Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 43
EÞ"V LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 51 %ridge Italir Evrópumeist- arar enn einu sinni ítalir eru á góðri leið með að end- urheimta þá yfirburðastöðu sem þeir höfðu í bridgeheiminum á sjötta og sjöunda áratugnum en þeir bættu við sig þriðja Evrópumeist- aratitlinum í röð á Möltu. Evrópumeistararnir eru Att- anasio, Failla, Duboin, de Falco, Bocchi og Ferrari. Fyrirliði er Moska, gamalþekktur Evrópumeist- ari. Svo miklir voru yfirburðir ítal- anna að þeir höfðu þegar tryggt sér Evrópumeistaratitilinn þegar einni umferð var ólokið. í öðru sæti voru Svíar, þriðja Noregur, fjórða Búlgaría, fimmta sæti Frakkland og síðastir til þess að tryggja sér sæti í næstu heimsmeistarakeppni, voru Pólverjar. ísland má muna sinn fifil fegri en sveitin endaði í 21. sæti með 547 stig og hafði reyndar verið viðloðandi það allan tímann. í kvennaflokki sigruðu Englend- ingar með hálfu vinningsstigi eftir harða keppni við Austurríkismenn. í þriðja sæti voru Frakkar, fjórða Hollendingar, i því fimmta Þjóðverj- ar og lestina, af þeim sem náðu í næstu heimsmeistarakeppni, ráku Danir. íslenska sveitin endaði í 17. sæti með 279 stig. Einnig var keppt í flokki (h)eldri spilara og þar sigraði frönsk sveit með marga fyrrverandi Evrópu- meistara innanborðs. Frammistaða spilara var reiknuð út eftir Butler-útreikningi en það er Umsjón Stefán Guðjohnsen hægt þegar sömu spil eru spiluð á öllum borðum. Efstir voru Evrópu- meistararnir Bocchi og Duboin með 0,74 impa að meðaltali í 620 spilum. í íslensku sveitinni trónaði Þröstur Ingimarsson á toppnum með 0,38 impa í 520 spilum. Næstur var Magnús Magnússon með 0,35 i 540 spilum, síðan kom Ásmundur Páls- son með - 0,08 í 500 spilum, þá Jak- ob Kristinsson með - 0,10 í 540 spil- um og lestina ráku 'bræðurnir frá Akureyri, Sigurbjörn og Anton með - 0,50 í 400 spilum. Ragnar Her- mannsson fyrirliði virðist því hafa brugðið á það ráð að „splitta" pörum til þess að laga árangur- inn. í kvennaflokki var einnig reikn- aður út Butler-árangur og þar voru efstar Esther og Ljósbrá með - 0,03 í 360 spilum, aðrar Hjördís og Ragn- heiður með - 0,29 í 300 spilum og þriðju Anna og Guðrún með - 0,43 í 300 spilum. íslenska sveitin í opna flokknum átti góða spretti á milli vondra tapa og við skulum skoða eitt skemmti- legt spil frá viðureigninni við erkifj- endurna, Pólverja. s/o * - V 3 4 A10876542 4 Á10963 * KG87 4 K8742 N * KG65 V A 4» D1094 4 G3 4 K * 43 S * D92 4 DG5 4» Á872 4 D9 * Á1065 í opna salnum sátu n-s Þröstur og Magnús. Þar gengu sagnir á þessa leið : Suður Vestur Norður Austur 1 * 14 2 4 2 4 2 grönd pass 3 4 dobl pass pass 6 * Allir pass. Austur spilaði út spaðaás, sem Magnús trompaði í blindum. Spilið er mjög viðkvæmt og þolir alls ekki vonda legu í lágu litunum. Til greina kemur að spila strax laufgosanum og láta hann fara ef ekki er lagt á. En síðan á eftir að ná tígulslögunum. Magnús leysti málið snilldarlega. Hann spilaði litlum tígli í öðrum slag. Austur drap á kóng og gat lítið gert. Best virðist að spila spaðakóng og stytta blindan í trompi. Það dugir hins vegar lítið, því þá er aðeins ein leið til þess að ná trompdrottningunni. Hann reyndi því hjarta, en Magnús var með stöðuna á hreinu. Hann drap á ásinn, spilaði laufi á kóng og svín- aði síðan gosanum. Unnið spil og 11 impa gróði. Á allflestum borðum voru spilað- ir fimm tiglar og meðal annars voru Ásmundur og Jakob í vörn gegn fimm tíglum á hinu borðinu. Það gefur augaleið að spilið gaf vel í Butler-útreikningi. ítölsku Evrópumeistararnir ásamt aðstoðarfólki. Heppinn áskrifandi fær SONY heimabíó frá Japis sem er: og auk þess: agita raj- 14" sambyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilífi. Heildarverðmæti vinninga er 700.000 kr. UTILIF JAPISe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.