Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. JIJNÍ 1999 11 Nýr forseti Alþingis boöar hörku við þingstjóm: Blöndal grimmur á bjöllunni - venst hinum viðkvæmu tækjum, segir alþingismaður Á stuttu og stilltu sumarþingi tók við embætti nýr forseti Alþingis, Halldór Blöndal, og stýrði hann þing- inu röggsamlega þá fáu daga sem það stóð. Og hvernig finnst svo Hall- dóri að sitja skör ofar þingheimi? „Ég hef nú áður setið skör ofar, meðal annars sem þingskrifari. Ég sat til hægri handar Sverri Her- mannssyni þegar hann var forseti neðri deildar Alþingis fyrir mörgum árum. Annars þykir mér mikið til um traustið og kann vel við mig í mínu nýja embætti." Heldur fast um taumana Athygli vakti á liðnu þingi þegar Halldór snupraði þá Ögmund Jónas- son og Guðmund Áma Stefánsson, alþingismenn, fyrir að dveljast og tala lengur í pontu en leyfilegt þótti. Var það markmið Halldórs að láta fmna fyrir sér frá upphafi, láta þing- heim ekki komast upp með neitt múður? „1 þetta skipti voru tíma- mörk umræðunnar mjög ströng. Það er fyrir öllu að forseti reyni að halda sig við tímamörkin frá fyrstu mín- útu svo að þeir sem síðar taka til máls hafl jafnlangan tíma til að koma skoðun sinni á framfæri og hinir fyrri. Allir verða að fá að taka til máls. Það er nauðsynlegt að al- þingismenn finni að forseti ætli sér að halda fast um tímamörkin.“ Aðspurður hvort ekki væri erfitt að vera núna áhorfandi og hvort ekki blundaði í honum söknuður eftir hasar ráðherra- og þingmanns- tíðar sinnar sagðist Halldór að sjálf- sögðu finna fyrir nostalgíunni öðru hvoru: „Einstaka sinnum langar mig sárlega að leggja orð í belg... en ég stiili mig.“ Venst hamri og bjöllu Ögmundur Jónasson sagði að viss misskilnings hefði gætt hjá Halldóri varðandi atvinnutæki hans, bjölluna og hamarinn, sem hann hefði sveiflað af fullmiklum krafti fyrst i stað: „Menn eru að finna sig í nýju hlutverki og eðlilegt að það taki tíma. Á það ekki síst við um nýjan forseta Alþingis, Halldór Blöndal. Góðar fréttir fyrir hann og okkur öll hin eru þær að leiðin liggur upp á við. Halldór er greinilega að venjast hamrinum og bjöllunni og átta sig á að þetta eru viðkvæm tæki sem vel fer á að beita hóflegu handafli við.“ Margrét Frímannsdóttir hafði sömuleiðis orð á kraftmiklum bjölluleik Halldórs og efaðist enn fremur um að forsetinn hefði unnið heimavinnuna sína áður en hann tyllti sér í öndvegið: „Ég get nú ekki sagt annað en þetta hafi gengið stórslysalaust fyr- ir sig. Hann þarf skiljanlega tíma til að komast fyllilega inn í þetta. Ég dreg hins vegar í efa að hann hafi undirbúið sig mikið fyrir embættið áður en hann var kosinn af meiri- hlutanum. Halldór er ekki sú mann- gerð að þetta sé draumastarfið hans. Ég vonast til þess að stómarand- staðan muni eiga gott samstarf við hann og sömuleiðis að hann og bjallan eigi eftir að mætast einhvers staðar á miðri leið.“ Myndarlegur forseti Kristinn H. Gunnarsson og Sverrir Hermannsson voru sáttir við Halldór: „Þetta hefur gengið sæmilega, enda maðurinn þing- reyndur," sagði Kristinn. „Bjöllu- hljómurinn var svolítið hvellur stundum en það lærist. Það leynir sér ekki að hann er að byrja en all- ir eru einhvem tímann byrjendur, er það ekki?“ Sverrir hrósaði Halldóri, lærlingi símun, í hástert: „Halldór hefur staðið sig ágætlega. Þetta er mikið og erilsamt starf sem ég er ekki í nokkmm vafa um að hann muni leysa vel af hendi þegar hann nær tökum á því. Hann er maður sem alltaf er tilbúinn að blanda glað- værð saman við starfið og á það eft- ir að nýtast honum vel í þessu emb- ætti. Hann verður myndarlegur for- seti.“ -fin Fréttir Nýjum forseta Alþingis kennt á tól- in. Leiðbeinendur hans, Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, og Guðjón Guðmundsson, flokks- bróðir Halldórs, hefðu þó, að mati sumra þingmanna, að ósekju mátt beina meiri athygli að apparatinu vinstra megin á borðinu frá okkur séð. Helsti Ijóður á ráði Haildórs hingað til í embætti þykir nefnilega vera skortur á hinum fiðurmjúku úlnliðshreyfingum sem nauðsyn- legar eru eigi samlífið við bjölluna að ganga stórslysalaust. Gangvissir, öruggir 1 og endingargóðir assoaiie í sumar Opnir tímar 2x -3x 1 viku. Byrjendur og framhald Innritun hafín - leitið upplýsinga í símum 5813730 - 5813760 Opnanlegir öryggisgler Valin Pine viður Stillanleg öndun Tvöföld vatnsvörn Askalind3-20 , w Sími: 564 5810 - Fax: 564 5811

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.