Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 Spurningin Lesendur Hvaða ráðherra finnst þér myndarlegastur? Ólafur Gunnar Þorsteinsson verkamaður: Siv Friðleifsdóttir. Kristinn Grétarsson múrari: Þeir eru allir ljótir. Brynjar Reynisson sendiU: Sól- veig Pétursdóttir. SkúU Ragnar Skúlason tónUstar- maður: Þeir eru allir mjög myndar- legir. Ómar Fransson triUukarl: Siv Friðleifsdóttir. Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunar- fræðingur: Ámi Mathiesen. Jón Baldvin á að koma heim - Samfylkinguna vantar leiötoga Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og Bryndís Schram, kona hans. Einar krati hringdi: Það er ekki oft sem landsmenn fá fréttir af sendiherrum sínum erlend- is. Þess vegna var gleðilegt að heyra í fréttum að Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Was- hington, hefði verið valinn maður mánaðarins af bandarísku blaði. Jón Baldvin var mál- snjall og rökfastur stjóm- málamaður og hefur greini- lega ekki glatað þeim hæfi- leikum. Ekki heyrði ég bet- ur í fréttum en sendiherra- frúin, Bryndís Schram, deildi þessum titli með hon- um þar sem hún hefði unn- ið svo ötuUega að kynningu á íslenskri menningu að eftir væri tekið. Sendiherrahjónin eru sannarlega verðugir full- trúar okkar í Bandaríkjun- um og við eigum að vera stolt af þeim. Hins vegar sakna ég Jóns Baldvins úr pólitíkinni. Samfylkinguna vantar alvöm stjómmála- mann eins og hann. Ég held að hann yrði verðugur leiðtogi Sam- fylkingarinnar og er viss um að margir era þar sammála mér. Stjómmálaafl verður Samfylking- in ekki án leiðtoga, en í því hlut- verki væri Jón Baldvin réttur mað- •. ur á réttum stað. Með hann innan- borðs er Samfylkingin orðin að því afli sem henni ber. Er ekki ráð að fá Jón Baldvin aft- ur í pólitíkina? Læknar sem lesa hægt Eiginkona krabbameinssjúklings hringdi: Um miðjan janúar kom í ljós krabbamein í manninum mínum. Nú er hann í afturbata eftir erfitt ferli. Því miður er ýmsu ábótavant hjá Tryggingastofnun í samskiptum við langsjúkt fólk og vil ég benda á það hér í von um nauðsynlegar úr- bætur því fjölmargir eiga viö sama vandamál að stríða. Fljótlega fór maðurinn minn í að- gerð og í kjölfarið geislameðferð. í april fóra gögn til Tryggingastofn- unar um sjúkdóminn frá spítalan- um. Ég hringdi í byijun maí og þá var úrskurður um að hann fengi ör- orku til áramóta kominn hjá Trygg- ingastofnun. Lífeyrissjóöurinn fékk sömu upplýsingar. Næst kemur greiðsla frá lífeyrissjóðnum 1. júní, en frá Tryggingastofnun er ekkert komið. Mér var sagt að það tæki fjórar til sex vikur að afgreiða þetta erindi, sem liggur þó alveg ljóst fyr- ir. Læknar stofnunarinnar, sem væntanlega fjalla um þessar skýrsl- ur, virðast því lesa afar hægt. Það segir sig sjálft að þetta er allt of langur tími fyrir sjúklinga sem beijast við erfiða sjúkdóma. Þeir era oft komnir í skuldir og hafa óþarfa áhyggjur af því þegar bæt- umar, sem þeir eiga lögum sam- kvæmt að fá og eru ekkert of háar, koma ekki strax. Maðurinn minn fær áreiðanlega skerðingu á bótum vegna launa minna. Sjálf hef ég ör- orkutekjur og lífeyri og skerði sjálfa mig, - og skerði væntanlega hann líka. Fjárfestar í eiturlyfjasölu Börnin okkar eru vísvitandi eyðilögð, en á meöan leika stórhættulegir glæpamenn lausum hala. Bréfritari viil að fjárfestar í eiturlyfjasölu á íslandi verði afhjúpaðir hið snarasta. Þóra Jónsdóttir, Reykjavík, hringdi: A1 Capone var ekki gómaður fyrir glæpi, hann var handtekinn og fang- elsaður fyrir skattsvik. Það sama virðist vera að v gerast á íslandi. Menn eru ekki gómaðir fyrir glæpa- starfsemi, jafnvel þótt vitað sé hverj- ir glæpamennimir era. „Elítan" á ís- landi höndlar með eiturlyf, heyrir maður í sjónvarpsfrétt að kvöldi 15. júní, en ekkert er gert i málinu. Flutt var fréttaviðtal við mann sem þekkir vel til eiturlyfjaheimsins og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerð- um. Hann segir að yfirvöld og jafn- vel hluti almennings viti hverjir þaö eru sem eru að