Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ1999 Fréttir Tófa skotin viö bæjardyr: Var að ólmast í lömb- um í hlaðvarpanum DV, Hólmavík: „Tófan var að ólmast í lömbum hér í hlaðvarpanum þegar ég skaut hana. Þá var hún 23 metra frá bæn- um. Manni flnnst nú vera orðið full- langt gengið þegar þær nánast berja að dyrum hjá manni,“ sagði Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfónn, sem þetta upplifði um miðjan dag 15. júní Þetta var sjöunda tófan sem hann fellir frá sumarbyrjun og nær allar hefur hann skotið innan tún- girðingar þar sem þær hafa verið innan um lambféð. Hann segir dapurlegt til þess að vita að þingmönnum Vestfírðinga skyldi ekki hafa tekist að ná því fram á tveimur þingum í röð að hefja mætti veiðar á tófu og mink í friðlandinu á Homströndum - þess- um skaðræðisdýrum íslenskrar náttúru, svo ekki sé nú minnst á hagsmuni sauðfjár- og hlunninda- bænda. Undarlegt að augu fólks á löggjaf- arsamkundunni skuli ekki hafa opnast fyrir því hversu mikla vá hér er um að ræða. Ekki vanti að sannanir fyrir mikilli fjölgun tófu og ferðum hennar út fyrir friðland- ið hafi verið lagðar fram. Það sé svo augljóst öllum sem skilja vilja að þegar fæðuframboðið minnkar leiti dýrin lengra frá. Indriði segist hafa líkt því við gárur á vatni sem steini hefur verið kastað i. „Ekki er svo til að bæta ástandið að engin grenjavinnsla hefur farið fram á siðasta ári í Snæfjallahreppi sem nú tilheyrir ísafjarðarbæ. Það væri aðgerð í byggðastefnu sem mark væri tekið á ef ákveðið væri að hefja átak til að fækka þessum vargdýrum í náttúru fslands," sagði Indriði á Skjaldfónn. -GF Hitaveita Akraness og Borgarfjaröar: Eiginfjárstaða í fyrsta sinn jákvæð á 20 ára afmælinu DV, Vesturlandi: Nýkjörin stjórn HAB. Aftari röð f.v.: Gunnar Sigurðsson, Sveinn Kristinsson, Kjartan Kjartansson, Þorvaldur Vestmann, forstöðumaður tæknisviðs Akra- nesveitu. Fremri röð f.v.: Óli Jón Gunnarsson, Guðmundur Jóhannsson, for- maður stjórnar, Magnús Oddsson, forstjóri HAB, og Ríkharð Brynjólfsson. DV-mynd Daníel 955 milljónir. Veltufé frá rekstri hækkaði úr 79,9 milljónum og eig- ið fé var jákvætt um 7,3 milljónir. Það er fyrsta sinn í sögu fyrirtæk- isins sem eiginfjárstaða er jákvæð og er fyrirtækið nú komið með eig- infjárstöðu upp á 0,01 á 20 ára af- mælinu. Þótt eiginfjárstaða sé lítil, þá er talverðum áfanga náð með því að hún er orðin jákvæð. Einkum í ljósi þess að fyrir uppskiptin og framlög eignaraðila í árslok 1995 var eiginfjárstað neikvæð um 1221 milljón. Erlendar skuldir iækkuðu á árinu úr 953 milljónum í 916 milljónir þrátt fyrir gengistap. Hafa skuldimar þá lækkað um 183 milljónir á þeim þremur ámm sem liðin era frá því að fyrirtækið tók til starfa í breyttu formi. Fjárhagsleg afkoma síðasta árs er að mörgu leyti hagstæð, sem ekki er síst því að þakka að stöðug- leiki hefur ríkt í efnahagsmálum og gengi íslensku krónunnar verið stöðugt. HAB er í eigu Akranes- kaupstaðar sem á 53,7%, Andakíls- hreppur 4,3%, Borgarbyggð 21,3% og Ríkissjóður 20,7%. Eina breyt- ing á stjórn HAB var að fulltrúi Borgarbyggðar, Óli Jón Gunnars- son, kom inn í stjómina í stað Guðmundar Guðmarssonar. -DVÓ Óvissuferðir eru mikið í tísku um þessar mundir og fólk flengist blindandi um allar koppagrundir. DV rakst á þessar föngulegu konur á dögunum en þær tilheyra kvennaklúbbnum Villtu gæsunum. Þær Silla, Systa, Gyða og Halldóra höfðu ekki hugmynd um hvert þær væru að fara en Ingimundur bílstjóri réð ferðinni. tfþú ert 2 ára eJn ijinj cr samkeppnin mm nppsknjtir íMatreiðslubók Tíi, eittkvaðfjcir jiej Tíjri er míkittmatwaÍM' og kiikwr clskar Iwmh. Tícjri biiarykkur aÍ scrda sér appskriftir aí mat oy kökam. Tíyra þadtiyott a$ fá cinfatttar en jóíar uppskriftír sem krakkar eijaaabrclt mei að fara eftir. Attir scm scntta inn uppskríftir fá víðurkenrt injarskjal frá Tíyra. 50 uppskriftt rcrba raídar op cjcfnar útí eirtni bók, Matreifatubók Tiara. Þcírsem eipa uppskrift í bókirmi eípa vort á jtœsilejum viitrtÍMjnm, Skitafrestur er tit 1. ájúst. SerAíst til- KraíkaktMs t>V, Ór&MtiM, 105 Rrykjmík. Mcrkt: l/pprknfi A-dúmmada dúmmada dúmma da... - Málararnir Ævar Jónsson og Viðar Marinósson unnu hörðum höndum í nýju sundlaugarbyggingunni á Akur- eyri þegar DV hitti þá þar. Þeir sögðust að sjálfsögðu mála með Sjafnarmáln- ingunni góðu og sungu „Sjafnarlagið" fullum hálsi, eða þannig. Fram- kvæmdum við nýjan áfanga í uppbyggingu sundlaugarinnar á Akureyri er að Ijúka og verður hann tekinn í notkun í næsta mánuði. DV-mynd gk Á aðalfundi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, sem haldinn var á Hvanneyri 11. júní, kom fram að hagnaður ársins 1998 varð 7,6 milj- ónir króna en var 5,9 milljónir árið á undan. Þessi hagnaður varð þrátt fyrir gengistap að upphæð 16,6 miljónir. Reikningslegt verðmæti eigna lækkaði úr 983 milljónum í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.