Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 44
Vinningstölur laugardaginn: 19. 06 3 5 20 27 32 lÉPW''' X, & Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 1 2.200.040 2. 4 af 5+*® 0 382.610 3. 4 af 5 60 11.000 4. 3 af 5 2.408 630 | Tölur í aukaútdrætti: 5-7-14-2 Jókertölur vikunnar: FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. ti: 5 - 7 -14 - 21 - 27 a ^ C'/1 C F 1 5 5 6 n| n 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ1999 Þórshöfn: Hnífstunga Laust fyrir klukkan sex á sunnu- dagsmorgun barst lögreglunni á Þórs- höfti tilkynning um hnífstungu i sam- kvæmi í bænum. Tveimur ungum m mönnum sinnaðist og blönduðust aðr- * ir gestir inn í erjumar með þeim af- leiðingum að maður var stunginn i nárann. Sá missti mikið blóð þar sem slagæð fór í sundur. Hann var fluttur með sjúkraflugi á Ejórðungssjúkrahús- ið á Akureyri og er líðan hans eftir at- vikum. Árásarmaðurinn, frá Raufarhöfn, fannst mjög ölvaður þrem- ur tímum siðar í öðru húsi. -þor EM í bridge: í 20. sæti Eftir góðan sigur á sterkri sveit Svía, 20-10, á Evrópumótinu í bridge á Möltu hikstaði íslenska sveitin nokk- uð í næstu leikjum. Tapaði hún 11-19 i»‘fyrir Rússum og 9-21 fyrir Líbönum. Sigur vannst hins vegar á Lúxemborg- urum, 25-5, í 20. umferð sem fram fór í gærkvöld. Sveit íslands í opna flokkn- um er nú í 20. sæti með 308 stig. Heimsmeistarar Frakka eru efstir með 382 stig, Búlgarar aðrir með 379 stig og ítalar í 3. sæti með 375 stig. 37 þjóðir taka þátt i mótinu og því er tæpur helmingur þess eftir. íslenska kvennasveitin er í 19. og næstneðsta sæti með 109 stig en sú norska er efst með 183 stig. -hsim -------------------- Lögreglan brá á það ráð að brjóta upp dyr í söluturni. DV-mynd HH Grunur um innbrot: Lögregla braut upp dyrnar - eigandi svaf fyrir innan í gærmorgun barst lögreglu í Reykjavíkur tilkynning um að inn- brotsþjófar væru að láta greipar sópa í söluturni í vesturbænum. Lögreglumenn héldu þegar á stað- inn en þegar að var komið var erfitt að sjá hvort nokkrar mannaferðir væru í söluturninum. Lögreglu- menn börðu aflt utan en án árang- urs. Var þá gripið til þess ráðs að brjóta upp dyrnar. Þegar inn var komið sáu lögreglumenn tvo sof- andi menn. Við nánari eftirgrennsl- an kom i ljós að annar þeirra var (^ireigandinn sem hafði efnt tfl gleð- skapar i sjoppunni. -aþ Leikmenn knattspyrnuliðs Léttis úr Reykjavík, dómari, línuverðir og fararstjórar þurftu að fara í sjóferð síðasta spölinn til Siglufjarðar á laugardag en aurskriða hafði lokað veginum þangað. Sjá bls. 2. DV-mynd Örn Þórarinsson Risakast Arnþórs EA: Nær þúsund tonn í nótinni Þrettán manna áhöfn Sævars Ingvarssonar, skipstjóra á Arnþóri EA frá Árskógsströnd, var ekki lengi að fyOa á síldarmiðunum norðaustur af Jan Mayen seint í síð- ustu viku, 518 mUur frá íslenskri höfn. Giskað er á að i nótinni hafi verið hátt í 1000 tonna kast af ágætri síld sem fór í vinnslu á lýsi og mjöli á Djúpavogi í gær. Þeir Arnþórsmenn voru nýkomn- ir í land á Dalvík í gærkvöld eftir að hafa landað. „Við tókum sjálfir 600 tonn af þessu stóra kasti en gáfum Heimaey 150 tonn. Svo var kannski einhver smáskítaslatti eftir, sem alltaf viO verða. Það var dálítill kaldi á mið- unum og báturinn valt svolítið, nót- in var búin að hvolfa svolitlu úr sér,“ sagði Smári Jónatansson, vél- stjóri á Amþóri, í gærkvöld. Arnþór er næstum aldarfjórð- ungsgamaO síldarbátur sem hefur verið