Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir r>v Kínverjar þróa nifteindasprengju Kínverjar tilkynntu í gær að þeir byggju yfir þekkingu til að búa til nifteindasprengju. Það var kín- verska fréttastofan Xinhua sem greindi frá þessu í gær en ekki kom fram hvenær Kínverjar þróuðu þessa tækni né hvort þeir hefðu haf- ið framleiðslu á slíkum sprengjum. Samkvæmt skýrslu bandarískrar þingnefndar munu Kínverjar hafa náð í þekkingu sína með njósnum í Bandaríkjunum á 20 ára tímabili. Kínverjar neita þessu og segja vís- indamenn sína fullfæra um slík verkefai. Nifteindasprengja er þeirr- ar náttúru að hún drepur fóik en veldur ekki annarri eyöileggingu. Liðsmaður franska lýðveldishersins féll af baki þegar hestur hans hnaut um götustein í skrúðgöngu sem haldin var í tilefni Bastilludagsins í París í gær. Símamynd Reuter dauðarefsingu Stuðningsmenn klerkastéttarinnar í íran gengu um Teheran í gær og hrópuðu slagorð. Símamynd Reuter Ritari þjóðaröryggisráðs írans, Hassan Rouhani, tilkynnti í gær að þeir sem tekið hefðu þátt í upp- þotum og eyðileggingu opinberra eigna ættu yfir höfði sér dauða- dóm. Samtímis lofaði hann því að rannsakað yrði hvers vegna lög- regla réðst á stúdentagarða með þeim afleiðingum að námsmenn særðust og létu lífíð. írönsk yfirvöld lýstu því yfir í gær að öryggissveitum hefði tekist að brjóta á bak aftur óeirðirnar í Teheran í kjölfar mótmæla stúd- enta undanfarna viku. Klerkastétt- in hafði skipulagt göngu stuðnings- manna sinna um höfuðborgina í gær og gengu tugir þúsunda um miðborgina. Sjálfir segja klerkarn- ir að þátttakendur hafi verið um ein milljón. Viðstaddir voru helstu leiötogar stjórnarinnar með Khameini erkiklerk í broddi fylk- ingar. Khatami, forseti írans, var hins vegar ekki viðstaddur. Samkvæmt írönsku unni IRNA hvöttu leiðtogar stúd- enta námsmenn til þess aö efna ekki til neinna mótmæla fyrr en á laugardaginn. Þangað til ætla leið- togar stúdenta að ræða við yfirvöld um ýmsar kröfur. # Faxafeni 8 UTSHLR Kjama útsala á fatnaði fyrir alla aldursnópa Opið: mán-fim 10 -18 Fd 10-19 lau 10-18 Su 12-17 Hóta stúdentum Morð í Noregi: Vill láta kanna fortíð Paust hjá NATO I Brussel Verjandi Veronicu Orderud, mágkonu Anne Orderud Paust, sem var myrt í maílok ásamt for- eldrum sínum utan við Ósló, telur að rannsókn á fortíð Anne sem ritara í aðalstöðvum NATO í Brussel geti leitt lögregluna á slóð morðingjans. Veronica er nú í gæsluvarð- haldi ásamt Kristian eiginmanni sínum, bróður Anne. Eru þau gnmuð um morðin á Anne og for- eldrum hennar og Kristians. Lögmaður Veronicu, Frode Sul- land, vill í viötali við norska blað- ið Aftenposten ekki segja frá því í smáatriðum hvaða atburðir í Belgíu geti verið áhugaverðir í sambandi við morðrannsóknina. Sulland heldur því fram að lög- reglan sé á röngu spori. Viðbúnaður í Taívan Aukinn viðbúnaður er í Taívan vegna hótunar kínverskra yfir- valda um að brjóta á bak aftur all- ar tilraunir til sjálfstæðisbaráttu. Djukanovic varkár Milo Djukanovic, forseti Svart- fjallalands, sagði í gær að íbúar landsins vildu vera áfram í lýðræð- islegu sambands- ríki Júgóslavíu. Fái SvartfeUingar hins vegar ekki meiri sjálfstjórn muni þeir krefj- ast sjálfstæðis. Viðræður hófust í gær milli fulltrúa Svartfjallalands og Serbíu um framtíð Júgóslavíu. Djukanovics kveðst ekki hafa áhuga á að verða eftirmaður Slobodans Milosevics Júgóslavíu- forseta. Úrslit í Indónesíu Kjörstjórn Indónesíu ætlar að birta í dag óopinber úrslit kosn- inganna sem haldnar voru 7. júni síðastliðinn. Svipti sig lífi Ríkissaksóknari í Belgíu, Hubert Massa, sem stýrt hefur rannsókninni* á morðum bama- níðingsins Marcs Dutroux á fjór- um ungum stúlkum, svipti sig lífi á þriðjudaginn. Bankaræningi hetja Bankaræninginn Attila Ambrus, sem rænt hefur 27 banka á sex árum og flúði úr fangelsi fyrir fimm dögum, er nú hetja í Ungverjalandi. 1008 aðspurðir vilja að hann sleppi undan lög- reglunni. Aðeins 91 vill að Ambms verði gripinn. Hótaði Viktoríu Dani, sem í bréfi haíði hótað Viktoríu Svíaprinsessu, var grip- inn í gær við sumarhöll sænsku konungsfjölskyld- unnar á Öland í gær. Maðurinn, sem flúði á þriðju- daginn frá geð- deild sjúkrahúss í Hróarskeldu, er þekktur fyrir sjúk- legan áhuga á sænsku konungsfjöl- skyldunni. Stuttu eftir flóttann frá sjúkrahúsinu hélt hann til Ölands þar sem prinsessan hélt upp á 22 ára afmæli sitt í gær. Daninn, sem var óvopnaður, var dæmdur í vor fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Stal hálfum milljarði 41 ára Svíi, sem ætlaði að reisa 183 íbúðir og smáhús í Gallinchen í Cottbus í austurhluta Þýska- lands, er nú horfinn með um hálf- an milljarð íslenskra króna. Að- eins 30 hús vora byggð. Kjötbanni aflétt Evrópusambandiö tilkynnti í gær að frá og með næstu mánaða- mótum félli bann við sölu bresks nautakjöts úr gildi. Bannið var sett í kjölfar kúariðufárs fyrir þremur áram. Krefst skaðabóta Borgarstjóri Rio de Janeiro í Brasilíu ætlar í mál við banda- ríska tóbaksframleiðendur. Borg- arstjórinn krefst 10 milljarða dala í skaðabætur vegna kostnaðar sem rakinn er til veikinda reyk- ingamanna. Á brattann að sækja Samkvæmt nýrri skoðanakönn- um sem gerð var í New York á dög- unum fengi Rudolph Giuliani, borgarstjóri og repúblikani, tals- vert meira fylgi en Hillary Clint- on en þau keppa um sæti í öld- ungadeild banda- ríska þings. Fylgi Giulianis mældist 46,7% en Hillary 40,7%. Ekki hafa skoðanakannanir áður sýnt viðlíka forskot Giulianis en talsmenn Hill- ary segja engu að kviða enda eitt og hálft ár til kosninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.