Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 20
24
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
Hákon Gunnarsson segir það betra að gefa
fjölbreytta mynd
af raunveruleikanum. já/j
DV-mynd E.ÓI. .„nffi.
19. júnísl. útskrifaði Háskóli íslands fjölda nýrra
kandídata. Þeir skrifuðu allir lokaritgerðir sem
margar hverjar eru mjög spennandi og alls ekki svo
fjarlægar almenningi. Þrír stúdentanna sem voru að
útskrifast í vor skrifuðu um kyn og kynhlutverk en
þó út frá mjög ólíkum forsendum. Þauféllust á að
koma í stutt spjall
við Tilveruna um
ritgerðirnar sínar
og skoðanir sínar
á niðurstöðum
þeirra.
Hákon Gunnarsson bókmenntafræðingur:
ákon Gunnarsson bók-
menntafræðingur hefur
alltaf haft mikinn áhuga á
teiknimyndum og horft mik-
ið á þær. Því datt honum í hug að
skrifa um kynímyndir í teikni-
myndunum Pocahontas, Litlu haf-
meyjunni og Mulan í kandídatsrit-
gerðinni sinni. Hann segir að kven-
hlutverk i teiknimyndum séu afar
hefðbundin. „Disney sýnir konur yf-
irleitt í valdalitlum hlutverkum og
oft snýst líf þeirra bara um að finna
karlmanninn í lífi sinu. Þetta er sér-
staklega áberandi í fyrstu verkum
Disneys en þetta breytist aðeins í
yngri teiknimyndum. Sem dæmi
um gamla kvenhlutverkið er
hlutverk Öskubusku. Hún er
þolandi og verður að láta prins-
inn bjarga sér en gerir ekkert
sjálf.“ Hákon segir Litlu haf-
meyjuna dæmi um nýrri
kvenímynd. „Hafmeyjan
óhlýðnast t.d. pabba sínum
og er aöeins virkari í að
skapa sér eigin örlög. En
hún gengur samt inn í
þetta hefðbundna eigin-
konuhlutverk. Hún
hrífst af heimilistækjum,
svo sem skeiðum, og lang-
ar í húsmóðurhlutverkið. En ham
vantar eiginmanninn og þegar hann
er fundinn er sagan fullkomnuð.
Svipaða sögu er að segja um
Pocahontas. Þær eru báðar að leita
að ástinni og líf þeirra gengur út á
það.“ Hvernig er Mulan
samanburði við
þær tvær? „Hún
er öðruvísi að
þvi leyti að hún
passar ekki inn
í hlutverk sitt í byrjun, gengur inn
í karlhlutverk í staðinn og verður
hermaður. í Mulan er kynhlutverk-
unum skipulega vixlað. Samt sem
áður gengur hún inn í hlutverkið í
lokin. En ég held að það sé miklu
betra að gefa fjölbreyttari mynd af
raunveruleikanum en nú er gert.
Með því eiga börn betra með að
skapa sér eigið líf.“ HG
Arnar E. Thoroddsen félagsfræðingur segir að Simpson-fjölskyldan taki karla af stallinum:
„Staða kynj-
anna jöfnuð á
Könnun Elínar Dóru Halldórsdóttur sýndi að ófríðari konur áttu meiri möguleika
á yfirmannsstöðum en þær sem taldar voru fallegar. DV-mynd E.ÓI.
