Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 15. JULI 1999 Afmæli____________________ Kristján Einarsson Kristján Einarsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Árnessýslu og forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vallholti 47, Selfossi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík en ólst upp í foreldrahúsum að Reykja- dal II í Mosfellsdal. Hann lærði hús- gagnasmíði í Reykjavík og á Selfossi og einnig húsasmíði. Hann hefur meistararéttindi í báðum iðngrein- unum. Kristján vann hjá Húsgagna- vinnustofu ÞI í Reykjavík en síðan lá leiðin til Trésmiðju KÁ á Selfossi þar sem hann vann nokkur ár. Kristján stundaði sjálfstæðan at- vinnurekstur í nokkur ár og all- mörg ár vann hann hjá byggingafyr- irtækinu Selósi á Selfossi. Árið 1994 tók hann við starfi slökkviliðsstjóra hjá Brunavömum Ámes- sýslu og samfara því er hann framkvæmdastjóri Almannavarncirnefndar Árborgar og nágrennis Þá er hann bæjarfulltrúi frá 1990. Fréttaritari Dag- blaðsins varð hann nokkrum áram fyrir samrunann við Vísi og hefúr hann verið frétta- ritari fyrir DV á Selfossi og nágrenni siðan. Kristján hefur tekið virkan þátt í félagsmálum, hann sat í stjórn Félags byggingariðnaðar- manna í Árnessýslu í nokkur ár, verið formaður bygginga og skipu- lagsnefndar Selfoss, verið formaður Framsóknarfélags Selfoss, ritstjóri Þjóðólfs, er í Miöstjóm Framsókn- arflokksins, situr í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og í þriggja manna hér- aðsráði Héraðsnefndar Ámessýslu, er í stjóm Héraðsbókasafns Árnes- sýslu og hefur tekið virk- an þátt í starfi Félags slökkviliðsstjóra. Fjölskylda Kristján kvæntist 10. 7. 1971 Brynhildi Geirsdótt- ur, f. 11.6. 1951, gjaldkera hjá íslandspósti á Sel- fossi, dóttur Geirs Gissur- arsonar, bónda í Byggðarhorni í Flóa, og Jónínu Sigurjónsdóttur húsmóður. Börn Kristjáns og Brynhildar era Jónína, f. 03.4. 1972, hjúkrunar- fræðinemi, sambýlismaður, Þor- steinn Pálsson, f. 18.11. 1964, tann- læknir, barn þeirra er Kristján Patrekur, f. 21.4. 1993; Guðbjörg Sig- ríður, f. 24.6. 1977, leiðbeinandi, sambýlismaður, Sigurður Eyþór Frimannsson, f. 25.2.1976, viðskipta- fræðinemi; Einar Matthías, f. 19.8. 1981, fjölbrautaskólanemi. Systkini Kristjáns eru Bryndís, f. 9.12. 1952, húsmóðir, gift Guðmundi Ó. Hermannssyni; Daði Þór, f. 7.9. 1958, skólastjóri Tónlistaskóla Stykkishólms, en kona hans er Sigríður Björnsdóttir; Pétur, f. 3.5. 1967, hljóðtæknimað- ur í Kaupmannahöfn, kvæntur Björgu Björgvinsdóttur Foreldrar Kristjáns: Einar Matth- ías Kristjánsson, f. 2. 10. 1926, d. 4.2. 1997, garðyrkjubóndi, og Guðbjörg Sigríður Kristjónsdóttir, f. 7.5. 