Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 Fréttir Gestir í Clinton i Grjótaþorpi: Fróa sér í húsagörðum - segir Þorbjörn Magnússon „Látum nú hávaðann liggja milli hluta en þegar ég lít út um svefnher- bergisgluggann minn get ég átt von á að sjá menn fróa sér í húsagarðin- um hjá mér. Þeir eru þá að koma of- urspenntir af nektarklúbbnum Clinton og geta ekki beðið,“ segir Þorbjöm Magnússon, víninnflytj- andi og íbúi í Mjóstræti 2 í Grjóta- þorpi. „Menn þurfa ekki að vera sérstakir fanatíkerar til að hafa Akureyri: Geysileg aukning fíkni- efnamála DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Ak- ureyri hefur upplýst tvö fíkni- efnamál á nokkrum dögum, eitt um helgina og annað í gær. í öðru tilvikinu var maður tekinn með amfetamín á veit- ingastað í bænum, en í hinu til- fellinu voru tveir menn teknir sem höfðu hass í fóram sínum. í báðum tilfellum er talið liggja ljóst fyrir að mennimir hafi verið með efnin til eigin nota. Daníel Snorrason deildar- stjóri rannsóknardeildar lög- reglunnar á Akureyri segir geysilega aukningu í fíkniefna- málum á árinu miðað við árið í fyrra. Þá komu alls upp 40 fíkniefnamál, en það sem af er þessu ári eru málin orðin 24. Á sama tíma í fyrra voru hins- vegar komin upp 13 mál þannig að nærri lætur að málunum hafi fjölgað 100% miðað við sama árstíma. -gk ekki smekk fyrir slíku útsýni úr íbúð sinni,“ segir Þorbjörn og bæt- ir því við að hann hafi búiö í „rauðum" hverf- um víða um heim en ástandið í Grjótaþorpinu slái öllu því við Þorbjörn Magnússon. sem hann hafi séð þar. „Hér er fólk að ala upp börn og það get- ur hver sem er sett sig í okkar spor. íbú- ar Grjótaþorpsins eru upp til hópa frjálslynt fólk; annars væri það farið,“ segir grein fyrir vandanum: „Nektarbúllum fylgja glæpir og fikniefni. Það virðist vera innbyggt í starfsemina eins og reyndar heyra má í nýj- ustu fréttum af þeim vettvangi. Ef þessi hverfi þurfa að vera til vildi ég Þorbjöm og gjarnan hafa þau annars staðar en í Ur Grjótaþorpi. hvetur borgaryfirvöld til að gera sér Grjótaþorpinu þar sem ég bý.“ -EIR Keyrt á bensínlausan bíl á Sæbraut Þau gera ekki boð á undan sér slysin. Eigandi bíls sem varð bens- ínlaus á Sæbrautinni tölti í næstu bensínstöð til þess að ná sér í bens- ín. Þegar hann er að burðast með bensínið til baka og á einhverja metra eftir í bílinn sér hann hvar bíll kemur og keyrir aftan á bU hans. Bíllinn hans skaust út fyrir veginn og rann niður í brekku fyrir neðan Sæbrautina. Tvær ungar stúlkur voru í bílnum sem keyrði á kyrrstæða bílinn og slösuðust þær ekki. Bíll mannsins er mikið skemmdur ef ekki ónýtur. -EIS Kio í Hæstarétt: Dómur í haust Máltlutningur í máli ákæruvalds- ins gegn Kio Alexander Briggs hófst í gær fyrir fjölskipuðum Hæstarétti. Héraðsdómur sýknaði Kio af kröfum ákæruvaldsins fyrir um hálfum mán- uði en Héraðsdómur féllst þá á far- bann yfir Kio þar til dómur fellur í málinu. Kio er ákærður fyrir að hafa flutt 2031 e-töílu til landsins 1. septem- ber sl. Ríkissaksóknari sagði í gær við flutning málsins að framburður Kios væri ótrúverðugur og einkennilegt væri að peningalaus, sumarklæddur maður kæmi til landsins með slíkt magn eiturlyfja til landsins. Verjandi Kios sagði að ákæruvaldi hefði ekki tekist að sanna sekt Kios og allan vafa yrði að skýra sökunauti í hag. Óvíst er hvenær dómur fellur í málinu en líklegt þykir að hann falli á næstu dögum eða vikum. Kio sat fremst með- al áhorfenda í Hæstarétti í gær þar sem túlkað var fyrir hann það sem fram fór. -hb Kio kemur í Hæstarétt í gær. DV-mynd S Bændur kæra vegna dýrbíta í Svarfaðardal: Aflífa þarf dýrbitið fé DV, Dalvík: Bændur á Hofsá í Svarfaðardal, hafa lagt fram kæru til lögreglunn- ar á Dalvik vegna þess að bæði fullorðið fé og lömb hafa verið dýr- bitin. Þegar hefur orðið að aflífa eina kind vegna þess og nokkurra kinda er saknað. Grunur lék á að hundar frá bæ í nágrenninu ættu hlut að máli þar sem til þeirra sást þar sem þeir voru að smala fénu, taka jafnvel lömb út úr og þvæla þeim langar leiðir, en hins vegar hafa þeir ekki sést bíta féö. Lögreglan á Dalvík staðfesti að lögð hefði verið fram kæra út af dýrbiti og sagði að verið væri að leita að þeirri