Elín Dóra Halldórsdóttir, BA í sálfræði:
Konur taldar betri
vinnukraftar en
karlar áttu hærri
laun skilið
Elin Dóra Halldórsdóttir hefur
nýlokið við BA-ritgerð sína
sem nefnist „Eru dyggðir í út-
ljtinu fólgnar?" Hún skoðaði
áhrif kyns, útlits og klæðaburðar á
ímyndir starfsfólks. Hún fékk þátt-
takendur til að lita á myndir af fólki
sem talið var fallegt eða venjulegt í
útliti og var í mismunandi fótum á
myndunum. „Fegurðin hafði nánast
engin áhrif,“ segir Elin. „Sam-
kvæmt bandarískum rannsóknum
er fallegt fólk alltaf talið betri
vinnukraftar. Sú var ekki raunin í
rannsókninni minni. Skýringin
gæti hafa verið sú að ég vildi ekki
nota fólk sem talið var „ljótt“ vegna
smæðar samfélagsins en
það ' var gert í
bandarísku
ýktan hátt"
sókninni. En niðurstöðurnar voru
þær að fegurð vann alltaf með karl-
mönnum. Öðru máli gegndi um
kvenfólkið. Þær sem taldar voru fal-
legar voru líklegri til að fá undir-
mannsstöður. Ófríðari konur áttu
hins vegar meiri möguleika á yfir-
mannsstöðum. Það skipti líka kon-
ur meira máli að klæða sig í dragt-
ir en karla að klæðast jakkafötum.
Það kom hins vegar á óvart að litur-
inn á jakkafötunum skipti talsverðu
máli. Síðan kom í ljós að konur
voru almennt taldar standa sig bet-
ur í starfi en karlamir. Þær voru
hins vegar síður taldar eiga skilin
há laun.“ Kom þetta þér á óvart?
„Nei, ég get ekki sagt það. Þetta er
bara staðfesting á því sem við vitum
öll. Konur eiga eifiðara uppdráttar
á vinnumarkaði og þetta ómeðvit-
aða álit almennings á konum og
körlum bendir okkur bara á þá stað-
reynd.“
-HG
Arnar Eggert Thoroddsen
skrifaði mjög áhugaverða
ritgerð um Simpson-þættina
og kynímyndir í sjónvarps-
þáttum. „Kennarinn minn nefndi
þessa þætti sem tillögu að
kandídatsritgerð. Þetta eru þættir
sem hafa gengið í 10 ár og það hefur
ekkert fræðilegt verið skrifað um þá
fram til þessa. Ég var í fyrstu mjög
óviss um hvort ég ætti að gera það
því ég er mikill aðdáandi þáttanna
og var svolítið hræddur um að eyði-
leggja afþreyinguna fyrir mér.“
Hver eru einkenni Simpsons? „Mér
finnst Simpsons vera fjölskyldu-
drama og þættirnir eru skrifaðir á
allt annan hátt en þættir sem voru
vinsælir á 9. áratugnum. Það voru
þættir eins og Cosby show og fleiri
sem sýndu mjög staðlaðar ímyndir
karla og kvenna. Simpsons koma
þarna inn sem svar við breyttu
þjóðfélagi og persónurnar eru merki
um það.“ Arnar segir að áður fyrr
hafi hugmyndin um sterkan karl-
mann verið almenn í sjónvarpinu.
Nú hafi tekið við ný kynslóð af sjón-
varpsþáttum sem hafi stokkað upp
visa veginn frá útjöskuð-
um hugmyndum til
k nýrra gilda á skemmti-
'1 legan hátt. Mér finnst
þetta alltaf jafnfynd-
% ið.“
'HG
-
Arnar Eggert
Thoroddsen hef-
ur enn þá gaman
af Simpson-fjöl-
skyldunni.
hlutverka-
s k i p a n
kynjanna. „í
Simpsons
eru kyn-
ímyndirnar
jákvæðari og
má segja að
staða kynjanna
sé jöfnuð á ýktan
hátt. Konurnar eru
flestar skynsamar
en karlmennirnir
eru teknir af þeim
stalli sem þeir voru
á áður fyrr. Þessar
breyttu kynímyndir
má líka sjá í öðrum þáttum
eins og Seinfeld og Friends
og jafnvel Beavis og Butt-head.
Þetta eru vinsælustu þættirnir
og það segir okkur mikið um mun-
inn á kynímyndum í fjölmiðlum og
óskum almennings. Mér finnst
Simpsons verða betri og betri þáttur
með hverri syrpu.“ Þú hefur þá enn-
þá gaman af þeim? „Já, þó ég hafi
verið á kafi í þessum þáttum i hálft
ár finnst mér enn þá jafngaman að
þeim.
Þ e i r
Kvenhlutverkin afar hefðbundin