1928, húsmóðir. Kristján og kona hans taka á móti gestum á afmælisdaginn, á heimili sinu að Vallholti 47 Selfossi. Kristján Einarsson. Páll Ægir Páll Ægir Pétursson skipstjóri, Esjugrand 26, Kjalarnesi, verður fertug- ur á morgun. Starfsferill Páll Ægir fæddist á Bíldudal og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi og framhaldsprófi við Héraðsskólann að Núpi, prófi úr fiski- mannadeild Stýrimanna- skólans í Reykjavík 1980, úr farmannadeild 1981 og prófi frá varðskipadeild 1982, prófi frá út- gerðardeild Tækniskóla íslands 1983 og UF-prófi frá KHÍ 1992. Hann hef- ur sótt námskeið erlendis, m.a. í „leit og björgun“ á sjð hjá bresku strandgæslunni, HM Coast Guard, 1995, og námskeið fyrir skipstjórn- armenn olíu- og tankskipa i stýri- mannaskólanum í Marstal í Dan- mörku 1998. Páll Ægir hóf sjómennsku með föður sínum á Bíldudal er hann var á fermingaraldri, var síðar í milli- landasiglingum hjá Eimskipafélag- inu, var stýrimaður á togara eitt sumar og annað sumar stýrimaður hjá Eimskip, var útgerðar- og rekstrarstjóri hjá Jökli hf. á Raufar- höfn 1983-84, stýrimaður og skip- stjóri í afleysingum i millilandasigl- ingum hjá Nesi 1984-89, kenndi við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1989-94 og var síðan stundakennari þar í tvær annir, var deildastjóri björgunardeildar Slysa- varnafélagsins og Til- kynningaskyldu ís- lenskra skipa 1994-97 og varamaður í Siglingaráði fyrir hönd Slysavarnafé- lagsins og hefur verið skipstjóri á strandflutn- inga- og olíuskipinu Stapafelli frá 1997. Auk þess hefur Páll Ægir unnið sjálfstætt við mark- aðskannanir og ráðgjöf fyrir fyrir- tæki teng sjávarútvegi, tekið að sér þýðingar og ritstörf sem lúta að sigl- ingafræði og sjómennsku, var kjör- inn endurskoðandi Kjalarneshrepps i átta ár og hefur verið meðdómari í sjórétti við Héraðsdóm Reykjavík- ur. Páll Ægir flutti á Kjalarnes vetur- inn 1985 með fjölskyldu sína og býr þar nú. Fjölskylda Páll Ægir kvæntist 4.7.1982 Helgu Báru Karlsdóttur, f. 10.4. 1960, skrif- stofumanni hjá Kögun og Navision software. Hún er dóttir Karls Sig- tryggssonar, f. 7.12.1916, d. 8.3. 1992, vélstjóra, og k.h., Heiðbjartar Helgu Jóhannesdóttur, f. 10.8. 1933, mat- ráðskonu á Keflavíkurflugvelli. Börn Páls Ægis og Helgu Báru Páll Ægir Pétursson. Pétursson eru Sigríður Stephensen Pálsdóttir, f. 11.2. 1982, menntaskólanemi; Pét- ur Valgarð Pálsson, f. 5.9. 1984, nemi; Aldís Bára Pálsdóttir, f. 15.4. 1990, nemi. Hálfbróðir Páls Ægis, samfeðra, er Guðbergur, f. 29.11. 1953, stýri- maður á b/v Haraldi Kristjánssyni, búsettur á Álftanesi, kvæntur Hjör- dísi Ólafsdóttur fóstru og era börn þeirra Sóley Rut, Pétur Valgarð, Maríanna og Eyrún. Alsystkini Páls Ægis eru Kristín, f. 12.2. 1965, húsmóðir í Kópavogi, en unnusti hennar er Helgi Þór Jón- asson, skrifstofumaður hjá Eimskip og era börn þeirra Hinrik og Martha Sunneva; Hannes Sigurður, f. 2.5. 1970, flugmaður í Reykjavík; Pétur Valgarð, f. 15.9. 1974, tónlistarmaður í Reykjavík, kvænt- ur Friðborgu Jónsdóttur, nema við KHÍ. Foreldrar Páls Ægis: Pétur Val- garð Jóhannsson, f. 17.8. 1935, d. 25.2. 1980, útgerðarmaður og skip- stjóri á Bíldudal, og k.h., Sigríður Stephensen Pálsdóttir, f. 4.7. 