Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 Fréttir Ekkert nema að negla fyrir og fara - segir íbúi á Þingeyri og skipverji á Sléttanesi ÍS DV, Þingeyri: „Auðvitað bregður manni við að fá svona fréttir. Maður er með fjölskyldu hér og á hús á staðnum. Við erum að vona aö skipið verði selt einhverjum þeim aðilum að áhöfnin geti haldið plássum sínum. En maður óttast um að skipið fari til Akureyrar og þeir hirði af því kvótann og selji það svo úr landi. Ég veit ekki hvað verður ef allt fer á versta veg, þá er litla vinnu að hafa hér á Þingeyri," segir Sigurður Marteinn Magnússon, skipverji á Sléttanesi ÍS. Sem kunnugt er hefur útgerðarfyrir- tækið Básafell ákveðið að selja frá sér tvo frystitogara, Orra ÍS og Sléttanes ÍS sem selt verður með aflaheimildum. Áhöfn Sléttaness er að verulegum hluta frá Þingeyri og hafa þessi tíðindi heldur aukið á svartsýni heima- manna á framtíð staðarins. En fyrir eru um hundrað manns án atvinnu á Þingeyri eftir lokun Rauðsíðu og enn á eftir að bæt- ast við atvinnu- lausa þegar upp- sagnir hjá Unni ehf. taka gildi en þar hefúr öllu starfsfólki verið sagt upp störfum vegna erfiðleika í rekstri. Halldór Lárus Sigurðsson, skipverji á Sléttanesi, tekur mjög í sama streng og Sigurður og segir þess- ar fréttir mikið áfall. „Menn bregðast vitanlega illa við. Við vorum úti á sjó í mánaðartúr þegar við fréttum af þessu eftir flöl- miðlum. Það var reynt að henda gaman að þessu í borðsalnum til að áhöfnin missti sig ekki niður á þung- lyndisplan. Það var mjög erfitt fyr- ir suma áhafna- meðlimi að fá þessar fréttir. Menn göntuðust með að fara og fmna sér létta vinnu í landi, keyra strætó eða eitt- hvað. Menn eru búnir að tapa öllu ef þeir tapa vinnunni og þá er engin fram- tíð hér lengur. Þá er ekkert annað en að negla fyrir gluggana og fara héðan. Þetta tekur á,“ segir Halldór Lárus. Nokkur ólga er meðal skipveija vegna þess að áhöfhinni hafi ekki ver- ið kynnt hvað til stæði í stað þess að þeir hafi fengið allar upplýsingar úr fjölmiðlum. „Útgerðin hefur ekki talað við nokkum mann af skipinu. Þeir voru búnir að segja að þeir myndu láta okk- ur vita ef breytingar yrðu á útgerðar- mynstri fyrirtækisins. Við vitum ekk- ert hvað stendur til eða hvert skipið fer. Okkur fmnst líka skrýtið ef Bása- fell getur haft meira upp úr land- vinnslu heldur en sjófrystingunni sem önnur fyrirtæki hafa verið að snúa sér að,“ segir Halldór Lárus. -GS" Halldór Lárus Slg- urðsson, Þingeyr- Ingur og skipverji á Sléttanesi ÍS. DV-myndir GS Sigurður Marteinn Magnússon, skip- verji á Sléttanesi IS og íbúi á Þingeyri. Þingeyri: Vítahringur - segir Ragnar Guðmundsson sjómaður DV, Þingeyri: „Það er endalaust verið að þrengja að manni, ég var með trillu í dagakerf- inu en svo var búið að skerða svo sóknarmöguleikana að ég gafst upp og fékk mér trillu á aflamarki. Þannig að það má segja að maður sé aftur kom- inn á byrjunarreit. Ég hef landað aflan- um hjá íshúsfélaginu á ísafirði, tonn á móti tonni sem kallað er. En nú veit maður ekkert hvað verður um þau við- skipti eftir nýjustu sviptingar á fyrir- tækjamarkaðnum héma,“ segir Ragn- ar Guðmundsson, trillusjómaður á Þingeyri. Ragnar segir engan rekstrargrund- völl fyrir bátinn nema að fiskkaupandi leggi til kvóta á móti útgerðinni og á Þingeyri sé ekki til neinn kvóti til þess og því séu menn