drepa börnin okkar. En það er ekki hægt að upplýsa mál- in vegna fjárskorts! Ég spyr nú bara: Er maður sem hefur vitneskju að glæp ekki orðinn meðsekur ef hann greinir ekki rétt- um yfirvöldum frá vitneskju sinni um glæpsamlega starfsemi? Eða er þetta orðin heilög kýr? Það kom fram í þessari frétt að þeir sem stunda innflutning eiturlyfja séu flottir menn, fjárfestar, svokölluð el- íta í þjóðfélaginu. Hún getur keypt sér frelsi, þó þetta séu hættulegustu glæpamenn þjóðarinnar! Þarna vora sagðir vera á ferðinni menn i ýmiss konar fjárfestingum og braski. Mér fannst skelfílegt að heyra að vitað sé hverjir stunda glæpina án þess að hægt sé að hafa hendur í hári þeirra, - vegna fjárskorts, eins og viðmælandinn fullyrti. Mér er fyrirmunað að skilja að það kosti peninga að koma þessari vitneskju á framfæri. Bömin okkar eru vísvit- andi eyðilögð, meðan glæpamenn leika lausum hala. Og svo er bara þögn um allt saman. DV Ömurlegir hálf- atvinnumenn Knattspyrnuunnandi skrifar: „Það var orðið alllangt síðan ég hafði farið á völlinn til að horfa á fótbolta sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá mér. Ég fór síðan á leik í svokallaðri úrvals- deild. Ég verö að viðurkenna að lágkúran er algjör. Ef þetta er ís- lensk knattspyma í dag hefúr henni farið stórlega aftur frá því sem var fyrir fimm til tíu áram. Og nú skilst manni að hálfat- vinnumennska sé í úrvalsdeild- inni og jafnvel í næstu deild fyr- ir neðan. Ef menn fá borgað fyr- ir að leika sér við áhugamál sitt finnst manni að krefjast megi betri árangurs. Það verður ein- hver bið á að ég fari á völlinn aftur, en sný mér frekar að er- lendum leikjum í sjónvarpinu." Loks á Sjón- varpið hrós skilið Kona í Keflavík hringdi: Það er ekki oft sem mann langar að hrósa ríkissjónvai'pinu fyrir innlenda dagskrárgerð enda hefur hún verið með lakasta móti í vetur. Nýlega hófú göngu sína þættir undir yfir- skriftinni Maður er nefndur og verður ekki annað sagt en þeir lofi góðu. Það kom sjálfsagt fáum á óvart að Gunnar Eyjólfs- son fór hreint á kostum í fyrsta þættinum. Gunnar er náttúrlega sagnamaður af guðs náö (og auð- vitað Keflvíkingur!) og einlægni hans í þættinum var eftirtektar- verð. Þá var þátturinn um Bene- dikt Davíðsson ekki síðri. Þættir sem þessir era frábær heimild um samtímann og hvílíkur léttir að sjá viðtöl þar sem eitthvert kjöt er á beinunum. Flest sjón- varpsviðtöl eru nefnilega hraðsoðin og sjaldnast nógu löng til að fólk nái að segja almenni- lega frá. Sjónvarpið á hrós skil- ið fyrir að hafa endurvakið þætt- ina Maður er nefndur og það er tilhlökkunarefni aö sjá og heyra hvaða andans menn og konur eiga eftir að koma þar fram. Þetta eiga börnin ekki skiliö Vestfirðingur sem býr á höf- uðborgarsvæðinu hringdi: Umræðan um samræmdu prófin á Vestfjörðum finnst mér afar ósanngjörn í garð minna gömlu þorpsbræðra og systra fyrir vestan. Börnin sem féllu á þessum prófum eiga ekki sökina heldur yfirvöld þessa lands. Rétt eins og mér dettur ekki i hug að lesa blað sem er skrifað af áhugamönnum, láta gera við bíl- inn hjá fúskara í bílskúr, eöa láta ólærðan mann skera mig upp, þá mundi mér hugnast illa að láta ólæröan mann kenna börnum mínum. Það hefúr orðið hlutskipti barnanna i Patreks- skóla. Árangurinn sjá allir, hann er enginn. Þar sem góðu kennar- arnir starfa, þar sést árangur- inn. Hlífum því börnunum við þessari umræðu, þetta er ekki heimsku þeirra að kenna, þau eiga eftir að verða dugandi fólk, heldur fáfræði þeirra sem stjóma menntamálum á íslandi. Gallaðar símaskrár Guðmundur G. sagði: Ég veit ekki hvort aðrir hafa lent í þessu, en ég fékk gallaða símaskrá í byrjun, eitthvert ragl hafði orðið á niðurröðun arka í henni sýndist mér. Ég fékk aðra, en sjá. Hún var gölluð líka, það kom í ljós eftir nokkurra daga notkun. Símanúmer yst á hægri síðu voru skorin af. Ég verð því að arka á pósthúsið enn og aftur. Þetta finnst mér heldur léleg framleiðsla ef algengt er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.