1938, bankamaður. Pétur og Sigríður bjuggu á Bíldudal en Sigríður flutti til Reykjavíkur 1984. Ætt Pétur Valgarð var sonur Jóhanns Hafsteins Jóhannssonar, forstjóra Manntcdsskrifstofunnar í Reykja- vik, og Kristínar, kennara á Bíldu- dal Pétursdóttur, skipstjóra á Bíldu- dal, Bjarnasonar, b. á Hærra-Vaðli, Péturssonar. Móðir Péturs Bjarna- sonar var Ólína Ólafsdóttir. Móðir Kristínar var Valgerður Kristjáns- dóttir, bátasmiðs á Bíldudal, Krist- jánssonar, og Kristínar Jónsdóttur. Sigríður Stephensen er dóttir Páls Stephensen, hreppstjóra og at- vinnurekanda á Bíldudal, Hannes- sonar Stephensen, kaupmanns á Bíldudal, Bjarnasonar, b. á Reykhól- um, Þórðarsonar. Móðir Hannesar var Þórey Kristín Ólína Pálsdóttir. Móðir Páls var Sigríöur Pálsdóttir, alþm. og prófasts í Vatnsfirði, Ólafs- sonar og Arndísar Pétursdóttur Eggerz. Móðir Sigríðar var Bára, systir Páls, fyrrv. alþm., og Ásgeirs, fyrrv. formanns Verkamannafélags Húsa- víkur. Bára var dóttir Kristjáns, sjó- manns í Grímsey og á Húsavik, Sig- urgeirssonar, í Miðhvammi í Aðal- dal, Stefánssonar. Móðir Kristjáns var Jóhanna Pálsdóttir. Móðir Báru var Þuríður, formaður verka- kvennafélagsins Vonarinnar Björnsdóttir, b. á Jarlsstöðum, Björnssonar og Sigurveigar Guð- mundsdóttur. Páll Ægir og fjölskylda bjóða skyldmennum, vinum og samstarfs- mönnum að fagna með sér í félags- heimili Gusts, Álalind í Kópavogi, kl. 18.00 á afmælisdaginn. Ólafur Árnason Ólafur Ámason, afgreiðslumaður hjá Olís, Hrauntungu 67, Kópavogi, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist á Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann lauk hefðbundnu barna- og unglinganámi á Ólafsfirði og stundaði nám við Iðnskólann á Ólafsfirði. Ólafur og fjölskylda hans fluttu til Akraness 1965 þar sem hann hóf nám í bifvélavirkjun. Hann hóf sjó- mennsku frá Akranesi 1969 og stundaði hana til 1987, lengst af með Runólfi Hallfreðssyni á Bjarna Ólafssyni AK 70. Ólafur og fjölskylda hans fluttu til Dalvíkur 1988 en þar sá hann um rekstur félagsheimilisins Víkur- rastar, auk þess sem hann starfaði við prentsmiðju á Dalvík. Ólafur sat lengi í stjórn sjómanns- deildar VFLA. Hann varð virkur fé- lagi i Kiwanisklúbbnum Hrólfi á Dalvík og gegndi öllum embættum klúbbsins á tíu ára tímabili. Þá var hann svæðisstjóri Kiwanisumdæm- isins 1997-98. Eftir að Ólafur flutti í Kópavog- inn hefur hann verið félagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópa- vogi. Þá var hann formaður Dalvik- urdeildar Rauða kross íslands í fimm ár, var formaður íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkur í átta ár, formaður Ferðamálanefndar Dal- víkur i fjögur ár, auk ýmissa ann- arra trúnaðarstarfa, s.s. fyrir ung- mannafélagshreyfmguna. Fjölskylda Ólafur kvæntist 3.8. 1963 Arnfríði H. Valdimarsdóttur, f. 10.9. 1945, starfsmanni Breiðabliks. Hún er dóttir Valdimars M. Sigurjónssonar, f. 25.8. 1918, d. 1975, og Salome Guð- jónsdóttur, f. 23.1.1922. Þau voru bú- sett á Akranesi. Börn Ólafs og Amfríðar eru Valdimar, f. 7.5. 1963, húsasmiður á Akranesi, kvæntur Ragnheiði Ósk Helgadóttur og eru börn þeirra Amdís, f. 1984, og Ólafur Valur, f. 1990; Jóna Guðrún, f. 14.8. 