tilneyddir til að selja aflann burt úr þorpinu. Harður árekstur varð á brúnni á mótum Skeiðarvogs og Miklubrautar í gær- dag. Var það þriggja bíla árekstur og var einn ökumaður fiuttur á slysadeild með háls- og bakmeiðsl. Þegar ijósmyndara DV bar að garði var verið að setja hálskraga á þann sem meiddist. Þarf að fara mjög varlega með þá sem meiðast á baki og hálsi. DV-mynd S. Ragnar Guðmundsson, trillukarl á Þingeyri, býr bát sinn til sjóferðar. DV-mynd GS „Þetta er vítahringur og það er sama hvert litið er, menn geta bara ekki bjargað sér. Við verðum að fá að róa eftir fiski, það er eini grundvöllur- inn fyrir þessum þorpum. Þau byggð- ust upp á sjósókn en nú er búið að taka þessi réttindi af okkur. Þingeyri er bara byrjunin, hnignunin verður mjög ör núna og það á eftir að þrengja veru- lega að ísafirði." Sem kunnugt er hefur verið mik- ill fólksflótti frá Vestfjörðum að undanfomu og vandséð að breyting verði þar á nú eftir að enn hefur verið boðaður samdráttur í atvinnu- lífmu til viðbótar þeim hremming- um sem nokkur fiskvinnslufyrir- tæki á svæðinu voru komin í. „Það er ekki óeðlilegt þó fólk sé far- ið að hugsa sér til hreyfmgs. Það getur ekkert annað gerst í þessu framhaldi. Bamafólk sem þarf að sjá fyrir íjöl- skyldu verður að fara í burtu til að fá atvinnu verði ekki breyting á ástand- inu hér. Þetta er svakalegt, því það er gott að búa á Þingeyri og staðurinn fal- legur. En fólk neyðist til að fara. Og í framhaldinu lækkar þjónustustigið á staðnum. Þó ég geti skrimt með mína trillu héma þá mun ég fara ef dregið verður t.d. úr skólahaldi hér og farið með bömin tO ísafjarðar í skóla. Ef það verður gert fer ég örugglega héðan á þeim tímapunkti," segir Ragnar. -GS Metafli hjá Málmey á íslandsmiðum: Verðmæti mánaðartúrs 122 DV.Sauðárkróki: „Þetta var hreint ótrúlegt hvað allt gekk upp hjá okkur í þessum túr. Margir samverkandi þættir en fyrst og fremst það að við fórum rétt í. hlutina og erum á réttu róli allan tímann," sagði Guðmundur Kjalar Jónsson, skipstjóri á frysti- skipinu Málmey SK-1, en skipið kom til hafnar á Sauðárkróki 6. júlí að lokinni ákaflega velheppn- aðri veðiferð. Það var 29 daga að veiðum og aflaði fyrir 122 milljón- ir, sem menn ætla að séu mestu aflaverðmæti úr mánaðartúr ís- lensks fyrstiskips á íslandsmiðum. Þess ber þó að geta að eftir 16 daga var landað í Reykjavík til að létta á og í það fór 11/2 sólarhringur frá veiðum. Gróflega áætlað er háseta- Viö komuna til Sauðárkróks í gær, Guðmundur Kjalar Jónsson skipstjóri, Björn Jónsson stýrimaður og Harald- ur Birgisson háseti. DV-mynd Þórhallur hluturinn úr veiðiferðinni rúmar 1,2 milljónir króna. Guðmundur Kjalar skipstjóri sagði að fyrst hefði verið hald- ið í grálúðu vestur fyrir land að miðlínu milli íslands og Grænlands. „Við lentum í mokveiði og öfluðum fyrir að meðaltali 7,2 milljónir á sól- arhring og kláruðum það sem við mátt- um veiða af grálúðunni á 9 dögum. Þá héldum við suður fyrir í karfann og lentum í mokfiski þar milljónir líka. Eftir 16 daga var landað í Reykjavík. Þá fórum við suður fyrir aftur og síðan suðaustur um og end- uðum túrinn í þorski og ufsa. Við sigldum því hringinn í kringum landið í þessari veiðiferð," sagði Guðmundur Kjalar. Afli upp úr sjó úr túrnum er um 850 tonn, sem gerir um 500 tonna af- urðir. Þar af voru rúm 300 tonn af grálúðu, sem