Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 19 Fréttir i / Uppsagnir grunnskólakennara: Kennarar hætta 7 / . ' • ) við að hætta - hefur boriö á því, segir Fræðslumiðstöð borgarinnar Kennarar í Reykjavík, sem sagt hafa upp störfum sínum, eru í tölu- verðum mæli farnir að draga upp- sagnir sínar til baka. Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborg- ar, staðfesti þetta í samtali við DV en sagði að nákvæmar tölur lægju ekki fyrir enn. „Það hefur eitthvað borið á því Kennarar sögðu upp vegna óánægju en eru nú að draga uppsagnir sínar til baka. Eiríkur Jónsson. nú eftir síðustu mánaðamót að kennarar hafi dreg- ið uppsagnir sínar til baka,“ sagði Ólafur Darri. Hann sagði að rúmlega 200 kenn- arar hefðu fyrir mánaðamótin sið- ustu sagt upp störf- um og gefið upp sem ástæðu óánægju með launa- kjör. Samtals höfðu þá um 250 kenn- arar í heild verið að hverfa úr starfi að meðtöldum þeim sem hætta vegna aldurs, eða af öðrum ástæð- um en beinnar óánægju með launa- kjör. Alls starfa um 1400 kennarar í gi’unnskólum borgarinnar. Því telst, að sögn Ólafs Darra, vart óeðlilegt þótt nokkur hópur fari á eftirlaun eða breyti um starf. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, sagðist í samtali við DV ekki hafa heyrt um að kennarar hefðu verið að hætta við að hætta. Hann sagðist hins vegar vita um nokkra þeirra sem sagt hafa upp hjá Reykjavíkurborg og verið að ráða sig annars staðar, m.a. til kennslu í grannsveitarfélögum sem bjóða betri kjör en Reykjavíkurborg gerir. -SÁ ^ Gisting í gistiheimilum í Eyjafirði: Odýrara að gista utan Akureyrar DV, Akureyri: í niðurstöðum verðkönnunar Neytendasamtakanna um verð á gistingu á gistiheimilum í Eyjafirði og á Akureyri kemur fram að í öll- um tilvikum nema einu er ódýrara að gista utan Akureyrar. Könnunin náði til 26 gistiheimila, og er helm- ingur þeirra á Akureyri en hin dreifð um allan Eyjafiörð og út í Hrísey og Grímsey. í könnuninni var spurt um verð á gistingu í herbergjum með baði og i herbergjum án baðs og um verð á svefnpokaplássi og morgunverði. Um beinan verðsamanburð var að ræða og ekki lagt mat á þjónustu- stig og aðbúnað sem er mismun- andi. Gististaðirnir eru mismun- andi hvað varðar húsnæði og innan- stokksmuni. Sums staðar er t.d. sjónvarp á öllum herbergjum eða sameiginleg setustofa með sjón- varpi, nokkrir staðir selja hádegis- verð, kvöldverð og nesti, á mörgum stöðum er aðgangur að eldhúsi og þá er mjög mismunandi hver útiað- staða er við gistiheimilin. Af öðrum helstu niðurstöðum má nefna að aðeins 6 staðir bjóða upp á herbergi með baði og uppbúið rúm fyrir einn, en 7 staðir bjóða upp á slíka þjónustu í tveggja manna her- bergi. Mesti verðmunur er á gist- •ingu fyrir einn í uppbúnu rúmi í herbergi án baðs, en sá munur var 133%. Minnsti verðmunur var hins vegar á gistingu fyrir einn í upp- búnu rúmi í herbergi með baði eða 12,8%. í eins manns herbergi með baði og uppbúnu rúmi er ódýrast að gista á Öngulsstöðum III en dýrast á Sveitahótelinu Sveinbjarnargerði og munaði 11,4%. í tveggja manna herbergi með baði og uppbúnu er ódýrast að gista í Brekkuseli á Ak- ureyri en dýrast á Gistiheimili Ak- ureyrar þar sem fylgdi morgunverð- ur og var verðmunur 32,1%. í upp- búnu rúmi fyrir einn er ódýrast að gista í Syðri-Haga í nágrenni Dal- víkur en dýrast í Árgerði á Dalvík og munaði 133,3% sem var mesti verðmunur i könnuninni. í upp- húnu rúmi í tveggja manna her- bergi var ódýrast í Smáratúni á Svalbarðseyri en dýrast í Gistiheim- ili Akureyrar þar sem fylgdi morg- unverður og munaði 68,6%. í svefnpokaplássi var ódýrast í Miðgörðum á Grenivík en dýrast á Súlum, Akureyri, og munaði 58,3%. í svefnpokaplássi fyrir tvo var einnig ódýrast í Miðgörðum, Greni- vík, en dýrast á Brekku í Hrísey og munaði 50%. -gk Samningar um kortagerð DV, Akranesi: Grunnkortagerð af íslandi í mælikvarða 1:50.000 hefur staðið yfir frá 1959 á vegum Landmælinga íslands (LMÍ) í samvinnu við bandarísku kortastofnunina NIMA (National Imagery and Mapping Agency). Undanfarna mánuði hef- ur varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins unnið að því í sam- vinnu við umhverfisráðuneytið og LMÍ að koma á viðræðum um framhald samstarfs við NIMA um kortagerð en það hefur legið niðri um árabil. Dagana 4.-7. júní voru fundir fulltrúa íslenskra stjórn- valda með fulltrúum NIMA í Was- hington. Þeir voru haldnir í framhaldi af viðræðum 9.-11. mars sl. á Akranesi og í sendiráði íslands í Washington 19. nóvember 1998. Á síðasta fundi var lokið við gerö rammasamnings um kortagerð á milli NIMA og varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins með beinni tilvísun í varnar- samning íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Rammasamningurinn kem- ur í stað samnings frá 1976 en þó í breyttu formi vegna breyttrar tækni og vinnuaðferða við kortagerð. Samkvæmt nýja samningnum bera LMÍ ábyrgð á framkvæmdinni en í eldri samningi var gert ráð fyr- ir að NIMA annaðist kortagerðina án þess að settur væri tímarammi eða tryggðar fjárveitingar til verks- ins af hálfu Bandaríkjastjórnar. Auk ofanritaðs kveður nýi samning- urinn meðal annars á að LMÍ og NIMA skiptast á gögnum og sér- fræðiþekkingu við uppbyggingu stafræns kortagrunns af íslandi. Samkomulag um fjárframlag NIMA til verkefnisins, aðstoð NIMA við þjálfun starfsmanna LMÍ heima og í Bandaríkjunum, aðgang og heimild LMÍ til notkunar að prentuðum kortum af íslandi sem varðveitt eru hjá NIMA. -DVÓ EPSON Microsoft COMPAtl UTSALA í DIGITALHÚSINU VATNAGÖRÐUM 14 HEFST MÁNUDAGINN 21.6. OPIÐ FRÁ KL.10 - 17 Mikill afsláttur af öllum tölvutengdum vörum meðan birgðir endast. Tölvur Netþjónor Skjáir Pre ntaror Örgjörvar Minniskubbar HarSir diskar Myndskannar o.fl. o.fl. o.fl. Tæknival ♦MYUWnm FUIÍTSU TOSHIBA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.