lengdur. Burðargeta hans er 900 tonn. Visst lag þarf til að halda þessu kasti, en menn sluppu með skrekkinn. Túrinn er góður fyrir áhöfnina, en verðlagið þó með lægsta móti. -JBP Héraðsdómur dæmdi arkitekt einn höfunda að félagshúsi Þróttar: Átti heiður að verja - segir Pálmi R. Guðmundsson arkitekt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt arkitekt inn sem einn höfunda að þessari byggingu sem nú rís f Laugardal, félags- húsi Þróttar. DV-mynd Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Pálma R. Guðmundsson sem einn þriggja höfunda að félagshúsi Knattspymufélagsins Þróttar í Laugar- dal. Hann tók þátt í hönnunarsam- keppni um húsið fyrir rúmum tveim árum, var einn höfunda samkeppnistO- lögu þeirrar sem hönnun hússins er grundvöOuð á. Bar því að geta fram- lags hans við hönnun hússins. Nafn hans kemur hins vegar hvergi fram á teikningum sem tengjast framkvæmd- unum. Húsið er nú á lokastigi og verð- ur tflbúið seint í sumar. Bygginganefnd Reykjavíkurborgar annaðist um fram- kvæmdir fyrir hönd félagsins. Þegar upp kom ágreiningur mflli Pálma og Pálmars Kristmundssonar, arkitekts og eiganda PK-arkitekta, skrifaði Pálmar borginni og kvaðst taka aOa ábyrgð ef til málaferla kæmi, borgin mundi ekki skaðast. Pálmi seg- ist hins vegar hafa ítrekað bent borgar- yfirvöldum, þar á meðal borgarstjóra, á að verið væri að brjóta á sér rétt. Hann var þá hættur stöfum hjá PK-arkitekt- um. En borgin tók orð Pálmars góð og gild og telur Pálmi að borgin hafi þannig tekið þátt í að ræna af sér heiðri sem honum bar. „Ef ég hefði nú lagt lögbann á bygg- inguna, eins óg hugsanlegt var að gera, þá efast ég um að Páim- ar Kristmundsson hefði verið borgunarmaður fyrir þeim miklu skaða- bótum sem hlotist hefðu af ef byggingin heföi stöðvast í tvo mánuði, og varla hefði borgin staðið við sitt gagnvart Þrótti sem liggur mikið á þessari byggingu,“ sagði Pálmi. Pálmi segir að hann hafi farið í mál við fyrrum samherja sína í samkeppninni vegna þess að hann átti heiður að verja, ekki peninganna vegna. Hann var dæmdur vera einn þriggja höfunda verðlaunatil- lögunnar. í miskabætur voru honum dæmdar 250 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum úr hendi arkitektanna Pálmars Kristmundssonar og Sigríðar Hermannsdóttur sem unnu með hon- um í samkeppninni. „Húsinu hefúr verið breytt mikið og þar hef ég ekki kom- ið nálægt. Þar hefur náttúr- lega hugverki mínu verið breytt þannig að höfundarrétt- arlög hafa verið brotin, þar sem ekki var leitað samþykk- is míns. Það er annað mál. Húsið stækkaði við það að Glímufélagið Ármann kom inn í húsið sem leigjandi með skrifstofur. Þar sem Reykja- vikurborg er aðfli að byggingunni hefur hún, án þess að gera sér grein fyrir því, brotið á mér höfundarréttarlög. Það er ekki gott af slíkri stofnun sem borgin er,“ sagði Pálmi R. Guðmundsson arki- tekt í samtali við DV í gær. Tryggvi E. Geirsson, formaður Þrótt- ar, sagði að málareksturinn hefði ekki haft áhrif á byggingu hússins. Seinkun hefði orðið á framkvæmdum, en vonir stæðu til að þeim lyki innan nokkurra vikna. -JBP Veðrið á morgun: Bjartviðri norðaustan- og austan- iands Búist er við sunnan- og suðvestanátt, 5-10 m/s. Súld eða rigning með köflum verður vestan til en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 53. 12 > Eldhúskrókur Símar 567 4151 & 567 4280 , Heildverslun með leikfong og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.