1964, starfsmaður við sambýli í Reykjavík en börn hennar eru Guðrún Jakobsdóttir, f. 1982, Arnfríður Helga, f. 1985, og Eyvindur Aron, f. 1987; Sigurjón, f. 27.11. 1965, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík en synir hans eru Sigurður Ýmir, f. 1991, og Steinar Frank, f. 1999; Aðalbjörg Þórey, f. 18.8. 1977, nemi í Dan- mörku, í sambúð með Unnsteini Guðjónssyni. Systkini Ólafs: Aðalbjörg Guðrún Árnadóttir, f. 1934, húsmóðir á Dal- vik, gift Júlíusi Snorrasyni, fram- kvæmdastjóra þar; Una Matthildur Árnadóttir, verkakona á Ólafsfirði, gift Friðrik Hermanni Eggertssyni, símvirkja þar; María Margrét Árnadóttir, nuddari á Akureyri, gift Vébirni Eggertssyni, sjómanni þar. Hálfbróðir Ólafs, sam- mæðra, er Anton Sig- urðsson, fyrrv. skóla- stjóri ísaksskóla, var kvæntur Önnu Þóru Ólafsdóttur sem lést Í997. Foreldrar Ólafs voru Árni Anton Guðmundsson, f. 2.8. 1903, d. 4.8. 1957, vélstjóri og sjómaður á Ólafs- firði, og Jóna Guðrún Antonsdóttir, f. 23.10.1908, d. 5.11.1989, verkakona á Ólafsfirði. Ólafur og Arnfríður taka á móti vinum og vandamönnum í veitinga- staðnum Dugguvogi 12, föstudaginn 16.7. eftir kl. 20.00. Ólafur Árnason. Til hamingju með afmælið 15. júlí 85 ára Guðmundur M. Jónsson, Heiðargerði 29F, Vogum. Ósk Guðjónsdóttir, Dalbraut 18, Reykjavík. 80 ára Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Sörlaskjóli 70, Reykjavík. Matthildur Jónsdóttir, Funafold 93, Reykjavík. 75 ára Elísabet Markúsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Níels Halldórsson, Kringlumýri 31, Akureyri. Sigurveig G. Mýrdal, Bogahlið 26, Reykjavík. 70 ára Bjarni R. Sigmarsson, Tjarnarlundi 5G, Akureyri. Helgi Unnar Egilsson, Brekkustíg 29B, Njarðvík. Sigurður Sveinsson, Miðvangi 41, Hafnarfirði. 60 ára Eggert Bogason, Arnartanga 9, Mosfellsbæ. Hlif Jóhannsdóttir, Austurgerði 3, Reykjavík. Hrólfur Ragnarsson, Norðurtúni 16, Bessastaðahreppi. Jóhannes Ingólfur Jónsson, Ásvallagötu 37, Reykjavík. Víví Kristóbertsdóttir, Dalbraut 8, Búðardal. 50 ára Guðmundur H. Hinriksson, Brekastíg 5A, Vestmannaeyjum. Heiður Þorsteinsdóttir, Nökkvavogi 39, Reykjavík. Hulda HaUdórsdóttir, Laugarásvegi 47, Reykjavík. Jón Böðvarsson, Syðsta-Ósi, Húnaþingi vestra. Sigmar Páll Ólafsson, Langholtsvegi 82, Reykjavík. Þórólfur Ólafsson, Hvassaleiti 89, Reykjavík. > 40 ára Birna Óskarsdóttir, Ólafsvegi 44, Ólafsflrði. Daðey Þóra Ólafsdóttir, Höfðabraut 6, Akranesi. Einar Alfreðsson, Garðavegi 7, Hafnarfirði. Fríða Kristín Gísladóttir, Rauðarárstíg 5, Reykjavík. Guðbergur Kári Ellertsson, Goðatúni 26, Garðabæ. Guðlaugur Jörundsson, Skipasundi 68, Reykjavík. Guðný Sigurharðardóttir, Ránargötu 31, Akureyri. Kjartan Bjarnason, Blönduhlíð 16, Reykjavík. Kolbeinn Marinósson, Dvergabakka 16, Reykjavík. Magnús Sigurðsson, Suðurengi 10, Selfossi. Pétur Bolli Jóhannesson, Hólabraut 18, Hrísey. Sveinn Júlíus Ástvaldsson, Berjarima 8, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.