skepnu sem það hefði gert. Málið er á rannsóknar- stigi, búið er að taka skýrslur af nokkrum hlutaðeigandi aðilum og málið verður síðan sent til um- sagnar hjá sýslumanni. Lögreglan mun ekki aðhafast frekar að svo stöddu nema upp komi nýir fletir sem krefjast rannsókna. Samkvæmt upplýsingum DV voru bændur á Hofsá látnir vita af því fyrir nokkru að hundar væru að djöflast i fé þeirra í fjallshlíð- inni framar í dalnum og hefðu m.a. hrakiö eitt lamb á undan sér niður túnið og niður fyrir þjóðveg. Lambið fannst á tilteknum stað, slituppgefið en óskaddað. Þegar Eins og sjá má á myndinni er kindin ilia farin. DV-mynd Hiá síðan farið var að leita að móður lambsins fannst lamb sem hafði verið bitið illa í bóginn og hefur það verið til aðhlynningar heima á Hofsá síðan. Tveimur dögum seinna fannst síðan fullorðin ær sem hafði verið bitin illa í aftan- vert læri og eftir að dýralæknir hafði skoðað hana var hún aflífuö. Eftir það var farið að huga nánar að fé í fjallinu og síðan hafa fund- ist 7 móðurlaus lömb, þar af tvenn- ir tvílembingar, en þrátt fyrir ít- rekaða leit hafa mæðumar ekki fundist. Hvað um þær hefur orðið veit enginn en verið er að skoða ýmsa möguleika í því sambandi. -hiá Stuttar fréttir i>v Hagavatn hækkað Guðni Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra hyggst beita sér fyrir því að vatnsborð Hagavatns verði hækkað. Land- græðsla ríkisins hefur áhuga á því að stífla affallið en þær rannsóknir sem krafist hef- ur verið eru mjög kostnaðarsamar. Skemmdir rannsakaðar Lögreglan í Kópavogi rannsakar nú gróðurskemmdir sem hafa orð- ið á svæði norðan við Suðurlands- veg og austan við Bláfjallaaf- leggjarann. Skemmdirnar eru af völdum æfinga mótorhjólamanna sem segjast hafa munnlega heimild til þess ama frá lögreglunni á Sel- tjarnamesi en ekki er ljóst hvort svæðið tilheyrir Kópavogi eöa Sel- tjamarnesi. Bylgjan sagði frá. Bilun á Cantat III Ekki var hægt að hringja frá ís- landi til útlanda í gærkvöldi þar sem bilun kom upp í Cantat III sæ- strengnum. Bilunin kom upp um kl. 20 en stuttu síðar var hægt að hringja til Vesturheims og var net- samband og tal- og gagnaflutninga- samband einnig komið í lag í gær- kvöld. Morgunblaðið greindi frá. Fargjaldahækkunin Sjálfstæðis- menn í borgar- stjóm Reykjavík- ur krefjast þess að Helgi Hjörvar, formaður borgar- stjórnar, geri grein fyrir því hvers vegna hann berjist ekki gegn hækkunum á fargjöldum SVR eins og hann gerði síðast við fargjaldahækkun árið 1995. Helgi hefur skýrt það svo að hann telji að verðlagsforsendur hafi breyst og að hækkunin hafi mest áhrif á þá sem ekki nota strætisvagnana að staðaldri. Bylgjan sagði frá. Mörg tungumál Alls voru 272 böm af erlendum uppruna á leikskólum borgarinn- ar sl. haust. Bömin töluðu sam- tals 39 tungumál en flestir töluðu ensku, taílensku, filippseysk mál, frönsku og þýsku. Þetta kemur fram í ársskýrslu Dagvistar barna fyrir liðið ár. Fyrstir fá „Þeh- sem fyrstir koma fá en hinir ekkert" sagði skipverji á loðnuskipinu Guðrúnu Þorkels- dóttur í morgun, en skipið var þá á landleið með 650-700 tonn sem tók 6 sólarhringa að ná í. Loðnu- veiðin hefur verið langt frá landi, um sólarhringssigling er á miðin en lítiö sést af loðnunni. Leyfi endurskoðuð Alls koma um 600 erlendar dansmeyjar til landsins á ári en þær hafa, að sögn félagsmála- ráðuneytisins, dvalarleyfi hér á landi til skamms tíma á þeim for- sendum að þær séu listamenn. Félagsmálaráðurieytið hyggst nú endurskoða leyfin í kjölfar mála sem upp hafa komið í tengslum við fíkniefni. Hraða einkavæðingu Halldór Ás- grímsson utanrík- isráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að brýnt væri að hraða einkavæðingu fjármálastoíriana enda væru þær komnar í mikla samkeppni við erlendar lána- stofnanir. Þetta sagði Halldór í tengslum við nýja skýrslu Sam- taka iðnaðarins og iðn- og at- vinnurekendasamtaka. Smartkort Fyrstu Smartkortin voru tekin í notkun í gær en það voru Smartkort ehf., Sparisjóður Kópavogs og Kópavogsbær sem gerðu með sér samstarf um fyrstu kortin. Heppnir unglingar í vinnuskóla Kópavogs fengu 2.000 króna inneign á Smartkorti. -hb/-gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.