er verðmætasta teg- undin og gerir 65 milljónir í afla- verðmæti. Næstmest var af karfan- um, þá af þorski og minnst af ufsan- um. Það er aflasamsetningin sem skapar aflaverðmætin, ekki magnið, enda er veiðin í túrnum einungis rúmlega meðaltúr á árinu. Alls er skipið búið að veiða um 4000 tonn í 5 veiðiferðum frá áramótum. Verð- mæti 454 milljónir. -ÞÁ Stuttar fréttir r>v Líknardeild lokað Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, sem opnuð var með viðhöfn í apríl sl., verður lokuð í mánuð í sumar og sjúklingarnir sendir á aðr- ar deildir á meðan. Ekki hefur tekist að fá fólk til sumarafleysinga. Vís- ir.is sagði frá. Góðærismerki Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu Stövar 2 að ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af vaxandi skuld- um heimilanna, þær væru skýrt góðærismerki. Van- skil þeirra væru á hinn bóginn áhyggjuefni, en spamaður mætti vissulega vera meiri. Faxamjöl á skilorði Samtök ferðaþjónustunnar hafa gert alvarlegar athugasemdir vegna ólyktar frá fiskimjölsverksmiðju Faxamjöls í Örfirisey 25. og 26. júní. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- sfjóri hefur sent Faxamjöh hf. áminn- ingu vegna ítrekaðra brota á mengun- arvamareglugerðum og hótað að svipta verksmiðjuna starfsleyfi. Stjórnendur fiskimjölsverksmiðjunn- ar harma mengunina. Þrefað í Hafnarfirði Deilur em í bæjarstjóm Hafnar- flarðar um funm ára rammafjárhags- áætlun bæjarsjóðs sem samþykkt var í gær, meðal annars um hugmyndir um að fela einkaaðilum kennslu í skólum og leikskólum. Minnihluti Alþýðuflokks og Fjarðarlista hafnar áætluninni alfarið og ætlar að leita allra ráða í samvinnu við bæjarbúa að hrinda henni. RÚV sagði frá. Nýr bæjarstjóri Bæjarsfjóm Stykkishólms hefm samhljóða samþykkt að ráða Óla Jón Gunnarsson, oddvita sjáifstæðis- manna í Borgarbyggð, sem bæjar- stjóra. Hann tekur við starfinu í ágúst að sögn RÚV. Samið við Norðmenn Samstarfs- samningm við Norðmenn um veiðieftirlit hefm verið kynntm í ríkisstjóminni. Ámi M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra segir við RÚV að samningminn sé mikilvægm ef tortryggni skapast. Vál Kilmer til íslands Tökm á bandarísku kvikmynd- inni Mars hefjast hér á landi í næsta mánuði. Meðal leikara í myndinni era Val Kilmer og Carrie-Anne Moss. Stöð 2 sagði frá. Vesturfarasafn í Gimli Ákveðið hefm verið að koma á fót vesturfarasetri í Gimli í Kanada. Fyrsta skóflustungan var tekin á laugardag. Morgunblaðið sagði frá. Náttúruspjöll Borgarverkfræðingm og Borgar- skipulag Reykjavíkm telja hug- myndir um flugvöll i Skeijafirði eða Engey óraunhæfar. Mikil náttúm- spjöll fylgdu slikum framkvæmdum. Hugmyndir um funrn þúsund manna byggð á fyUingum við Örfirisey og 2000 manna byggð á fyUingu við Skerjafjörð við Ingólfsgarð séu hins vegar áhugaverðir kostir. Halldór í Seðlabankann HaUdór Guð- bjamason, fyrr- verandi banka- stjóri Landsbank- ans, verðm ráð- inn nýr seðla- bankasfjóri og verðm gengið frá ráðningu hans í næsta mánuði, samkvæmt fréttum Stöðvar 2. Hann sest í stól Stein- gríms Hermannssonar sem verið hefúr iaus í rúmt ár, frá því að Stein- grímm hætti. Ræktuðu hass Héraðsdómm Reykjaness hefúr dæmt þijá meim á fertugsaldri tU 2-3 mánaða fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntm. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.