni. -Ótt Dregnir eða sjálfkeyrandi. Sfmi 568 1044 MWÞetta á aðeins Ur.6890,- Glæsilegt 5 hl pottasett u + 3ja hluta skálasett. Gæðaslál, tvöf. botn, orkusparandi, tyrir allar Kr. 1995,- . Sunnarkjoan Frábært werö 5 Ulutir- Dalvegi 2, Kópavogur. Dragtir 2 jakkar Handtöskur i úrvali eldavéla. Hert glerlok. Peysur• Blussur.. Buxur/Pils Vesti AWtþettaá aðeins Kr. 3900, Vandað 8 hl. pottasett + 7 hl. skálasett Gæðastál, tvöf. botn. saá-sö Má setja í uppþv.vél. Kr. 590,- Baðsett - 3ja hl. úr gæðastali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.