Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 43
EÞ"V LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 51 %ridge Italir Evrópumeist- arar enn einu sinni ítalir eru á góðri leið með að end- urheimta þá yfirburðastöðu sem þeir höfðu í bridgeheiminum á sjötta og sjöunda áratugnum en þeir bættu við sig þriðja Evrópumeist- aratitlinum í röð á Möltu. Evrópumeistararnir eru Att- anasio, Failla, Duboin, de Falco, Bocchi og Ferrari. Fyrirliði er Moska, gamalþekktur Evrópumeist- ari. Svo miklir voru yfirburðir ítal- anna að þeir höfðu þegar tryggt sér Evrópumeistaratitilinn þegar einni umferð var ólokið. í öðru sæti voru Svíar, þriðja Noregur, fjórða Búlgaría, fimmta sæti Frakkland og síðastir til þess að tryggja sér sæti í næstu heimsmeistarakeppni, voru Pólverjar. ísland má muna sinn fifil fegri en sveitin endaði í 21. sæti með 547 stig og hafði reyndar verið viðloðandi það allan tímann. í kvennaflokki sigruðu Englend- ingar með hálfu vinningsstigi eftir harða keppni við Austurríkismenn. í þriðja sæti voru Frakkar, fjórða Hollendingar, i því fimmta Þjóðverj- ar og lestina, af þeim sem náðu í næstu heimsmeistarakeppni, ráku Danir. íslenska sveitin endaði í 17. sæti með 279 stig. Einnig var keppt í flokki (h)eldri spilara og þar sigraði frönsk sveit með marga fyrrverandi Evrópu- meistara innanborðs. Frammistaða spilara var reiknuð út eftir Butler-útreikningi en það er Umsjón Stefán Guðjohnsen hægt þegar sömu spil eru spiluð á öllum borðum. Efstir voru Evrópu- meistararnir Bocchi og Duboin með 0,74 impa að meðaltali í 620 spilum. í íslensku sveitinni trónaði Þröstur Ingimarsson á toppnum með 0,38 impa í 520 spilum. Næstur var Magnús Magnússon með 0,35 i 540 spilum, síðan kom Ásmundur Páls- son með - 0,08 í 500 spilum, þá Jak- ob Kristinsson með - 0,10 í 540 spil- um og lestina ráku 'bræðurnir frá Akureyri, Sigurbjörn og Anton með - 0,50 í 400 spilum. Ragnar Her- mannsson fyrirliði virðist því hafa brugðið á það ráð að „splitta" pörum til þess að laga árangur- inn. í kvennaflokki var einnig reikn- aður út Butler-árangur og þar voru efstar Esther og Ljósbrá með - 0,03 í 360 spilum, aðrar Hjördís og Ragn- heiður með - 0,29 í 300 spilum og þriðju Anna og Guðrún með - 0,43 í 300 spilum. íslenska sveitin í opna flokknum átti góða spretti á milli vondra tapa og við skulum skoða eitt skemmti- legt spil frá viðureigninni við erkifj- endurna, Pólverja. s/o * - V 3 4 A10876542 4 Á10963 * KG87 4 K8742 N * KG65 V A 4» D1094 4 G3 4 K * 43 S * D92 4 DG5 4» Á872 4 D9 * Á1065 í opna salnum sátu n-s Þröstur og Magnús. Þar gengu sagnir á þessa leið : Suður Vestur Norður Austur 1 * 14 2 4 2 4 2 grönd pass 3 4 dobl pass pass 6 * Allir pass. Austur spilaði út spaðaás, sem Magnús trompaði í blindum. Spilið er mjög viðkvæmt og þolir alls ekki vonda legu í lágu litunum. Til greina kemur að spila strax laufgosanum og láta hann fara ef ekki er lagt á. En síðan á eftir að ná tígulslögunum. Magnús leysti málið snilldarlega. Hann spilaði litlum tígli í öðrum slag. Austur drap á kóng og gat lítið gert. Best virðist að spila spaðakóng og stytta blindan í trompi. Það dugir hins vegar lítið, því þá er aðeins ein leið til þess að ná trompdrottningunni. Hann reyndi því hjarta, en Magnús var með stöðuna á hreinu. Hann drap á ásinn, spilaði laufi á kóng og svín- aði síðan gosanum. Unnið spil og 11 impa gróði. Á allflestum borðum voru spilað- ir fimm tiglar og meðal annars voru Ásmundur og Jakob í vörn gegn fimm tíglum á hinu borðinu. Það gefur augaleið að spilið gaf vel í Butler-útreikningi. ítölsku Evrópumeistararnir ásamt aðstoðarfólki. Heppinn áskrifandi fær SONY heimabíó frá Japis sem er: og auk þess: agita raj- 14" sambyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilífi. Heildarverðmæti vinninga er 700.000 kr. UTILIF JAPISe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.